Dagur - 22.08.1998, Síða 4

Dagur - 22.08.1998, Síða 4
4-LAUGARDAGVR 22.ÁGÚST 1998 .Tkyftr FRÉTTIR íslendingar í Lux- emburg forviða Ákvörðun Flugleiða nú kemur sem reiðarslaghjá Luxemburgurum og er þegar farið að ræða opinberlega um að hætta við fyrirhugaða stækkun flugstöðvarinn- arþar. Niðurlagnmg Lux- emburgarfhigs Flug- leiða hefur mikil áhrif á líf í slendinga í Luxemburg. Vekur gríðarlega athygli í landinu og þegar talað um að hætta við stækkun llugstöðvar- innar. Islendingar í Luxemburg, sem eru hátt í 500 talsins, eru forviða yfir þeirri ákvörðun Flugleiða að Ieggja af flug til Luxemburg frá 9. janúar næstkomandi sem lið í sparnaði. Akvörðun Flugleiða er aðalmálið í fréttum fjölmiðla í Luxemburg þessa dagana, enda um stórmál að ræða þar sem Flugleiðaflugið er helsta tenging landsins við Ameríku. Svo mikilvægt hafa stjórnvöld í Luxemburg talið flug Flugleiða þaðan að þegar Flugleiðir íhug- uðu að flytja sig yfir til Frankfurt fyrir nokkrum árum var ákveðið að bjóða Flugleiðum verulega styrki með m.a. niðurfellingu lendingargjalda. Ákvörðun Flug- Ieiða nú kemur sem reiðarslag og er þegar farið að ræða opinber- lega um að hætta við fyrirhugaða stækkun flugstöðvarinnar úti. Virkar sem fyrirsláttur Islendingum í Luxemburg er talsvert brugðið. Hjónin Þórður Siguijónsson flugmaður og Þór- hildur Hinriksdóttir hafa búið í Lux um árabil og segja þessi tíð- indi mjög slæm. „Það virkar á okkur sem fyrirsláttur að hætta við flugið hér og ég get ekki ímyndað mér að þetta sé aðgerð sem sé Iíkleg til árangurs. Og þessi ákvörðun er mjög slæm fyr- ir okkur Islendingana," segir Þórður. „Eg hef áhyggjur af því fólki sem missir vinnuna vegna þessa. Þess fyrir utan hefur þetta auð- vitað mikil áhrif á daglegt Iff Is- lendinga hér. Og þetta hefur töluverð áhrif fyrir Luxemborg- ara, því þetta hefur verið eina beina flugið til Ameríku héðan og hefur þess vegna verið styrkt af yfirvöldum hér. Akvörðunin er líka lítt skiljanleg í ljósi þess að það hefur aldeilis ekki vantað farþegana, það hefur miklu frek- ar vantað fleiri sæti á háannatím- anum,“ segir Þórhildur. - FÞG Lúxem- borgarar í Baugi Engin biðröð erlendra stórmarkaða er eftir bréf- um í Baugi hf., rekstrar- aðila Hag- kaups-, Bón- us- og Ný- kaups-þúðanna, segja góðar heimildir. Ekkert bendir til að áhugi kaupmanna í öðrum Iönd- um sé fyrir rekstri matvörubúða hér á landi. Kaupþing hf., sem átti 37,5% af Baugi hf. seldi í fyrradag 20% af hlutabréfum sínum. Kaup- andinn er Ijárfestingarsjóður í Lúxemborg. Þar í landi hefur Ivíiupþing hafið rekstur á útibúi og er hnútum kunnugt í fjár- málalífi landsins. Heimildir Dags segja að ekki sé ætlunin hjá sjóðnum að kom- ast til áhrifa í Baugi, til dæmis munu Lúxemborgarmenn ekki ætlast til að fá mann í stjórnina. Bréfin verða seld í hlutabréfa- pökkum til minni íjárfesta að sagt er. Bréf í Baugi verða markaðs- sett í október. Þá mun almenn- ingi í landinu bjóðast kostur á að eignast hlut í Baugi, en fyrir- tækin innan hans, munu skila 400-600 milljónum króna í hagnað á þessu ári. -jbp INNLENT Atviiiimulausuni fækkar lítillega Atvinnuleysi í júlí mældist um 2,5 prósent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt nýjasta yfirliti Vinnumálastofnunar. Það er mun minna en á sama tíma í fyrra en svipað og í júní síðastliðnum en mældist atvinnuleysi 2,6 prósent. Eins og áður er atvinnleysi með- al kvenna meira en meðal karla. Atvinnleysið minnkaði hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra. Það er nú mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Skrifað imdir samning við Möltu Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðnerra, skrifaði í gær undir samning um samstarf Islands og Möltu í heilbrigðismálum. í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu se^gir að Möltubúar hafi um hríð lýst miklum áhuga á samstarfi við Islendinga á þessu sviði. Ingbjörg sagði við undirritunina að þetta væri heiður fyrir þjóðina, væri enn ein stað- festing á því hve framarlega Islendingar væru á þessu sviði og styrk- ti heilbrigðiskerfi beggja ríkjanna. Meimingamótt í borginni Reykjavíkurborg efnir til menningarnætur í þriðja sinn í dag, laugar- dag, og verða tónleikar, myndlistarsýningar og ljóðalestur á ólíkleg- ustu stöðum í miðborginni. Menningarnóttin verður formlega sett í