Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 2
18 - l’RIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDORSSON Hvalfjarðargöngin valda ofpirringi. Magnús Tómasson myndlistarmaður. „Sinfóníuhljóm- sveit Islands." „Hávaðamengun.“ Nöfn á tvískiptum leiðara í Mogga sl. þriðjudag. Kortagleði Um helgar hefur hvað eftir annað myndast löng biðröð við munna Hvalfjarðarganganna. Það hefur vakið pirring hjá fólki þegar biðin hefur orðið jafn löng og það tekur að aka fyrir Hvalfjörð. Höfuð orsök þessa er sú að fólki er heimilt að greiða með greiðslukorti! Þetta er fáheyrt. Maður þakkar fyrir meðan ekki er heimilt að skrifa upp á víxil fyrir umferðar- gjaldinu. EkM fiýnilegur Þegar listamaðurinn Magnús Tómasson var að setja upp listaverkið Fangar frelsisins á Hvera- völlum komu margir til hans og dáðust að verkinu. En allt er umdeilanlegt og eftir að um það bil 30 manns hafði komið til Magnúsar og Iýst yfir hrifningu sinni með verkið kom einn sem horfði lengi á það og sagði síðan: „Eg verð að segja þér í hreinskilni að mér finnst þetta verk ekki fallegt. Það er hreinlega ljótt.“ Magnús, sem er hægur maður og mikið prúð- menni, snéri sér rólega við, horfði á mannin og sagði svo. „Þú ert nú ekkert sérlega frýni- legur.“ Guð uiinn góður Prestur einn hitti hestasala sem bauð honum hest til sölu. Salinn sagði klárinn þeirrar nátt- úru að ef maður segði „Jesús minn,“ þá rölti hann af stað. Ef maður segði „guð minn góð- ur,“ tæki hann á sprett og til þess að stöðva hann yrði maður að segja „arnen." Prestur vildi prófa klárinn, fór á bak og nefndi nafn Jesú og klárinn rölti af stað. Þessu næst sagði hann „guð minn góður," og klárinn þaut af stað. Prestur var óvanur hestum og leið hræðilega á sprettinum en hann gat ómögulega munað orðið til að stöðva klárinn, sem nú stefndi að hengiflugi. í ótta sínum fór prestur með bæn og sagði „amen“ í lokin og ldárinn stoppaði með það sama alveg við hengiflugið og snéri við. Prestur, kvalinn um allan skrokkinn og hræddur að auki, þurrkaði svitan af enninu og stundi. .„Guð minn góður." Öðru vísi guð Þegar séra Hjálmar Jónsson alþingismaður lét af prest- og prófastsskap á Sauðárkróki með þeim ummælum að hann ætlaði alfarið að snúa sér að þingmennskunni orti Hákon Aðal- steinsson, skógarbóndi að Húsum þessa vísu: Þó hann ekki sálma syngi sífellt fylgir lífsins puð. Nú fer hann að þjóna á þingi og þar er öðru vtsi guð. Gunnlaugur Rögnvaldsson hefur kynnt Formúlu 1 keppn- ina frá upphafi og er mikill áhuga- maður um akst- ursíþróttir. Fommla 1 Akstursíþróttir hafa löngum vak- ið áhuga manna og eftir því sem tækninni fleygir fram fara bílarn- ir hraðar. Kappaksturskeppnin Formúla 1 er ein sú frægasta af slíkum og fyrir rúmlega ári síðan var farið að sýna frá henni í beinni út- sendingu í sjónvarpi hér á landi. Gunnlaugur Rögnvaldsson heitir sá sem stendur íyrir tiltækinu og hefur hann verið kynnir frá upp- hafi. „Það er keppt í 16 löndum á hveiju ári,“ segir Gunnlaugur, „og taka 22 ökumenn þátt í hverri keppni. Sam- anlögð stig þeirra ráða svo hver vinnur og það er til mikils að vinna. Það má geta þess að Michael Schumacher sá sem þykir einna sigurstranglegastur af keppend- um fær um 300 milljónir króna fyrir hverja keppni. Hann er þó í öðru sæti enn sem komið er, eftir 12 mót með 70 stig, en Mika Hakkinen er með 77 stig, þannig að mjótt er á munun- um.