Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 10
26 - Þ K IÐJ U D AG U R 18. ÁGÚST 1998
LÍFIÐ t LANDINU
L
Hvernig á að
kaupabil?
Grundvallaratriðið er að fara yfir
Qármálin til að sjá hvað maður
ræður við. Sumir hafa brennt sig
á því að þeir sáu draumabílinn
og slógu á kaupin, síðan bytjuðu
vandræðin.
Þegar það er orðið nokkuð
ljóst hvað er hægt að setja mikla
peninga í bílakaupin er næsta
spurning hvort maður ráði við
að kaupa nýtt eða verði að
kaupa notað.
„Ef þú ert að kaupa
nýtt ertu nokkuð
bundinn af þeim verð-
um sem eru í gildi á
markaðinum. Það má
segja að í karpi um
kaup og kjör sé meira
verið að tala um ein-
hvem fimmtíu þús-
und kall niður, ellegar
mottusett eða útvarp
sem menn fá,“ segir
Runólfur. Hins vegar
er verðskráin fjöl-
breytt á markaði fyrir
notaða bíla: Skráð
verð, staðgreiðsluverð
og svo ýmis milliverð,
allt eftir því hvað um
semst.
Þó menn séu ekki á
aðal-markaðssvæðinu
á suð-vesturhorni
Iandsins marg borgar
sig að taka upp símtólið og hringja á
milli staða. Sömuleiðis að fylgjast með
þeim auglýsingum sem í gangi eru.
„Það á enginn að vera feiminn við að
bjóða jafnvel tölur sem þykja út úr kort-
inu á einhverjum ákveðnum tíma-
punkti," segir Runólfur.
Þegar búið er að finna bíl sem menn
eru sáttir við er næsta skref að skoða
hann. FIB mælir með að farið sé með
bílinn í svokallaða söluskoðun sem er
m.a. framkvæmd hjá Bifreiðaskoðun ís-
lands. „Sé ekki val um slíka skoðun eða
annað þvíumlíkt þá er allavega mjög
ráðlegt að láta einhvern kunnugan aðila
sem þekkir vel inn á bíla, kannski bif-
vélavirkja, fara vel yfir bílinn. Þetta er
skoðun sem kostar nokkur þús-
und krónur og þegar menn eru
að tala um jafnvel næst stærstu
fjárfestingu ævinnar, þá er það
mjög fljótt að skila sér.“ Það er
líka nauðsynlegt að kanna eig-
endaferilinn, hvort bíllinn hafi
lent í tjóni, hvort á honum hvíli
veðskuldir. „Þetta á bílasali að
kanna og baktryggja, en það er
oft ekki verra að gera það Ifka
sjálfur. Það hefur brugðið út af
stundum.“
En hvernig í ósköp-
unum á maður að
finna allar þessar
upplýsingar?
„Það er hægt að
komast að því með
einu símtali við Bif-
reiðaskrána uppi á
Höfða. Þar kemur
fram hvort það séu
áhvílandi veðskuldir
og/eða bifreiðagjöld.
Svo ef um er að ræða
díselbíla, þá er nauð-
synlegt að kanna
hvernig staðan er með
þungaskatt. A bílasöl-
unum hafa menn að-
gang að bifreiða-
skránni í gegn um
Skýrr hf. þannig að
það er hægt að biðja
um útskrift til að hafa
þetta alveg á hreinu."
Ef semst um kaupverð og bíllinn
reynist í lagi, þá er komið að því að
ganga frá viðskiptunum. „Þá er ákveðið
grundvallaratriði að allt sem sagt er sé
skráð í afsal,“ segir Runólfur og nefnir
lítið dæmi: Seljandinn segir að topp-
grind fylgi, en hún sé heima í skúr.
„Það á að koma fram í afsali, annars er
kaupandinn kannski búinn að missa af
þessari toppgrind."
Á heimasíðu FIB eru ítarlegar ráð-
leggingar fyrir þá sem hyggja á bíiakaup
ásamt gátlista til að fara yfir þegar bíll-
inn er skoðaður. Slóðin þar er:
www.fib.is
BÍLAR
□
Olgeip Helgi
Ragnarsson
skrifar
Það eralltafsami höfuð-
verkurinn þegarkomið er
að því að endumýja híl-
inn. Hvað á maðurað
kaupa og hvemig á mað-
urað bera sig að? Við
ræddum við Runólf
Ólafssonframkvæmda-
stjóra FÍB um hvemig
ætti að bera sig að ef
mann langaði í bíl.
Skellti of fast
Á heimasídu 4X4 klúbbsins kennir margra grasa. Þar er m.a. þessi skemmtilega mynd af
sundurrifnum Ford Bronco og textinn sem fylgir myndinn er líka ágætur: „Hvað er skemmti-
legra en að rífa M Bókstaflega taka hann í nefið, saga hann sundur og rífa hvern einasta hlut
í spað. Slípa, sjóða, renna, snitta, skrúfa og mála. Setja bílinn svo aftur saman eftir eigin höfði
þannig að hann sé öllum bílum fremri bæði hvað varðar útlit, gæði og getu. Skúli skiptilykill
vandaði sig eins og hann gat og allt gekk vel þangað til hann skellti framhurðinni aðeins of
fast!"
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirheIgi@islandia.is
Rotvamarefni í brauðum
SVOJMA
ER LIFIÐ
Vigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Lesandi
Lesandi hringdi
og vildi þakka lög-
reglunni á Akur-
eyri góða þjónustu.
