Dagur - 21.08.1998, Side 3

Dagur - 21.08.1998, Side 3
T LÍFIÐ í LANDINU Rppt T/íiaív .is v\\\ i\ mx \t v <!•*-Bt „ „ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 - 19 Smíðar byssur en veiðir á stöng Högni Harðarson lærði byssusmíði og rekur byssuverkstæði áAk- ureyri. Hann segir markaðinn vera fyrír hendi en sjálfum þykir honum skemmtilegra að veiða á stöng. „Eg hef lengi haft áhuga á veið- um, aðallega stangveiði en síðan fór byssuveiði aðeins að blandast inn í. Eg fór svo að hugsa um hvort ekki vantaði byssusmið á Norðurlandið, þar var enginn fyr- ir,“ segir Akureyringurinn Högni Harðarson, sem er nýlega útskrif- aður úr námi í byssusmíðum í Bandaríkjunum. Hann er nú að selja upp sitt eigið verkstæði. Stöngtn skemmtilegri en byssan „Það er þörf fyrir byssusmið hér fyrir norðan. Það er mikið um veiðimenn á Norðurlandi, sér- staklega í rjúpnaveiði, og ég vissi að þeir voru að senda byssurnar sínar suður til viðgerðar ef eitt- hvað kom upp á. Það aftur kost- aði oft nokkra bið og menn misstu kannski úr veiðitímabil- inu. Þörfin var því fyrir hendi og svo fannst mér skemmtilegt að prófa þetta.“ Högni hefur verið með veiði- dellu í hátt í tíu ár en aðallega fengist við stangveiði. „Eg hef alltaf verið meira í stönginni. Það er dýrt að vera í hvoru tveggja og þrátt fyrir byssunámið tek ég enn stangveiðina fram fyrir byssuna. Það kannski breytist núna. Eg er nær byss- unni núna og þarf ekki að borga mikið fyrir það, segir Högni og hlær. Námið í byssusmíðinni tók 14 mánuði samfleytt. Það fólst ekki í því að smíða byssu alveg frá grunni, heldur meira að setja saman, gera við og smíða byssu- skefti. Stærsta verkefnið var að búa til riffil. „Þú lærir ekki í neinum skóla að smíða byssu frá A til O. Lásinn og hlaupið feng- um við til dæmis aðkeypt. Mesta vinnan við riffilinn var skeftið. Það er mikil nákvæmnisvinna." Með eigið byssuverkstæði Högni hefur starfrækt eigið byssuverkstæði frá því í maí. Hann segir dýrt að koma sér upp aðstöðu og það sé nokkuð sem hann stefni á að gera í áföngum. „Eg stefni fyrst á að greiða niður eitthvað að skuld- unum eftir námið. Ég þarf mikið af dýrum vélum og að koma upp góðu verkstæði kostar um 4-5 milljónir. En ég hef verið svo heppinn að fá afnot af góðum vélum þegar þess hefur þurft. Eg ætla að fara rólega í þetta. Það borgar sig ekki að stökkva of geyst í þetta til að byija með.“ Viðtökur við verkstæði Högna hafa verið nokkuð góðar en sjálfur segist hann seint muni lifa á þessu. I sumar hefur hann starfað sem flokksstjóri í ungl- ingavinnunni hálfan daginn en eytt seinni partinum á verkstæð- inu. „Þetta hafa að mestu verið reddingar, laga einhveija smá- hluti, gera upp skefti og olíu- bera,“ segir Högni. Högni segir endalaust hægt að bæta við sig þekkingu um byssur. „Það væri gaman að læra að grafa og geta skreytt byssur. Svo hef ég mikið dálæti á tví- hleypum og einn daginn væri ég til í að Iæra meira um þær, þó ekkert endilega í gegnum skóla. Gott væri að komast til einhvers flinks byssusmiðs sem gæti sýnt mér og kennt eða fá vinnu í byssuverksmiðju. Þetta verður þó varla í mjög náinni framtíð." -JV Man tímana tvemia Nýju ráðsmannshjón- in í Viðey eiga eftirað setja svip sinn á lífið í eyjunni. Ragnar er óvenju litaglaður karl- maður og