“ Alltaf haft áhuga Gunnlaugur segist lengi haft áhuga á aksturs- íþróttum og meðal annars tekið þátt í Rallakstri. Hann segir Formúlu 1 keppnina vera sýnda í 210 löndum víða um heim og allt að fimm hundrað milljónir manna horfa á hana í beinni útsendingu. „Það er gífurlegt fé í þessu og eyða keppnisliðin tvö, sem hafa bestu ökuþórana á sínum snær- um, hundrað milljón pundum á ári hvort í þessa keppni," segir Gunnlaugur. „Ökumaðurinn sjálfur er ekki nema Iítil hluti af málinu, því einnig eru viðgerðar- menn og aðrir aðstoðarmenn og hafa þarf til staðar lager af vara- hlutum til að skipta um ef eitt- hvað bilar." Okumenn taka sér viðgerðarhlé í hverri keppni, sumir eitt, aðrir tvö til þrjú og verða þeir að meta hverju sinni hvað það tekur Iangan tíma og reikna þann tíma inn í aksturinn. í hverri ökuferð bíls í keppninni fara 240-330 lítrar af bensíni, því ekki er beinlínis verið að aka sparakstur. Gunnlaugur segir bílana ná 100 km hraða á 1,8 sek. og þá fer nú að fara um hinn venjulega bíleiganda. Ohöpp verða í þessari íþrótt eins og öðrum, en Gunnlaugur segir dauðslys ekki algeng. „Ör- yggiskröfur eru gífurlega miklar og síðasta dauðaslys í Formúlu 1 varð árið 1994, þegar spánverjinn Juan Manuel Fengio Iést. 4 mót eftir Nú eru eftir fjögur mót í Formúlu 1 keppninni og verður spennandi að sjá hvor hefur betur, Schumacher eða Hakkinen. -VS BílamiríFormúlu 1 akaáalltað 350 kílómetrahraða og geta tekist á loft ef þeir rekast í ójöfnur. SPJflLL FRÁ DEGI TIL DflGS Mesta ánægjan í lífinu er að gera það sem fólk segir að maður geti ekki gert. Walter Bagehot. Hvað gerðist 18. ágúst • 1769 sprakk byssupúður í kirkjunni í Brescia á Ítalíu með þeim afleiðingum að 3000 manns Iétu Iífið. • 1834 hófst eldgos í fjallinu Vesúvíus. • 1932 varð Englendingurinn James Mollisson fyrstur manna til þess að fljúga yfir Atlantshafið frá austri til vesturs. • 1958 kom út bókin Lolita eftir Vla- dimir Nabokov. • 1966 tók Jóhannes Sveinsson Kjarval fyrstu skóflustunguna að myndlistar- húsinu Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Þaufæddust 18. ágúst • 1750 fæddist tónskáldið Antonio Sali- eri, sem naut mikillar frægðar í Evrópu þar til hann féll í skuggann af Mozart. • 1774 fæddist Meriwether Lewis, helm- ingurinn af landkönnuðunum frægu, Lewis og Clark. • 1830 fæddist Frans Jósef Austurríkis- keisari, sem ríkti frá 1848 til dauðadags árið 1916. • 1904 fæddist Max Factor yngri, en hann er þekktur fyrir snyrtivöruveldi sitt. • 1906 fæddist franski kvikmyndaleik- stjórinn Marcel Carné, sem m.a. gerði margrómaða mynd árið 1945, Les En- fants du paradis (Paradísarbörnin). • 1933 fæddist pólski kvikmyndaleik- stjórinn Roman Polanski. Vísa dagsins Káinn orti margar stökurnar og þessi er gerð eftir kosningar í Kanada. Engan gerði ég greiða þér, greiddi ei „vote“ með einum. Þarna sérðu, að ég er ekki ú móti neinum. Afmælisbam dagsins Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi með konungsúrskurði þann 18. ágúst árið 1786, og telst því vera orðin 212 ára gömul. Ibúar í Reykjavík voru þá ekki nema 167, og á Iandinu öllu bjuggu aðeins 38.363 manns. 1. desember síðastliðinn voru borgar- búar orðnir 106.617, og hefur þeim því Qölgað meira en smávegis á þess- um 212 árum. Brandari dagsins Albert Einstein var oft fenginn til að halda ræður en þótti það heldur leiðinlegt og var áíjáður í að komast sem fyrst aftur á rann- sóknarstofu sína. Eitt sinn er hann var að aka á milli staða minntist hann á þetta við bílstjóra sinn sem var svolítið áþekkur honum í útliti. „Það er ekki mikið mál,“ sagði bílstjórinn. „Eg hef heyrt þig halda svo öft svona ræð- ur að ég er viss um að ég get gert það fyrir þig.“ Einstein hló við og sagðist vera til í að prófa. Hann settist svo aftast í salinn íklæddur jakka og húfu bílstjórans sem hélt ræðuna og svaraði nokkrum spurning- um áheyrenda. Svo kom ábúðarmildll og montinn prófessor og spurði mjög erfiðrar spurningar til að gefa í skyn hversu lærður hann væri. An þess að hika horfði bílstjór- inn fast á prófessorinn og sagði: „Þetta er svo einföld spurning að meira að segja bíl- stórinn minn getur svarað henni“ og benti bílstjóranum að svara sem hann gerði með glæsibrag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.