Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 - 23 Gítartón- leikar hjá Einari Jónssyni Listasafn Einars Jónssonar er eitt þeirra mörgu safna í Reykjavík sem býður upp á tónleika á laugardags- kvöld. í safni Einars eru fyrstu tónleikarnir klukkan 18, en þá ætlar Kristinn H. Árnason gítarleikari að spila á klassískan gítar í anddyrinu. Um kvöldið, klukkan 21, ætlar Haf- steinn Guðmundson Kristinn H. Árnasonar leikur í anddyri trompetleikari að spila í safns Einars Jónssonar. garðinum með þátttöku Götuleikhússins. Á menn- ingarnótt verður ekki aðeins hægt að skoða höggmyndasýningu á verkum Einars heldur einnig fyrrum heimili hans í turni safnahússins við Freyjugötu. f|©r Tónlist á Ingólfstorgi Fjölskrúðugur hópur tónlist- armanna kemur fram á Ing- ólfstorgi á menningarnótt í boði Hins hússins. Tón- leikarnir hefjast klukkan átta með frumsaminni tónlist Tryggva Hansen í flutningi hans sjálfs. Klukkutíma síðar er von á djasskvartettinum Fortuna, sem einnig verður með frumsamda tónlist. Á eftir þeim tekur allt önnur tónlist við þegar Kjartan Ólafsson, Hilmar Jensson og Matthías Hem- stock hefja upp elektróníska tóna, í Skammdegi 2, eftir Kjartan. Síðustu á sviðið er Magga Stína ásamt hljómsveit og leika lög af væntanlegum geisladiski. PPPönk spil- ar á opnun á menning- arnótt. Vísindalistamaður I Nýló Kanadíski listamaðurinn Juan Gauer opnar sýningu í Nýlistasafninu á laugardag. Gauer fæddist í Hollandi fyrir rúmum átta áratugum, bjó lengi í Suður-Ameríku, en hefur síðustu þrjátíu árin verið búsettur í Kanada. Þar hefur hann mest fengist við þrívíðar innsetningar í samvinnu við vísindamenn, sem tengjast pólitískri meðvitund hans. Gauer kom hingað til lands fyrir viku til að leiðbeina á sumarnám- skeiði Háskóla íslandi, Seminar on Art. Finnur Arnar, Daníel Þ. Magnússon og Hrafnhildur Arnardóttir opna sýningar á sama tíma og Gauer í Nýlistasafninu á laugardag. Hljómsveitin PPPönk heldur tónleika á opnuninni, klukkan 21. 89. málverkasýningin Steingrímur St. Th. Sigurðsson opnar sína 89. málverkasýningu í dag ki. !8 á Hótel Eddu Menntaskóians á Laug- arvatni. Til sýnis verða 40 nýjar mynd- ir. Sýningin er tileinkuð Ernu Lórar- insdóttur og Daníel Emilssyni en þau hafa stýrt Edduhótelinu í hartnær fjóra áratugi. Sýningin stendur yfir í þrjá daga. NORÐURLANP Gönguferðir Ferðafélag Akureyrar stendur íyrir ferð í Olafsfjörð og Hvanndali um helgina. Lagt verður af stað kl. 9 á laugardags- morgun og verður ekið með rútu frá skrifstofu Ferðafélagsins að Ytriá við Olafsfjörð. Frá Ytriá verður gengið út í Fossdal upp á Hvanndalabjarg og það- an í Hvanndali, þar sem gist verður. A sunnudag verður gengið yfir Víkur- byrðu í Héðinsfjörð og um Rauðu- skörð aftur til Ólafsfjarðar. Þá er einnig fyrirhuguð gönguferð um Kóngsstaðadal og Vatnsdal. Gangan tekur 8 til 9 klukkustundir og er tæp- ast fyrir nema nokkuð vana göngu- menn. Lagt verður upp í þessa ferð á laugardagsmorguninn kl. 8 frá skrif- stofu Ferðafélags Akureyrar, þar sem fást nánari upplýsingar í síma 462 2720. Kaffihlaðborð Kvenfélagið Tilraun verður með kaffi- hlaðborð í Tunguseli við Tungurétt í Svarfaðardal sunnudaginn 23. ágúst kl. 14-17. Bridgefélag SigluQarðar Afmælismót í tilefni af 60 ára afmæli Bridgefélags Siglufjarðar hefst í dag ld. 16 og gert er ráð íyrir mótslokum um kl. 18 á sunnudag. Keppt er um verð- launagripi og peningaverðlaun. Einkasýning Aðalsteins Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Vest- mann opnar einkasýningu á morgun, Iaugardag. Aðalsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar hér og þar um landið. Hann notar blandaða tækni við málun; olíu, vatnsliti, akryl og túss. