Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 4
20-FÖSTVDAGUS 21. AgOST 1998 LÍFIÐ í LANDINV ... Enþað var dálítið fyndið að þeir alþingismenn sem virtust taka ræðu forsetans hvað verst, það voru einmitt þeir sem eru gjarnir á að tala um „okkur þingmenn". Og þar var Siv Friðleifs- dóttir ienna fremst í flokki. „OKKUR ÞINGMÖNN- UM“ ER EIGI SKEMMT! Það er eitt af þeim mörgu skemmtilegu hobbíum sem ég hef að fylgjast með því hversu langur tími Iíð- ur frá að nýliði sest á Al- þingi Islendinga og þang- að til hann eða hún er far- inn að segja „við þing- menn“ í ábúðarmiklum tón, farinn að ræða rétt- indi og skyldur „okkar þingmanna" alveg eins og viðkomandi hafí lengi ver- ið grár köttur niðrá Al- þingi, öllum hnútum kunnugur og hafi bæði reynslu og þekkingu til að tala í nafhi allra „okkar þingmanna". Með öðrum orð- um; þama er um það að ræða hversu lang- ur tími líður frá því nýliðinn gengur fyrst inn á Alþingi og þangað til hann telur sig „eiga pleisið". Þvf miður hef ég ekki haft vit á að færa þetta tómstundagaman mitt til bókar og því get ég ekki fullyrt hver á metið meðal „okkar þingmanna" (og reyndar má skjóta því að innan sviga það er ekki nema sérstök tegund þingmanna sem talar svona; sumir láta sér þessi orð aldrei um munn fara - annaðhvort af enn meiri hroka en felst í því að tala um „okkur þingmenn", eða þá af hógværð, en líklega er best að loka sviganum áður en ég fer út í þá sálma alla), en ég veit sem sagt ekki hver á metið, en hitt get ég sagt upp á mína tíu fingur að fáir hafa verið jafn snöggir að tileinka sér, eða þá eigna sér sjónarmið „okkar þing- manna“ og Siv nokkur Friðleifsdóttir. Eg er ekki einu sinni viss um að hún hafi verið almennilega búin að fá sér sæti niðri við Austurvöll áður en hún var farin að setja á langt mál í nafni „okkar þingmanna". Og nú var Siv Friðleifsdóttir ein þeirra sem tóku til máls um ræðu forseta Is- Iands á Hólahátíð um daginn, þar sem Ólafur Ragnar Grímsson gekk vissulega öllu lengra en forsetar hafa áður gert í þvf að taka afstöðu til umdeildra mála í sam- félaginu, því það gerði Ólafur Ragnar, þó hann hafi farið kurteislega að því og sú setning sem kannski er umdeildust í ræðu hans - að við mættum ekki fara inn á „þröngt einstigi" í erfðafræðimálum - þá setningu hafði hann eftir einhverjum ónefndum sérfræðingum í Seattle en lagði ekki beinlínis fram sem eigin per- sónulega staðhæfíngu. Allt annað í ræðu Ólafs Ragnars voru almennar og þarfar hugleiðingar um að flýta okkur hægt, og ekkert nema gott um það að segja að hafa forseta sem getur vakið þjóð sína til um- hugsunar um þau mál sem hún stendur frammi fyrir og skipta hana miklu. Röskiun ekki ró valdkafanna! En það var dálítið fyndið að þeir alþingis- menn sem virtust taka ræðu forsetans hvað verst, það voru einmitt þeir sem eru gjarnir á að tala um „okkur þingmenn". Og þar var Siv Friðleifsdóttir einna fremst í flokki - ég sá hana í einhverju sjónvarpi ábúðarmikla á svip að lýsa því yfír að forseti Islands mætti með engu móti vera að taka afstöðu til mála sem væru á verksviði „okkar þing- manna“; það var eins og „við þingmenn" væru heilagir menn, svo djúpt hugsi niðri á Alþingi um landsins gagn og nauðsynjar að það væri allt að því persónuleg móðgun við þá, og truflaði þá að minnsta kosti verulega í sínum mikiivægu störfum fyrir samfélag- ið, ef einhver utanaðkomandi persóna eins og til dæmis forseti Islands kynni að hafa skoðun á einhveiju sem þeir væru að gera. Og viðbrögð sumra „okkar þingmanna" og ýmissa annarra bentu líka til þess hversu stutt er þrátt fyrir allt niðrá það sjónarmið hjá mörgum Islendingum - og var senni- lega