mikill búningamaður. Oddný hjálpar honum stundum við búningana. „Þarna kemst maður í snert- ingu við náttúruna. Við erum mikil náttúrubörn. Það er ákveðin tilfinning að setjast að í Viðey. Mann langar til að hlaupa út og faðma eyjuna. Þetta verð- ur ákveðin einangrun og við ger- um okkur grein fyrir því. Það þarf ekki að bæra mikinn vind til að það verði ófært í land. Við stöndum nálægt náttúruöflun- um,“ segja nýju ráðsmannshjón- in í Viðey, Ragnar Sigurjónsson og Sigríður Oddný Stefánsdóttir. Ráðsmennirnir hafa umsjón, viðhald og eftirlit með eigum borgarinnar í eyjunni; Viðeyjar- stofu, kirkjunni, skólahúsinu og öllum búnaði. Þau sjá um hey- skap, sorpflutninga og að gestir séu komnir úr eyjunni á mið- nætti. Þau verða með fasta bú- setu í Viðey og segir Oddný að þau megi búast við mikilli ein- angrun á veturna, ekki megi blása mikið til að ófært verði til lands. „Mér finnst dauftegt á Islandi að vera í gráu, svörtu eða bláu. Veturinn er svo langur og sumarið stutt. Þá er allt í tagi að fólk sé litaglatt, “ segir Ragnar Sigurjónsson, annar tveggja nýrra ráðsmenna í Viðey. Allt í lagi aðvera litaglaður Ragnar og Oddný eru skemmti- leg hjón sem eflaust eiga eftir að setja mikinn svip á lífið í eynni. Þau eru útivistarfólk, hafa gjarn- an verið með matjurtagarð og haft mikið af dýrum í kringum sig. Lífsheimspekin er þessi: Að skemmta sér við að skemmta öðrum. Til þess notar Ragnar til dæmis klæðnaðinn og Oddný hjálpar honum stundum við það. - Þú ert óheftur í klæðaburði og óhræddur við að fara til dænt- is í gula skyrtu með blúndum. Af hverju? „Mér finnst þetta flott. Mér finnst gaman að gera mér daga- mun og ég spái mikið í ldæðnað fólks, hvern einasta mann sem ég hitti og reyni að lesa út úr manngerðunum, hvernig mann- gerð það er sem klæðist hvítum íþróttasokkum við jakkaföt. Mér fínnst dauflegt á íslandi að vera í gráu, svörtu eða bláu. Veturinn er svo langur og sumarið stutt. Þá er allt í lagi að fólk sé litaglatt,“ svarar hann. Þegar Ragnar er annars vegar geta menn búist við hverju sem er. „Eg var fyrstur á Islandi með það að vera í tveimur skyrtum með bindi á innri skyrtunni. Svo hef ég verið með tvö til þrjú úr. Af hveiju? Það er bara húmor- inn. Mér finnst þetta skrautlegt og skemmtilegt. Úrin vekja mikla athygli. Þegar ég er spurð- ur að ástæðunni svara ég oft: „Þá man ég tímana tvenna“. Eg hef haft gaman af þessu.“ Ósanngjöm keppni Ragnar er Eyjapeyi og formaður ATVR og bregður sér stundum í ýmis gervi í kringum fótboltann. Hann hleypur gjarnan maraþon í búningi, leggur mikla vinnu í búninginn og hefur ýmist verið á föðurlandinu eða í gervi Bjark- ar Guðmundsdóttur. Hann telur ósanngjarnt að þeir sem hlaupa hálft eða heilt maraþon í bún- ingi keppi við skemmtiskokkar- ana. „Það er miklu meiri vandi að vera í búningi á löngum vega- lengdum en í stuttum,“ segir hann. „Ég lít á íþróttir sem skemmtun. Búningarnir eru bæði til að skemmta mér og skemmta öðrum. Mér finnst fólk alltof alvarlegt í þessu því að íþróttirnar eru bara leikur," segir hann og neitar að upplýsa hvað hann ætlar að vera í maraþon- inu um helgina. „Konan hjálpar mér oft við að sauma. Henni finnst þetta mjög skemmtilegt og hún skilur mig alveg.“ -GHS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.