Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 10
IV LAUGARDAGUR 2~2.ÁGVST1998 Dmjut FRÉTTIR Beriuii alltland Þeir sem hafa áhuga á berjatínslu ættu að halda sig á sunnan- og vestanverðu landinu. Annars staðar hefur verið of kalt í sumar til þess að von sé á góðri berjasprettu. Nú er berjatínslutíminn að ganga í garð og sér þess víða stað. Þannig hefur Hjördís Brodda- dóttir forstöðumaður Leiðbein- ingastöðvar heimilanna ekki haft undan að svara spurningum um saft- og sultugerð undanfarna viku. „Það eru allir í þessu,“ seg- ir hún. „Fólk er að tína krækiber og bláber og það er með ribsber í görðunum heima hjá sér.“ Berjastaðímir leyndarmál Það er meira en að segja það að fá fólk til að segja frá góðum berjastöðum. Margir virðast Iúra á slíkri vitneskju eins og ormur á gulli. Góður beijastaður er nefni- lega ekki lengur góður ef of margir vita af honum. Matthías Lýðsson bóndi á Húsavík á Ströndum er í þessum hópi og segist heldur ekki leyfa aðkomufólki að tína í sínu landi, enda hafi börnin forgang. Hins vegar bendir hann á að sniðugt sé fyrir fólk að afla sér upplýsinga á hótelum, gististöðum og upp- lýsingamiðstöðum ferðamanna. Matthías segir berjasprettuna ekki vera góða í ár, en skiptir henni þó niður eftir berjategund- um. „Þetta er dapurt krækiberja- ár, gott bláberjaár og aðalblá- berjaár í meðallagi,“ segir hann. Matthías segir að til séu tvær tegundir aðalbláberja, önnur himinblá en hin svarblá. Það séu bragðsterkustu og bestu berin og þeir sem aldir séu upp við þau Iíti ekki við öðru. Hann fræðir blaða- mann um að haustin ráði því hversu mikið verði af berjum sumarið eftir. „Ef haustin eru mild myndast mikið af blómvís- um. Svo fer það eftir sumrinu hversu vel þessum blómvísum gengur að komast á legg og mynda ber.“ Að lokum segir Matthías beijasprettuna upplagt mál til að rífast um. A henni hafi allir skoðun, en enginn vit. Gott í Grúnsnesinu Bryndís Böðvarsdóttir á Búrfelli í Grímsnesi segir að það sem hún sé búin að sjá í næsta nágrenni, þá sé beijasprettan mjög góð. „Það er ótrúlega mikið af blábeij- um. Þau eru smá, en það er mik- ið af þeim.“ Bryndís hafði farið inn í Þjórsárdal, en þar voru blá- berin öll græn ennþá. Aðspurð sagðist hún lítið gá að krækibeij- um, en taldi að fyrst að bláberin væru svona efnileg hlytu kræki- berin að vera góð líka. A Grímsnesinu er þéttbýlt af bæði bóndabýlum og einnig af sumarbústöðum. Ef fólk vill tína ber í landi einhvers bóndans þarf það auðvitað að spyija um leyfi. Bryndís taldi að ef fólk gerði það væri því yfirleitt vel tekið, enda væri fólk yfirleitt að tína upp í sig og ekki um mikið magn að ræða. Vopnftrðingar enn með vetr- arkvefið Kristín Brynjarsdóttir á Önguls- stöðum III í Eyjafjarðarsveit, seg- ir beijasprettu vera minni en ver- ið hefur undanfarin ár. Þá tekur hún mið af þvf sem hún hefur séð í sínu næsta nágrenni. „Krækiberin eru minni en verið hefur og bláberin eiga töluvert Iangt í Iand,“ segir Kristín og bætir við að enginn, sem viti hvernig tíðarfarið hefur verið fyr- Á berjasprettuimi hafa allir skoðun, en enginn vit, segir bóndi á Ströndum. ir norðan, þurfi að velkjast í vafa um ástæðuna. I svæðisútvarpinu á Austur- landi kom nýlega fram að mjög Iélegar horfur væru um beija- sprettu. Þar töldu menn þó að á einstaka stað væru almennilegar þúfur, sem ekki var gefið upp hvar væri að finna! Kristjana Björnsdóttir á Borg- arfirði eystra segir afar Iélega berjasprettu hafa verið á svæð- inu. Það sé dálítið af grænjöxl- um, en ekkert til að tína. Agústa Þorkelsdóttir á Refsstað hafði lit- ið á ber í friðlandi fyrir ofan bæ- inn sinn og sá þar nokkur kræki- ber og þau óþroskuð. Hún bætir við: „Vopnfirðingar eru ekkert farnir að ganga til berja, því þeir eru einfaldlega með vetrarkvefið ennþá. Hér er komið haust og sumarið kom aldrei." Kerlingabækumar