Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 6
22-FIMMT UDAGUK 3 0 . JÚLÍ 19 9 8 Xfwytr im£l fjör Fjöskyldudagar í Lónkoti Á laugardaginn verður ýmislegt um að vera í Lónkoti í Skagafirði. í tjaldi galdramannsins verður barna- og fjölskylduball kl. 16-18, þar sem hljómsveitin Fjörkarlar sjá um fjörið. Dagskráin verður sniðin að fjölskyldufólki og börnum en í boði verða leikir, dans og hreyf- isöngvar. Um kvöldið verður svo dansleikur þar sem hljómsveitin Leyniþjónustan leikur fyrir dansi. Á dagskránni verður fjölbreytt tónlist fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyrir verður 600 krónur á barnaballið og 1500 krónur á seinni dansleikinn. Tilvalin skemmt- un um verslunarmannahelgina án þess að eyða mánaðarlaunun- um! Síðustu Sum- artónleikarn- Síðasta tónleikahelgi Sumartónleika á Norðurlandi fer nú í hönd. Að þessu sinni er það dúóið Lewark-Portugall frá Þýskalandi sem mun halda þrenna tónleika, í kvöld kl. 21 í Grenivíkurkirkju, ann- að kvöld kl. 21 í Reykja- hlíðarkirkju og á sunnu- daginn kl. 17 í Akureyrar- kirkju. Dúóið samanstendur af Egbert Lewark, trompetleikara og Wolfgang Portugall, orgelleikara. Margrét Bó- asdóttir, sópran mun syngja með á tveimur fyrstu tónleikunum. Á efnisskránni verða verk eftir m.a. Bach, Scheidt, Mozart og Jón Leifs. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Krossgötur í Ketilhúsinu Á laugardaginn verður myndlistarsýningin „Krossgötur" opnuð í Ket- ilhúsinu á Akureyri. Myndlistarkonurnar Hrefna Harðardóttir, Sólveig Baldursdóttir og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýna þar verk sín. Hrefna og Sólveig hafa báðar fengist við skúlptúra og höggmyndir en Guðrún Pálína notar fyrst og fremst pensilinn. Með sýningunni vilja þær leggja áherslu á þær krossgötur sem hver listamaður á f lífi sínu. Sýningin stendur til 16. ágúst og er opið kl. 14-18 alla daga. HVAfl ER Á SEYfll? Á flakki um verslunarmaimahelgma Verslunarmanmhelgin erein mestaferðahelgi ársins á íslandi og meirihluti landsmanna áfar- aldsfæti. Áður en farið er úr borginni er hægt að beygja til hægri út af Vesturlandsveginum og fara inn að Reynisvatni þar sem Friður 2000 heldur Kvóta- dag sinn þann 1. ágúst. Þegar komið er í utanverðan Hvalfjörðinn Iiggur vel við að fara afleggjara sem merktur er Vatnaskógur. Þar fer fram mótið Sæludagar fyrir ungt fólk á öllum aldri. Næsta stopp er f Borgarnesi dansleikir verða í Búðakletti alla dagana og munu þau Ruth Reg- inalds og Birgir Jóhann skemmta. Mannræktarmót undir Jökli verður haldið á Hellnum á Snæfellsnesi og á Staðarfelli í Dölum halda SÁA menn sfna Mjólkurgleði, vímuefna- lausa hátíð sem ætluð er allri fjölskyldunni. Ekki má gleyma Kántrfhátíðinni sem fram fer á Skagaströnd, en þar stendur Kántríkóngurinn Hallbjörn Hjartarson fyrir sínu í nýbyggðu húsi Kántríbæjar. Skagfirðingar munu ekki láta sitt eftir liggja, því að Lónkoti verða fjölskyldudagar um helgina og á Hofsósi Islendingadagur mikill á Iaugardag- Halló Akureyri Stórhátíðin Halló Akureyri verður haldin um all- an Akureyrarbæ og meðal annars má nefna að allir helstu plötusnúðar landsins ætla að sýna snilli