Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 06.08.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6.ÁGÚST 1998 - 27 Tkgftr LÍFIÐ í LANDINU R A D D I R FÓLKSINS MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur dagsins getur alls ekki skilið þá áráttu Is- lendinga - fjöl- miðlarnir eru þar með taldir - að vera með nefið ofan í hvers manns tekjukoppi. A hverju ári í byrj- un ágúst hneykslumst við og öfundumst yfir alltof háum tekjum náung- ans. Við flettum í skattaskrám og kíkjum á tekjur Nonna í næsta húsi, Bjössa við næsta borð og Rúnu í ráðu- neytinu ... enda- laus öfund! • Meinhyrning- ur varð vitni að mikilli keppni um verslunar- mannahelgina. Þar voru margir „meistarar" á ferð. Keppnin fólst í því að vera úti á þjóð- vegunum og reyna að halda sig eins nálægt næsta bíl á und- „Ágætu foreldrar og uppalendur, við þurfum að vera samtaka með að kenna börnunum okkar að elska sig sjálf, með því læra þau sjálfsvirðingu og þar afleiðandi virða þau aðra...“ Hugleiðing móðnr an og nokkur kostur var án þess að hægja ferðina. Mein- hyrningur er ekki keppnis- maður og tók ekki þátt, enda þessi keppni lífshættuleg. GUÐRUNABREKKUNNI í SÍMA 462 6317 SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaöi hálf til ein vélrituð blaðsfða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Ég á erfitt mað að trúa því að ekki finnist lengur heiðarlegt fólk, börn eða fullorðnir sem vilja skila aftur munum sem auðsjáanlegt er að einhver hefur tapað. Þannig er að sonur minn hefur í sumar tekið þátt í skemmtilegum nám- skeiðum hjá Nökkva, félagi siglinga- manna. Hann hefur yndi af siglingum og veiðiskap. En svo kom það fyrir 15. júní síðast- liðinn að hann í hita leiksins gleymdi afturhluta af veiðistönginni sinni ásamt splunkunýju veiðihjóli þar inn- frá á Höepfnerssvæðinu. Notaði hann stöngina svona fyrir dorgstöng með hjólinu á. Stöngin er Silstar, en hjólið Abu Cardinal, svart með silfraðri spólu á og neðan í fæti þess eru ristir stafirn- ir E.V. Ég er mikið búin að auglýsa eftir þessum týndu munum án nokkurs ár- angurs. Það er börnunum okkar jafn- mikið tjón eins og okkur fullorðnum að glata eignum og öll óskum við eftir því að fá aftur það sem glataðist. Út frá framangreindu má að minu mati einnig leiða hugann að því hvað við fullorðna fólkið, uppalendur, kennum börnunum okkar í sam- bandi við heiðarleika og virðingu. Ef við berum ekki virðingu fyrir okkur sjálfum eigum við ennþá erfiðara með að bera Hrðingu fyrir öðrum og þar með eignum annarra. Það er til dæmis því mið- ur of algengt að heyra um ýmis skemmdarverk sem eru unnin á hjólum barna og unglinga og oft er þeim stolið. Mér er spurn hver hefur ánægju af slíku? Líður fólki vel yfir því að vera með stolna muni? Að mínu mati hlýtur sá að vera aumur og vansæll. Ég spyr aftur, fylgjast foreldrar og uppalendur ekki með því sem börnin þeirra koma með heim og spyrjast fyrir um hlutina, sérstaldega þegar um stærri og dýrari muni er að ræða? Eða eru það ef til vill foreldrarnir sjálfir, fullorðna fólkið, sem slær eign sinni á týnda muni? Undanfarið hefur og töluvert mikið verið rætt um fíkniefni og fíkniefna- vanda. Hér er að mínu mati um hliðstæður að ræða sem byggjast fyrst og fremst upp á því, að efla þarf sjálfsvirðinguna, styrkja hana og styðja á allan máta. Agætu foreldrar og uppalendur, við þurfum að vera samtaka með að kenna börnunum okkar að elska sig sjálf, með því Iæra þau sjálfsvirðingu og þar af íeiðandi virða þau aðra, verða sterkari einstaklingar, eiga auðveldara með að velja og hafna og fá meðal annars sterkari réttlætiskennd. Máltækið segir; Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í. Mér er fyllilega ljóst að margir for- eldrar og