Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 3
Xfc^ur
PRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 19 9 8 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
F ánýt vemd
Karl Sigurbjömsson biskup telur að íslendingar
standi nú íjyrsta sinn í þúsund árframmi fyrir
raunvemlegu voli milli krístni og heiðni. Hann
telurálfa og tröllgefafánýta vemd miðað við
vemd Guðs.
„Borg getur fallið, þjóð getur dcíið, visnað
innan frá. ÞAÐ gerist er þjóðin hættir að
reikna með Guði sem raunveruleika og
storkar boðum hans og manneskjan verður
heymarlaus og sljó gagnvart því sem máli
skiptir. Islendingar hafa álitið sig kristna
þjóð, og eru að btia sig undir að minnast
þtisund ára kristni t þessu landi. Við erum
að búa okkur undir að minnast þess er
þjóðin hafnaði heiðnum átrúnaði, heiðn-
um vættum, og gekkst Kristi á hönd. Si'ðan
hefur Guð og góðir englar hans verið
ákallaðir um vernd og hltfð og sti vemd
signir landið okkar. Gleymum þvt ekki.
Snúum ekki baki við því t oflæti auðs og
velsældar."
Fólk gerir ekki greinarmun
Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði á
Hólum um helgina og gerði þar að um-
talsefni þegar Jesú grætur yfir Jerúsalem,
ekki gleðitárum heldur harmatárum,
vegna þess dóms sem hann sá blasa við
borginni. Þetta bar biskupinn saman við
stöðu Islendinga og þjóðkirkjunnar í dag
og taldi að þjóðin stæði frammi fyrir
raunverulegu vali milli heiðni og kristni.
Kristni hefði mótað grundvallar lífsvið-
horf þjóðarinnar, verið uppistaðan og
ívafið í þjóðarvefnum og væri það enn.
Stofnanir og grundvallar viðhorf fjarlægð-
ust hins vegar æ meir þennan uppruna
sinn.
Karl nefndi sem dæmi að stjórnendur
Spalar hefðu ákveðið að útnefna bergtröll
sem verndara Hvalfjarðarganga en sagði
jafnframt að álfar og tröll gögnuðu ekki
þegar á reyndi. Það væri fánýt vernd.
„Alfasögur og trölla eru mér kærar eins
og þorra Islendinga, þær eru dýrmætur
arfurt...], þær lýsa gjarna þeirri ógn sem
það er að vera ginntur af álfum og trylltur
í björg. Mynd hins óræða og ógnvekjandi
og óskiijanlega sem tilveran geymir,"
sagði hann og benti á að án helgrar venju
verði hjartað ólæst á hið helga mál. Fólk
hætti að gera greinarmun á átrúnaði og
álfasögum.
Vemd tniariimar bregst ekki
„Andspænis þessu er helgidómurinn,
kirkjan, sem er samfélag við Guð. Það er
vernd sem ekki bregst. Það er ekki mynd
af einhverju eða frásögn af einhverju sem
var einu sinni heldur raunveruleg nálægð
á daglegri för í samtíðinni. Trúnni er ætl-
að að gefa okkur haldreipi hins góða and-
spænis því illa. Bergtröll og álfar voru
táknmyndir þess sem við þurftum að ótt-
ast og jafnvel að friðmælast við,“ sagði
séra Karl þegar Dagur hafði samband við
hann í gær.
- En af hverju stöndum við frekar
frammi fyrir þessu vali nti en fyrir tíu
árum?
„Við gerum okkur meira grein fyrir því
nú en þá. Þróunin er hraðari nú en hún
hefur verið. Ef slakað er á í uppeldi
heimilanna og börnin læra ekki bænirnar
sínar þá verða þau ónæm á þennan veru-
STAUPA
STÉINN
VERNDARI
KV A1F/AI0 A&OANGA
Lógóið sem styrinn stendur um. Verndari eða
ekki? Það er spurningin.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, spyr
hvortkirkjan sé ekki óþarflega veik efmenn
telja þar á bæ að fyrirtæki eins og Spölur geti
ráðið um trúarlíf þjóðarinnar.
leika. Það er það sem við horfum á núna
og ég hef áhyggjur af.“
Bíanda saman vörumerki og trú
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar,
Erla Stefánsdóttir sjáandi segir að auðvitað séu
íslendingar kristnir þó að þeir trúi á guð náttúr-
unnar og guð alls.
