Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 - 9
w sé háttvirtur neytsndi á íslandi.
umir,“ sagði Gunnar. Hann segir að
klukkubúðirnar hafi ekki borið ví-
urnar í þá. Þeir séu of litlir. Sjötíu
ára verslunarafmæli staðarins verð-
ur haldið í október.
Ellefu ellefu bætir við sig
Viðskipti 11-11 eru nokkur. Líklega
er fyrirtækið með um 3-4% mat-
vöruveltunnar í Reykjavík og ná-
grenni. Fyrirtækið rekur í dag 8
búðir, flestar litlar, en vel staðsettar.
I næsta mánuði kemur 11-11 búð í
Hafnarfirði og í Grafarvogi í októ-
ber. Þá stendur til að stofna tvær til
viðbótar fyrir áramót. Eins og í 10-
II eru innkaupin yfirleitt smá hjá
hverjum og einum, en kvöldopnun-
in kemur sér vel fyrir neytendur og
vinsældir þessara búða miklar.
Verslanir undir merkinu Þín
verslun eru óðum að hverfa af
markaðnum og koma lítt við sögu.
Verslun olíufélaganna með matvöru
er Iítil.
FRÉTTIR
Skynj ar ekki
uinræðuþörfuia
N áttiíruveriiclíirsaiii-
tök gagnrýna Lands-
virkjun.
„Fundarboð Landsvirkjunar
bendir því miður ekki til að fyrir-
tækið skynji nauðsyn opinnar,
lýðræðislegrar umræðu um þetta
mikilvæga hagsmunamál þjóðar-
innar allrar. Sjái Landsvirkjun
ekki sóma sinn í að verða við
kröfum almennings um mat á
umhverfisáhrifum Fljótsdals-
virkjunar hlýtur að koma til
kasta Alþingis að sjá til þess að
virkjunarleyfið verði afturkall-
að,“ segir í yfirlýsingu frá Félagi
um verndun bálendis Austur-
lands, Náttúruverndarsamtök-
um Austurlands og Náttúru-
verndarsamtökum Islands.
Tilefnið er fundur sem stjórn
Landsvirkjunar heldur í dag fyr-
ir austan með ýmsum aðilum
sem láta sig virkjanir á Austur-
Iandi varða. Landvirkjun hefur
leyfi til að virkja á Fljótsdal og er
ekki skylt að vinna mat á um-
hverfisáhrifum þess. Stjórn fyr-
irtækisins hefur eigi að síður
ákveðið að gera það og var boð-
að til fundarins fyrir austan í dag
til þess gefa mönnum tækifæri á
að koma á framfæri athuga-
semdum og ábendingum. Síðar
mun stjórnin taka ákvörðun um
hvort matsskýrslan verður form-
Iega Iögð fram til Skipulags-
stofnunar og virkjanaáformin
auglýst að nýju.
Náttúruverndarsamtökin eiga
fulltrúa á fundinum í dag en sjá
ástæðu til að ítreka kröfu sína
um Iögformlegt mat. Þau eru
ekki sátt við „einkaumhverfis-
mat“ Landsvirkjunar og telja að
með því sé fyrirtækið að koma í
veg fyrir að almenningur geti
haft áhrif á virkjanaáformin.
I yfirlýsingu sinni benda þau á
að verið sé að endurskoða lögin
um umhverfismat og búast megi
við að undanþáguatkvæði það
sem Landsvirkjun skýli sér á bak
við verði fellt niður í samræmi
við nútíma kröfur um náttúru-
vernd. — VJ
H-------------------------m
SÍBS fólk!
Hittumst á
Hótel Sögu í dag
SÍBS og Norrænu
hjarta- og lungna-
samtökin (Nordiska
Hjárt- och Lunghandi-
kappades Förbund,
NHL) efna til
hátíðarsamveru í
Súlnasal Hótel Sögu í
dag kl. 13:45. Tilefnið
er 50 ára afmæli NHL
(stofnað á Reykjalundi
1948) og 60 ára afmæli
SÍBS (stofnað á Vífils-
stöðum 1938).