barið inn í okkur öldum saman af sýslumönnum, hreppstjórum og öðrum embættismönnum - að valdhafarnir eigi að vera uppi á stalli, meirog minna ósnertan- legir og utanaðkomandi pakk eigi ekki' að sletta sér fram í störf þeirra eða gagnrýna þá meira en góðu hófi „okkar þingmanna" gegnir. Við kunnum að hafa tækifæri til að skipta um valdhafa öðru hvoru, en þess á milli á helst enginn að raska ró þeirra. Og innan kerfísins sjálfs er litið sérstöku hom- auga á minnsta vott af gagnrýni sem ekki fylgir leikreglum „okkar þingmanna". Ef forstöðumenn ríkisstofnana virðast hafa sjálfstæða skoðun á einhveiju sem gengur í bága við skoðun til að mynda forsætisráð- herra, þá em þeir miskunnarlaust kallaðir inn á teppi, og ef forseti Islands heldur ræðu þar sem hann talar þó aðeins tiltölu- lega opinskátt um mál sem liggja eða munu liggja á borðum „okkar þingmanna", þá er strax kominn ólundarsvipur á suma „okkar þingmanna" og „við þingmenn“ för- um þá að velta fyrir okkur valdsviði forset- ans og jafnvel hvort nokkur þörf sé á þessu embætti - sem að vissu Ieyti er eins og tímasprengja í stjómkerfínu og bíður þess bara að þangað álpist einhver nógu ósvíf- inn til að raska verulega ró hinna heilögu í valdakerfínu. Það þarf greinilega ekki mik- ið til, úr því orð Ólafs Ragnars á Hólahá- tíðinni dugðu til að „við þingmenn" eins og Siv Friðleifsdóttir færum í fýlu - og hér er rétt að ítreka að „við þingmenn" eru hreint ekki allir þingmenn, enda fögnuðu margir þeirra þessari blessuðu ræðu. En það var sem sagt dálítið fyndið að fylgjast með móðgunarsvipnum sem kom á þessa umræddu „okkur þingmenn" þeg- ar forsetinn var farinn að kjá utan í frum- varp sem einhvern tíma verður lagt fram á Alþingi - fyndið bæði vegna þess að ef það væri nú svo að Alþingi íslendinga væri sjálfstæð stofnun sem virkilega sinnti sínu löggjafarhlutverki af einurð og festu, þá mætti kannski skilja aðeins bet- ur að „við þingmenn" vildu ekki í miðju kafi of mikla afskiptasemi af sínum mikil- vægu störfum, en eins og er, þá er Alþingi einsog allir vita fyrst og fremst afgreiðslu- stofnun annars vegar fyrir ríkisstjórnina og hins vegar fyrir embættismannakerfið (og svo nottla nú síðast fyTÍr Evrópusam- bandið) og þess vegna eru þeir sem sletta sér fram í störf Alþingis - að hyggju „okk- ar þingmanna" - þess vegna eru þeir um- fram allt að gára yfirborðið, því flestallar ákvarðanir er teknar annars staðar. AUt í lagi þó það sé erfitt í vinniinni hjá þingmönnum Og hin ástæðan fyrir því að það er stund- um spaugilegt að lylgjast með áhyggjum „okkar þingmanna" yfir því að forseti ís- lands, hver sem hann eða hún kann að vera, „rjúfi friðinn" eins og það er kallað milli þingsins og forsetaembættisins - hún er sú að þjóðsagan um hinn ópóli- tfska forseta, hún er einmitt bara þjóð- saga. Það er ekkert annað en lygi sem sagt er að strax frá upphafi hafí forsetar íslenska lýðveldisins lagt sig fram um að hafa engin pólitísk afskipti. Bæði Sveinn Björnsson og Ásgeir Asgeirsson höfðu fullt af pólitískum afskiptum, en þeir gerðu það að vísu bak við tjöldin og gár- uðu því ekki yfírborðið. Kannski það sé þá líka þjóðsaga að þjóðin hafí tekið fram fyrir hendurnar á valdhöfunum með kjöri næstu tveggja forseta, sem drógu veru- lega úr pólitískum afskiptum, en Iögðu sig fram um að verða „sameiningartákn þjóðarinnar"; kannski þeir forsetar hafi þannig séð verið óskaforsetar valdakerfis- ins af því þeir virðast hafa sleppt næstum alveg pólitfskum afskiptum bak við tjöldin og gáruðu heldur ekki yfirborðið, þar sem „við þingmenn' viljum telja þjóðinni trú að við séum að mikilvægum störfum fyrir land og þjóð. Að