áreiðan- legar Sigmar B. Hauksson lífskúnstner og matarlistarmaður fylgist vel með berjasprettunni. Hann kann að afla sér upplýsinga um mikilvæg málefni eins og berja- sprettu og segist tala við vísar kerlingar. „Eg hef trú á að kerl- ingabækur séu mjög áreiðanleg- ar,“ segir hann. Sigmars telur sprettuna vera mjög misjafna á Norður- og Aust- urlandi. Suðurlandið sé sæmi- legt, víða nokkuð gott. ltA Þing- vallasvæðinu og Reykjanesi er víða sæmileg spretta þar sem sól- ar hefur notið," segir hann. „Menn þurfa að hafa meira íyrir því að finna ber núna en oft áður,“ segir Sigmar og segir að í heildina megi telja þetta meðalár. Hann bætti því við að seinustu dagarnir í ágúst skiptu verulegu máli fyrir þroska berjanna. „Þeg- ar fer að dimma á nóttinni taka berin verulegan kipp. Þau þurfa hæfilega blöndu af raka og sól.“ Máttur oliufélaganna mllnll Breytingar á vöru- gjaldi og bifreiða- gjaldi þykja hafa kom- ið misjafnlega niöiir á mönnum, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir þann vanda ef breytingar á olíu- gjaldi hefðu verið samþykktar. Lagabreyting sem felur í sér lækkun á vörugjaldi og breytingu á bifreiðagjaldi, hefur valdið titr- ingi meðal vinnuvélaeigenda og vörubifreiðastjóra. Breytingarnar þykja koma misjafnlega niður á mönnum, en ætlunin er að þær komi út á núlli fyrir ríkissjóð. Verst hafa breytingarnar komið niður á eigendum kranabíla, sem geta verið mjög þungir. Há- marksbifreiða- gjald hefur verið afnumið, sem kemur illa niður á eigendum þyngstu bílanna. Vildu fella niö- ux vörugjaldið Arni Jóhanns- son, fram- kvæmdastjóri Félags vinnu- vélaeigenda, seg- ir þessi lög hafa verið „sett í kjöl- farið á vinnu sem stóð í allan vet- ur út af endurskoðun á olíu- gjaldi. Það var fellt illu heilli og þetta kom í staðinn." Þú hefðir viljað fú þessa endur- skoðun ú olíugjaldinu? „Já, og það vildu allir sem stunda bílaútgerð. Aðeins olíufé- lögin voru á móti því enda leiða lög um olíugjald til minni olíu- notkunar. Okkar tillögur gengu út á það að fella niður vörugjald- ið, en olíugjaldið hefði gefið ríkis- sjóði tekjur í staðinn." Arni segir að það hefði verið tvenns konar; gjaldfijáls olía í traktorsgröfum og vinnuvélum sem ekki borga þungaskattinn, en aðrir hefðu greitt olíugjald. En hafa olíufélögin þú eitthvað sterkari stöðu gagnvart löggjafan- um en þið? „Það er auðvelt að álykta svo, þeirra máttur er náttúrulega mik- ill. Setning olíugjalds fellur að al- þjóðlegri þróun og er í takt við þá umhverfishugsun sem er að verða ríkjandi. En hér uppi á Is- landi hugsa menn ekki svoleiðis." Saimnála um megmstefnu Arni er þó ekki á móti Iagasetn- ingunni sem slíkri og segir kostn- aðarauka kranaeigenda afmarkað vandamál. „Þetta eru mistök í lagasetningunni og verður örugg- lega lagað,“ segir hann og bætir því við að félagið sé fylgjandi því að skattlagning sé lögð á rekstur frekar en fjárfestingu, eins og þarna er gert. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir um þetta: „Mark- miðið með þessum breytingum var að þetta kæmi nokkurn veg- inn slétt út. Ef að þetta kemur sérstaklega illa út fyrir einstaka aðila þá þarf að fara í gegnum það, en það gerist ekkert í því fyrr en þingið kemur saman." - is Árni Jóhannsson hjá Félagi vinnu- vélaeigenda segir olíufélögin hafa komið í veg fyrir endurskoðun olíugjalds. Halldór sextugur á mánudag og býður í hóf. 60 ára Halldór Blöndal samgönguráð- herra verður sextugur á mánudag og heldur upp á með pompi og pragt í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri. Opið hús verður frá klukkan 18-22 og allir velkomnir. Ekki er að efa að fjölmargir vilja heilsa upp á kempuna og munu margir Ieggja land undir fót því ekki er ætlunin að halda neitt annað boð „sunnan heiða“. Sjú viðtal við Halldór hls. 18.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.