Hallgrímskirkju klukkan fimm með ávarpi borgarstjóra. Eftir athöfn þar taka við fjölbreytt dagskráratriði út um alla borg. Gallerí opna dyr sínar upp á gátt, listasöfn bjóða á tónleika og jafnvel verslanir standa fyrir uppákom- um, með Ijóðskáldum og tónlistarfólki. Flestar verslanir og söfn í miðbænum sem á annað borð bjóða upp á dagskrá eru opin til mið- nættis, sum Iengur. Þá verður Laugavegurinn, og hugsanlega fleiri götur, lokaður fyrir umferð, en bílastæði verða ókeypis. Þingforsetar funda í Eyjafirdi ■TT <9 Forsetar þjóðþinga Norðurlanda halda Ólafur G. Einars- son foseti Alþingis. þjóðþinga Norðurlanda halda fund á Öng- uisstöðum í Eyjafjarðarsveit á þriðjudaginn og ræða samstarf þinganna og fleira. Forsetarnir koma flestir til landsins á mánudag og áður en þeir fara norður munu þeir eiga fund með Berit Larsen forseta Norð- urlandaráðs, sem er hér stödd í tilefni 30 ára afmæl- is Norræna húsins. Þingforsetar Norðurlanda halda árlega slíkan fund og bera saman bækur sínar um þingstörf og var hann síðast haldinn hér á landi 1993. A Öngulsstöðum er gisti- og fundaaðstaða og bóndi þar er Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður. Omefnanefnd aftur til fortíðar Sveitastjómarmenn segja nýju nafnalögin hafa verið sett til að auka frelsi sveitarfé- laga til nafngiftar og gagnrýna því þau meg- in sjónarmið Ömefna- nefndar að uota akveðiu viðskeyti við nafngiftina. Örnefnanefnd hefur aðeins sam- þykkt tvö nöfn af þrettán á nýju sameinuðum sveitarfélögunum í landinu, en félagsmálaráðunevt- ið lætur hana gefa út umsagnir um nöfnin. Örnefnanefnd vill að viðskeytin hreppur, byggð, bær og borg verði við nöfnin á nýju sveitarfélögunum. Þetta Iíkar viðkomandi sveitarstjórnar- mönnum illa og þykir afstaða nefndarinnar bera vott um þröngsýni og afturhvarf til forti'ð- ar. Aðeins nöfnin Fjarðabyggð og „Grímsnes- og Grafningshrepp- ur“ fengu samþykki. Önnur ekki, þar á meðal Arborg, Árdalsvík og Austurríki. Sturlaugur Þorsteinsson, bæj- arstjóri í Hornafjarðarbæ, en nöfnum hins nýja sveitarfélags þar, Hornafjörður og Skaftfell- ingabyggð var hafnað, segir að afstaða nefndarinnar sé spor aft- ur á bak. „Ástæða þess að lögunum um nafngiftir sveitarfélaga var breytt, var gagnrýni á það að Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri f Hornafjarðarbæ: Kæmi ekki á óvart- þótt nafið yrði látið standa óbreytl nöfnin yrðu að bera með sér við- skeytin „bær“, „hreppur" eða hvað það nú er. Manni þykir það dálítið skondið að nú tekur Ör- nefnanefnd þetta upp aftur,“ sagði Sturlaugur. Hann segir að eftir þennan úr- skurð nefndarinnar verði málið aftur tekið upp í bæjarstjórn og það myndi ekki koma sér á óvart þótt lagt yrði til að hafa nafnið óbreytt, Homafjarðarbær. Hann bendir hins vegar á að nafnið Hornafjörður hafi fengið yfir- gnæfandi meirihluta í tilnefning- um íbúa nýja sveitarfélagsins. Hann sagði að menn yrðu að virða sjálfsákvörðunarrétt hvers sveitarfélags. Átti að auka frjálsræðið Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í bæjarfélaginu sem kallað hefur vérið Austurríki, segir það hafa komið sér mjög á óvart að nefndin skuli hafa hafnað 11 nöfnum. Aðeins nafnið „Fjarða- byggð“ var samþykkt. Hann segir líka forsendurnar fyrir höfnun nafnanna og vilja nefndarinnar til að hafa þessi viðskeyti líka koma sér mjög á óvart. „Með nýju nafnalögunum átti að auka frelsi sveitarfélaganna til nafnavals. En svo gerðist það á lokaspretti lagasetningarinnar á Alþingi að því var stungið inn að fá þyrfti umsögn Örnefnanefnd- ar á nýjum nöfnum sveitarfélaga. Ég tel því að þessi afstaða nefnd- arinnar gangi þvert á Iögin sem menn voru að setja," sagði Guð- mundur Bjarnason. Vont að vera nafnlaus „Nafnið Borgarfjörður fékk yfir- gnæfandi fylgi í skoðanakönnun íbúa og því eru ménn ekkert hressir með hversu kaþólsk nefndin er í sínum forsendum fyrir nöfnum. Ég tel víst að við sendum þeim einhver önnur nöfn en á meðan svörum við í símann með þvf að segja „Skrif- stofa Borgarfjarðar" því okkur þykir leiðinlegt að svara bara með því að nefna símanúmerið okkar. En nafn verðum við að fá því það er ekki hægt að vera nafnlaus til lengdar," sagði Rík- harður Brynjólfsson oddviti hins nýja sveitarfélags í uppsveitum Borgarfjarðar um þetta nafna- mál. -S.dór

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.