vísu verður síðan að segjast eins og er, að það er dálítið til í þ\á hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni að það er stórt skref hjá sitjandi forseta að taka beinlfnis afstöðu með eða á móti umdeildum Iaga- frumvörpum. Astæðan er hins vegar ekki sú að það sé móðgun við „okkur þing- menn“ og aðra valdhafa í landinu að for- setinn kunni að hafa skoðun á störfum þeirra. Þó sú staða sé kannski erfið fyrir „okkur þingmenn", þá mega þeir alveg vita það að okkur hinum er alveg sama. Það má alveg vera erfitt í vinnunni hjá „okkur þingmönnum" eins og það er oft erfítt í vinnunni hjá okkur hinum, og ég gef ekki hót fyrir það þó eitthvað slettíst á sjálfsmynd „okkar þingmanna" af þeim sjálfum sem alvitrum löggjöfum þjóðar- innar. Astæðan fyrir því að hér er um stórt og viðkvæmt skref að ræða, er fyrst og fremst sú að það kann að reynast for- setanum sjálfum erfitt. Því ef umdeilt frumvarp er síðan samþykkt, á þá forset- inn að skrifa undir það? Nú er það svo að mörgum yrði það ekkert annað en fagn- aðarefni ef forseti nýtti einhvern tíma heimild sína til að neita að undirrita lög sem síðan leiðir til þjóðaratkvæða- greiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur um mjög umdeild og viðkvæm lög væru hressileg nýlunda í íslensku stjórnkerfi, þó jafnvel hinir allra hressustu af „okkur þingmönnum" byiji mjög fljótlega að sjá alla hugsanlega meinbugi á slíku hátta- lagi. Mín vegna mætti vel setja í lög ákvæði um að ef svo og svo stór hluti þjóðarinnar óski eftir því, þá fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekin mál, en ég skal trúa ykkur fyrir því að „við þingmenn' munum seint samþykkja það. I staðinn mætti vel komast á sú hefð að forsetinn neitaði að undirrita lög ef stór hluti þjóðarinnar óskaði eftir að fá að greiða um þau atkvæði. Hugsunarháttur eyjaskeggjans? Það er vitanlega nákvæmlega ekkert við það að athuga að forseti lýðveldisins velti fyrir sér opinberlega ýmsum hliðum á málum sem Iiggja fyrir hinu háa Alþingi. Ef hann gerist hins vegar mjög virkur í pólitískri umræðu og fer að lýsa skoðun- um sínum á hverju máli, þá stendur hann hins vegar fljótlega frammi lyrir því hvort hann eigi síðan að skrifa undir. Og þótt þjóðaratkvæðagreiðslur væru sem fyrr sagði ágæt nýlunda í stjórnkerfínu og ágæt spæling á „okkur þingmenn", þá gæti samt orðið heldur þreytandi til lengdar ef forsetinn tæki pólitískt hlut- verk sitt svo hátíðlega að hann lenti í mildu sálarstríði í hvurju máli og teldi sig síðan persónulega knúinn til að neita að skrifa undir öll lög sem hann hefði þegar lýst sig andvígan. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera um mál sem þjóðin er á móti en ekki endilega forsetinn prívat og per- sónulega, því þá gæti jafnvel þurft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort alveg nógu mörgum krónum er var- ið til vegaframkvæmda á Barðaströndinni - eða eitthvað álíka. Hér gildir þvf hið fornkveðna: Það er margt í mörgu, og ganga skal hægt um gleðinnar dyr. Að lokum, og í framhjáhlaupi: Sérfræð- ingarnir í Seattle eru vafalaust hinir mæt- ustu menn og vel að sér í sínum vísind- um. En er einhver kominn til með að segja að þeir hafi samt meira vit og þekk- ingu á sviði þar sem Islendingar virðast vera í fararbroddi og hafa að minnsta kosti sérstöðu sem flestir öfunda okkur af og vildu gjarnan krækja í part af? Þeir eru útlenskir, en af hveiju að vitna í þá, en ekki okkar eigin menn? Það var þó ekki hugsunarháttur eyjarskeggjans sem þarna gægðist fram? Pistill Illuga var fluttur í niorgunútvarpi Rásar 2 i gær. UMBUÐA- LAUST

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.