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morg- un og stendur til 30. ágúst. Friðbjarnarhúsið Nú um helgina er sfðasta tækifærið til að skoða Friðbjarnarhús, Aðalstræti 46 Kvíkmyndir helgaiiimar • Mynd helgarinnar er Morðið í Austurlandahraðlestinni, sem gerð er eftir samnefndri sögu Agöthu Christie og það er hinn belgíski Hercule Poirot sem ræður dularfulla morðgátu. Þetta er stjörnum prýdd mynd. Albert Finney Ieikur Poirot en meðal ann- arra leikara eru Sean Connery, Vanessa Redgrave, Lauren Bacall, Ingrid Bergman og John Gielgud. Myndin er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldið. • Yellow Sky, sígildur vestri með Gregory Peck er á dagskrá Sýnar á föstudagskvöld. Onnur gömul stjarna, Frank Sinatra, lætur ljós sitt skína í The Naked Runner sem er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld. A sömu stöð fyrr um kvöldið má sjá Madonnu og Antonio Banderas í söngvamyndinni Evítu þar sem rakin er saga fasistakvendisins Evu Peron. mælirmed... • • • góðri mætingu á menningarnótt. Það má ýmislegt gera sér til skemmtunar, vera á röltinu, setjast inn á kaffihús og hlusta á tónlist, fara á myndlistarsýningar, Ijóðamaraþon og hvað sem er. Góða skemmtun. • •• góðum gönguferðum á Iaugardaginn. Góður heilsdagstúr er að ganga Selvogsgötuna, klæða sig vel í góða gönguskó og hefja förina, til dæmis við Bláfjöll, og ganga alla leið í Selvoginn. Frá Bláíjöllum er auðveldast að ganga fyrir óvana. á Akureyri. Allir sem áhuga hafa á sögu Akureyrar og minjum henni tengdri eiga erindi í húsið. Opið verð- ur á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. Heitt verður á könnunni. AMÝ á Karólínu AMY (Anna María Guðmann) opnar sýningu á Café Karólínu um helgina. Til sýnis verða vatnslitamyndir. Síðasta sýningarhelgi Sýningunni GROUND í Listasafninu á Akureyri lýkur sunnudaginn 23. ágúst. GROUND er samsýning lista- mannanna Kristjáns Guðmundssonar, Alan Johnston frá Skotlandi og Franz Graf frá Austurríki. M Hegner er w þýskt gœðamerki. Gyljl Eldjám Sigurlinnason Hólshraunt 7, 220 Hafnarftrðí sími 5551212 /fax 5552652 MULTI VIT FJÖLVÍTAMÍN MEÐ STEINEFNUM NATTÚRULEGT 60 töflur Ein með öllu handa öllum ISIh eilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Nú er rétti tíminn Lífræn framleiðsla Bændur og afurðasölufyrirtæki Nú er rétti tíminn til að huga að þeim ráðstöfunum sem gera þarf til að svara aukinni eftirspum eftir lífrænum búvörum hér á landi og til útflutnings. Hópur framsækinna bænda og fyrirtækja víða um land hefur þegar hafið framleiðslu og fengið vottun hjá Vottunarstofunni TÚNI. Fræðslurit Kynningarfundir Handbók um ræktun og vinnslu Faggilt af Löggildingarstofu samkvæmt Evrópustaðli EN 45011 TÚN hefur um árabil byggt upp reynslu, þekkingu og þjónustu fyrir þá sem stunda ræktun og vinnslu lífrænna afurða Hafið samband og leitið upptýsinga og aðstoðar Vottun Aðlögunar- áætlun Notkun á vörumerki Viðurkennd vottunarstofa á Evrópska efnahagssvæðinu TÚN er meðlimur í IFOAM Alþjóðasamtökum lifrænna landbúnaöarhreyfinga VOTTUNARSTOFAN TÚN Sími og fax: 487 1389

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.