Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 4
20-VÍMMTVDA GVR 30. JÚLÍ 7 99 8 Djg^ttf" LÍFIÐ í LANDINU Gamall vinstriflokkur er að leysast upp og fagna því margir, af misjöfnum ástæðum þó. Þegar Krat- ar klofnuðu fögnuðu elcki færri. Þegar molnaði úr dvergvöxnum Kvenna- lista kættust púkarnir enn. En R-listinn sló út Reykjavíkuríhaldið og nú á að leika sama leik á landsvísu. Það er nú það. Nýtt á inarkaðmun Pólitík á Islandi er í uppstokkun segja menn, ef einhver vill trúa því. Sverrir Hermansson virðist halda það. En pólitík á Islandi er í uppfokki. Hún er svo óvin- sæl á markaðnum að hugsjónamenn eru í bráðri útrýmingarhættu. Þeir fáu sem eft- ir lifa þykja púkó eins og gamaldags seg- ulbandstæki: Það „sándar“ ekki rétt. Ekki nema einstaka sénátringar vilja hlusta á rispurnar og skrjáfið sem fylgir gömlu, orginal upptökunum. Skiptir engu þó menn syngi vel og af tilfinningu. Eða kannski vegna þess. Svona söngur er bara ekki í tísku. Allir vita hvað máli skiptir ef halda á pólitísku lífi á upplýsingaöld: Það er markaðssetningin, réttar umbúðir, rétt blanda af léttmeti og traustvekjandi trelj- um. Það þarf nýtt nafn á nýja hreyfingu, ný slagorð. Af þeim v'erður nóg. Eg sé hins vegar ekki fyrir mér sköpulag þessa fyrirbrigðis sem mótað væri af gömlum jálkum úr svokölluðum „vinstri flokkum". Ekki af því að ég treysti yngra fólki betur. Stefna þessara flokka hefur bara í reynd ekki átt of margt sameiginlegt. Samnmi smælkisins Við samruna eru allir hræddir um að einn gleypi annan. Raunar veit samrunadýrið ekki hvað það heitir eða hvað það er, að- eins að stefnan sé sú að vera mótvægi. Mótvægi við Ihaldsdýrið sem þekkist á þreknum bakhlutum sem hanga undir breiðu bökunum. Stærsti hluti þjóðarinn- ar trúir á þetta dýr af því að það veit hvað það heitir. Samruni smælkisins gekk líka yfir dag- blöðin á sinni tíð. Það var svo komið að enginn nennti að lesa um þessa ömur- legu pólitík í þunnum og litlausum blöð- um. Vesalingarnir sem stóðu að baki þeim áttu engin breið bök eins og Moggavinirnir. Þar hafa menn staðið saman og stutt sína og allt staðið undir sér. Mogginn var svo nýmarkaðssettur sem heimilishundur allra landsmanna: „Vaskur er vitur hundur... - og sækir sé honum skipað“. Geltir næstum því eftir óskum hvers og eins. En sumir fá sér- meðferð: Þeir virkilega sver(r)u. Sam- runablaðið Dagur er enn að þreifa eftir sköpulagi sínu eins og hann viti ekki al- veg hverjum hann eigi að líkjast. Ég vona að Dagur fitni svolítið, hann þarf ekki að skammast sín fyrir að vera dálítið heim- UMBUÐA- LAUST skrifar spegtíl íjerm |wt mér... — t\bzx rg erl Afpólitísku skepnuhaldi óttarlegur og hafa ekki alveg vitað hvað hann hét til að byrja með. Guð sjálfur veit varla hvað hann heitir lengur og Mammon hefur skipt um nafn. Hann heitir núna „Neysluguð“ í heilagri kirkju Frjálsa Markaðarins og verður þannig miklu íslenskari og skilningsríkari guð, því hann er guð neytandans; guð hárra sem lágra. Neytandinn ert þú og ég og enginn fær neitað því. Pólitískt meðvitimdarleysi Illugi Jökulsson hefur nýverið í pistli minnst á að herstöðvarandstæðingar og þar með Alþýðubandalagsmenn hafi verið helsta varnarlið íslensku þjóðarinnar ef horft er til menningarlegs sjálfstæðis. Mega herstöðvarandstæðingar hafa það sér eins og til málsbóta. Skiptir hitt þá minna máli, að í hernaðarlegu tilliti slapp þjóðin með skrekkinn. Nú þegar seglar heimspólitíkur hafa dofnað er það þegj- andi samkomulag að láta þessa útlendu mjólkurkú halda básnum sínum. Þá er löngu gleymd alvaran í hugum margra andstæðinga herstöðvarinnar sem