Dagur - 22.08.1998, Síða 2

Dagur - 22.08.1998, Síða 2
2 - LAÚGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Vinningar í skjáleik Sjónvarpsins eru skattskyidir og því gæti konu sem hefur verið iðin við vinningakolann að undanförnu brugðið í brún í ágúst að ári. Sópar tíl sín viiinmguiiiiin : Sama konan tekur til sín nánast alla vinninga úr skjáleik Sjónvarpsins. Reglimum breytt til að fleiri fái notið? ! | Skjáleikur VOX og Sjónvarpsins hefur náð nokkrum vinsældum og hefur fjöldi hringinga á sólarhring numið nokkrum þúsundum þegar best lætur. Keppt er um vinninga og ræður al- menn þekking og viðbragðsflýtir mestu , um árangur. Einn þátttakandi ber höf- , uð og herðar yfir aðra í þessum efnum r og hefur fengið tugi vinninga sam- kvæmt heimildum hlaðsins í sumar. ' Sömu heimildir segja að vegna þess hve dreifing vinninga sé Iftil sé nú í bí- gerð að breyta reglunum þannig að nöfn bestu einstaklinganna fari í pott og svo verði dregið tilviljanakennt úr honum. Með því sé komið í veg fyrir að þátttakandinn, sem er kona, hljóti gervallt góssið. Dagur bar þetta undir Kristján Franklín hjá VOX í gær en hann sagði ekki endilega samhengi á milli þess að nú stæði til að breyta reglunum og þátttöku þessarar tilteknu konu. „Ekki er það nú beinlínis ástæðan. Hitt er rétt að konan hefur verið verið iðin við að afla sér vinninga. Hún er dugleg, hringir mikið og hefur einhveija hæfi- leika á þessu sviði. Það hefur hins veg- ar lengi staðið til að breyta reglunum og lengur en konan hefur tekið þátt,“ segir Kristján Franklín. Bjuggumst ekki við atvinmimönnum Hann segir að tilgangurinn með leikn- um hafi aldrei verið sá að einhver væri bestur heldur fyrst og fremst sá að al- menningur hefði gaman af honum og gæti unnið sér inn eitthvert smáræði í leiðinni. Með öðrum orðum hafa Krist- ján og félagar ekki búist við atvinnu- mönnum í skjáleiknum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er nokkuð til í því,“ segir Kristján Franklín og hlær. Hjá VOX fengust ekki svör við því hve marga vinninga konan hefur hlot- ið, en m.a. hafa henni áskotnast garð- slátturvélar, skíðaútbúnaður og fjöl- margt fleira. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir að vinningar af þessu tagi eru skattskyldir og á því konan von á að greiða væna summu til Haarde og félaga næsta ár. Þá gæti símareikning- urinn verið ansi hár. Mínútan kostar nefnilega á sjöunda tug króna. — BÞ Ástæðan íyrir þvl hversu dýrslega Grindjánar léku Köttara, eða öllu heldur Grindvíkingar Þrótt, er fundin. Grindvíkingar gripu til þess afbragðs ráðs að ráða Jóhann Inga Gunnarsson, sálfræðing og íþróttakennara, til að peppa upp lið- ið. Hatm greip til þess ráðs að fara með liðið á laugardag í Hótel Örk. Þar voru menn eystra við besta atlæti og sváfu vel um nóttina. Á sunnudag dunduðu menn við að kýla golfkúlur og undir kvöld var haldið til Reykjavíkm. Á Laugar- dalsvelli mættu ellefu trítilóðir leikmenn Grinda- víkm og gjörsigruðu Þróttara eins og alkuima er.... Jóhann ingi Gunnars- son. Samkvæmt fréttum hafa margir ís- lendingar farið á mis við góðærið og könnuðust ekkert við það í spum- ingaköimun á dögunuin. Útlending- ar hafa hins vegar frétt af því að hér sé mikið af sterkeínuðum íslending- um sem séu hugsanlegir fjárfestar er- lendis. Þannig fréttist í heita potthm að fulltrúi fjármálaiyrirtækisins Golman Sachs Intemational í London hafi haft samband við Dag og óskað eftir þvi að fá nokkur eintök af Degi þar sem birtist listinn sem Friðrik Þór Guðmundsson hlaðamaðm tók saman yfir eignamestu íslending- ana. „We understand you had a list of ali the rich- est Icelanders" mun fulltrúi bankans hafa sagt... Friðrik Þór Guðmunds- son. í pottinum kom til umræðu krafa frá vestfirskum framsóknarmanni sem birtist í DV í gær um að Gunnlaugur Sigmundsson yrði gerðm að ráðhem í stað Guðmundar Bjamasonar. Töldu menn ein- sýnt að þótt Gunnlaugur hefði engan tíma til að vera þingmaðm, enda hað haim um leyfi frá þing- inu vegna anna annars staðar, þá hefði hann ábyggilega tíma til að vera ráðhem. Þess utan töldu kaldhæðnir pottverjar einsýnt að Gunn- laugur væri rétti maðminn fýrir Framsókn að hainpa nú eftir Kögunar og Þróunarfélagsmálin - þetta væri jú spumingin um hætt siðferði í stjóm- máliun... V_________ Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestanlands, en léttskýjað austan- til. Hiti 5-17 stig, hlýjast sunnatil síðdegis, en kaldast á annesjum norðaustanlands. Færð á vegum Allir vegir greiðfærir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.