Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 6
22 - ÞRIÐJUDAGUR 18.AG0ST 1998 LÍFIÐ í LANDINU U^nr Maga- dansar Marieke Van Beek kennirAk- ureyringum að dansa maga- dans. Hún segirdansinn ekki erótískan, heldurfyrst og fremst skemmtun og konur þuifi alls ekki að veragrann- ar til að stunda hann. Marieke Van Beek er hollensk listakona sem jafnt gerir skúlptúr úr leðri og dans- ar magadans. Hún er stödd á Akureyri nú í ágúst og hefur meðal annars kennt Ak- ureyringum að dansa arabískan maga- dans. Hið kvenlega heillar „Kvenlíkaminn hefur alltaf heillað mig og veitt mér innblástur. Þess vegna nota ég til dæmis leður í skúlptúrlistinni. Það er húð og með henni get ég tjáð tilfinningar í verkunum mínum eins og að framkalla hrukkur eða ákveðin svipmót." Marieke er menntuð í skúlptúrnum en hvernig kom magadansinn til? „Eg tók námskeið í magadansi meira fyrir tilviljun fyrir tíu árum og hef verið að síðan. Ég var alltaf í dansi og í líkamlegu athæfi og magadans- inn höfðaði sérstaklega til mín vegna þess Marieke segir konur 30-50 ára vera á toppnum í magadansinum. „Það eru engar sögur af prinsessum sagðar eða neitt slíkt í magadansi. Þú býrð til myndir í dans- inum og tjáir tilfinningar, ekkert annað, “ segir Marieke. myndir: brink. hve kvenlegur hann er. Þetta snerti þvi það sem heillaði mig mest í skúlptúrnum - það kvenlega." Marieke segir magadansinn mjög skap- andi en hann sé þó mjög afstrakt. „Það eru engar sögur af prinsessum sagðar eða neitt slíkt í magadansi. Þú býrð til myndir í dansinum og tjáir tilfinningar, ekkert annað.“ Ekki erótískur dans Arabískur maga- dans á sér mjög langa sögu og er upprunninn í Egyptalandi. Hann er mikið notaður í Mið- Austurlöndum og í norðanverðri Afr- íku og hefur víða táknrænt gildi. „Sumir ættbálkar í Afríku dansa maga- dans þegar fæðing barns á sér stað. Þá herma magadansar- arnir eftir hreyfing- um vanfæru konunnar og hjálpa henni þannig. Það léttir á þrýstingnum þegar aðrir taka þátt,“ segir Marieke. Þá þykir ósiðlegt að dansa í Egyptalandi við ákveð- in tækifæri. I brúðkaupum er jafnan magadansmær fengin til að dansa fyrir gestina og tjá í dansinum gleðina sem rík- ir en einnig til að auka likur á frjósemi. Marieke hélt námskeið í arabískum magadansi í Deiglunni á Akureyri um helg- ina. Hún segir dansinn erfiðan, mun erfið- ari en hann lítur út fyrir að vera. „Þetta er dans sem byggist á því að útiloka suma Iík- amshluta á meðan aðrir eru hreyfðir. Það eru vissar undirstöðu hreyfingar í maga- dansi en síðan má Ieika þetta mikið eftir hendinni." Marieke segir tónlistina spila stórt hlutverk og arabísk tónlist falli best að dansinum. „A námskeiðinu kynnti ég und- irstöðuna og vona nú að þátttakend- urnir geti tekið nokkur spor fari þeir til Arabaland- anna,“ segir hún og hlær. - Mundir þú kalla þetta eró- tískan dans? „Hann er stundum not- aður í þeim til- gangi, aðallega á Vesturlönd- um. Það er misnotkun og ég geri það ekki. Hann er kannski erótískur í þeim skilningi að þú ert að skemmta þér með eigin Iíkama. Þetta er bara afslappandi skemmtun.“ Marieke segir magadansinn ólíkan öðrum dönsum að því leyti að konur eru að jafn- aði bestar á aldrinum 30-50 ára. „Þú þarft ekki að vera grönn og getur gert þetta langt fram eftir aldri. Dansinn fer best þroskuðum konum sem hafa lifað." -JV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.