Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 - 23 Silfurmaður á sýningarferð Um helgina heldur Vilhjálmur Einarsson málverkasýningu á Hótel Borgarnesi. Viðfangsefni hans er yfirleitt íslensk náttúra og landslag, en hann lærði í Bandaríkjunum 1954-56. Sú nýbreytni er á sýningu Vilhjálms að þar er einnig gallerí þar sem fólk má taka með sér það sem það kaupir, en á sýningunni býður hann bækur sínar áritaðar á sérstöku sýningarverði. Eftir sýninguna í Borgarnesi verður Hann í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá og með þriðjudegi. EWÉL ffjor Tónskáld-konur Helga Þórarinsdóttir lágfiðlu- leikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari flytja verk eftir konur á tónleikum í Norræna húsinu á laugardag klukkan 16 í tengsl- um við þema sum- arsins, konur í list- um. Flutt verða verk- in Tilbrigði við ís- lenskt þjóðlag eftir Jórunni Viðar, La Capativ op. 40 nr. 1 og Berceuse op. 40 nr. 2 eftir Amy Beach, Sicilienne eftir Mariu Thereseu og Drei Stucké, eftir Luise Adolpha le Beau. Aðeins Fimm franskir dansar eru samdir af karlskáidinu, Marin Marais. Aðganseyrir er 700 krónur. íslendingadagur á Hofsósi Vegna aukins áhuga íslendinga á nánari tengslum við vini og ætt- ingja í Kanada og Bandaríkjunum hefur verið ákveðið að hafa í fyrsta skipti sérstakan „íslendingadag" í tengslum við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Hátíðin hefst kl. 21 annað kvöld í Vesturfarasetrinu. Skemmtileg dagskrá verður í boði og gefst áhugafólki um Vesturfara og vesturferðir tækifæri til að hitta Ameríkumenn af íslenskum upp- runa. Formlegur hátíðarkvöldverður verður á laugardagskvöldið þar sem Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í Utanríkisráðuneytinu verður heiðursgestur og veislustjóri verður Guðrún Pétursdóttir dósent. Widor, Dupré og Demessieux. Að lok- um leikur hann svo þrjú verk eftir belgíska tónskáldið Joseph Jongen. Ulrich Meldau, sem er fæddur 1963, hlaut tónlistarmenntun sína sem org- anisti, píanóleikari og kórstjóri við Tónlistarháskólann í Zúrich. Tvívegis á námsárum sínum hlaut hann styrki Migros Cooperative Society. Þá tók hann þátt í meistaranámskeiðum Jean Guillous í Zúrich. I byrjun árs 1989 tók hann við organistastarfinu við Enge kirkju í Zúrich og gekk þar með í fótspor kennara síns til margra ára Erichs Vollenwyders. Ulrich Meldau kemur víða fram á tónleikum auk þess sem hann hefur leikið bæði fyrir út- varp og til útgáfu. Hann hefur m.a. lagt sérstaka rækt við að hljóðrita tón- list fyrir orgel og hljómsveit og þá með Sinfóníuhljómsveitinni í Zúrich. Aðgangseyrir er á sunnudagstónleik- ana er 800 krónur en engin aðgangs- eyrir er að hádegistónleikunum á fimmtudögum og laugardögum. Ein- hver misskilningur virtist vera í gangi hjá einhverjum íslensku tónleikagest- anna síðastliðinn sunnudag. Reykvísk útihátíð Veitingastaðurinn Grand Rock við Klapparstíginn tekur að sér að svala súrefnisþorsta þeirra reykvísku gleði- manna, sem ekki fara út úr bænum um verslunarmannahelgina. Síðdegis á laugardag Ieikur hljómsveitin Geirfugl- arnir, sem nýverið gaf út geislaplötu, í sólríkum bakgarðinum á Grand. A sama tíma verður efnt til skákmóts, sem staðurinn er reyndar orðinn fræg- ur fyrir, því þau eru með helstu uppá- komum í reykvískum skákheimi. Grease-fríkum skal bent á að Halldór Gylfason spilar með Geirfuglunum, sem á laugardagskvöldið mun hafa fært sig úr garðinum, og spila innan dyra. Sunnudagurinn verður með ljóðrænu ívafi frameftir degi, þegar sum af okkar yngstu og efnilegustu skáldum flytja verk sín. Um kvöldið tekur við tónlist- arsukk fremsta textahöfundar Iands- ins, Megasar sem skemmtir gestum ásamt hljómsveitinni Súkkat. VIKING vikuna 31. júlí til 6. ágúst ..:..-y Stjórnendur listans eru Gunnar Már og | Siggi Rún NR. LAG FLYTJANDI VIKA ÁLISTA M m 1 Horny Mousee’t 1 3 2 Stand by me 4 the Cause 5 3 1 I 3 Angel st M people 8 3 IJ 4 Taktu við mér PóllÓskar 4l pP 1 5 Spacequeen lOSpeed 13 2 ij 6 Sex and condy Marcy Playground 7 4 I 7 Deeper underground Jumiriquai 2 5 I 8 Orginal Sálin hans jóns míns jjfit m 1 9 Terlin Land og synir u 3 10 High Lightning family 19 2 11 Gimme love Alexia 6 5 12 Don’t go oway Sweetbox 15 2 B 13 Along comes mary Bloohound gang 16 2 14 Topp of theworld BrandyogMaze ‘fflÞ 1 15 Kung fu fighting Bus stop and Carl douglas 9 ■ 16 Superhero Daze 3 5 17 Ghetto Supastar Pras Micael 4 W 18 Feel it The Tamerer 12 5 19 Holtu mér Greifarnir Páll Úskar og Casino 10 1 1 20 Up up nnd away 4 Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 22 1 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu 1 http://nett.is/frosrasin • E-maiL frostras@nett.is Kvlkmyndir helgariimar • Þeir sem ætla sér að sitja sem fastast heima við meðan mesta umferðarhelgi landsmanna líður hjá ættu að finna sitthvað við sitt hæfí á sjónvarpsskjánum. Mynd helgarinnar er tvímælalaust Duel, ein af fyrstu myndum Steven Spielberg. Þetta er hörkuspennandi og einstaklega vel gerð mynd um mann sem leggur af stað út á þjóðveginn grunlaus um að hætta vofir yfir. Myndin er á Stöð 2 á föstudagskvöld. • Á laugardagskvöld fara Goldie Hawn og Chevy Chase á kostum á Stöð 2 í gamanmyndinni Foul Play sem er verulega fyndin. Það er svo stórstjarnan Judy Garland sem skemmtir áhorfendum á sunnudagseftirmiðdag á sömu stöð ásamt Gene Kelly í Summer Stock. Ein af þessum gömlu og góðu söngvamyndum sem ætti að koma öllum í gott skap. Það er semsagt Stöðvar 2 helgi fyrir kvik- myndaáhugamenn. RTwT éi 24 keppendur skráðir þar af 3 Svíar og 1 Norðmaður Keppni hefst kl. 13. Búist er við hörkukeppni Miðaverð kr. 1,000,- 12 ára og yngri frítt Gœludýr Mœtum tímanlega Forsala í Merkilegt og í sölutjaldi í miðbænum Sætaferð (strætó) frá Nætursölunni kl. 12.15 Keppendalisti á netinu: www.est.is/bilak

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.