Sagðist hafa lent í
vandræðum yfir
helgina og hringt í
neyðarlínuna 112
og innan nokkurra
mínútna var lög-
reglan komin á
vettvang og bjarg-
aði málum.
Það hringdi til mín kona sem
sagðist oft hafa lesið það að í
erlendum brauðum væri svo
mikið af rotvarnarefnum að
þau skemmdust hreinlega
ekki. Henni fannst þetta ekki
gott, en svo vildi þannig til
um daginn að hún átti brauð
frá stóru bakaríi hérlendis.
Brauðið var orðið heldur
gamalt hjá henni og hún ætl-
aði að henda því en ákvað
svo að prófa hvernig það
geymdist. Þegar hún var
búin að geyma það í tvær
vikur athugaði hún málið og
sá að það var enn mjúkt og
ekki farið að mygla hið
minnsta. Þetta finnst kon-
unni dálítið skrítið og segist
hafa áhyggjur af því að ís-
lenskir bakarar séu að nota
rotvarnarefni í brauðið þó
svo að ekkert slíkt sé skráð
sem innihaldslýsing. Hún
segist vita það að þegar hún
bakar brauð sjálf, þá sé það
orðið þurrt eftir örfáa daga
og farið að mygla eftir viku
sé það geymt í poka eða
kassa þar sem rakinn helst.
Herbalife og
imglingar
Til mín hringdi ung stúlka og bar upp eftirfar-
andi spurningu: Mega 12 ára gamlir krakkar
nota Herbalife?
Þessi spurning virðist kannski einföld í sjálfu
sér, en þó ekki. Eg hafði samband við næringarfræðing til
að fá upplýsingar um þetta. Herbalife er ekki eitthvað eitt
efni, heldur margar tegundir og virka á ýmsa vegu þó svo
að þær innihaldi vítamín og steinefni. Hingað til lands
má flytja ákveðnar tegundir þessa efnis en þó er enn verið
að flytja inn þau efni sem ekki má og sá sem kaupir þau
veit kannski ekki hvað er löglegt og hvað ekki.
En viljir þú nota Herbalife til að grennast, þá myndi ég
ráðleggja þér að gera það ekki. Fyrir það íyrsta er ekki
gott að venja sig á að nota einhver grenningarmeðul og
sérstaklega ekki fyrir börn. Krakkar á þínum aldri eru oft
með fitulag sem kallað hefur verið „hvolpafita" sem hverf-
ur þegar á unglingsárin líður. Sértu hinsvegar það mikið
of feit að þú sjáir ekki fram á að fitan hverfi af sjálfu sér,
þá er miklu betra til langtíma að temja sér gott og heil-
brigt mataræði og stunda íþróttir. Ef þú leitar til næring-
arfræðinga og þeir eru margir, þá færðu áætlun til að
vinna eftir og bara það að fara í röska gönguferð daglega
og synda hratt i 15 mín. annan hvern dag getur orðið til
þess að aukafitan hverfur af þér bæði hratt og vel. Eg tala
nú ekki um ef þú breytir um mataræði um leið.
Það er nefnilega þannig að þó svo fólk brenni mis-
miklu, þá eru því þannig varið að það sem þú borðar
aukalega, umfram þörf, verður að fitu.
Mjólkurlaus „ostakaka“
Margir hafa ofnæmi eða
óþol fyrir mjólkurvörum en
Iangar eigi að síður að borða
mat eins og ostakökur. Þessi
„ostakaka" inniheldur engar
mjólkurafurðir og er þar að
auki fremur hitaeininga-
snauð og hentar því ágætlega
fólki sem vill halda í við sig.
I kökuna fer:
150 g af kexi, t.d. háfrakexi
öðru slíku sem ekki er of
sætt.
14 bolli ristaðar peacan hnet-
ur (hesilhnetur fyrir þá
sem hugsa um hollustuna,
því peacan hnetur eru feit-
ari)
Um það bil 80 g bragðlaus
olía eða smjörlíki sem ekki
inniheldur mjólkurvörur,
heldur aðeins jurtafeiti.
Bræðið.
3 græn epli, þunnt sneidd.
Fylling:
1 pakki af þéttu tofu ca. 300
g, látið renna af því.
3 léttþeytt egg
1 þeytt eggjahvíta
Vi bolli púðursykur
1 tsk. vanilludropar
Ofan á kökuna:
2 tsk. matarlím
/ bolli appelsínumarmelaði,
sigtað
Smyrjið 24 sm hringlaga
form. Setjið kex og hnetur í
matvinnsluvél og saxið fínt.
Bætið smjörlíki við. Látið í
botninn á forminu og pressið
niður. Setjið í ísskáp.
Setjið tofu í matvinnsluvél
og saxið. Bætið eggjum,
eggjahvítu, sykri og vanillu
við og hrærið.
Hellið í formið og bakið í
35 mín. við 180°C. Setjið
eplasneiðarnar í pott með
sjóðandi vatni, Iátið sjóða í
um það bil þrjár mínútur.
Takið sneiðarnar upp og lát-
ið renna af þeim. Raðið
sneiðunum á kökuna. Setjið
matarlímið út í marmelaðið í
lítinn pott, hitið varlega með
því að setja pottinn í annann
stærri með sjóðandi vatni.
Látið marmelaðið yfir eplin
og bíðið þar til storknar.
Það er hægt að gera þetta
í örbylgjuofni líka.
Hver skammtur inniheld-
ur:
254 kaloríur
11 gfitu
1 g trefjar.