Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 08.08.1998, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 - S Hjgjiinr FRÉTTIR Undirbúa framboö í öllum kiördæmun Vinna við imdirhiíii ing að vinstrafram- boði er í fullion gangi. Steingrímiir J. Sigfússon segir stefnt að framboði í öllum kjördæmum. Ög- mundur Jdnasson seg- ist skipa sér þar í sveit. I samtölum Dags við ýmsa „út- göngumenn" úr Alþýðubanda- Iaginu á Norðurlandi kom fram að fátt gæti komið í veg fyrir stofnun nýs flokks vinstra megin við sameiginlegt framboð A- flokkanna. „Það hefur ekkert sumarleyfi verið hjá okkur, við höfum verið að hittast og ræða málin, fólk á svipuðu róli í póli- tíkinni enda stefnir í að til verði stjórnmálaflokkur eða hreyfing sem væntanlega býður fram í þingkosningum næsta vor. Ég á von á að svo verði. Síðan hef ég verið að reyna að halda uppi stjómarandstöðu og virðist ekki af veita þar sem aðrir stjórnar- andstæðingar virðast vera upp- teknir við eitthvað annað,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður, sem kvaddi Alþýðu- bandalagið fyrr í sumar. Ogmundur Jónasson segist líka sannfærður um að af þessu framboði verði og bætir við: „Þá mun ég skipa mér þar í sveit. Ég held því fram að það sé mikil geijun í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Éólk úr öllum stjórnmálaflokkum er að ræða málin og ég er sannfærður um að vinstraframboð á mikinn hljómgrunn meðal kjósenda um þessar mundir. Og í því sam- bandi vísa ég til umhverfismála og jafnréttismála," sagði Ög- Úgmundur Jónasson. mundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, í gær. Boðið fram í öllum kjördæmuiii Steingrímur J. segist vilja nálgast þetta verkefni með öðrum hætti en þeim að einn eða tveir menn rjúki til og fari í framboð. Hann segir að ákvörðun um framboð verði endanlega tekin af stórum hópi fólks og á grundvelli tiltek- inna málefna. Vinna sé nú í gangi að skoða þau málefni og þær áherslur sem vanti málsvara fyrir og hvaða mannskapur er til- búinn til að fylkja liði um þær. Steingrímur segir einnig að verið sé að skoða hvort stofnaður verð- ur nýr stjórnmálaflokkur eða hvort um óformleg samtök verð- ur að ræða. Hann segir að stefnt sé að því að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Helstu stefnumál þess vinstra- framboðs, sem menn eru að skoða, sagði Steingrímur að væru róttæk málsvörn vinstri stefnu, umhverfisverndar, jafn- réttismála, utanríkis- og þjóð- frelsismál, með andstöðu við Evrópumálin efsta á baugi. Óviss stærðarhlutföll Ögmundur Jónasson segir að bæði jafnréttismál og umhverfis- mál eigi stórvaxandi hljómgrunn hjá almenningi. Róttækur flokk- ur sem hefur þessi mál ofarlega á stefnuskránni muni án vafa fá umtalsvert fylgi. Hann segist draga mjög í efa þá fullyrðingu manna, jafnvel manna á rit- stjórastólum, sem halda því fram að eftir að til verði nýr stór krataflokkur muni verða Iítill vinstriflokkur þar til hliðar. „Ég er ekkert viss um að stærð- arhlutföllinn verði þessi vegna þess hve ég finn fyrir miklum áhuga á vinstra framboði," sagði Ögmundur Jónasson. - S.DÓR Fram- kvæmdir viö Leifs- stöð Á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un Iagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fram tillögu um heimild til stækkunar á flug- stöð Leifs Eiríkssonar. I tillög- unni er gert ráð fyrir 600 millj- óna króna kostnaðaraukningu og að verklokum verði seinkað um eitt ár, þ.e. að þau verði 2001 í stað 2000 áður. Við hönnun Leifsstöðvar var gert ráð fyrir að um ein milljón farþega færi um völlinn á ári hverju. Nú er hins vegar svo komið að um 1,3 milljónir fara þar um og stefnir í að þar verði ófremdarástand. Árið 2001 má gera ráð fyrir að farþegaíjöldi verði kominn í 1,5 milljónir á ári og að þörf verði á ijórtán flug- vélastæðum við landganginn en þau eru sex núna. Eraman- greindur fjöldi flugvéla kallar því á breyttar aðferðir við með- höndlun á tengifarangri, sem fram að þessu hefur verið af- greiddur beint á milli véla í hvaða veðri sem er. Nú er miðað við að byggður verði kjallari undir Suðurbygginguna, sem verður miðstöð fyrir flokkun tengifarangurs, en hann er einnig hannaður til að þjóna sprengjuleit í farangri. Kostnað- ur við framangreindar viðbætur og breytingar er um 600 milljón- ir króna og heildarframkvæmda- kostnaður því áætlaður 1.000 milljónir króna. - SEG Svíar hðfðu frumkvæðið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir algert frjálsræði rikja á íslenskum fj ármagnsmarkaði. Erlent fjármagn muni iiinau tíðar streyma inn í landið. Varðandi viðræður íslenskra stjórnvalda við SE bankann í Sví- þjóð staðfestu þeir Éinnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra og Hall- dór Ásgrímsson það í samtali við Dag í gær að frumkvæðið að við- ræðunum væri komið frá sænska bankanum. Sögur hafa verið á kreiki um