Dagur - 18.08.1998, Page 7

Dagur - 18.08.1998, Page 7
Xk^iií- ÞRIDJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 - 23 Nú ersýningunni Handverk ‘98,þeirri 6. sem haldin erað Hrafnagili, lokið. Sýn- ingin stóð heldur leng- urað þessu sinni, eða Jjóra dag og varörtröð fráfyrstu klukku- stund, sem sýnirbetur en margtannað hversu áhugi á hand- verki hefuraukist. Punkturinn á Akureyri var með bás á sýningunni og þar fékk fólk tækifæri til að prófa það handverk sem unnið er í Punktinum. Leirinn var vinsæll hjá yngstu kynslóðinni. Mikið fjölmenni kom á sýninguna Handverk ‘98 og um tíma á laugardeginum var dálítinn troðningur. Um 8000 manns komu á sýn- inguna og er það meira en nokkru sinni. Áberandi var hvað andrúmsloftið var afslappað og hversu vel mannfjöldinn dreifð- ist yfir helgina og um salina. Að- standendur sýningarinnar segja að margir sýningaraðila séu orðnir vanir, hafi komið oft og kunni á undirbúninginn og komi þess vegna tímanlega sem geri allt auðveldara. Tréverk áberandi Ein nýjung var á sýningunni, en það var þjónusta Búnaðarbank- ans sem bjargaði mörgum kort- hafanum sem ekki var með reiðufé. Tréverk og keramik voru mest áberandi á þessari sýningu líkt og í fyrra en helst mátti segja að vantaði íslenskar ullar- og mokkavörur og mega þeir sem slíkar vörur framleiða gjarnan hafa það í huga fyrir næsta ár. Sterk kántrýlína er í gangi og mátti sjá hennar stað í mörgu sem ekki er beinlínis í þeim geira. Keramikið hefur smám saman verið að færast í átt til þess að vera gróft og ýmis mynstur hafa verið að stinga upp kollinum. Endurnýting var líka áberandi og í þremur básum var hún allsráðandi. Notalegt að sjá hversu meðvitaðir hand- verksmenn eru að verða um um- hverfið og að hlutir eru ekki endilega ónýtir þó þeir séu orðn- ir gamlir. VS. Básar með tréverki í „kántrýstíl" voru vinsælir og margir keyptu sér eitt og annað. FJOLVÍTAMJN MEÐ STEINEFNUM NAJ Tt KULGI 60 töflur Ein með öllu handa öllum heiisuhúsið Skðlavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi _________og Skipagótu 6, Akureyri_______

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.