Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 18.08.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18.ÁGÚST 199 8 - 27 Xk^wr LÍFIÐ t LANDINU R A D D I R FQLKSINS MEINHORNIÐ • Svörtu síma- sjálfsalarnir sem er að finna á kaffihúsum, hótelum og víð- ar fara alveg óstjórnlega í taugarnar á meinhyrningi. Þessir svörtu skrattar stela peningum eins og þeir fái borg- að fyrir það, ekki er hægt að hringja fyrir minna en 20 krónur og sím- inn skilar aldrei peningum þó að of mikið hafi verið látið í hann eða ef ekki svarar eða það er á tali. Kannski það borgi sig bara að fá sér gsm- síma til þess að vera Iaus við þessi leiðindi. Frá Akureyri. Jónas Guðmundsson fjallar um nærsýni fjölmiðla og hættuna á að þeir láti fréttaljós sín skína skært á nágrenni ritstjórnarskrifstofanna. Dagsmenn í eigin biíri JÓNAS GUÐMUNDSSON REKTOR SAMVINNUHÁSKÓLANS Á BIFRÖST SKRIFAR Einn af blaðamönnum Dags, Geir Guðsteinsson, sendi mér fyrir nokkru línu í blaðinu vegna greinar um Nær- sýna fjölmiðla sem ég hafði ritað í hér- aðsfréttablaðið Skessuhorn á Vestur- Iandi. Grein mín fjallaði um þann veik- Ieika fjölmiðia víða um heim að láta fréttaljósin skína skært á nágrenni rit- stjórnarskrifstofanna, sinna fyrst og fremst atburðum í þeirra næsta ná- grenni, öðrum minna. íslenskir „lands- Ijölmiðlar" væru vissulega þessu marki brenndir. Geir blaðamaður var ekki alls kostar ánægður með greiningu mína á frétta- flutningi íslenskra Ijölmiðla. Sérstak- Iega var blaðamaðurinn óhress með þá kenningu mína að landsfjölmiðlarnir framkölluðu ímyndarskekkjur með því að sniðganga uppbyggilegar fréttir af Ijarlægari landsvæðum en eltast samt sem áður við furðufréttir sem spyrðust út af þessum svæðum. Nærsýnl Dags Grein mín í Skessuhorni fj'allaði hvergi sérstaklega um fréttaflutnings Dags. Geir blaðamaður vildi samt sem áður sverja af blaðinu þennan stimpil. Hvers vegna skyldi ég hér þurfa að vitna um einstök atriði úr grein blaðamannsins fyrir hans eigin lesendur? Má kalla það nærsýna dreifing- arstefnu? Grein hans var nefnilega rituð i ið-Vesturland, Dags sem ekki berst til les- enda blaðsins utan Vestur- lands. Hefur blaðið, með takmarkaðri dreifingu hér- aðskálfa sinna, tileinkað sér svæðis- bundna nærsýni og takmarkað þar með Skagablað- blaðkálf '°ma' Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6111 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. fréttaflutning sinn á landsvísu? Með því að takmarka dreifingu frétta við þröng landssvæði virðist mér Dag- ur, því miður, hafa sett sitt starfsfólk í landshlutunum í eins konar búr; það geti sagt fréttir innan landshlutanna en eigi erfitt með koma fréttum útfyrir. Mér finnst sem eitthvað hljóti að hafa farið öðruvísi en ætlað var með upp- hafiegu hugmyndinni um að veita hér- aðsfréttablöðum skjól innan vébanda blaðsins. Ég vona að ég verði skjótlega leiðréttur hafi ég þá misskilið hug- myndina. Nýlegt dæmi af fréttaflutningi blaðs- ins ýtir undir grunsemdir um nærsýni þess. Fréttin bar greinilegri vanþekk- ingu á starfsemi stofnana á Vesturlandi vitni. Þrátt fyrir að háskólakennsla hafi í fimmtíu ár verið stunduð við Búsvís- indadeild Bændaskólans á Hvanneyri og í tíu ár við Samvinnuháskólann á Bifröst var því haldið fram að bráðlega færi fyrsta háskólakennsla utan Reykjavíkur og Akureyrar fram á Hól- um í Hjaltadal. Skýrt dæmi um ófull- nægjandi sjón IandsQöImiðiIs utan við Elliðaárdal og Gleráreyrar, ekki satt? Nærsýnispróf Líklega