Dagur - 21.08.1998, Page 5
Xk^ur
FÖSTUDAGVR 21. ÁGÚST 19 9 8 - 21
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Linda Vilhjálmsdóttir stendur fyrir veglegri Ijóðadagskrá í Iðnó á laugardagskvöldið, sem standa mun langt fram á nótt
Mörg helstu skáld þjóðarinnar ætla að lesa Ijóð sín.
Nótthinm löngu Ijóða
eryfirskrift Ijóða- og
tónlistardagskrár sem
boðið verðurupp á í
Iðnó annað kvöld, í
tengslum við menning-
amótt Reykjavíkur-
borgar.
Forsprakki viðburðarins er
Linda Vilhjálmsdóttir skáld. Til
liðs við sig hefur hún fengið tvö
önnur skáld, þá Sjón og Andra
Snæ Magnason.
Uppákoman hefst klukkan
hálf átta annað kvöld, með því
að Linda siglir út í Tjamar-
hólmann. Þar ætlar hún að lesa
ljóð, sem síðan verður varpað
yfir allt Tjarnarsvæðið. Með
þessum gjörninigi ætlar Linda
að laða fólk með ljóði í Iðnó, þar
sem Sveinbjörn I. Baldvinsson,
Elísabet Jökulsdóttir, Gyrðir Elí-
asson og Vilborg Dagbjartsdóttir
hefja lestur stundvíslega klukk-
an átta.
Eftir 45 mínútna lestur verður
gert stutt hlé fram að næsta
heila tíma. Þá hefst nýtt atriði,
með tónlistarmönnum og nýjum
stórskáldum og þannig koll af
kolli til ldukkan tvö eftir mið-
nættið.
Kristján Þórður Hrafnsson, G.
Eva Mínervudóttir, Helgi Hálf-
dánarson og Steinunn Sigurðar-
dóttir flytja ljóð klukkan níu og
Snorri Sigfús Birgsson tónskáld
frumflutur píanóverk tileinkað
Þorkatli Sigurbjörnsyni. Klukku-
tíma síðar er von á Þorsteini
Gylfasyni, í pontu á undan
ljóðasöng Ásgerðar Júníusdóttur
mezzósópransöngkonu.
Síðasta atriði fyrir flugelda-
sýningu er söngur Ragnhildar
Gísladóttur og ljóðalestur Ólínu
Þorvarðardóttur, Braga Ólafs-
sonar og Þórarins Eldjáms.
Hálftíma eftir miðnætti hefst
lokaatriðið með glímu kappanna
Ingibergs Sigurðssonar og Sig-
urðar Nikulássonar. Síðan birt-
ast þjóðþekkt skáld af yngri kyn-
slóðinni og glíma við orðin. Dag-
skránni lýkur með tónlistarflutn-
ingi Doktors Gunna og Heiðu.
Lófaklapp eftir hvern lestur
verður mælt með desibelamæli
og niðurstöður kynntar gestum.
Það skáld sem hlýtur öflugasta
lófatakið mun fá afhenta gull-
húðaða styttu af Snorra Sturlu-
syni; einskonar Óskar ljóðsins.
Þrítugsafinæli í Norræna húsinu
Norræna húsið á þrjá-
tíu ára afmæli um
helgina.
I tilefni tímamótanna býður
Norræna húsið öllum Iands-
mönum til veislu. Þar gefst þeim
kostur á að njóta afmælisgjafa
frá hinum Norðurlöndunum,
sem að ósk hússins eru lifandi
listamenn.
Afmælisveislan hefst á laugar-
daginn klukkan tvö með tón-
leikaröð. Sinikka Langeland frá
Noregi syngur og leikur á
finnska borðhörpu. Jigmen
Drupka kemur einnig frá Nor-
egi, en leikur tónlist frá ættlandi
sínu, Buthna. Vísnasöngvarinn
Juaak Lyberth er alæta á tónlist,
en hér mun hann leika græn-
lenska þjóðlagatónlist. Lyberth
verður einnig með í sérstakri
barnadagskrá á sunnudeginum.
Fyrri hluta dagskrár lýkur með
víðförlu þjóðlagahljómsveitinni
Draupner firá Svíþjóð.
Klukkan fjögur verður gert hlé
fyrir heillaóskir, en klukkutíma
síðar hefjast ný atriði. Alanskir
meðal annars í flutningi Tuomo
Rönkkö og Kangasniemi frá
Finnlandi og Skólakórs Kárs-
neskóla. Á mánudaginn verður
sérstakur dagur fyrir Ieikskóla-
börn.
Þrjár sýningar verða í gangi
um helgina; sumarsýningu Nor-
ræna hússins, Þeirra mál ei talar
tunga, þjóðlýsingar frá Eistlandi
og Gallerí Gláka mætir á stað-
inn með verk eftir Hallgrím
Helgason. Aðgangur að uppá-
komum um helgina er ókeypis.
Sænska þjóðlagasveitin Draupnir ku
vera einstaklega lífleg hljómsveit.
tónlitarmenn flytja lög Jack
Matsson og Lars Huldén úr
söngleiknum Katarina. Um
kvöldið er von á góðkunningja
Islendinga, fiðluleikaranum,
Svend Asmussen sem spilar
djass ásamt kvartett sínum.
Sunnudagurinn verður tileink-
aður börnum. Sýndar verða
kvikmyndir, boðið upp á máln-
ingavinnustofu og spiluð tónlist,
Finnska hljómsveitin Mukaralla frá Finnlandi ætlar að leika fyrir leikskólabörn í
Norræna húsinu á mánudag.
■UM HELGINA
Afmælistónlelkar
Valgerður Andrésdóttir verður
með píanótónleika í Hafnar-
borg á sunnudaginn klukkan
20.30. Á efnisskránni eru
svíta op.14 eftir Béla Bartók
Sónata í as dúr, op. 110 eftir
Ludwig van Beethoven og
Sónata í b moll op. 35 eftir
Fréderic Francois Chopin.
Val-
anna er
„Tónleikar á afmælisári", sem
Hafnarborg stendur fyrir í til-
efni 15 ára afmælis síns og
90 ára afmælis Hafnarfjarð-
arkaupstaðar.
gerður
starfar
sem pí-
anó-
kennari
og und-
irleikari
við
Tónlist-
arskól-
ana í
Hafnar-
firði og
Garða-
bæ.
Yfir-
skrift
tónleik-
Valgerður Andrésdóttir
píanóleikari.
Reykjavlkur-
maraþon
Á sunnudaginn verður haldið
15. alþjóðlega Reykjavíkur-
maraþonið. Um fimm hlaup-
vegalengdir verður hægt að
velja, 3 km, 7 km, 10 km,
hálfmaraþon (21 km) og
maraþon (42 km). Öllum
þátttakendum er boðið upp í
pastaveislu daginn fyrir
keppnina og að lokinni
keppni er öllum boðið í sund.
Allir sem skrá sig í keppnina
fá einnig afhenta boli og þeir
sem ljúka keppni fá veglegan
verðlaunapening. Keppendur
í 10 km, hálfmaraþoni og
maraþoni verða ræstir kl.
10.30 en skemmtiskokkaram-
ir kl. 12.30. Gjaldið f for-
skráningu í hlaupið er á bil-
inu 500-1700 kr. allt eftir
aldri og vegalengd. Skrái fólk
sig á staðnum hækkar gjaldið
um 300 krónur í keppnis-
hlaupunum.
<_________________________>