Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 1
1 i i 1 1 1 i J Stefini á fyrsta sæti ef ég fer i prófkjör Mikil spenna iiuian Framsóknarflokksms vegna brotthvarfs Guðmundar Bjama- sonar. Akureyringar vilja að heimamaður leiði lista flokksins í kjördæminu. „Finni ég stuðning við það frá mínu flokksfólki að ég gefi kost á mér í prófkjörið þá geri ég það. Og ef ég fer í prófkjör þá stefni ég á fyrsta sæti listans, annað kemur ekki til greina," sagði Jak- ob Björnsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri, í samtali við Dag í gær. „Það breytir vissulega miklu að Guðmundur hefur lýst því yfir að hann sé hættur. Eitt er að fara í slag við sitjandi þingmann og ráðherra, sem er í fyrsta sæti list- ans, og annað að takast á við aðra um efsta sætið,“ sagði Jakob. Akiireyriiijjar óþolinmóöir Dagur hefur fyrir því traustar heimildir að framsóknarmenn á Akureyri séu orðnir óþolin- móðir að eignast þingmann, enda lagt síðan það gerðist síðast. Þeir voru ekki til- búnir til að leggja í slag við Guð- mund Bjarnason, en nú þegar hann hefur ákveðið að hætta telja þeir að sá sem taki sæti hans og leiði listann verði að vera Akureyringur. Jakob hef- ur verið leiðtogi framsóknar- manna á Akureyri síðastliðin ár og því miklar líkur á að hann verði þingmaður næsta vor. I prófkjöri mun Valgerður Sverrisdóttir að sjálfsögðu verða firna sterk, enda hefur hún verið í öðru sæti listans síðustu tvö kjörtímabil og verið formaður þingflokks á yfirstandandi kjör- tímabili. Hún stefnir nú á efsta sæti list- ans. Því er haldið fram að verði hún skipaður ráðherra út kjör- tímabilið í stað Guðmundar Bjarnasonar fái hún mikið for- skot í prófkjörs- baráttunni fyrir norðan. Jakob var spurður hvort hann teldi eðlilegt að veita henni þetta forskot? „Eg vil engu svara þar um. Það er annarra að ákveða það,“ svar- aði Jakob. Mikil spenna Þingmenn Framsóknarflokksins, sem Dagur ræddi við í gær, við- urkenna að mikil spenna ríki nú í þingflokknum vegna ráðherra- málanna. Auk Valgerðar Sverris- dóttur sækir Guðni Agústsson af alefli í ráðherrastólinn. Hans menn á Suðurlandi benda á að Guðni hafi mikla og farsæla reynslu sem þingmaður, en hann er að Ijúka sínu þriðja kjörtíma- bili. Hann er í efsta sæti listans í stærsta landbúnaðarhéraði landsins og það eigi að skipa landbúnaðarráðherra. Fram hjá honum sé erfitt að ganga. Þá sækir Siv Friðleifsdóttir það af krafti að fá ráðherrastólinn. Hún er sögð eiga minnsta mögu- leika þremenninganna vegna þess að hún er á sínu fyrsta kjör- tímabili og hefur því minnstu reynsluna. Auk þess kemur hún úr útgerðarkjördæmi en ekki landbúnaðar. Einnig er Ijóst að vaxandi and- staða er innan þingflokksins með það að Guðmundur Bjarnason sitji sem ráðherra til áramóta. Menn vilja að hann láti af störf- um sem fyrst því ráðherra sem lýsir því yfir að hann sé að hætta sé ekki valdamikill. Allir voru þingmennirnir sam- mála að Halldóri Ásgrímssyni væri mikill vandi á höndum að leysa úr málinu. - s.dór Sanmmgana upp á borð Stjórn Landspítalans hefur ósk- að eftir því að læknar sem starfa við sjúkrahúsið og gert hafa sam- starfssamninga við Islenska erfðagreiningu eða sambærileg fyrirtæki geri efni þeirra kunn- ugt. Þorvaldur Veigar Guð- mundsson fer með málið fyrir stjórn. Hann segir að þau mál sem hann hafi kynnst hafi ekki sýnt „annað en að allt sé í lagi“. „Landslagið breyttist mikið við tilkomu Islenskrar erfðagrein- ingar, nú eru miklu meiri pen- ingar og miklu meiri möguleik- ar,“ segir Þorvaldur. „Sumt fer í gegnum okkar bókhald, ekki allt“. Blaðinu er kunnugt um gagnrýni vegna þess að samning- ar hafa ekki verið uppi á borð- inu. Spurt er hvort læknar séu að selja gögn sem ríkið hefur kostað söfnun á og varðveislu. Þorvald- ur Veigar segir að nú sé unnið að rammasamningi sem eigi að vera Ieiðbeinandi fyrir lækna á spít- alnum í samvinnu þeirra við fyr- irtæki utan sjúkrahússins. -SJH / gær var verið að vinrta að uppsetningu umferðarljósanna á mótum vegarins frá Gullinbrú og Fjallkonuvegar, en þar var áður afar umdeilt hringtorg. mynd: pjetur Flugfélag íslands uppfyllir ekki lág- markskröfur um eiginfjárstöðu samkvæmt reglum um veitingu flugrekstrarleyfa. Sennilegt að endurskoðendur Flugmálastjórnar skoði málið. Fhigleyfi í uppiiámi? Lök afkoma og neikvæð eigin- Qárstaða Flugfélags Islands mun að öllum líkindum verða tekin til umfjöllunar hjá Flugmálastjórn með það í huga að endurskoða flugrekstrarleyfi fyrirtækisins. „Það er ekki ósennilegt að málið verði skoðað, þótt engin ákvörð- un hafi verið tekin um það, enda kom þetta ekki endanlega í ljós fyrr en í gær [fimmtudag],“ sagði Skúli Guðjónsson, eftirlitsmaður í flugrekstrardeild Flugmála- stjórnar í samtali við Dag. Afturköllim „Það er alltaf fylgst með stöðu þeirra flugfélaga sem eru að fljúga hér á landi og er Flug- málastjórn með sérstaka endur- skoðendur sem vinna í því eftir- liti,“ segir Skúli. Flugfélag Islands er með svo- kallað „minna“ flugrékstrarleyfi og samkvæmt reglugerð EBE um veitingu flugrekstrarleyfa til handa flugfélögum, sem gildir hér á landi, verða slík flúgfélög „ávallt að geta fært sönnur á að eigið fé þeirra nemi að minnsta kosti 80.000 evrópskum mynteiningum (ECU) eða lagt fram, að kröfu stjórnvalda er veita leyfi, þær upplýsingar er skipta máli fyrir 5. mgr.“ I þeirri málsgrein kemur fram að stjórn- völd geti ávallt, þegar ljóst er að flugfélag á i Ijárhagsörðugleik- um, metið fjárhagsstöðu þess og afturkallað flugrekstrarleyfið tímabundið eða endanlega. 80 þúsund ECU samsvara 6,3 millj- ónum króna. - FÞG Með Baldri yfir Breiðafjörð Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00 Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30 Flateyjarpakkinn á góða verðinu. Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020 Alfa Laval Vnnitiisjdptar SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.