Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1998
\
FRÉTTIR
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigdisráðherra býr sig undir að gæða sér á stærsta salatrétti sem vitað er til að hafi verið framleiddur. Eiríkur Friöriksson
á hugmyndina að tiltækinu sem er í þágu góðs málefnis.
Heimsmet handa
veikum bömum
Heixnsmet var sett á í gær
þegar Eiríkur og Albert
frá salatbamum Hjá Eika
löguðu stærsta salatrétt
sem gerður hefur verið.
Metið er tH styrktar
krabbameinssjúkum böm-
um.
Að framtakinu stóðu Eiríkur og Albert
frá salatbarnum Hjá Eika sem löguðu
hálft tonn af salati og rennur ágóðinn
óskiptur til styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna. íslenskir garðyrkju-
bændur gáfu allt salat í réttinn og allt
annað efni var einnig gefið.
Góðir gestir
Sala salatsins fór fram í Pósthússtræti,
fyrir framan Hjá Eika. Ingibjörg
Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, fékk
fyrsta skammtinn og lýsti hún ánægju
með matinn, það væri ekki á hveijum
degi sem sameinað væri gott málefni
og hollur matur. Auk Ingibjargar mátti
þarna sjá Friðrik Sophusson, Geir
Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu gæða
sér á salati. Hljómsveit Eyjólfs Krist-
jánssonar lék og Magnús Scheving sá
um kynningu. Stemmningin var því
góð.
Allir hjálpsamir
Þorsteinn Olafsson, framkvæmdastjóri
Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna, sagði hugmyndina alfarið vera
Eika. Hann hefði haft samband við
samtökin fyrir þrem vikum og lýst hug-
myndinni. „Að sjálfsögðu tókum við vel
í hana enda allur stuðningur mjög vel
þeginn," sagði Þorsteinn. Hann sagði
starfsemi félagsins ganga vel enda væri
góður hljómgrunnur í samfélaginu fyr-
ir að aðstoða sjúk börn. „Við vitum að
þegar hjálpar er þörf leggjast allir á eitt
í okkar samfélagi, sem betur fer.“
Eiríkur Friðriksson sagðist hafa
fengið þessa hugmynd eftir eina and-
vökunótt og ákveðið strax að hrinda
henni í framkvæmd. „Eg var í sjálfu sér
ekkert hissa á þeim góðu móttökum
sem ég fékk hjá öllum þeim aðilum
sem ég talaði við um að gefa vöru eða
þjónustu. Ég hafði góða hugmynd um
það fyrirfram að svo yrði,“ sagði hann.
Salatskál upp á hálft tonn
Salatskálin sjálf tekur 500 lítra, eða
um hálft tonn og er stærsta salatskál
sem smíðuð hefur verið og mun met
þetta fara í Heimsmetabók Guinness.
Bergplast sá um hönnun og smíði
hennar. Salatið samanstóð af græn-
meti, pasta og kjúklingaskinku, borið
fram með salatsósu, brauði og Egils
Krystal. Eins og áður er frá sagt var allt
hráefni og vinna gefins og rennur því
öll innkoma beint til Styrktarfélagsins.
Fjárgæsluaðili var Búnaðarbankinn og
voru fulltrúar hans viðstaddir til að sjá
um að allt færi fram sem skyldi.
- SEG
Baráttan nm yfirráðin yfir
ríkisbönkunum heldur
áfram og plottið verður
dýpra og dýpra. í pottinum
sjá menn gjörla hvers vegna
Framsóknarflokkurinn vill
fá sænska Wallenbergbank-
ann til að ráða Landsbank-
anum: það sé eina leiðin til
að koma í veg fyrir að ís-
lenski Kolkrabbinn nái hon-
um. Hins vegar liggi meira
á bak við: Sænski bankinn hafi engan áhuga á
íslenskxrm banka, heldur íslensku tiyggingafé-
lagi, scm heitir VtS og er í eigu Landsbankans.
Þar liggi hundur grafinn. Sænski bankinn
muni skipta á Landsbankabréfum fyrir bréf í
VÍS - við leifamar af gamla SÍS (ESSÓ og Sam-
vinnusjóðinn), scm eru innanbúðar í trygging-
arfélaginu. Fléttan gengi upp: Gamla SÍS væri
komið inn í Landsbankann að hluta, en Kol
krabbinn hvorki þar né inni í VÍS!
Og þá bætir einn pottverji við: Þess vegna vill
Davíð fara sér hægt í sölu bankans...!
Davíð Oddsson, vill
fara sér hægt.
Pórgnýr Dýrfjörð.
öl. - deildin
óæskilegra umsækjenda...
Nokkuð hefur verið rætt í
pottinum að staða for-
stöðumanns Búsetu- og
öldrunardeildar á Akureyri
var ekki auglýst, heldur var
Þórgýr Dýríjörð færður til í
starfið. Nú heyrist sú skýr-
ing að menn hafi ekki þor-
að að auglýsa stjóradjobbið
því deildin gangi almennt
xmdir styttinguimi „Bús. og
sem hefði getað laðað að flokk
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hveijum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Hæg suðlæg eða
breytileg átt. Bjart
veður norðan og
austan til, en
dálítil súld við
suður- og suðvest-
urströndina.
Hiti 10 til 18 stig,
hlýjast f innsveit-
um norðan- og
austanlands.
l) c r 3 13 —
14 —' 1b ■' (i u
Færö á veguin
Allir vegir eru greiðfærir.
■4