Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 Xk^wr FRÉTTIR Lifandi hval rah á Tjömesi Lögreglunni á Húsavík var tilkynnt um að lifandi hval hefði rekið upp á land í gærmorgun. Vegfarandi hafði séð skepnuna en þegar Iögreglan kom á staðinn, í Breiðuvík, sást hvorki tangur né tetur af dýrinu. „Svo virðist sem hann hafi náð að bjarga sér aftur á flot,“ sagði lög- reglumaður á Húsavík f samtali við Dag í gær. „Hann er a.m.k. horf- inn.“ Eitthvað var um að fólk færi fýluferð á Tjörnesið til að virða hvalinn fyrir sér. Helst var talið að um hrefnu væri að ræða þótt það sé óstað- fest. — bþ Aldrei fleiri erlendir ferðamenn I júlímánuði komu ríflega 48.000 erlendir ferðamenn til landsins með flugvélum og skipum samkvæmt tölum frá Utlendingaeftirlitinu. Aldrei áður hafa jafn margir ferðamenn heimsótt Island í einum mán- uði. Aukningin frá sama mánuði í fyrra er um 16 prósent. Erlendum ferðamönnum fjölgaði hins vegar um 17.000 fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Gert ráð fyrir að þessi aukning gæti skil- að um 1.700 milljónum króna í gjaldeyristekjur. Styttist í opnun hjá KEA Nettó KEA Nettó mun hefja starfsemi í Reykjavík um næstu mánaðamót að sögn Júlíusar Guð- mundssonar verslunarstjóra. Verslunin verður til húsa þar sem áður var Kaupgarður í Mjódd en KEA hefur yfirtekið rekstur Kaupgarðs. Að sögn Júlíusar hefur sá rekstur gengið þokka- lega en hann segir enga áherslu hafa veríð lagða á markaðsávinninga, enda sé um skammtíma umsvif að ræða. Júlíus segir að sama vöruverð muni verða í verslunum KEA Nettó á Akureyri og í Reykjavík. - BÞ Vogakórinn frá Færeyjum í Akur eyr arkirkj u Blandaður kór sem samanstendur af söngfólki frá Sandavogi, Miðvogi og Saurvogi í Færeyjum er staddur hérlendis og heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju mánudagskvöldið 10. ágúst klukkan 21.00. Kórinn kemur hingað til lands í boði Norðfirðinga og er að endurgjalda heimsókn þeirra til Færeyja, en Sandavogur er vinabær Neskaupstaðar í Færeyj- um. Kórinn flytur létt klassíska tónlist og kirkjulega tónlist. - GG Veidi í smugunni Veiði í Smugunni hefur verið að glæðast síðustu daga eftir lélegt fiskerf hjá þeim þremur íslensku togurum sem þar hafa verið að veið- um, Snorri Sturluson RE, Freri RE og Haraldur Kristjánsson HF. Þrír togarar Samherja eru á leið í smug- una, Víðir EA fór í fyrakvöld en Baldvin Þorsteinsson og Akureyrin fara í dag. DV hefur það eftir talsmanni Norges fiskarlag í gær að þeir muni gera kröfu um að norska Strandgæslan sendi herskip í Smuguna úr því að „íslenska innrásin" sé hafin. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Mururima er laus til umsóknar. Skólinn tekur til starfa í haust. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Sigþórsdóttir leikskólaráðgjafi, í síma 587 9400. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR ÓSKARS SIGVALDASONAR frá Gilsbakka í Öxarfirði, fyrrverandi leigubifreiðastjóra í Reykjavík. Rakel Sigvaldadóttir, Sesseija Sigvaldadóttir, Ari Jóhannesson. Unnið er að sameiginlegu svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem verkefnum er m.a. raðað niður á sveitarfélögin. - mynd: gva Sameiginlegt svæöissídpulag Sveitarfélögin á höf- uðborgaxsvæðinu viuna nú að sameigin- legu svæðisskipulagi, sem á að verða tilbúið árið 2000. Nýlega var boðið út forval á aðil- um til verksins og sóttu níu aðilar um, sem allir hafa sam- starf við erlenda ráð- gjafa. Frá því um áramót hefur starfað nefnd sem vinnur að undirbún- ingi verkefnisins. Sveitastjórnar- menn urðu þá sammála um að stefna að „alvöru“ svæðisskipu- lagi. I nefndinni sitja tveir aðilar frá hverju sveitarfélagi og er formað- ur nefndarinnar nú Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur. Minni framkvæmdanefnd var líka skipuð og vinnur hún milli funda stærri nefndarinnar. Fyrir skemmstu var boðið út forval íyrir aðila til að vinna skipulagið. Þar sem skipulag af þessu tagi hefur aldrei verið unnið áður á Islandi var verkið boðið út bæði í gegnum Brussel og bandaríska og kanadíska