sína í Renniverkstæðinu þáttakendum til ánægju og yndisauka. Þar næst iiggur leiðin til Siglufjarðar, en Síldarævintýrið þar er orðið landsfrægt. Átti upphaflega að kynna landsmönnum hið ljúfa og erfiða líf síldaráranna, en hefur með tímanum orðið að stórhátíð. I Mývatnssveit er bryddað upp á því nýmæli að vera með sérstaka ferðahelgi þar sem gestir og gangandi geta notið útivistar og fagurs Iands- lags. Heldur færist IJör í leikinn þegar komið er á Neskaupstað, því þar er hvorki meira né minna en Neistaflug. Fyrir utan hefðbundna skemmti- dagskrá geta gestir farið í útsýnisflug og fleira. Á Vopnafirði fer fram árlegt Vopnaskak. Suðurlandið-Vestmaimaeyjar Fjölskylduhátíð með tveim dansleikjum og úti- markaði verður að Kirkjubæjarklaustri, en þar má Iíka hlusta á sögur og fara í róðrarkeppni. Ekki er hægt að fara akandi til Vestmannaeyja enn sem komið er en næst besti kosturinn er að fara á Bakka og fljúga þaðan. Tekur bara 5 mín. og er fínt fyrir flughrædda. Mikil hátíðahöld verða á Þjóðhátíðinni í Eyjum og áreiðanlega gott veður í þetta sinn. Eftir útúrdúrinn til Eyja er fínt að koma við í Múlakoti í Fljótshlíð og fá að skoða flugvélar af öllum stærðum og gerðum, jafnvel skreppa f út- sýnisflug á Flughátíðinni sem þar verður. Þar á eftir má kíkja á Flúðir, en þar verður ým- islegt til afþreyingar fyrir fjölskyldufólk bæði úti og inni. Ein af stærri hátíðunum fer fram í Galtalæk og rökrétt að stoppa þar. Þetta er hátíð Bindind- ismanna sem nú er haldin í 31. sinn og fólk á öllum aldri velkomið til að dansa og skemmta sér þessa helgi í skóginum. NORÐURLAND Rósa Kristín í Gallery ash Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar Rósa Kristín Júlíusdóttir sýningu sína á máluðum vattteppum í Gallery ash Lundi í Varmahlíð í Skagafirði. Verk Rósu hafa gjarnan fleiri en þrjú lög og oft má sjá hvað er undir yfirborðinu. lnnblástur í verkin sækir hún í náttúr- una og lítur líka undir yfirborðið; t.d. sólargeislann sem leggst á árbotninn og má sjá gegnum vatnsborðið. Rósa Kristín er kennari við myndlistaskól- ann á Akureyri. OIl verkin á sýning- unni eru unnin á þessu ári. Sýningin er opin alla daga kl. 10-18 og stendur til 21. ágúst. Gönguferð um Botnaleið Skíðadeild Leifturs og Ferðamálaráð Olafsfjarðar standa fyrir gönguferð laugardaginn 1. ágúst næstkomandi. Er það önnur ferðin á þessu sumri og verður gengin svonefnd Botnaleið til Siglufjarðar. Lagt verður upp frá göml- um hitaveitumannvirkjum í Skeggja- brekkudal, gengið íyrir HéðinsQarðar- botn og komið í Hólsdal í Siglufirði. Leiðin er greið, en nokkuð löng og má gera ráð fyrir 7-8 klst. göngu. Þeim sem verða ekki eftir á Siglufirði verður ekið til baka til Olafsfjarðar. Þátttöku- gjald er kr. 3.000. Skráning er í síma 852 0774. Kiðagil í Bárðardal Nú stendur yfir myndlistarsýning Rögnu Hermannsdóttur. Barnadagur verður í Kiðagili 2. ágúst. Kl. 14.00 verður sílaskoðun í síkjum við Skjálf- andafljót. Síðan verða brauð bökuð yfir eldi. A kaffihlaðborðinu verður lögð áhersla á veitingar fyrir börn. Guðrún Sveinbjörnsdóttir verður með tóvinnu sem öllum er velkomið að taka þátt í. Ólafur Héðinsson