Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Óvinarímyiid og
bandamaöiir
Heimssamfélagið var yfirleitt á
móti því að „gamla“ Júgóslavía
leystist upp, ekki síst sökum þess
að ekki þótti ólíklegt að ýmsir
kynnu að líta á það sem eftir-
breytnivert fordæmi. Hið sama
átti dtjúgan þátt í því að téð sam-
félag tók þá afstöðu að lýðveldin,
sem „gamla“ Júgóslavía saman-
stóð af, skyldu öll með tölu breyt-
ast í sjálfstæð ríki, án nokkurra
breytinga á landamærunum milli
þeirra.
Þetta leiddi ásamt með fleiri
ástæðum til þess að Bosnía-Her-
segóvína var gerð að sjálfstæðu
ríki með óbreyttum landamær-
um, þótt meirihluta íbúa lands
þessa væri það á móti skapi.
Kaldhæöni sögimnar
Kosovo er í „nýju“ Júgóslavíu, en
mikill meirihíuti íbúa þar al-
banskur að þjóðerni. Það fólk vill
líklega flest að landshluti þessi
losni frá Júgóslavíu og verði sjálf-
stætt ríki.
Því bregður nú svo kaldhæðn-
islega við að heimssamfélagið,
sem búið er að útnefna Serba og
þó sérstaklega leiðtoga þeirra,
Slobodan Milosevic sem nú er
forseti Júgóslavíu, sem fulltrúa
hins illa, hallast á sveif með hon-
um í Kosovo-stríðinu, þótt nefnt
samfélag sé vandræðalegt yfir því
og reyni að Iáta sem minnst á því
bera. Margir vestrænir talsmenn
og fréttaskýrendur minnast varla
á Milosevic án þess að úthúða
honum um Ieið, kenna honum
(ósjaldan einum, að því er virðist)
um hrun „gömlu" Júgóslavíu og
allar hörmungarnar og hrylling-
inn í Bosníu og Króatíu. Þær for-
dæmingar eru orðnar svo reglu-
legar að við liggur að þær minni á
helgisiði.
Athygli vekur að þrátt fyrir
þetta taka Bandaríkin, Evrópu-
sambandið o.fl. umfangsmiklum
aðgerðum júgóslavneska hersins
og vopnaðs serbnesks lögreglu-
liðs í Kosovo undanfarið af tals-
verðri stillingu. Astæðan til þess
er að Vesturlönd og margir fleiri
aðilar heimssamfélagsins vilja
fyrir hvern mun að Kosovo verði
áfram í Júgóslavíu. I átökunum í
Kosovo er óvinarímyndin Milo-
sevic því orðinn að vissu marki
bandamaður Vesturlanda o.fl. að-
ila heimssamfélagsins, ekki
ósvipað því og þeir Izetbegovic
Ieiðtogi Bosníumúslíma og
Tudjman Króatíuforseti voru í
átökunum í Bosníu og Króatiu.
Bandaríkjastjórn skilgreinir hinn
albanska Frelsisher Kosovo
(UCK) sem hryðjuverkalið og
breska blaðið Daily Telegraph
hefur eftir ónefndum vestrænum
stjórnarerindrekum að sókn
júgóslavneska hersins gegn UCK
undanfarið hafi verið „lögmætar
aðgerðir gegn skæruliðum.“
„Stór-Albanla“ í vændum?
Eins og fyrr viðvíkjandi „gömlu"
Júgóslavíu og Bosníu óttast öfl-
ugustu aðilar heimssamfélagsins
að sjálfstætt albanskt Kosovo
verði afdrifaríkt fordæmi. Fengju
Kosovo-Albanir sjálfstæði,
myndu Bosníu-Serbar (sem eru
nauðugir í Bosníuríkinu og þó
Báksvið
Vesturlönd vilja ekki
sjálfstætt albanskt
Kosovo, m.a. af ótta
viö að þar meö yrði
saga ríkisins Bosníu
senn öll.
ekki miklu meira en að nafni til)
krefjast fulls og viðurkennds
sjálfstæðis. Sjálfstætt albanskt
Kosovo myndi að miklum líkind-
um ekki láta dragast lengi að
sameinast Albaníu og hætt er við
að Makedóníu-Albönum, sem
hafa lengi haft náin samskipti við
Kosovo-Albani, myndu þá engin
bönd halda. Þeir myndu samein-
ast Albaníu-Kosovo og þar með
yrði til „Stór-AIbanía," fátæk að
vísu en byggð fólki, sem löngum
hefur haft orð á sér fyrir að vera
herskátt og fjölgar þar að auki
hraðar en nokkurri annarri Evr-
ópuþjóð. Slíkt ríki vilja Serbar,
sem nú hafa einhverja Iægstu
fæðingatölu á konu í Evrópu og
orðnir eru þreyttir á stríði, efna-
hagsörðugleikum og bágum lífs-
kjörum, ekki fá við hiið sér og
EvrópaAfesturlönd ekki heldur.