hefðu fjölmiðlar gott af nær- sýnisprófi. Starfsmenn Dags ættu e.t.v. að framkvæma sjálfsmat í þessum efn- um, líkt og Geir blaðamaður hóf í sinni grein. Vilji blaðið endurskoða útfærslu héraðsblaðahugmyndar sinnar á það auðvitað ýmsa möguleika til þess. Ein- faldast væri að hefja strax dreifingu blaðkálfanna til allra landsmanna. Onnur leið væri að leggja þá niður og gera fréttum úr öllum landshlutum jafnhátt undir höfði. Island er að mínu áliti ekki stærra en svo að fólk hefur ánægju af fréttum úr öðrum landshlut- um en það dvelur í. Við getum væntan- lega verið sammála um að við höfum enga sérstaka þörf fyrir nærsýna Iands- fjölmiðla. Alvarlegt ábyrgðarleysi Líkamsárás sú sem átti sér stað við Reykjanesbraut þar sem konu var nauðgað hefir kallað á gagnrýni á að- gerðarleysi veg- farenda. Þórólfur Þór- lindsson prófessor, hefir tjáð sig um málið ásamt Kolbrúnu Berg- þórsdóttur og er ég þeim að mestu sammála um viðbrögð sem þurfa að verða í þjóðfélag- inu. Ekki er það einfalt mál að stöðva bifreið sína og Ieggja til atlögu við ókunnan einstakling sem er í árásarham. Reikna má með að til átaka komi við það tækifæri og af því gæti leitt meiðsli á öðrum eða báðum að- ilum. Réttarstaða ókunn Sá sem leggur í borgaralega handtöku til varnar öðrum þarf að vita um réttarstöðu sína. Ef eitthvað fer úrskeiðis við stymp- ingarnar við þann sem á að hindra í aðgerðum sínum getur orðið til skaðabótaskylda gagn- vart þeim sem á að hindra eða sá sem tekur að sér að hindra ofbeldið getur orðið fyrir líkam- legum skaða sem hann hugsan- Iega ekki fær bættan. Til að fá fram þá breytingu sem prófess- orinn telur æskilega til að tryggja betur öryggi borgaranna þarf að upplýsa þá um hvað er að ræða þegar borgari fer í að handtaka annan mann vegna of- beldis eða annarra lagabrota. Einhver lög eru til um það sem kallast borgaraleg handtaka og er nauðsynlegt að almenningur sé upplýstur um þau lög til þess að hann viti hvar hann er stadd- ur í rétti sínum og skyldum þeg- ar hann stendur andspænis slíku neyðarástandi sem þarna átti sér stað. Það er ábyrgðar- hluti að hvetja menn til aðgerða án þess að þeir séu upplýstir um það. Þessi upplýsingarskylda hlýtur að hvíla á yfirvöldum lög- reglu- og dómsmála. BrynjoKun Brynjólfsson skrifar „Ekki er það einfalt mál að stöðva bifreið sína og leggja til atlögu við ókunnan einstakling sem er í árásarham." Hrísaliindur frábær verslmi MAREN ÁRNADÓTTIR ÁSLÁKSSTÖÐUM GLÆSIBÆJARHREPPI SKRIFAR Eg versla alltaf í Hrísalundi sem er að mínu viti frábær verslun og þjónustan alltaf til fyrirmynd- ar. Starfsfólkið brosir og er kurt- eist og ef ég gleymi einhverju þá hleypur það til og minnir mig á. Svo er núna þannig mál með vexti að margir eru í sumarfríi og þá er bæði mannfærra og óvant fólk, sem samt er mjög elskulegt. Þess vegna verð ég bæði sár og reið þegar ég verð vör við framkomu sumra við- skiptavina sem eru óþolinmóðir og skamma afgreiðslufólkið fyrir að vera ekki nógu fljótt til og skilja ekki að ef það bíða margir þá er ekki hægt að ætlast til eins mikillar þjónustu og ella. Þetta hef ég séð og vil bara hvetja fólk til að taka tillit til þess að óvant fólk er ekki eins fljótt og vant fólk og líka það að ef það eru fáir við afgreiðslu þá verður það að bíða svolítið Ieng- ur. En ég mæli eindregið með Hrísalundi, þetta er alveg yndis- legt fólk sem þar vinnur og gerir allt sem það getur til að aðstoða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.