annað. Eulltrúi frá SE bankanum kom til íslands í byij- un júlí og ræddi þá við þá Halldór, Einn, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Ráðherrunum kom sam- an um eftir þær viðræður að halda könnunarviðræðum við sænska bankann áfram. „I sambandi við hugsanlega sölu á hlut í Landsbankanum til erlends aðila mega menn ekki gleyma því að það ríkir frjálsræði á íslenskum fjármagnsmarkaði. Þegar við gengum í evrópska efnahagssvæðið þá var samþykkt fijálsræði á sviði vöruviðsldpta, þjónustu, flutninga á fólki og fjár- magni á öllu þessu svæði. Þetta þýðir að erlendum Ijármálastofn- unum er fijálst að koma inn til Is- lands og starfa. Að mínu mati liggur það alveg ljóst fyrir að það mun gerast fyrr eða síðar og hefur raunar gerst nú þegar í smærri stíl,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrfkisráðherra í samtali við Dag um þessi mál í gær. Uppákoman flýtti fyrir Hann segir að nú þegar endur- skipuleggja á eignaraðild ríkisins að bönkunum standi Islendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort nota eigi tækifærið til ganga til samstarfs við einhvern þann erlendan aðila sem við teljum trú- verðugan. Hann segir Ijóst að fyrr eða síðar muni þetta gerast. „Aðalatriðið er að mínum dómi að fá sem mest fyrir eignir ríkisins og að almenningur fái sem ódýrasta þjónustu í hankakerfinu," sagði Halldór. - s.DÓR Engin niðurstaða ennþá Eigendur eignarinnar við Lækjargötu í Reykja- vík sem brann fyrir skemmstu, funduðu með tryggingarfélaginu Sjóvá-Almennum á föstu- dag. Jón Guðmundsson, annar eigendanna, sagði að félagið hefði tjáð þeim að mat væri nú að byrja á húsinu og væri niðurstöðu að vænta eftir nokkrar vikur. Eyrr en tjónskýrsla liggur fyrir væri ekki hægt að segja um hver afdrif hússins yrðu, hvort það yrði rifið eða endur- byggt. -SEG Guðbjörg Jóhannesdóttir. Færri keyrðu fullir Eærri voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur um nýliðna verslunar- mannahelgi en stundum áður um þessa sömu helgi. Nú voru 48 tekn- ir fyrir ölvunarakstur, en voru 62 um verslunarmannahelgina í fyrra og nokkru fleiri árið þar á undan. ,/Etla má að nýir möguleikar við eftirlit með ölvunarakstri hafi þar haft áhrif til góðs, ásamt öflugu kynningarstarfi," segir í frétt frá Umferðarráði. Hárvaxið rannsakað Iimílytjandi segir engar líkur á að CREW hárvaxi verði kippt út af markaði. HoIIustuvernd ríkisins er nú með til meðhöndlunar hárvaxið sem Dagur skýrði frá í gær að hefði brennt augu manns eftir að það lak niður í augu hans í rigningu. Innflytjandi vörunnar segir að CREW-vörur séu seldar í millj- ónavís út um allan heim og aldrei hafi komið fram kvörtun áður um notkun þessara efna. „Auðvitað verður skaði ef ýmis- konar efni komast í augu. Það verður að skola strax ef slíkt ger- ist, en í tilfelli drengsins virðist hafa orðið misbrestur á að hann skolaði efnið úr nógu fljótt eins og stendur á krukkunni að eigi að gera. Þetta er súrt efni en tára- vökvinn er basískur. Þetta á því ekki saman og einnig virðist sem drengurinn hafi sýnt sterk of- næmisviðbrögð," segir Jakob Garðarsson hjá heildversluninni ISON, sem flytur inn CREW. Jak- ob segir að eins og er muni hann taka vörurnar til hliðar á meðan rannsókn fer fram. Hann telur þó engar líkur á að vörunum verði kippt út af markaði, enda sé allt í Iagi með þær. „Það eitt að varan er seld í Svíþjóð, segir nú heil- margt um öryggið,11 segir Jakob. Sigurbjörg Gísladóttir, for- stöðumaður eiturefnasviðs hjá HoIIustuvernd ríkisins, segir að við fyrstu sýn virðist henni sem engin ólögleg efni séu á inni- haldslýsingu vörunnar. „Það á þó eftir að rannsaka bæði vöruna og málið allt nánar. Við förum í það í næstu viku,“ segir Sigurbjörg. Haft var eftir drengnum sem rætt var við í gær að a.m.k. sex bönnuð eiturefni hefðu verið í vaxinu. Virðist vera um misskilning að ræða. — BÞ Þrír nýir kvenprestar Á morgun, sunnudag fer rram prestvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem þrjár konur munu vígjast til prests. Þetta eru þær Bára Erið- riksdóttir sem vígist til Vestmannaeyjaprestakalls, Guðbjörg Jóhann- esdóttir sem vígist til Sauðárkróksprestakalls og Lára G. Oddsdóttir sem vígist til Valþjófsstaðaprestakalls. Biskupinn yfir íslandi vígir guðfræðingana. Guðmundur Bjarnason. Reglur um sundstaði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um hollustuhætti á sund- og bað- stöðum þar sem kveðið er á um búnað, hreinlæti og þrif. Starfsmenn sem sinna laugargæslu skulu hafa staðið hæfnispróf, hafa hlotið þjálfun í skyndihjálp og fá reglulega starfsþjálfun. Inn- streymi í laugar má ekki vera heitara en 5 5 gráð- ur þegar það er tekið til blöndunar með köldu vatni og skal það tryggt með segulrofa eða öðrum viðurkenndum búnaði. Merkja skal greinilega hitastig í í setlaugum. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.