Hætt er \dð að stofnun „stóral-
bansks" ríkis hefði í för sér út-
breiðslu Balkanstríðs þessa,
þannig t.d. að Búlgarar snerust
til liðs við Makedóna, Grikkir vað
Serba og Tyrkir við Albani. Og
þótt ríkjum EvrópuA'esturlanda
þyki ekki tilhlýðilegt að hafa hátt
um það má vera að þeim sé ekk-
ert um að múslímar færi út yfir-
ráðasvæði sín á Balkanskaga.
Fé frá Albunum í Vestux-
Evrópu
Vesturlönd \ilja að Kosovo fái all-
mikla sjálfstjórn, og Milosevic
hefur lýst sig viljugan til við-
ræðna um það. UCK, sem Iengi
neitaði algerlega að semja við
Júgóslavíustjórn, hefur nú gefið
eftir í því efni. Eru erindrekar
Vesturlanda því að reyna að berja
saman kosovoalbanskri samn-
inganefnd, skipaðri fulltrúum
allra málsmetandi afla innan
ramma þess þjóðarbrots. Það er
ekki létt verk, m.a. af því að UCK
er dularfullur flokkur og ýmsra
mál að þar sé um að ræða marga
hópa sem ekki séu undir neinni
sameiginlegri yfirstjórn. Grunað
er að helstu ráðamenn UCK búi
erlendis og stjórni aðgerðum
vi'gamanna sinna þaðan - t.d. frá
Albaníu, Vestur-Evrópu, Tyrk-
landi. Nokkuð víst er að UCK fær
mestan hluta vopna sinna frá Al-
baníu (sem lýst hefur opinber-
Iega yfir stuðningi við sjálfstæðis-
sinna í Kosovo) og tilgangur
Serba með sóknaraðgerðum
þeirra í Kosovo undanfarið mun
ekki síst hvað hafa verið að rjúfa
þær flutningaleiðir. UCK hefur
farið halloka og orðið fyrir mikl-
um áföllum í bardögum undan-
farið og má vera að sú sé skýring-
in á vaxandi samningsvilja flokks
þessa. Almannarómur er að UCK
fjármagni stríð sitt mikið til með
framlögum frá Albönum f Þýska-
landi, á Norðurlöndum og ann-
ars staðar í Vestur-Evrópu.
—I---
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - 11
Lewinsky viðurkenndi kynmök með
Clinton
BANDARÍKIN - Bandarískir fjölmiðlar héldu því fram í gær að Mon-
ica Lewinsky hefði fullyrt það fyrir rannsóknarkviðdómi á fímmtudag
að hún hefði nokkrum sinnum átt kynmök með Bill Clinton forseta
Bandaríkjanna. Atti það að hafa gerst í vinnuherbergi Clintons inn af
aðalskrifstofu hans í Hvíta húsinu. Einnig sagði hún að þau hefðu
rætt sín á milli hvernig best væri að halda kynnum þeirra leyndum,
en hélt fast við það að forsetinn hefði aldrei beðið sig um að Ijúga um
samband þeirra fyrir rannsóknarkviðdómi.
NATO undirbýr inurás í Kosovo
NATO - Undirbúningi fyrir innrás herliðs Nató í Kosovo er nærri Iok-
ið. Þykir líklegast, ef af verður, að í fyrstu verði gerðar loftárásir á
bækistöðvar serbneska hersins. Sendiherrar Natóríkjanna 16 koma
saman á miðvikudag í næstu viku.
Sprengjutilræði í Keníu
og Tansaníu
KENIA, TANSANÍA - Tvær sprengjur sprungu nánast samtímis í gær
í Afríkuríkjunum Keníu og Tansaníu. Báðar sprengjurnar sprungu
nálægt sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborg hvors ríkis um sig. Um
fímmtíu manns létust af völdum sprengjutilræðanna og talið er að
um 1000 manns hafi særst, þar af allmargir alvarlega og er óttast að
tala Iátinna verði mun hærri áður en yfír líkur. I gær var ekkert vitað
um hverjir stóðu að verki.
Olíuskip strandaði við Smgapúr
SINGAPÚR - 7500 tonna olíuflutningaskip strandaði í gær \ið
Singapúr og Iáku 400 tonn af dísilolíu úr skipinu. Skipið var á leið til
Hongkong. 12.600 tonn af hráolíu eru einnig um borð í skipinu, en
ekki var talin hætta á að hún læki út vegna þess að geymarnir sem
hún er í voru óskemmdir.
HHi HITAVEITA REYKJAVÍKUR
NESJAVALLAVIEKJUN
Tilkynning frá
Hitaveitu
Reykjavfkur
Á morgun, sunnudaginn
9. ágúst, er virkjunarsvæðið
á Nesjavöllum lokað vegna
háþrýstiprófana.
Þannig er öll umferð á
svæðinu stranglega bönnuð.
Á það bæði við um vélknúin
ökutæki sem og gangandi
vegfarendur.