Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6.ÁGÚST 1998 - 19 LÍFIÐ t LANDINU Afmælisboð í kartöflugeymslu ÓlafurÞórarinsson bóndi íHáfi íRangár- vallasýslu varð sjötug- urísíðustu viku. í til- efni aftnælisins var ættingjum og vinum Ólafs boðið til afmæl- isveislu heima íHáftx og varhún haldin í kartöflugeymslunni á staðnum. Geymslan hafði verið hreinsuð út og skreytt á viðeigandi hátt og mátti rekja niðjatal Olafs og konu hans Kristínar Karlsdóttur á veggjunum. Barnabörnin höfðu hjálpað til við skreyting- arnar og teiknað myndir af öll- um einstaklingum í ættartrénu, sem alls eru orðnir sextíu og einn frá þeim hjónum. Má ætla að þessar glæsilegu skreytingar fái að halda sér á veggjum kart- öflugeymslunnar til frambúðar, innan um uppskeruna og kart- öfluinæður komandi ára. Hátt í tvö hundruð manns voru mætt til að samgleðjast af- mælisbarninu og voru reistar stórar tjaldbúðir á túninu undir bæjarhólnum. Margir ættingjar og vinir Olafs eyddu þar helg- inni í blíðskaparveðri og höfðu verið sett upp leiktæki fyrir börnin, sem voru í meirihluta afmælisgesta. Eftir kaffisamsæti um miðjan dag á laugardag var slegið upp grillveislu um kvöldið og sá fimm manna harmoníku- sveit að sunnan um að halda uppi fjörinu. Fólk dansaði þar og söng af hjartans list fram eft- ir kvöldi og ríkti eins konar úti- hátíðarstemmning í Háfi þá helgina. Barnahópur hjónanna í Háfi er stór, en þau eiga tíu börn. rennsli Markarfljóts og Rangánna breyttist, hefur verið hér einhver bátaútgerð. Það gef- ur nafnið Bátatangi hér niður undan til kynna, en eflaust hef- ur þá verið fiskgengd í ósinn og veiði stunduð í honum frá Háfi. Jörðin var einnig kirkjujörð til skamms tíma.“ - Hefur strandið á Vikartindi haft einhver dhrifá landgæðin og hefur hreinsunarstarfið skilað því sem ætlað var? Barnahópur hjónanna í Háfi er stór, en þau eiga tíu börn. Barnabörnin eru 34 og barnabarnabörnin 8. Elst systkinanna er Guðbjörg fædd 1951 og síðan koma Þór Fannar f. ‘53, Hallur Einar f. ‘55, Karl Rúnar f. ‘57, Hólmfríður Helga f. ‘59, Þorkell Ingvar f. ‘61, Þórarinn Vignir f. ‘64, Sævar Úli f. ‘67, Guðmundur Páll f. ‘69 og Magnús Már f. ‘72. Barnabörnin eru orðin þrjátíu og Ijögur og barnabarnabörnin átta. Oll eru börnin flutt að heiman og búa flest með fjöl- skyldum sínum í Reykjavík. Ólafur í Háfi er fæddur og uppalinn vestur f Ólafsvík á Snæfellsnesi. Sonur hjónanna Þórarins Guðmundssonar, land- verkamanns og Fanneyjar Guð- mundsdóttur, húsmóður. Hann var yngstur í sex systkina hópi og er hann einn eftirlifandi af hópnum. Stundaði sjóinn í tíu ár - En hvenær hófÓlafur búsku-p? ,Ariðl949 fór ég suður á ver- tíð og stundaði sjóinn frá Sand- gerði. Þar kynntist ég Kristínu konunni minni sem var ráðs- kona hjá útgerðinni. Kristín er frá Hala hér í hreppnum og árið 1951 keyptum við svo jörðina hér í Háfi og hófum búskap. Jörðin hafði verið í eyði í mörg ár og fyrstu árin bjuggum við í gömlu timburhúsi sem var eini húsakosturinn á jörðinni. Við byijuðum á því að byggja fjós og hlöðu og þegar því var lokið byggðum við íbúðarhúsið og fluttum í það árið 1955 og búum í því enn 43 árum seinna. Kárl tengdafaðir minn, sem þá bjó að Hala, aðstoðaði okkur í upphafi, en við byrjuðum með átta kýr og um fimmtíu fjár. Bú- skapurinn dugði okkur engan veginn í upphafi, svo ég stund- aði sjóinn frá Keflavík á vetrar- vertíðum í tíu ár. Árið 1960 hætti ég svo á sjónum, en þá vorum við komin á kaf í kart- öfluræktina. Eg átti vörubifreið á þessum árum og var mikið í akstri. Segja má, að um tíma hafi það verið aðalatvinnan hjá mér með búskapnum. Einnig vorum við með hænsnarækt og töluverða eggjaframleiðslu. Kúabúskapnum hættum við fyrir um það bil tuttugu árum. Þá hófum við svínarækt og stundum hana ennþá. Við erum með þrjátíu gyltur og er það eini búskapurinn sem við stundum í dag, fyrir utan að halda nokkrar kindur.