Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 10
26-FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 199 8
LÍFIÐ í LANDINU
rDgptr
Það er nánast hvar sem er hægt að finna sér stað til að stoppa, teygja úr sér og fá sér e.t.v.
nesti. íslensk náttúra er fjölbreytt og vel þess virði að skoða hana nánar. - mynd: ohr.
Á ferð um landið
og helgina
Það er rétt að búa sig undir og
skipuleggja ferðalagið a.m.k.
svolítið fyrirfram. Sjúkrakassi er
nauðsynlegur fylgihlutur í bíl.
Litlar skeinur og fleiður geta
skapað meiriháttar vandræði ef
plásturinn vantar. Hvað þá ef
meiðslin verða meiri. Slysin gera
ekki boð á undan sér.
Það er líka gott að hafa nesti
með í ferðalagið. En sætindi,
sælgæti og gos eru ekki ákjósan-
legur ferðafélagi,
a.m.k. ekki ef börn
eru með í för. Sumir
foreldrar hefja ferðina
á því að koma við í
sjoppu og
hlass af
gosdrykkjum og ann-
ars konar sælgæti til
að raða í sig og börn-
in. Fyrst í stað er voða
gaman, en svo fer allt
í rifrildi, grát og leið-
BILAR
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Nú er stóraferðahelgin
framundan. Þá verður
Bíllinn þarf líka að vera tilbú-
inn í ferðalagið - klár í slaginn.
Það er að sjálfsögðu grundvallar-
atriði að varadekkið sé á sínum
stað, það sé Ioft í því og tjakkur
og felgulykill í bílnum. Því þó
það hafi aldrei sprungið áður, þá
er það engin trygging fyrir því að
það gerist ekki um þessa helgi
einhversstaðar á fáförnum
sveitavegi. Ef bíllinn er ekki
smurður reglulega er rétt að fara
með hann á smurstöð
og láta skipta um olíu
og síur. Jafnvel á verk-
stæði og láta stilla
vélina. Þá er, um leið,
kaupa bíi- Mllinn þaifasti þjónninn skiPl ,um kveikihiuti
súkkulaði, * sem kunna að vera
hiá velflestum íslending- sIit”ir-,
Pað borgar sig ekki
um enda verðurstór hluti fð hafa áfan8ana of
langa á terðalaginu.
hióðarinnar áfaralds- Að sitJa ,en(pi hrcTf;
ingarlaus á terð í bíl
indi og heídur svoleið- fxtí. En ferðalÖgUnUm Og er mJög þreytandi,
is áfram lengi lengi. J sérstaklega fyrir börn
Sleppið namminu. bílunUUl getafylgt VmSÍr °8 unglinga Það 8et'
“x ‘—------- ur í rauninni eyðilagt
afganginn af helginni
ef byrjað er að aka í
einni strikklotu Ijóra,
sex eða jafnvel átta
tíma á föstudagseftir-
miðdegi eða laugar-
degi.
Það þarf ekki endi-
lega að stoppa í
sjoppu. Það er alveg
óhætt að beygja útaf
aðalveginum inn á afleggjara í snotru
umhverfi og stoppa við fossandi læk eða
í dulitlu kjarri eða undir klettum eða
hvar sem er. Islensk náttúra er óendan-
lega fjölbreytileg og hún er alveg þess
virði að njóta hennar hvar sem er. Þá er
líka upplagt að draga fram samlokurnar
og svaladrykkinn til að næra sig við ljúf-
an lækjarnið eða fallegan fuglasöng.
Megirðu eiga góða og slysalausa
verslunarmannahelgi.
Smyrjið frekar sam-
íokur tii að hafa með, vankantar. Bílamir eiga
hafið ávexti, kókó-
mjólk og ávaxtadrykki. hað til að hila, ferðalögin
Það er Iíka ágætt að r J ö
geta orðið þreytandi og
hafa vatn á flösku.
Vatn er hollur og góð-
ur svaladrykkur og þar
að auki ekki vitund
fitandi.
Það er líka gott að
hafa eitthvað til að
dunda sér við, sérstaklega fyrir ungvið-
ið. A bensínstöðvum eru t.d. til bækur
með leikjum sem gott er að hafa við
hendina til að drepa tímann.
Það þarf líka að hafa föt til að geta
búið sig í mismunandi aðstæðum. Það
er þægilegra að vera léttklæddur í bíl,
en veður á landinu eru misjöfn, þannig
að það er nauðsynlegt að geta gripið yf-
irhöfn eða hlýja flík ef það þarf að fara
út úr bílnum.
ferðalangargeta lentí
umferðaróhöppum.
Netfang umsjónarmanns bílasfðu er: olgeirhelgi@islandia.is Síminn: 437 2360
18 ára og afbiyðisöm
SVOJMA
ER LIFID
Vigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
H
Ég er 18 ára
gömul og á von
á barni með
strák sem er 20
ára. Ég hef
stundum lesið þennan dálk
og sumt í honum finnst mér
ágætt og nú þarf ég ráð.
