Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
Xk^ui-
FRÉTTASKÝRING
INGIBJÖRG
STEFANS-
DOTTIR
SKRIFAR
WaUenbergættin,
mesta ættarveldi í Evr-
ópu, gæti eignast ítök
í íslensku efnahagslíii
í gegnum kaup SE-
bankans á hlutabréf-
um í Landsbankanum.
Ættin ræður helmingi
veröbréfa á sænska
verðbréfamarkaðnum
og hefur ótrúleg völd
og áhrif.
Viðræður hafa verið í gangi milli
Landsbanka Islands og SE-bank-
ans, um að SE kaupi hlut í
Landsbankanum. Samkvæmt nú-
gildandi lögum má erlent fyrir-
tæki ekki eignast meirihluta í
Landsbankanum, þar sem bank-
inn á helmingshlut í Vátrygginga-
félagi Islands sem aftur á hlut í
íslenskum sjávarútvegslyrirtækj-
um.
FjölskyldubanM
Walleiiberganna
Ekki er víst að SE-bankinn setji
það fyrir sig. Fulltrúi hans hefur
þó sagt að það sé skilyrði að
bankinn eignist meirihluta hluta-
íjár í Landsbankanum eða nægi-
lega stóran minnihluta til að ráða
bankanum miðað við dreifða
eignaraðild. Það væri í stíl Wal-
lenbergættarinnar, að taka seinni
kostinn, en SE-bankinn er eins
konar Ijölskyldubanki þeirra.
André Oscari Wallenberg sem
lést árið 1886, 70 ára að aldri,
stofnaði Enskilda Banken, lyrir
122 árum sfðan. Hann var langa-
langafi Jacobs Wallenberg, sem
nú er stjórnarformaður bankans.
Nú er því fimmti ættliðurinn
kominn til valda í bankanum sem
lagði grunninn að veldi ættarinn-
ar og allar hrakspár um hnign-
andi veldi hennar hafa reynst
ósannar.
Stórfenglegt veldi
Veldi sænsku Wallenbergættar-
innar er stórfenglegt. I engu Evr-
ópuríki hefur ein fjölskylda náð
jafn miklum áhrifum og völdum.
Ættin stundar ekki aðeins banka-
viðskipti. Hún hefur áhrif í sæn-
sku atvinnulífi og stjórnmálum og
á ítök í fjölmörgum stórfyrirtækj-
um víða um heim. Það var einu
sinni sagt að kratarnir hefðu
stjórnmálavaldið í Svíþjóð, en
Wallenbergarnir efnahagsvaldið.
David Bartal, höfundur nýrrar
bókar um Wallenbergana, segir
að veldi þeirra sé sagt komið að
fótum fram, á tíu ára fresti. Það
hafi aldrei reynst á rökum reist.
Þetta sést á áhrifum þeirra í SE-
bankanum. Eftir að hafa dregið
sig í hlé frá stjórnun og stórri
eignarhlutdeild í honum er
Wallenbergættin farin að stjórna
þar aftur.
Eiga mianihluta, en ráða
samt
Stjórnarformaðurinn er Jacob
Jacob Wallenberg, 42ja ára, er
stjórnarformaður SE-bankans. Það
var langalangafi hans sem stofnaði
bankann fyrir 122 árum.
Wallenberg og frændi hans og
jafnaldri, Marcus Wallenberg sit-
ur einnig í stjórn bankans. Hann
er aðstoðarframkvæmdastjóri In-
vestor AB, sem er eignarhaldsfé-
lag Wallenbergættarinnar og
hjarta Wallenbergveldisins.
Investor á misstóra hluti í flest-
um helstu iðnfyrirtækjum Sví-
þjóðar. Þeirra á meðal er Saab,
bæði flugvélafyrirtækið og bíla-
framleiðandinn, Scania, sem
framleiðir vöruflutningabíla,
Incentive, sem er eignarhaldsfé-
lag, símafyrirtækið Ericsson og
raftækjafyrirtækið Ericsson, auk
hluta í SE-bankanum sem nýlega
keypti tryggingafélagið Trygg-
Hansa fyrir 16.8 milljarða
sænskra króna. Eignarhluti
Investors í þessum íyrirtækjum er
mjög mismikill, en fyrirtækið hef-
ur oft mun meiri völd í fyrirtækj-
um, en sem nemur beinum eign-
arhluta þess.
Wallenbergarnir nýta sér þan-
nig Iöggjöf í Svíþjóð sem gerir
mönnum kleift að stjórna fyrir-
tækjum, hafa völd í þeim, þó að
þeir eigi ekki hreinan meirihluta í
þeim. Hafa þannig meiri völd en
sem nemur hlutafjáreign. Þetta
er ástæða þess að Ijölskyldan, eða
eignarhaldsfyrirtæki hennar ræð-
ur atkvæðum á bak við helming
hlutabréfa á sænska verðbréfa-
markaðnum, þó að hún eigi ekki
helming bréfanna. Percy Barne-
vik, þekktasti fyrirtækjaleiðtogi í
Evrópu í dag, er nýorðinn stjórn-
arformaður Investor, hann var
forstjóri ABB, sem er stærsta raf-
WaUenbergamir eru
engir ævintýramenn,
þeir þykja slyngir
fjárfestar og hugsa
langt fram í tímann.
Þeim liggur ekkert á,
enda er fimmti ættlið-
ur þeirra nú við völd í
SE-bankanum.
eindafyrirtæki í heiminum með
yfir 200.000 starfsmenn. Ráðn-
ing hans er þáttur í þróun
Wallenbergveldisins, hann þykir
mjög fær í sínu starfi og geta átt
þátt í þeirri alþjóðavæðingu sem
Wallenbergarnir hafa verið að
taka þátt í.
Af bændum komnir
Wallenbergarnir eru ekki af aðals-
ættum, heldur komnir af bænda-
fólki. Einn forfaðir þeirra var
biskup og það var með því að ger-
ast þjónar kirkjunnar sem Wal-
lenbergarnir náðu að komast ofar
í sænska þjóðfélagsstiganum.
Jónas Haralz sem var banka-
stjóri Landsbankans frá 1969 til
1988 átti töluverð samskipti við
SE-bankann. A þeim tíma var að
visu aðeins einn Wallenberg í
stjórn bankans og ættin tiltölu-
lega áhrifalítil í bankanum. Það
breyttist fyrst nú í fyrrahaust. Um
þetta segir Jónas: „Gamli Skand-
inaviskebanken var aðalviðskipta-
banki Landsbankans í Svíþjóð,
SE-banken og Skandinaviske-
banken voru sameinaðir 1971 og
Landsbankinn átti hlut í Scand-
inavian Bank í London, þar sem
SE-banken var stærsti eigandinn,
þar til SE-banken keypti alla
hluthafana út.“ Jónas segir að
veruleg átök hafi verið innan
bankans milli arma hluthafa.
„Það gerði samstarfið þar örðugt,
en þetta voru miklir öndvegis-
menn sem voru í forystu og voru
Landsbankanum og Islandi mjög
hliðhollir," segir Jónas.