uppalendur þurfa að byija á grunninum en hann er við sjálf. Til að við getum kennt börnunum okkar, þurfum við að kunna að elska okkur sjálf og virða. Höfum það í huga að sjálf höfum við verið börn og að það er enginn full- kominn, en aldrei er of seint að byrja. Við getum alltaf bætt okkur sjálf og með því hjálpum við börnunum okkar best og mest. Kæru lesendur, ég bið ykkur vinsam- Iega að athuga hvort það gæti verið að veiðistöngin eða veiðihjólið hafi óvart lent inn á heimili ykkar. Ef svo er eða ef þið gætuð gefið einhverjar vísbend- ingar, bíð ég við símann. Reynum OII að vera samtaka, gerum lífið betra og ánægjulegra fyrir okkur öll. Hafið bestu þakkir fyrir lesturinn, guð blessi ykkur. Ritstjóriívanda Stefán Jón Hafstein rit- stjóri, opnar hug sinn í blaði sínu þann 29. júlí. Það sem angrar hann greinilega er sá vandi að taka afstöðu til megrunarlyfs- ins Herbalife. Það er nú merg- urinn málsins. Herbalife er ekki lyf heldur þau næringaefni sem líkaminn þarfnast til þess að viðhalda sér, án þess að matar- fíkn komi þar við sögu. Við erum svo vön því að fullnægja sjóngræðginni þegar við möt- umst og henni er ekki fullnægt fyrr en nokkuð löngu eftir að við höfum borðað það sem líkaminn þarf til að að viðhalda sér. Her- balife er hættuminna en mjög margt af þvf sem við neytum og teljum óhætt að neyta. Það er líka hættuminna en aukafitan sem við berum á okkur því hún á það til að fara inn í æðakerfið og stífla kransæðarnar. Af því hefir undirritaður slæma reynslu. Eigin sannfæring í þessu erfiða máli gæti verið það sem ritstjórinn þarfnast. Hann ætti að taka sig til og fara í kúr á Herbalife og sjá hvernig það kæmi út fyrir hann. Það gæti hann séð á voginni þegar hann fer að fylgjast með árangrinum. Markaðsetning Herbalife er eftirlíking af markaðsetningu eiturlyfja. Neytandi finnur þján- ingabróður sinn og selur honum til þess að fjármagna eigin neyslu. Sá er munurinn á eitur- lyfjum og Herbalife að það fyrr- nefnda dregur til hörmulegra endaloka en það síðarnefnda hefir í mjög mörgum tilfellum frelsað einstaklinga frá fangels- un í eigin líkama. Og í raun endurfætt einstaklinga sem hafa verið í ánauð matarfíknar og fel- um frá umhverfi sínu vegna út- lits sín og lágrar sjálfmyndar. Þó ritstjórinn sé nú ekki tiltölulega illa haldinn af þessu síðast- nefnda þá ætti hann að prufa hvernig hægt er með lítilli fyrir- höfn að losna við af Iíkama sín- um það sem hann telur að ekki eigi þar að vera. Hann getur hætt að nota Herbalife þegar honum sýnist svo og tekið til við það aftur þegar hann sér á vog- inni að ástæða sé til. Það er engin fíkn fólgin í að nota Her- balife öfugt við eiturlyfin sem ég nefndi hér að framan. Það eina sem gæti haldið honum í Her- balife neyslu væri sókn í ásætt- anlega Iíkamsþyngd. Ein góð máltíð á dag er nauðsynleg þó ritstjórinn noti Herbalife en það var ekki þannig þegar megrunar- lyf voru tekin. Sulturinn er ekki íylgifiskur Herbalife. Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár til að kenna ensku og fleiri greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.-10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott húsnæði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. Dvalarleyfi í Canada Með því að fjárfesta í „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise) er þér tryggt dvalarleyfi í Canada, jafnvel þeim sem ekki hafa hreint sakavottorð. Heildarfjárfesting er 50.000 Kanadískir dollarar eða um 30.000 US$. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950 Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R IY9 eða með því að hringja í síma 416-667-1676 eða með því að senda símbréf í 416-667-1467.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.