Karl Sigurbjörnsson biskup hvetur þjóðina:
Snúum ekki baki við guði í oflæti auðs og vel-
sældar.
segir að þeim þyki afar leitt ef biskup telji
þá hafa gert eitthvað á hlut kirkjunnar
því að til þess hafi ekki verið stofnað af
vilja eða ásetningi. Hann segir:
„Hitt er annað að það má kannski
spyrja hvort kirkjan sé ekki óþarflega veik
ef menn telja þar á bæ að fjrirtæki eins
og Spölur geti ráðið um trúarlíf þjóðar-
innar. Þegar menn blanda saman vöru-
merki og kristinni trú þá tel ég að menn
séu að tengja saman óskylda hluti og það
sé verið að gera stjórn Spalar upp skoð-
anir sem hún ekki hefur,“ segir hann.
„Þó að Spölur hafi sett í merki sitt álf
þá hefur þjóðin í aldaraðir búið við
ákveðna þjóðtrú varðandi álfa og tröil og
kirkjan hefur þar tekið virkan þátt, sem
dæmi má nefna þegar Guðmundur góði
barðist við bergtröll í Drangey. Þó slíkri
þjóðtrú sé haldið á Iofti, hvort heldur af
kirkju eða grunnskólum landsins, þá hef
ég ekki nokkra ástæðu til að ætla að það
rýri gildi kristinnar trúar. Okkur finnst
það leitt að kirkjan skuli taka þetta upp
með þessum hætti og vonum að mönnum
takist að vinna að trúarlífi þjóðarinnar á
víðtækari vettvangi."
- Biskupinn tekur þetta mjög bókstaf-
lega og talar um að bergtröllið sé vemdari
ganganna?
„Það er alveg rétt að „verndari Hval-
fjarðarganga" kemur fram í merkinu en
ég held að menn verði að skoða það í ljósi
þeirrar þjóðtrúar sem víða er. Við getum
tekið sem dæmi að Vegagerðin hefur
sniðgengið ákveðna staði, sjálfsagt í því
skyni að raska ekki friði þeirra sem menn
telja þar vera. Ef kirkjan telur að hún geti
boðið betri tryggingu en gengur og gerist
þá er það þeirra að koma því á framfæri
og standa við þá tryggingavernd sem þeir
bjóða. En við erum hins vegar ekki að
taka þátt í slíku enda teljum við að þessi
mál séu óskyld."
Verndin keniur frá englum og guði
Stjómendur Spalar fengu Erlu Stefáns-
dóttur sjáanda til að fara að mynni Hval-
Ijarðarganganna og teikna mynd af veru
út frá þeim straumum sem hún fann á
staðnum. Hún teiknaði mynd af dverg
eða trölli, þjóðsagnapersónu, út frá hug-
leiðslu sinni á staðnum og segir að vel
megi vera að tröllið veiti fánýta vernd
enda sé þetta „svona lógó, bara merki“.
Verndarar séu venjulega englaverur, ekki
tröllaverur en auðvitað séu Islendingar
kristnir þó að þeir trúi á guð náttúrunnar
og guð alls. Þetta hangi allt saman.
„I sjálfu sér er ekki hægt að segja að
tröllið sé verndari ganganna. Þetta er
bara skemmtilegt merki sem minnir á
þjóðtrúna. Þjóðsögurnar eru hluti af okk-
ar arfi. En auðvitað kemur verndin frá
englum og guði. Eg gerði þetta bara til
gamans. Það þarf ekki að hafa mörg orð
um það. Ég er vön að sjá ýmislegt og
þetta er ekkert öðruvísi en ég er vön að
sjá,“ segir hún.
... “Jestís sá hvert stefndi. Þegar Ijósinu er
hafnað kernur myrkrið, fyrr eða stðar"...,
sagði séra Karl Sigurbjörnsson á Hólum.
- GHS
„Efkirkjan telurað húngeti boðið betrí trygg-
ingu en gengur og geríst þá er það þeirra að
komaþví á framfærí og standa viðþá trygginga-
vemd sem þeirbjóða. “