Þessi strákur sem ég á von á
barninu með var með
annarri stelpu áður og við
erum hætt að vera saman
núna þó ég sé ófrísk eftir
hann en ég elska hann samt
og vonast til að við byrjum
að vera saman aftur. En ég
er mjög afbrýðisöm út í
stelpuna sem hann var með
áður, þó þau séu bara vinir
núna, eða það er allavega
það sem hann segir og hún
líka. Ég hef spurt hann
hvort þau séu eitthvað sam-
an og hann hefur neitað og
svo hef ég hringt í hana og
spurt hana líka og hún líka
neitað. Samt get ég ekki trú-
að þeim og mér Iíður illa af
afbrýðisemi. Hvernig veit ég
hvort þau segja satt? Ég er
ekki að vinna en fæ sjúkra-
dagpeninga og bíð bara eftir
að barnið fæðist og ég á ekk-
ert marga vini. Það er mjög
erfitt að hafa svona áhyggjur
líka.
Ég veit ekki alveg hver
spurningin er hjá þér.
Hvort þú þarft ráð við af-
brýðiseminni eða hvernig
þú átt að taka saman við
strákinn aftur? Þú verður
að gera þér grein fyrir því
að enginn á annan. Þið
skötuhjúin eruð ekki sam-
an og þú hefur engan rétt
til að skipta þér af hans
lífi. Þegar barnið er fætt
getur þú gert á hann kröf-
ur, en aðeins hvað varðar
samskipti hans við barnið,
ekki þig persónulega. En
þessi afbrýðisemi er vond,
ég er sammála þér um það
og ekki bara vond, heldur
niðurdrepandi. I því máli
get ég helst bent þér á að
ræða málið við einhvern
þann sem menntaður er til
þess að taka á slíkum sál-
arkvölum, félagsfræðing/-
ráðgjafa eða sálfræðing.
Hvað varðar vinaleysið
hefur mér sýnst það bera
bestan árangur að bera sig
eftir björginni. Það eignast
enginn vini sem situr einn
heima öll kvöld yfir sjón-
varpinu. Reyndu að finna
félagsskap sem hentar þér
og um leið og þú getur far-
ið að fara út með barnið
skaltu finna út hvar
mömmumorgnar eru í ná-
grenninu og taka þátt í
þeim. Þar eru mæður með
ung börn sem hittast
reglulega og spjalla saman.
Það er hverjum manni
nauðsynlegt að eiga vini og
ungar mæður sem eru
mikið einar með böm sín
þurfa sérstaldega á vinum
að halda til að verða ekki
einmana.
En Iáttu strákinn og
þessa stelpu sem hann var
með alveg vera, það kann
ekki góðri Iukku að stýra
að vera með svona af-
skiptasemi. Ég ætla ekki
að reyna að kenna þér að
ná ástum hans aftur, það
verður þú sjálf að finna út
úr.
Lesandi
Lesandi hringdi
og var ósáttur við
að mynd með pistli
Illuga Jökulssonar
skyldi vera af
gæsluvelli. Pistill-
inn var um
barnaklám og les-
andinn taldi að
það hefði mátt
setja texta sem út-
skýrði að myndin
tengdist ekki efni
pistilsins.
Fiskapúði
Þessi púði er ágætur handa
veiðimanninum/konunni.
Hann er einfaldur í saumi
og skemmtilegur.
Skerið tvo ferninga, 8,5
sm. úr grænu efni og 4 úr
fískaefni. Skerið einn fern-
ing, 17 sm. úr grænu og tvo
ferninga 16 sm. á kant úr
fiskaefni.
Skerið tvær ræmur 4 sm.
breiðar úr bláu og tvær
ræmur 5 sm. breiðar úr
brúnu efni.
Leggið saman rétt á móti
réttu 8,5 sm. ferninga úr
mynsturefni og grænu. Ská-
skerið. Gerið eins við hina
tvo ferningana. Saumið
saman til að fá tvo tvílita
ferninga 7,5 sm. og tvo tví-
lita ferninga 16 sm. Ská-
skerið ferningana tvo úr
fískaefninu sem eftir eru og
stóra ferninginn úr græna
efninu. Saumið litlu þrí-
hyrningana úr fískaefninu
við tvílitu ferningana.
(sporður) Strauið að dekkri
litnum. Saumið stóru grænu
þríhyrningana við sporðinn
og saumið 16 sm. ferning-
ana við hvorn bút og saumið
því næst lengjurnar tvær
saman. Strauið. Saumið blá-
ar lengjur við allar Ijórar
hliðar og brúnar lengjur því
næst. (kantur)
Skerið bak í sömu stærð
og framstykkið, leggið réttu
á móti réttu og saumið við.
Skiljið eftir smá op. Snúið
við. Setjið troð eða púðafyll-
ingu innan í og lokið opinu.