Á dagskrá er m.a.
ávarp Forseta íslands,
stutt erindi tengd
verkefnum samtak-
anna, tónlist o.fl. -
Kaffiveitingar.
Stjórn SÍBS
S______________________Œ
Þjóðminjasafn íslands
Styrkir til byggðasafna
Þjóðminjaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til byggðasafna á
árinu 1999.
Veittir eru styrkir til viðurkenndra opinberra byggðasafna, sem
nema hálfum launum forstöðumanns, svo og til sérverkefna safn-
anna, einkum þeirra sem lúta að söfnun og varðveislu gripa, sýn-
ingum og rannsóknum.
Upphæð og fjöldi styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum.
Sækja skal um á eyðublöðum sem fást í Þjóðminjasafni (slands.
Umsóknir sendist þjóðminjaverði, Þjóðminjasafni (slands, Suður-
götu 41, 101 Reykjavík, fyrir 15. september nk.
Þjóðminjavörður.
Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis
Heilsugæslulæknar
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæsluna í Mosfellsumdæmi er
laus til umsóknar. Stöðin er ný, glæsileg og vel búin tækjum.
Stöðin þjónar dreifbýli Þingvallahrepps, Kjalar- og Kjósarhepp auk
Mosfellsbæjar.
Umsóknir skulu sendar stjórn Heilsugæslu Mosfellsumdæmis,
Þverholti 2, Kjarnanum 270 Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar veita Þengill Oddsson og Elísabet Gísladóttir í
síma 510 0700.
Skotfélag Akraness
Opnunartímar ó skotsvæði:
Þriðjudagar: frá kl. 18.00 til 21.00
Fimmtudagar: frá kl. 18.00 til 21.00
Laugardagar: frákl. 11.00 til 16.00
l Verð er kr. 400 hringurinn fyrir félagsmenn og
I kr. 600 fyrir utanfélagsmenn.
I Hópar og félagasamtök geta pantað tíma í
j síma:431 2067, 431 2657 og 891 9491
Geymið auglýsinguna
EcreArbíé
Stærsta opnunin i
Bandaríkjunum á
þessu sumri.
Hér er á ferðinni
einstök og ógley-
manleg skemmtun.
* Komið og sjáið
stærsta fyrirbæri
kvikmyndasögun-
nar, G0DZILLA í
öllu sinu veldi
B.i. 10 ára.
http://WWW.NET.IS/BORGARBIO
fReykjavíkurborg
Skrifstofa borgarsjóra
AUGLÝSING UM LENGDAN
AFGREIÐSLUTÍMA
VÍNVEITINGAHÚSA
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum vínveit-
ingahúsa í borginni um lengingu á afgreiðslutíma
áfengis. Ætlunin er að veita tilteknum fjöida veit-
ingastaða heimild til lengri afgreiðslutíma en verið
hefur. Er þar bæði um að ræða að heimilað verði að
hefja afgreiðslu fyrr og jafnframt að Ijúka afgreiðlu
síðar en verið hefur. Veitt verða leyfi til eins árs í
tilraunaskyni frá og með hausti komanda.
Þeir þættir sem m.a. verða hafðir til hliðsjónar við
veitingu leyfanna eru:
- fjöldi íbúða í 50 metra radíus frá staðnum
- umsögn lögreglu um reksturinn
- tegund veitingastaðar og svipmót
- hvort um er að ræða miðborgarsvæði, iðnaðar-
hverfi eða íbúðarhverfi
Umsóknir skulu tilgreina hvort um ræðir kaffihús,
matsölustað, bjórstofu eða skemmtistað.
Umsóknir er tilgreini nafn staðar, leyfishafa og
rekstraraðila, aðsetur, ásamt staðfestingum á
greiðslum opinberra gjalda og lífeyrissjóðsgjalda
auk afgreiðslutíma þess sem óskað er eftir skulu
sendar skrifstofustjóra borgarstjóra, Ráðhúsí
Reykjavíkur fyrir 1. september nk.
Reykjavík, 20. ágúst 1998, skrifstofa borgarstjóra.