Dagur - 07.07.1998, Page 10

Dagur - 07.07.1998, Page 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 Dggiur LÍFIÐ í LANDINU Guömundur Gunnarsson, einn fjallamanna hjá sínum fjallabíl. Geta hóað í 505 allabila „Við sérhæfum okkur í fjalla- ferðum allskonar fyrir ferða- menn. Eins tökum við að okkur ferðir fyrir fyrirtæki, hópa og Ijósmyndara. Ef fólk þarf að komast eitthvað á þessu landi hér þá getum við komið fólki þangað," segir Guðmundur Gunnarsson hjá fyrirtækinu Fjallamönnum. Eigendur Fjallamanna eru íjórir og eru sjálfir með Ijóra fjallabíla í rekstrinum. Þeir eiga bílana, en fyr- irtækið er eins konar umboðsskrifstofa. „Síð- an getum við hóað til a.m.k. fimmtíu bíla ef á þarf að halda. Það eru tuttugu og fjórir bílar í gangi í dag.“ Fjallabílarnir fjórir eru allir af gerð- inni Níssan Patrol. Þeir félagarnir eru að endurnýja bílaflotann og ákváðu að Qárfesta í nýjum Nissan Patrol. Guð- mundur segir efniskostnað við að breyta nýja Patrol jeppanum fyrir 38 tommu dekk sé á bilinu 500-600 þús- und krónur, fyrir utan dekk og felgur. Guðmundur segir að það sé mikið að gera og stór aukning í þessum geira ferðaþjónustu. „Það hefur verið svona 30-40% aukning milli ára þannig að það er ekki hægt að kvarta undan því. Það var mjög erfitt að komast af stað, ég hugsa að það hafi tekið hátt í tíu ár. En þegar þú ert kominn á kortið og búinn að sanna þig, þá er þetta ekkert mál.“ Tveir stórir hópar ferða- manna voru á Langjökli og ferð- uðust m.a. með Fjallamönnum þegar umsjónarmaður bílaþáttar hitti Guð- mund. Annar, um fimmtíu manns, á vegum ferðaskrif- stofunnar Atlantik, en þar var um að ræða svokallaða hvataferð. Þá býður fyrirtæki starfsmönnum sínum í ævin- týraferð, oft til að létta starfsandann og sameina hópinn. Hinn hópurinn taldi um 200 manns og var á vegum Islands- ferða. Þar var dekkjafyrirtæki að kynna nýja hjólbarða, en sú ferð var hálfgerð leyniferð og blaðamönnum bannaður aðgangur. BÍLflR Wmi Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Uppbyggingin tók tíu ár en nú eraukningin 30 til 40% á milli árn. 5 0% sölu- aukning Toyota P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á íslandi, hefurauk- ið sölu á Toyota bílum um 50%frá síðasta ári. I samtali við Dag sagði Björn Víglundsson markaðsstjóri Toyota að ís- lenski bílamarkaðurinn væri að vaxa um 32% á milli ára og hann var því mjög ánægður með þennan góða árangur Toyota. Sem dæmi um sölutölur nefndi hann að í júní hefði heildarmarkaðurinn ver- ið frá 345 og upp í 440 bílar á viku og sala Toyota verið um 65 til 70 bílar á viku. Toyota Corolla sem kom í nýrri og gerbreyttri útfærslu fyrir um ári síðan hefur selst mjög vel og stöðugt. Toyota Avensis sem kom nýr á markað hérlend- is í upphafi árs hefur selst mjög vel og jafnvel framar vonum að sögn Björns. „Það er í rauninni fyrst núna sem við eigum bíla á lager fyrir kaupendur Avensis.11 „Toyota HiLux er bíll sem nánast sel- ur sig sjálfur,“ segir Björn og segir lítið þurfa að hafa fyrir honum í sölu. Land Cruiser 90, sá minni, selst stöðugt og eru kaupendur á biðlista eftir LX og GX bílum. Af Land Cruiser 100 bílnum, þeim stóra, sem nýlega kom til landsins eru 28 bílar komnir á götuna. Barbíínýjuljósi I fyrra náði fjöldi seldra barbídúkka einum milljarði. Þetta samsvarar því að einn sjötti jarðarbúa eða einn þriðji kvenna í heiminum