trúðu á nýstofnað Iýðveldið og voru einlægir frið- arsinnar — þó margir vilji fyrr og siðar kalla slíkt fólk einfeldninga. Nú er hins vegar uppfædd kynslóð kjósenda sem grunar ekki að sjálfstæði lýðveldisins Is- lands og lýðræðisskipulagið hafi verið eða sé nokkuð sem lagt er undir í pólitískum spilum. Föðurlandsástin á sér enga fót- festu í pólitíkinni, en birtist í keppni um fótbolta, fegurðardísir og ofvaxna karla. Islenskar stelpur í engu í Playboy eru vin- sælla umræðuefni en íslenskar stelpur í 40% verr launuðum störfum en karlar. Það er svo þreytandi að krefjast jafnréttis, lýðræðis, friðar og framtíðar. Þá er miklu drýgra að standa í biðröð í ELKO og kaupa nokkur sett af meðvitundarrotur- um á útsölu. leikhúsið um skeið. Hann lauk námi í sjónvarpsstjórnun frá þekktum háskóla í Sviss árið 1995 og hefur starfað í Nor- egi síðan við gerð sjónvarpsefnis. Petter Wallace er kvikmyndaframleið- andi og Ieikstjóri, varaformaður Félags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda í Noregi. Hann er framkvæmdastjóri al- þjóðlegra verkefna hjá sjónvarpsfyrir- tækinu Metronome. Stefnt er að því að sjónvarpsmyndin með Vigdísi verði sýnd á norrænum sjónvarpsstöðvum fyrir jólin 1999. Plóguriim á akrmum Tveir kvikmyndagerðarmenn, Ragnar Halldórsson og Petter Wallace, undir- búa gerð sjónvarpsmyndar um Island þar sem Vigdís Finnbogadóttir kynnir „Sögueyjuna“ fyrir áhorfendum. Vonast er til að hægt verði að byrja á fyrstu upptökum í vetur og að þeim verði Iokið næsta haust. Mennirnir hafa verið á ís- landi að undanförnu til að vinna hand- ritið með Vigdísi og undirbúa fjármögn- un myndarinnar. Engar tölur hafa verið nefndar en Ragnar Halldórsson segir ljóst að leitað verði til Islendinga um fjármögnun. „Við erum ennþá að undirbúa mynd- ina en við munum leita til sjóða hér á landi eins og annars staðar á Norður- löndum. Við viljum ekki nefna neina tölu í sambandi við kostnað en það er enginn vafi á því að þetta er stórt verk- efni. Myndin verður ekki ódýr því að það kostar peninga að gera hlutína vel,“ segir hann. Þekktari en konungamir - En af hverju mynd um „Sögueyjuna" með Vigdtsi í aðalhlutverki? „Sem Islendingur, sem búsettur hefur verið á hinum Norðurlöndunum, hef ég orðið var við mikla jákvæðni um Island og Islendinga. Það er gott að vera Is- lendingur á Norðurlöndunum, ekki síst í Noregi. Það hefur komið upp úr dúrn- um að Vigdís er persónugenángur Is- lands og Islendinga í hugum þessa fólks. Vigdís er plógurinn sem hefur plægt akurinn fyrir okkur íslendinga. Henni til viðbótar er Björk þekkt á hin- um Norðurlöndunum en hún er ekki jafn þekkt og Vigdís. Vigdís er þekktari en konungsfjölskyldurnar á hinum Norðurlöndunum. Það er þessi ofsalega sterka jákvæðni sem okkur er mikils virði að nýta,“ svarar Ragnar. Hann bendir á að Vigdís hafi sérstaka reynslu af Islandi og hún hafi „dýpri reynslu" af landi og þjóð en flestir aðrir. Hugmyndin sé sú að áhorfendur komi til landsins með Vigdísi og Vigdís hjálpi þeim að upplifa landið með hennar aug- um. Þetta telji kvikmyndagerðarmenn- irnir sérstaka og óvenjulega nálgun í Ragnar Halldórs- son kvikmynda- gerðarmaður. heimildarmynd. Um leið gefi Vigdís að- gang að áhorfendum - hún sé svo gríð- arlega þekkt á hinum Norðurlöndunum og almennt ríki mikill góðvílji í garð Is- Iendinga vegna Vigdísar. Fyrir jólin 1999 Ragnar Halldórsson er lítt þekktur á Is- landi en hann hefur þó verið viðloðandi kvikmyndagerð hér, kom meðal annars að framleiðslunni á Börnum náttúrunn- ar og sá um almannatengsl fyrir Þjóð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.