Dagur - 29.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 - 21 í '51 LEIKHÚS KVIKMYNDIR MYNDLIST TÓNLIST SKEMMTANIR Afæfingu á söngleiknum Carmen Negra, sem saminn er upp úr óperunni Carmen eftir Bizet. Um allan heim eru þau þekkt, Iögin úr óperunni Carmen eftir Bizet, en óper- an sú er líklega ein þekktasta ópera sem samin hefur verið. Nú hefur verið gerður söngleikur upp úr óperunni og heitir hann Carmen Negra. Þessi söng- leikur er „rokk-salsa- popp“ útfærsla, þar sem farið er frjálslega með sög- una, ýmsu breytt og bætt við til að gera hana nútímalegri. Söng- leikurinn er kurrandi af „sexi“ ásamt því að vera fjörugur og hress með miklum dönsum og rokkaðri tónlist. Textarnir, sem fluttir eru á ensku, eru tvíræðir og gefur það skemmtilegt yfir- bragð á annars kyn- þokkafulla sýningu. Söngvarnir úr Carmen eru margir hveijir vel þekktir og hver man ekki eftir því að hafa raulað „Ég elska Carmen, Carmen elskar mig“ sem krakki? Reynd- ar í svolítið gaman- samri útgáfu en lag- ið er grípandi létt og margir sem kunna það, hvort sem þeir vita að það er úr Carmen eða ekki. Hin ástríðufulla Carmen Sagan segir frá stúlkunni Car- men, sú er ástríðufull og Ieikur sér að karlmönnum. Þegar sag- an gerist, er heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu í Santa Maria, sem er dulúðugt ríki í Suður-Ameríku, í skugga kúgun- ar og uppreisnar. I heildina er það einvalalið Iistamanna sem stendur á bak við þessa uppsetningu, en í henni taka þátt fjölmargir dans- arar og söngvarar. Þeirra á með- al eru meðal annarra hinn ungi Garðar Thor Cortes, sem syngur Jose, en hann verður viti sínu fjær af ást til Carmen. Garðar er efnilegur í hlutverkinu og má hlakka til að sjá hann oftar. Bubbi Morthens, sem allir þekkja með gítarinn sinn, birtist þarna í nýju hlutverki og leikur róttækan uppreisnarsegg og Helgi Björnsson fer á kostum í hlutverki hins harðsvíraða liðs- foringja. Caron, sem er ensk söng- og leikkona af uppruna Si- uox Indíána, leikur Carmen, en hún hefur einmitt leikið það hlutverk í Finnlandi við mikla hrifningu. Stewart Trotter, sá er gerði þessa leikgerð að Carmen Negra hefur verið fenginn til að leik- stýra verkinu, en hann leikstýrði fyrstu uppfærslunni sem sett var upp í Vínarborg 1988 og fékk sú frábærar móttökur. Þess má geta að uppselt er á fyrstu níu sýningar verksins, þó frumsýning hafi ekki farið fram, enda ríkir tilhlökkun meðal óperuunnenda og annarra þeirra er ánægju hafa af tónlist. -VS. Þessi söngleikur er „rokk-salsa- popp“ útfærsla, þarsem farið er frjálslega með söguna. í Kaffileikhúsinu verður leikritið Annað fólk frumsýnt í kvöld. Þetta er nýtt íslenskt leikrit eftir Hallgrím H. Helgason, en þetta er fyrsta dramatíska leikverk hans sem sýnt er á Leikritið „Annað fólk“ er fyrsta dramatiska leikverk Hallgríms Helgasonar og verður það sýnt I Kaffileik- húsinu. íslensku leiksviði. „Kveikjan að þessu verki eru húsakynni Kaffileikhússins,“ segir Hall- grímur H. Helgason. „Gamalt hús og hljóð- bært, rétt við glaum miðbæjarins, í borg í stöðugri deiglu sem stundum er smábær og stundum stórborg. Og fólkið í slíku húsi tek- ur sjálfsagt mið af hvoru tveggja, viðmið þess eru fyrr en varir orðin úrelt, jafnvel gengin því úr greipum á þessum sfðustu og verstu..." Leikstjóri í þessu verki er Vigdís Jakobs- dóttir, en hún hefur leikstýrt ýmsum verkum hjá áhugaleikfélögum og framhaldsskólum um land allt og er þetta fyrsta verkið sem hún leikstýrir, sem er í fullri lengd með at- vinnuleikurum. Leikendur í verkinu eru Marta Nordal, Helga Bachmann og Jón Hjartarson. Næstu sýningar eru laugardaginn 6. júní og föstudaginn 12.júní. ■UM HELGINAl Trú og tónlist Þetta gullfallega sönglagahandrit er skrifað árið 1764. Það er eitt margra sem verður á sumarsýn- ingu I Þjóðarbókhlöðu að þessu sinni. í íslenskum handritum er víða að finna nótur og sönglög, en heldur hefur farið lítið fyrir kynningu á þeim. Nú hefur verið bætt um betur og má skoða sýningu á ís- lenskum tónlistarhandritum í Þjóðarbókhlöðunni. A sunnu- daginn kl. 14 verður opnuð vegleg sýning á íslenskum tónlistarhandritum frá fyrri tímum í Þjóðabókhlöðu og verður þar boðið upp á tón- listardagskrá í umsjón Colleg- ium Musicum, m.a. úrval eldri söngva í útsetningum tónskáldanna Jóns Nordals, Snorra S. Birgissonar og Elín- ar Gunnlaugsdóttur, auk þess sem sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilk- inssonar syngur beint úr handritum frá 16. og 17. öld. Samtökin Collegium Music- um, sem voru stofnuð árið 1986, vinna nú að heildar- rannsókn á nótum í íslensk- um handritum, en það verk hefur aldrei verið unnið áður. Sýningin stendur til 31. ágúst. Listhús Ófeigs Sex norskar konur sýna textíl og skart í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustfg 5, dagana 30. maí - 13. júlí. Randi Hartmann, Live Helgeland og Ellen Monrad Visven sýna skartgripi úr ólík- um efnum, svo sem hálsfestar úr gúmmíboltum og silfri, armbönd og festar úr oxider- uðu silfri og glerperlum, hringi og nælur úr hvaltönn, silfri og viði. Þær hafa allar lokið námi frá Iistaskólum og hafa allar haldið 'nokkrar einkasýningar og margar samsýningar. Fjór- ar þeirra hafa áður sýnt á Is- landi. Sýningin er opin á verslunartíma en lokuð á sunnudögum. Tiyggvi Hansen Á veitingahúsinu Laugavegi 22 sýnir Tryggvi Hansen olíu/eggtemperamyndir. Þetta eru smágluggar inn f tilfinn- ingalíf hans. Tryggvi málar að- allega ósjálfrátt um leið og hann horfir á sjónvarpið og eru það mikið til örsmáar myndir með lóðbolta. Sýning- in verður opnuð kl. 20.30 á laugardag. v___________________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.