Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 1
Þegar Bill Holm varlítill strákur í smábænum Minneota íMinnesota jylki í Bandaríkjunum, þótti honum mestgaman að liggja yfir bókum, skrífa og spila á píanó. Bill skrifar nú um íslend- inga í Vesturheimi og kennir Grettissögu. Hann hafði engan áhuga á bú- skap, þótt hann hefði alla líkam- lega burði til þess að gerast bóndi eins og faðir hans. Bill Holm er stór og stæðilegur maður, með mikinn hárvöxt og gæti auðveld- lega brugðið sér í gervi Grettis, í samnefndri Islendingasögu, sem hann kenndi bandarískum nem- endum sínum síðastliðinn vetur. Nemendurnir fóru með honum í skoðunarferð á slóðir Grettis, norður í Drangey í vor, þar sem þau Iásu upphátt úr sögunni á klettasnös í grárri morgunskímu. Bill lýsir heimsókninni norður og sérstakri leiðsögn forsetans um 'kjallarann á Bessastöðum þannig, að ekkert fer á milli mála að hér er á ferðinni vanur sögu- maður. ísland í Kína Viðtal okkar í íbúð íslenskrar vin- konu Bills í Þingholtunum, hefst ekki á skylduspurningunni, „hverra manna ert þú góði minn“, heldur frásögn frá Kína. Þar dvaldist Bill einu sinni í heilt ár sem „háskólasérfræðingur“. Hann skrifaði að sjálfsögðu bók um dvölina og gaf henni titilinn „Coming home crazy“. „Veistu um einhverja aðra bók um Kína sem hefur að geyma kafla um Is- land?“ spyr hann, nýkominn úr hádegisverði á kínverskum veit- ingastað við Laugaveginn, með íslensku vinkonunni sem kaflinn fjallar um. „Þegar Bandaríkjamenn fara til útlanda verða þeir alltaf jafn hissa að uppgötva að það er líf í öðrum löndum," byrjar hann út- skýringu sjna á bókartitlum. „Þegar þeir hafa áttað sig á því getur verið jafn erfitt fyrir þá og Islendinga að snúa heim eftir að langa dvöl erlendis. Þegar ég kom heim frá Kína fannst mér Bandaríkjamenn vera heimskir. Venjulegir Bandaríkjamenn eru afskaplega illa að sér um allt sem gerist utan Bandaríkjanna, þótt vissulega sé hægt að finna þar ævintýragjarnt fólk sem hefur gaman af því að ferðast. En það á ekki við um meirihlutann.“ Hvattur til að skrifa Afar og ömmur Bills Holm voru í hópi fyrstu Islendinganna sem fluttu vestur um haf. Þau settust að í bænum Minneota, sem Bill segir að hafi alltaf verið kenndur við Islendinga, þótt þeir væru að- eins einn þriðji hluti íbúanna. „Islendingarnir voru einfaldlega háværastir og hrokafyllstir og því mest áberandi. Þeim fannst þeir alltaf vera snjallari en annað fólk, meira að segja þegar þeir voru Ié- legir bændur,“ segir Bill. En Is- lendingarnir skáru sig úr á fleiri sviðum. „Þeir áttu bækur og fannst ekkert óeðlilegt við það, þótt krakkar fiktuðu við að skrifa ljóð. Ég var sjálfur hvattur áfram til skrifta af mínum foreldrum og stóð því á sama um stríðni skóla- félaganna," segir Bill, sem ákvað ungur að helga sig skáldagyðj- unni. BiII skrifar aðallega ljóð, en hefur einnig lagt fyrir sig rit- Bill Holm er Ijóðskáld og ritgerðasmlður afíslenskum ættum frá Minneota í Bandaríkjunum. gerðasmíð. Ritgerðirnar eru mannlýsingar frá Minneota. „Gömlu innflytjendurnir töluðu með hreim, voru óskólagengnir og hvorki ríkir né ævintýragjarn- ir, en gátu samt miðlað öðrum af þekkingu sinni,“ segir Bill og kallar bókina um þá „The heart can be filled anywhere on earth“. „Annars hefur verið tekið eftir því hve störf tengd tungumálinu virðast liggja vel við Islending- um, hvort sem það er Iögfræði, blaðamennska eða stjórnmál. Hér áður fyrr þótt sjálfsagt að kalla til Islending þegar flytja þurfti ræðu, enda voru þeir yfir- leitt góðir ræðumenn.“ Sjálfur ætlar Bill að skemmta gestum með sögum og tónlist á Islend- ingadeginum á Hofsósi á laugar- daginn. „Hugmyndin að Vestur- farasetrinu er alveg stórkostleg. Eða hverjum öðrum en Islend- ingi gæti dottið í hug að hægt væri að græða peninga á útflytj- endum?“ -MEÓ Stærðii: 13" 14" ; —. ís" I; fSÍI *jib* ; * "* uaaJvfl Verðftá 8.174^f) s,ærai,: !1" áfrULSú "*«*":* TIöbw. 16" ie" Verð frá \ Verð ftá \ 8.6Si>:- stgr. ) ,7" ffe iU Stærðir: 13" jÉÉk í'" J > ÍÆ 10.430\^ Verð frá \ 9.484> stgi.) . . . g æ ð i á frábæru verði! UNIROYAL Sterk og vönduð jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt. jp jf f ffL.m M #.i» -M dt*M M M M * ÉMM JÉJt-M M M É *. * Jt M-ÆL-MMJMM # 9 JM*JW*J* tt ** *'*'**’ *■*■#**-*■■*- I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.