hafi eignast barbídúkku. Barbí, eða öllu heldur framleiðandi hennar Mattel, er einn helsti stuðningsaðila Keiko og hefur gefið sem samsvarar 35 milljónum íslenskra króna til Keikosamtakanna. Um síðustu jól var mótorhjólabarbí sett á markaðinn er- lendis. Að sjálfsögðu fylgir lítið Harley Darfdsson mótorhjól í kaupunum. Barbí á vinkonu sem er í hjólastól, nú er verið að endurhanna barbíhúsið fyrir fatlaða. Barbí á yfir 38 gæludýr, þar á meðal hunda, hesta, panda- björn, gíraffa og zebrahest. Barbí hefur lagt ýmislegt fyrir sig gegnúm tíðina, hún hefur til dæmis verið fyrirsæta (1959), geimfari (1965), forstjóri (1985), rappari (1992) og dýra- læknir (1997). Einmana og vinalaus SVOJMA ER LIFIO Vigdís Stefánsdóttir skrifar Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is vkfkomandi Axels Clausens hringdi og var sár og fúll yfir því að verið væri að draga Axel inn í umræðu um kynhvöt eldri karla. Hann vildi gjarnan að faðir sinn fengi að hvíla í friði og sagði það ekkert einsdæmi í íslenskri sögu að karlar væru að eignast börn fram eftir öllum aldri. H Degi barst bréf frá 8 ára strák sem segist ein- mana. Bréfið hljóðar svo: Ég er nýfluttur og á enga vini. Það stríða mér allir. Hvernig get ég eign- ast vini? Ég er 8 ára strák- ur sem á heima í Hafriar- firðinum, en átti heima í Vogahverfi. Mig langar fyrst til að þakka þér fyrir að skrifa okk- ur, bara það eitt að hafa til þess kjark og að koma því í verk, segir mér að þú sért duglegur strákur og fram- takssamur þegar á þarf að halda. Það er nú svo að þeg- ar maður flytur, þá þarfnast maður aðlögunartíma. Að- lögunartími er tími sem maður notar til að kynnast umhverfi sínu og fólkinu í kring um sig. Það virðist taka fólk, bæði fullorðna og börn um tvö ár að festa ræt- ur, þannig að þeim finnist þau eiga heima á nýja staðn- um. Þess vegna er það sem fólk verður oft „rótlaust" ef það flytur oft. Besta leiðin til að eignast vini er að vera þar sem fólk er. Þegar krakk- arnir eru úti að leika, þá skaltu fara til þeirra og vera með. Ekki endilega bíða eft- ir því að þér sé boðið, taktu bara þátt í leiknum. Krakkar stríða oft öðrum krökkum ef þau vita ekki hvernig þau eiga að koma fram við þau og líka til að sjá hvernig þau taka stríðninni. Ef þér tekst annað hvort að hlæja með eða.láta sem þú heyrir ekki það sem sagt er, þá hætta þau fljótlega. Mér finnst samt að þú ættir að tala við einhvern fullorðinn um það hvernig þér líður, helst auðvitað mömmu og pabba. Þau eru best til þess fallin að skilja þig og hjálpa þér. Ef þér finnst það erfitt af einhveij- um ástæðum, þá er til nokk- uð sem heitir Vinalína Rauða krossins og þangað geta allir hringt. Síminn er 561 6464 og svo er grænt númer 800 6464. Það er opið á kvöidin frá kl. 20 - 23. Gangi þér vel. Tómatar og aftur tómatar Nú er nóg af góðum íslensk- um tómötum á markaðnum. Þeir eru líka ódýrir þessa dagana og því er það freist- andi að kaupa dálítið mikið í einu af þessu bragðgóða grænmeti. Þá er alltaf hætta á því að þessi afbragðsvara sé ekki notuð strax og verði þess vegna leiðinleg. Tómat- ar geymast best við 10-12 °C hita. Sé kaldara en það, verði þeir Iinir. Oþroskaða tómata er best að geyma í brúnum bréfpoka eða þá að pakka þeim inn í dagblað. Einnig er gott að setja óþroskaða tómata með þroskuðum eplum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.