Dagur - 29.05.1998, Side 6
22-FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
Xk^nr
LIF OG FJOR
Tolli
sýnir
lands-
lag
Listamaður-
inn ToIIi ætlar
að sýna Iands-
lag og fólk í
Gallerí Horn-
inu og hefst
sýningin á
morgun.
Myndirnar
eru unnar
bæði með
vatnslitum og olíu.
„Eg held að einkenni þessarar sýningar fyrst og fremst
sé Iitróf jarðar,“ segir Tolli. „Litaskalinn er vel spenntur
og myndirnar Ieysast dálítið upp í abstrakt litfæði."
Sýningin stendur til 18. júní.
Blað úr eina handriti Þorlákstida.
(Ljósm. Jóhanna Úlafsdóttir, SAM)
Eina handrit Þorlákstíða til
sýnis
Á hvítasunnudag 31. maí Id. 16 verður opnuð ný
handritasýning í Stofnun Árna Magnússonar í
Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin ber yfirskriftina
„Þorlákstíðir og fleiri handrit tengd Skálholti" og er
Iiður í Listahátíð í Reykjavík. Heiðurssess á sýning-
unni skipar eina handrit Þorlákstíða sem til er, AM
241 a II fol. frá því um 1400.
Málverk og
sknLpthrar
Á morgun kl. 15.00
verður opnuð í Gerðar-
safni í Kópavogi sýn-
ing á verkum eftir
Vigni Jóhannsson,
þar sem hann sýnir
hefðbundin mál-
verk úr íslenskri
náttúru, sem fjalla
um tengsl manns-
ins við vatnið og
landið. Sum verka
hans eru gríðarstór,
allt að þremur metr-
um á breidd og má sjá
hluta af einu þeirra á
myndinni. Einnig sýnir
hann skúlptúra.
Sýninging stendur til 15. júní og er opin alla daga frá
kl. 12-18, nema mánudaga.
■ HUflfl ER Á SEYfll?
Markúsaguðspjall í
Bústaðakirkju
Sýning Leikfélags Akur-
eyrar á Markúsarguð-
spjalli verður flutt í Bú-
staðakirkju nú um hvíta-
sunnuhelgina. Sýning
þessi var frumsýnt um
páskana á Akureyri og
fékk hún mjög góðar við-
tökur. Sýningar verða í
Bústaðakirkju á hvíta-
sunnudag kl. 20.00 og
annan í hvítasunnu kl.
20.00. Miðasala verður
við innganginn, en unnt
er að panta miða i Bú-
staðakirkju í síma 553-
8500 og hjá Leikfélagi
Akureyrar í síma 462 -
1400.
NORÐURLAND
Nonnahús opnað
Mánudaginn 1. júní verður Nonna-
hús opnaö og verður það opið dag-
lega kl. 10.00-17.00 til 1. september.
Fjörutíu og eitt ár er liðið síðan
Zontaklúbbur Akureyrar stofnaði
minningarsafn um rithöfundinn og
jesúítaprestinn Jón Sveinsson,
Nonna, sem þekktur er um allan
heim fyrir frásagnir af ævintýrum sín-
um á íslandi.
Zontaklúbbur Akureyrar hefur látið
merkja gönguleið frá Nonnahúsi upp
á Höfðann og að „Nonnasteini". Kort
ásamt leiðarlýsingu fæst í Nonnahúsi
og er göngugörpum að kostnaðar-
lausu.
Kaffi Akureyri
Diskótek á föstudagskvöld. Sigga
Beinteins og Grétar Örvarsson leika
á laugardags- og sunnudagskvöld.
Lúðrasveit Verkalýðsins
Lúðrasveit verkalýðsins verður á Ak-
ureyri um hvítasunnuhelgina. Laug-
ardaginn 30. maí marserar sveitin
um miðbæ Akureyrár og heldur síð-
an tónleika á Ráðhústorginu þar sem
flutt verður íslensk tónlist.