“ Hjónin í Háfi, Úlafur og Kristín. Illuimiiidi 1 rekaiiuin - Hvemig jörð er Háfur? „Háfur er mjög góð jörð til ræktunar. Jarðvegurinn er tilval- inn til kartöfluræktar og svo er grasspretta hér ágæt. Háfur er gömul landnámsjörð, en hér nam land Þorkell bjálfi, fóst- bróðir Ráðorms, sem nam lönd austan Rauðalækjar. Þorkell nam allt svæðið milli Rangár og Þjórsár og bjó hér í Háfi. Hún hefur því örugglega talist til betri bújarða og mikil hlunnindi legið í rekanum, en Háfsíjaran sem fræg varð þegar Vikartindur strandaði hér í vetur, heyrir öll til jörðinni. I þá daga áður en Djúpósinn var stíflaður og út- „Fjaran er nú orðin nokkuð hrein og því verki er lokið. En landspjöllin eru þó nokkur og þau mál er nú verið að skoða. Allt umstangið í kringum strandið og flutningana hefur stórskemmt landið og sárin blasa víða við. A þeim málum þarf að taka, svo ekki hljótist meiri skaði af. Okkur þykir vænt um landið okkar og grátlegt að skilja við það í sárum, eftir lang- an og farsælan búskap á jörð- inni. Erum við annars ekki gest- ir á henni „Hótel Jörð“ og ber okkur ekki að ganga vel um hana,“ sagði Ólafur Þórarinsson bóndi í Háfi. -EK Risareiðhöll í Ölfusi í Ölfusi erverið að byggja stóra reiðhöll þarsem ætlunin erað vera með reiðskóla og ýmsar uppakomur í framtíðinni. Þegar ekið er í áttina að Selfossi og komið að bænum Ingólfs- hvoli blasir við risastór hús- grind. Dagur átti leið hjá og sá tvo menn við vinnu utan á grindinni. Þetta eru þeir Arnar Bjarnason og Guðmundur Jón- asson smiðir sem ætla sér það að loka húsinu fyrir 1. október. Reiðhöllin tilvonandi er engin smá- smíði en erfitt er að gera sér grein fyrir stærðinni fyrr en komið er að grindinni. „Við verðum nú sjálfsagt eitt- hvað fleiri við verkið,“ sögðu þeir þegar blaðamaður Iýsti van- trú sinni á að þeir gætu unnið þetta verk á svo stuttum tíma. Húsið er 27x80 metrar að stærð og fer ekki mikið fyrir manni innan í þvf, en auk salarins verða þarna búningsldefar og fleira er tilheyrir slíkum rekstri. Örn heitir sá er að framtakinu stendur, en þarna á vera reiðhöll f stærri kantinum. Einnig stend- ur til að reka reiðskóla og við hlið reiðhallarinnar er verið að byggja hesthús fyrir hesta reið- skólans og þeirra sem sækja uppákomur í reiðhöllinni. Húsið verður svokallað fjöl- notahús og ekki að efa að ásókn verður í að nota hús af slíkri stærð í nágrenni höfuðborgar- innar. Það kemur til með að bera nafnið Ölfushöllin. Skóla- stjóri reiðskólans verður Hafliði Halldórsson. Boðið verður upp á fjögur tíu vikna námskeið í hestamennsku ÞeirArnar Bjarnason og Guðmundur Jónasson eru að vinna að því að loka grindinni. Áætlað er að því verði lokið fyrir 1. október. fyrir fólk, 16 ára og eldri verður farið í alla þætti hestamennsk- unnar. Hver þátttakandi mun fá þijá hesta til umráða og býr fólk á staðnum á meðan á námskeið- inu stendur. Þetta er nýjung f hestakennslu og segja aðstand- endur að s a m n i n ga vi ð r æ ð u r standi yfir við félag tamninga- manna þess efnis að námið skili einhverjum réttindum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.