sendiráðið. Níu aðilar sóttu um og eru þeir allir í erlendu sam- starfi. Minnst þrjár stofur verða síðan valdar af þessum níu og verkið boðið boðið formlega út milli þeirra. Erlendir ráðgjafar með öll- um aðilum Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavíkur, mun taka við formennsku í nefndinni í haust en sveitastjórnir munu skiptast um hana. Hann sagði verkefnið vera mjög stórt og væri það hið fyrsta sinnar tegundar á Iandinu. Það hefði því þótt rétt að bjóða verkið út líka erlendis þar sem menn hafa reynslu af borgarskipulagi. Það væri mjög frábrugðið skipulagi unnu fyrir byggðir úti á landi eða hálendið. Eríendir ráðgjafar væru því nauðsynlegir. Reiknað væri með því að búið verði að velja aðila á haustdögum og þar með myndi hin formlega vinna fara í gang. Verkefnum raðað á sveitarfé- lögin Sveitarfélögin vildu ekki Iáta nægja að leggja saman skipulags- kort mismunandi sveitarfélaga heldur vildu nýta betur þá mögu- leika sem þau ættu sameigin- lega. Það kæmi Iíka betur út en stöðug samkeppni þeirra á milli, þótt hún hverfi ekki að öllu leyti. jafnvel verður verkefnum raðað þannig að ekki verði allir að gera sömu hluti um leið. Stofurnar eiga að rannsaka og koma með hugmyndir um hvar sé eðlilegast að t.d. stærri iðnaður verði, hvar annar iðnaður eigi að vera, hvar þjónusta sameinist o.s.frv. Einnig það hvernig eigi að taka á umferðarmálum, sameina og samræma almenningsumferð, skipuleggja útivistarsvæði o.fl. Verkefnið er þvi gríðarstórt. Þorvaldur segir að frumkvæðið að sameiginlegu skipulagi hafi komið frá Reykjavíkurborg en það hafi komið í Ijós við gerð miðborgarskipulags að samvinna við nágrannasveitarfélög var nauðsynleg. Því hafi þessi hug- mynd komið upp. Haft var sam- band við sveitarfélögin og sýndu þau öll mikinn áhuga. — SEG * Isftrðmgar ósáttir við Flugfélagið Eiúkeimileg tilviljun að brestir koma í þjónustu Flugfélags íslands gagnvart Vest- firðinguni á sama tíma og íslandsflug hættir? Enginn maðk- ur í mysunni segir FÍ. Mikil óánægja hefur verið í Isa- fjarðarbæ og nágrenni vegna tíðra tafa og röskunar á áætlun að undanförnu hjá Flugfélagi ís- lands. FI er nú eini aðilinn sem flýgur milli Reykjavíkur og Isa- Qarðar en til skamms tíma var samkeppni milli Islandsflugs og FÍ þangað til Islandsflug hætti áætlun í vor á þeim forsendum að nægilega margir nýttu sér ekki þjónustu flugfélagsins. Guðni Geir Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í ísafjarðar- bæ. „Það vill nú svo einkennilega til að vandamál Flugfélags Is- lands með að halda áætlun virð- ast hafa komið upp á sama tíma og Islandsflug hætti að fljúga til Isafjarðar. Menn hafa verið að gera því skóna að þetta ástand megi að einhverju leyti rekja til þess að samkeppnin er nú engin á flugleiðinni. Við sitjum á hak- anum vegna þess að við komust ekkert með öðrum aðila. Þjón- ustufulltrúi FI hefur hins vegar gefið sfnar skýringar og ég er ekkert að draga þær í efa,“ segir Guðni Geir, sem kannast við að mjög hafi verið í umræðunni að undanförnu fyrir vestan, hve illa hefur gengið að halda áætlun. Áhafnaskortur Bryndís Stefánsdóttir, þjónustu- fulltrúi hjá FI, segist ekki hafa nákvæmar tölur um það hvort röskun á áætlun hafi bitnað meir á ísfirðingum en öðrum lands- mönnum. Hún segir ljóst að alls staðar á landinu hafi farþegar fundið fyrir einhverjum óþæg- indum vegna þess hve illa hefur gengið að halda áætlun. Skýring- ar séu margvíslegar. Bilanir hafi komið upp, veðurfar spili inn í, mikil farþegaaukning hafi kallað á fleiri ferðir sem aftur hafi þýtt þjálfun nýrra áhafna. „Við viður- kennum að hér varð áhafna- skortur í byrjun júní,“ segir Bryndís. Bryndís neitar því hins vegar alfarið að maðkur sé í mysunni vegna þess að samkeppni hefur nú lagst af á flugleiðinni. „Fjarri því og við erum miður okkar hér hjá Flugfélaginu við að heyra þessa umræðu. Það er hrein og bein tilviljun að þetta tvennt fer saman. Þvert á móti teljum við okkur hafa verið í góðu samstarfi við Isfirðinga," segir Bryndís. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.