Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 10
10 -LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 t>gptr FRÉTTIR Starfaði 2 mánuði án leyfa Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri í Reynihlíð segist ekki þekkja dæmi þess fyrr að gistihús hafi fengið að starfa án leyfis. Hótelstjðri í Reyni- hlíð gagnrýnir lög- reglnyfirvöld fyrir að fylgja ekki eftir regl- iiin iim að tilskilin leyfi þurfi til veit- ingarekstrar. Lykilhótel Mývatn var starfrækt í hartnær tvo mánuði í sumar án þess að hafa til þess tilskilin leyfi frá sýslumanninum á Húsavík. Hótelið er í húsnæði sem áður hýsti Skútustaðaskóla. Halldór Kristinsson, sýslumaður Þingey- inga, segir að búið sé nú að upp- fylla öll skilyrði til reksturs sem krafist er eftir að jákvæðar um- sagnir aðila höfðu borist honum en leyfi hafi nú verið gefið út til reksturs gististaðar. Umsagnirnar eru frá sveitarstjórn Skútustaða- hrepps, Vinnueftirliti ríkisins, Heilbrigiðiseftirliti ríkisins og eld- varnareftirlitinu. Sýslumaður seg- ist ekki tjá sig um það hvort þarna hafi verið á ferðinni óvenjuleg málsmeðferð eða jafnvel lögbrot en það sé ekki úr lausu lofti gripið að starfsemi hafi verið hafin áður en starfsleyfi fékkst. „Eg vil alls ekki á þessu stigi segja að það hafi verið framið lög- brot og mér var ekki kunnugt um málið fyrr en skömmu áður en leyfið var gefið út. Ég þekki engin dæmi þess að starfsemi hafi verið hafin hér í umdæminu áður en leyfi hafi verið fengin, en það bár- ust hingað ábendingar þess efnis,“ segir Halldór Kristinsson sýslu- maður. Sveitarstjóm Skútustaðahrepps hefur ekki afgreitt áfengisveitinga- leyfi til Lykiíshótels Mývatns, en frá 1. júlí sl. færðist ákvörðun um leyfi til áfengisveitinga frá sýslu- manni til sveitarstjórna með breyt- ingu á áfengislögum. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihlíðar, segir að það sé undarlegt að Lykilhótel Mývatn hafi fengið að starfa óáreitt án starfsleyfis og hann þekki þess engin dæmi að gistihús hafi feng- ið að starfa án leyfis. „Enginn sem ég þekki hefði vog- að sér að opna gistihús án þess að hafa til þess a.m.k. bráðabirgða- leyfi en þama hefur verið tekið á móti gestum f einn og hálfan mán- uð. Ég freistast til að álíta að ekki hafi átt að fara eftir reglum. Þetta hefur hins vegar ekki bitnað á okkur," segir Pétur. „Við fengum á sínum tíma ekki leyfi til áfengissölu í fjögur ár meðan reynt var að komast að því hvort rétt væri að treysta sveita- mönnum fyrir því að selja áfengi. Sýslumaður vissi af því að rekstur var hafinn því það voru sendir þangað lögreglumenn í heimsókn í júlíbyrjun en þrátt fyrir það var ekki talin ástæða til að grípa til ráðstafana. Ég þarf að endurnýja mitt leyfi á næsta ári og mér er því spurn hvað gerist ef ég sæki ekki um endumýjun á því því það kost- ar einhveija peninga. Þetta hátta- lag lögregluyfirvalda er þess ekki valdandi að maður beri virðingu fyrir því og hvort þetta sé allt ein- hver skollaleikur eða hvort sam- keppnisyfirvöld muni líða þetta háttalag dómsmálayfirvalda," segir Pétur Snæbjörnsson í Reynihlíð. - GG SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Cfrá 2.179.000 kr. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Ertu sammála fagblöðunum? Suzuki Grand Vitara hefur þú sjaldgœfu eiginleika, aö geta raun- verulega sameinað í einum bíl hinn hefðbundna liprafjölskyldubíl í bœjarumferðinni og jeppann dn þess að sprengja kaupgetuna. Ökuþór ... fœr „ Óskarsverðlaun Fyrir þœgindi og dnœgjulegan akstur dsamt góðum utanvega- eiginleikum og lágum rekstrarkostnaði fœr Suzuki Grand Vitara titilinn „Bestu 4X4 kaupin undir 200.000 SEK" Motor (Svíþjóð) Með Grand Vitara hefur Suzuki komið fram með nýja kynslóð jeppa sem er greinilega „fullorðnari" en sú á undan. Auto Zeitung (Þýskaland) 2.5 V6 véiin... er áreynslulaus og öflug lágum snúning og hún feykir Grand áfram á hraða sem kemur á óvart. Car (Bretland) Okkurfinnst hann vera réttur kostur fyrir kaupendur sem hugsa um verð, útlit, og vilja njóta lífsins. Truckworld online (Bandaríkin)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.