Á hvítasunnudag heldur sveitin tón-
leika í Akureyrarkirkju. Tónleikarnir
hefjast kl. 17.00. Flutt verða innlend
og erlend verk, m.a. mars eftir Árna
Björnsson, rússneskur sjóliðadans
eftir Reinhold Gliere, Unter der Ad-
mirals Flagge eftir Fugic, syrpa af
lögum úr My fair lady eftir Frederick
Loewe, Sir Duke eftir Stevie Wonder,
titillagið úr Simpsons þáttunum og
marsar eftir John Philip Sousa.
Stjórnandi sveitarinnar er Tryggvi M.
Baldvinsson.
Safnasafnið á
Svaibarðsströnd
Á hvítasunnudag verður opnuð sýn-
ing á verkum eftir Helga Þorgils Frið-
jónsson á fyrstu hæð Safnasafnsins
á Svalbarðsströnd. Á sýningunni
verða olíumálaðir skúlptúrar úr leir,
skissur fyrir gosbrunna og verk sam-
tengd fjöldaframleiddum skrautstytt-
um, einnig teikningar og eldri verk úr
ýmsum efnum. Sýning Helga Þorgils
verður, eins og aðrar sýningar
Safnasafnsins, opin daglega frá kl.
11.00 til 18.00. Sýningin stendur til
5. júlí.
Vorkoma Lionsklúbbs
Dalvíkur
Dagana 30. maí til 1. júni heldur
Lionsklúbbur Dalvíkur „Vorkomu" í
samvinnu við Vigni Hallgrímsson og
Sigurjón Kristjánsson. Setningarat-
höfn verður í Dalvíkurskóla á laugar-
dag kl. 13.00 þar sem Arngrímur
Baldursson, formaður vorkomu-
nefndar, og Haraldur Ingi Haralds-
son, forstöðumaður Listasafns Akur-
eyrar, flytja ávörp. Valva Gísladóttir
flytur tónlist.
Sýning verður á verkum Eiríks Smith
í Dalvíkurskóla (Gamla skóla). Eiríkur
er eitt af stóru nöfnunum í sögu ís-
lenskrar myndlistar. Einnig sýna
nokkrir heimamenn verk sín, þau
Valva Gísladóttir, Steingrímur Þor-
steinsson, Halldór Gunnlaugsson og
Hjörleifur Hjartarson.
Anton Antonsson á Gilsá í Eyjafjarð-
arsveit sýnir tréskurðarverk.
Stórsýningar verða í Gallerý Iðju.
Sýningarnar verða opnar á laugar-
dag kl. 13-20, sunnudag kl. 13-20
og mánudag kl. 13-18. Sýning Eiríks
Smith verður opin til 8. júní.
Laugardaginn 30. maí verða tónleik-
ar í Dalvíkurkirkju, þar sem fram
kemur Húsabakkakórinn Góðir háls-
ar. Stjórnandi er Rósa Kristín Bald-
ursdóttir.
Fjölskyldudagur knatt-
spyrnudeildar KA
Á laugardaginn kl. 14.00 verður
haldinn fjölskyldudagur knattspyrnu-
deildar KA. Forráðamenn deildar,
meistaraflokksleikmenn og yngri-
flokka leikmenn munu koma saman.
„Stoke-bræðurnir“ Lárus Orri og
Kristján Sigurðssynir verða á staðn-
um, nýkomnir frá Englandi. Boðið
verður uþpá grillmat, brauð, drykki
og kex. Farið verður í leiki.
SUDURLAND
Körfuskreytinganámskeið
Helgina 6. og 7. júní verður haldið
körfuskreytinganámskeið fyrir
áhugafólk í Garðyrkjuskóla ríkisins
að Reykjum í Ölfusi. Námskeiðið
stendur kl. 10.00-16.00 báða dag-
ana. Leiðbeinendur verða Uffe Bals-
lev blómaskreytingameistari og Mar-
grét Guðnadóttir sem er sérfræðing-
ur í öllu sem viðkemur körfugerð.
