Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 7
V X^MT- LÍFIÐ í LANDINU FIMMTUDAGV R 6.ÁGÚST 1998 - 23 fólkið „Þetta var rosalega rómantískt. Hann fór á hnén í ískulda á Spönginni við peningagjána og bað mín þar, “ segir Anna Guðrún Þorgrímsdóttir. Þann 30. maí sl. gafséra Pálmi Matthíasson Önnu og Guðjón Jóhannesson saman í heilagt hjónaband við athöfn í Bústaðakirkju. mynd: uósm.st. grensásvegi 7 7. Fór á hnén íískulda „Við kynntumst á Casablanca í Reykjavík árið 1991. Svo skildu leiðir í nokkur ár en við tókum saman aftur þegar við hittumst á ný,“ segir Anna Guðrún Þor- grímsdóttir. Þann 30. maí sl. gaf séra Pálmi Matthíasson Önnu og Guðjón Jóhannesson saman í heilagt hjónaband við athöfn í Bústaðakirkju. Anna Guðrún er leikskóla- kennari að mennt og Guðjón viðskiptafræðingur. Hann starfar sem íj'ármálastjóri hjá Básafelli á Isafirði þar sem þau eru búsett. Þau höfðu verið trúlofuð í tvö ár áður en þau giftu sig. „Hann bað mín þegar við trúlofuðum okkur á Þingvöllum á sumardeg- inum fyrsta. Við ákváðum þá að gera það að tveimur árum liðn- um. Þetta var rosalega róman- tískt. Hann fór á hnén í ískulda á Spönginni við peningagjána og bað min þar.“ Saman eiga þau Anna og Guðjón einn son, Snorra Karl, sem er eins árs. Anna er Akur- eyringur að upplagi og Guðjón Reykvíkingur. „Séra Pálmi er gamli presturinn minn frá Akur- eyri og Bústaðakirkjan er gamla kirkjan hans Guðjóns. Þess vegna völdum við Pálma og kirkjuna." -jv Dagbjört og Magnús Gefin voru saman í heilagt hjónaband þann 30. maí sl. í kirkjunni í Árbæjarsafninu af sr. Guðmundi Þorsteinssyni þau Dagbjört Bjartmarsdóttir og Magnús Halldórsdóttir. Heimili þeirra er í Lönguhlíð 29 á Bíldu- dal. (Ljósmyndast. Sigríðar Bachman.) Streisand og Brolin giftast Það var mikið um dýrðir þegar Barbra Streisand og James Brol- in gengu í það heilaga á dögun- um. Nú hafa myndir af herleg- heitunum borist, aðdáendum hjónanna til mikillar ánægju. Meðal brúðkaupsgesta voru Quincy Jones, Marvin Hamlisch, John Travolta, Tom Hanks og Roger Clinton bróðir Bandaríkjaforseta. Forsetinn hafði ekld tök á að mæta í veisl- una því hann var í Kína á þeim tíma sem hún fór fram. Brúðhjónin eru bæði komin vel á sextugsaldur en það er aldrei of seint að finna hamingj- una og vonandi á fyrir þeim að liggja að Iifa í lukku það sem eft- ir er. v ,..i Brúðhjónin skáru brúðkaupstertuna á miðnætti við mikinn fögnuð gesta. Barbra ásamt brúðarmeyjum sfnum. Brúðarkjólinn er hannaður afDonna Kar- an og kostaði litlar þrjár milljónir. Meö lausa... ör Tony Roberts, frá Oregon í Bandaríkjunum, er enn að ná sér eftir að læknar ljarlægðu ör úr heila hans. Vinur Tonys reyndi að skjóta bjórdós af höfði hans. Það mistókst. I stað þess að fara í dósina fór örin í gegnum auga Tonys, í gegnum heila hans og í höfuðkúpuna. Slysið varð þegar verið var að taka nýja meðlimi inn í Félag nafnlausra fjallamanna. Nafnlausu fíflin voru hætt að taka inn nýja félaga... Bragðbætt brauð Fjölskylda í Madrid kvartaði nýlega yfir brauðinu sínu við bakarann. Þau höfðu nefnilega fundið fingur í brauðinu. I ljós kom að bakarinn átti fingurinn, en hann hafði tapað honum í brauðvélinni þann sama morgun. í vondutn málum Kona sem keyrir skólabíl í Connecticut er í vondum málum, því að hún er sökuð um að hafa haft kynmök við 14 ára gamlan nemanda og fyrir að kaupa bjór og sígarettur fyrir hina farþegana. Miskiumsami samverjinn sakaður um að dreifa eiturlyfjum í Maryland var tólf ára gömul stúlka sökuð um að dreifa eiturlyfjum, eftir að hún lánaði skólasystur sinni, sem var í astmakasti, astmalyf- ið sitt. Allt fyrir heilsuna f San Fransisco vann klúbbur þeirra sem vilja nýta marijúana í Iæknisfræðilegum tilgangi sigur þegar dómari neitaði fylkissaksókn- aranum um leyfi til þess að Iáta loka klúbbnum. Klúbbmeðlimir fögnuðu með því að borða 24 poka af kartöfluflögum, heilan kassa af súkkulaðikexi og drekka allt gosið úr ísskápnum. Með lík í lestinni Það borgar sig að hafa ökuljósin á. Sérstaklega ef þú ert með lík í bílnum. Jean Lubin var ákærður fyrir að hafa kyrkt konuna sína eftir að Iögreglan í Miami stöðvaði hann. Bíllinn hans var nefnilega ljós- laus... 1 2« tivtki ACIDOPHILUS PLÚS Góður ferðafélagi. Fyrir meltingarfærin. fðl. I___Iheilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, SmSratorgi og Skipagötu 6, Akureyri t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.