leikur á hljómborð. Skítamórall um helgina Hljómsveitin Skítamórall spilar á ár- Iegu sveitaballi í Miðgarði í Skagafirði á föstudag. Húsið verður opnað kl. 23.00. Aldurstakmark 16 ár. A laugardag spilar hljómsveitin á Ráð- hústorginu áAkureyri kl. 14-15. Listasumarhelgi á Akureyri Það verður kraumandi í listalífinu á Akureyri frá deginum í dag og samfellt í ellefu daga. Heitur fimmtudagsdjass verður í Deiglunni og á föstudaginn hefjast Dagar unga fólksins með myndlistarsýningu í Deiglunni en við opnunina kl. 17.30 verður einnig boð- ið upp á tónlist og breikdans. Dagar unga fólksins standa til 9. ágúst en þá um kvöldið hefst nýtt tímabil á Lista- sumri með Heimi Ijóðsins; ljóðrænu ferðalagi gegnum aldirnar. Þrennar myndlistarsýningar verða opnaðar á laugardag. Það eru Krossgötur í Ketil- húsi kl. 14.00 sem er samsýning Sól- veigar Baldursdóttur, Guðrúnar Pálínu og Hrefnu Harðardóttur en kl. 15.00 opnar Jónas Viðar Sveinsson sýningu í Gallerí Svartfugli og Guðbrandur Sig- urlaugsson opnar sýningu í Ljós- myndakompunni kl. 16.00. Við það tækifæri leikur Baldur Sigurðsson á klassískan gítar. Ferðafélag Akureyrar Um verslunarmannahelgina er farið í Fjörður og Látraströnd. Gönguferð með allan útbúnað. Lagt er af stað kl. 17.00 á föstudag frá skrifstofu Ferða- félags Akureyrar og ekið í Hvalvatns- fjörð og gengið þaðan í Þönglabakka. A laugardag verður gengið í Keflavík og á sunnudag í Látur. A mánudag verður gengið frá Látrum inn eftir ströndinni að Svínárnesi þangað sem bíll mun koma að sækja þátttakendur. Upplýs- ingar og skráning er á skrifstofu Ferða- félags Akureyrar, Strandgötu 23. Skrif- stofan er opin virka daga kl. 16-19 og síminn er 462 2720. Harmoníkuball Fljótamanna Hið árlega harmoníkuball Fljótamanna verður haldið að Ketilási í Fljótum laugardagskvöldið 1. ágúst. Hermann og Ingi halda uppi fjörinu. Tjaldstæði á staðnum. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um Fjölbreytt dagskrá verður um helgina. A laugardag verður gönguferð Vestur- dalur - Ásbyrgi kl. 13 til 17 eða 18. Lagt af stað frá húsi landvarða í Vest- urdal. Barnastund verður í Ásbyrgi kl. 13-14 og verður hist við landvarðahús- ið. Gönguferð Svínadalur - Kallbjarg kl. 14-17, lagt af stað frá húsi land- varða í Vesturdal. Gönguferð Áshöfða- hringur kl. 14-17, lagt af stað frá Versluninni Ásbyrgi. Á sunnudag kl. 13 til 17 eða 18 verður gönguferð Ásbyrgisbarmur - Kúa- hvammur - Gilsbakki og lagt af stað frá þjónustumiðstöð. Barnastund í Ásbyrgi kl. 14-15, hist verður við bílastæðið í botni Ásbyrgis. Dagskráin er öllum opin og þátttak- endum að kostnaðarlausu. Söngvaka í Minjasafnskirkjunni I kvöld, fimmtudaginn 30. júlí, verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Ak- ureyri. Á söngvökum eru flutt sýnis- horn úr íslenskri tónlistarsögu svo sem rímur, tvíundarsöngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru Kristj- ana Arngrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson úr Tjarnarkvartettinum. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur í um klukkustund. Miðaverð er 700 krónur. AUSTURLAND Skítamórall um helgina Hljómsveitin Skítamórall spilar á Vopnaskaki á Vopnafirði á Iaugardags- kvöld og á Neistaflugi í Neskaupstað á Sunnudag. Sýning í Skriðuklaustri Síðastliðinn laugardag var opnuð á Skriðuklaustri sýning tileinkuð völund- inum Snorra Gunnarssyni. Snorri var einstaklega fjölhæfur handsverksmað- ur, hvort sem hann kom að húsasmíði eða saumaskap. Hann var einnig lið- tækur við viðgerðir og sá m.a. um að halda klukkum og úrverkum nágranna sinna gangandi. Þekktastur er hann þó fyrir saumaskap á þjóðbúningum og eru þær ófáar konurnar sem við hátíð- leg tækifæri skarta búningum sem hann saumaði. Á sýninguni gefur að líta ýmsa gripi sem Snorri saumaði, smíðaði eða gerði við. Einnig sauma- vélar sem hann notaði við vinnu sína, myndir frá ævi hans og starfi og margt fleira. Sýningin er opin eftir hádegi og stendur út sumarið. SUÐURLAND Þingvallavatnssiglingar Þeir sem leggja leið sína um Þingvelli um helgina geta séð Þingvallasvæðið frá nokkuð öðru sjónarhorni en venju- lega, með því að bregða sér í útsýnis- siglingu um Þingvallavatn með Himbrimanum. Himbriminn leggur upp frá bryggjunni á Skálabrekku í Þingvallasveit (um 10 km vestan Þingvalla) kl. 11, 13, 15 og 17 allar helgar í sumar og langt fram á haust - þegar veður leyfir. Ferðir á öðr- um tímum eftir samkomulagi við Kol- bein kaptein Sveinbjörnsson, í síma 482 3610/854 7664. Hringferð um Þingvallavatn tekur um eina og hálfa klukkustund og á leiðinni er spjallað um það helsta sem fyrir augu ber í landslaginu, svo sem „Ár- mannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar,“ eyjarnar í vatninu og lífríki vatnsins undir yfirborðinu, að ógleymdum fyrstu bændunum á svæð- inu sem höfðu viðurværi sitt af ferða- mönnum, en það voru tröllkonan Jóra í Jórukleif, sem rændi ferðalanga og lagði þá sér jafnvel til munns, og OI- kofri, sem bruggaði öl íyrir ])ingmenn til forna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skógarganga I kvöld verður tíunda og síðasta skóg- arganga sumarsins á höfuðborgarsvæð- inu á vegum Skógræktarfélags Mos- fellsbæjar. Mæting er kl. 20.30 við gróðrastöðina Grásteina í Mosfellsdal. Gengið verður um gróðrastöðina og skógrækt Laugarnesskóla í Katlagili, leiðsögumenn verða Rjörn Sigur- björnsson garðyrkjumaður og Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri Laugar- nesskóla. Að venju er boðið upp á rútuferð frá Ferðafélagi lslands, Mörk- inni 6, kl. 20.00 og er gjaldið kr. 500. Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju Laugardaginn 1. ágúst kl, 12 leikur Svisslendingurinn Ulrich Meldau á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju en hann er organisti við Enge kirkju í Zúrich. A efnisskrá hans verða nokkur þeirra verka sem hann mun síðan leika á aðaltónleikum helgarinnar í Hall- grímskirkju sunnudaginn 2. ágúst kl. 20.30. A fimmtu tónleikum tónleikaraðarinn- ar „Sumarkvöld við orgelið 1998“ í Hallgrímskirkju, 2. ágúst nk. kl. 20.30, kemur fram svissneski organistinn Ul- rich Meldau. A efnisskrá hans eru tvö verk eftir Rach, nt.a. hin þekkta Prelúdía og fúga í G-dúr, þá leikur hann fjögur frönsk orgelverk, eftir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.