Skráning og nánari upplýsingar á
skrifstofu skólans.
AUSTURLAND
Sumartónleikar á
Seyðisfirði
í sumar verður gerð tilraun til að
bjóða upp á röð tónleika á miðviku-
dagskvöldum í Seyðisfjarðarkirkju.
Skipuleggjandi er Muff Worden af-
leysingaorganisti á staðnum og
henni til aðstoðar er Sigurður Jóns-
son. Á tónleikunum miðvikudaginn
3. júní verður Muff Worden með ein-
söngstónleika með skoskri þjóð-
lagatónlist, en auk þess koma fram
Zbigniiew Zuchowicz, Keith Reed,
Kirkjukór Seyðisfjarðar og fleiri.
Niðja^og^^úðarda^^^
VESTURLAND
Helgina 11. og 12. júlí ætla niðjar
Boga Sigurðssonar bónda og kaup-
manns í Búðardal að koma saman
þar. Stefnt er að því að snæða há-
degisverð í Dalabúð á iaugardegin-
um. Hlýtt verður á messu hjá sókn-
arprestinum í Hjarðarholtskirkju kl.
14.00 á sunnudeginum og síðdegis-
kaffi drukkið á Edduhótelinu á Laug-
um í Sælingsdal á eftir. Nánari upp-
lýsingar og skráning: Gunnar Björns-
son s. 456 7672, Karl Ágúst Úlfsson
s. 587 5777, Ólafur Gunnarsson s.
567 2353, Ragnar Þorsteinsson s.
554 5067 og Ragnheiður Sigurðar-
dóttir s. 553 5571.
Undir Jökli
Mannræktarmiðstöðin Snæfellsás
býður upp á aevintýraríka hvíta-
sunnuhelgi undir Jökli. Farið verður
með gesti um áhugaverða staði á
Útnesinu og jökullinn skoðaður á
sleða og skíðum. Kvöldvökur.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Snegla listhús
Það verða tvær kynningar hjá Sneglu
listhúsi dagana 29. maí til 19. júní.
Fyrst skal nefna kynningu á silki-
slæðum sem eru handmálaðar og
þrykktar og eru engar tvær eins.
Slæðusýning Sneglu er orðin árviss
vorsýning listhússins og tilhlökkun-
arefni þeim er sækja.
Einnig verður kynning á pastelmynd-
um Jónu Sigriðar Jónsdóttur í glugg-
um Sneglu, en Jóna lauk námi frá
Textíldeild MHÍ árið 1985. Opið er
mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og
laugardaga kl. 11-15.
Saga norðurslóða
Fjölþjóðleg ráðstefna um sögu norð-
urslóða verður haldin í Odda, húsi
Háskóla íslands, dagana 18.-21. júní
nk. Að ráðstefnunni standa Sagn-
fræðistofnun Háskólans og utanrík-
isráðuneytið í samvinnu við Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar.
Á áttunda tug fræðimanna frá þrett-
án löndum flytja erindi á ráðstefn-
unni. Meginefnin eru þrjú: miðstjórn-
arvald og jaðarsvæði, menning inn-
fæddra og áhrif að utan, og land-
búnaður. Þátttökugjald er 6.000,-
krónur fari skráning fram fyrir 1. júní
Ofi PIOIMEEIT
The Art of Entertainment
,KK &) Ptofveen
, *
« CB j
<E9 !T**-rr
DEH 345/útvarp og geislaspilarí
• 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
r»iorvieeR
The Art of Entertainment
KEH 1700/útvarp og segulbandstæki
• 4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva minni
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant
KEH 2700/útvarp og segulbandstæki
• 4x35w magnari • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • RDS
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
ffj&ipfi ytn í&fi& Qtfý
Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Asubúö.Búöardal Vestfiröir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi.
Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Ljósboginn.Keflavlk. Rafborg, Grindavík. ______________________________________________________________________________________