Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998
rDnptr
FRÉTTASKÝRING
Maraþon stómiark
JQN BIRGIR
PETURSSON
SKRIFAR
Miklar hræringar hafa
verið á matvörumark-
aði á höfuðhorgar-
svæðinu ímdaufarið
og ljóst að samkeppni
stórmarkaðanua fer
harðnandi.
Gífurleg offjárfesting á sér stað
þessi misserin í stórmörkuðum,
verslunarhúsnæðið er lítt notað
og allt of dýrt. Allt gerist þetta í
nafni samkeppninnar. Stórmark-
aðir elta hverjir annan í uppbygg-
ingunni. Menn ræða um að
þarna fari fram baneitrað
„Reykjavíkurmaraþon" milli
kaupmanna. Sá sem borgar
bruðlið að Iokum er háttvirtur
neytandi á Islandi. Framtíðarspár
um matvörudreifingu segja okkur
að pantanir muni í auknum mæli
verða gegnum Netið, varan tekin
til í lagerhúsnæði og hún heim-
send. Þá munu margir stórmark-
aðir verða eyðimörkin ein.
Línurnar í stórmarkaðamálum
höfuðborgarsvæðisins skýrast
óðum. Orfáar verslunarkeðjur,
og þó aðallega ein, útvega okkur
lífsbjörgina. Síðustu kaupmenn-
irnir, sem merktir voru sem
„kaupmaðurinn á horninu" eru
sem óðast reknir út úr holum sín-
um
Breytt landslag
Ef hægt er að tala um „landslag"
matvörumarkaðanna í dag, þá er
það óðum að breytast. Fólk með
mikið fé handa á milli og laust við
nísku, fer í Nýkaup. Þar er verð-
lagið hærra, en þar er allt hrein-
legt, flott og fínt, og búðirnar
bjóða meiri þjónustu en lágverðs-
verslanir. Þeir sem enn hafa ekki
fundið góðærið fara í Bónus og
geta sparað sér mikið fé á þeim
viðskiptum.
En lítum á samruna Bónuss,
Nýkaups og Hagkaups í eitt fyr-
irtæki undir stjórn hins unga Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar í Bónus.
Hann er óumdeilanlega kóngur-
inn í matvörubransanum með
góðan stuðning þar sem Jóhann-
es faðir hans er. Stutt reynsla er
komin á rekstur þessara þriggja
forma af verslunum. Eflaust eru
vandamálin Ijölmörg. Þannig er
talað um að nýja Hagkaups-versl-
unin í Smáranum gangi ekkert of
vel, hún þyki köld, allt of stór og
ópersónuleg.
Sala á lofti
Mörgum þótti sérkennilegt þegar
nýi ríkisbankinn, Fjárfestingar-
banki atvinnulífsins, keypti sér
verslunarkeðju af einni ríkustu
fjölskyldu Iandsins. (Gaman)sag-
an segir að Hagkaupsbræður
muni nota 8 milljarðana sem þeir
fengu fyrir veldi sitt til að kaupa
Fjárfestingarbankann. Þá væru
þeir búnir að eignast banka, sem
ætti meðal annars ráðandi hluta
í Hagkaupi, Nýkaupi og Bónusi!
I kaupmannastétt tala menn
um að Hagkaupssalan hafi verið
„sala á lofti“. Þar sé viðskipta-
vildin of hátt skrifuð, því ekki var
verið að selja fasteignir, aðeins
mismikið notaðar verslunarinn-
réttingar.
„Þetta var mikið snjallræði hjá
þeim strákunum í Hagkaup,“
sagði einn viðmælandi okkar.
„Auk þess að selja viðskiptavild-
ina á þessu Iíka verði, þá leigja
þeir húsnæðið og ekki fyrir neina
smápeninga, fermetrann á 1.900
krónur í Kringlunni, margfaldaðu
það með 3.600 fermetrum, og þá
færðu út nærri 7 milljónir á mán-
uði.“
Með helming matvörunnar
Hagkaup, Bónus og Nýkaup eru
undir einum hatti með 27 verslan-
ir um land allt, og meira en 50%
matvörunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Nóatún er með sínar búðir, 9
talsins, og risabúð í Smáranum í
deiglunni, með um 15% matvöru-
veltunnar, auk þess að eiga hand-
fylli 11-11 verslana að jöfnu með
Kaupfélagi Arnesinga. Búðir 10-
11 verða senn orðnar 15 talsins og
gera það gott að því er virðist og
munu vera með um 12% matvöru-
veltu Reykjavíkur og nágrennis.
Fjarðarkaup er með um 4-5% og
11-11 trúlega á svipuðum nótum
þegar þær verslanir verða orðnar
12 en í það stefnir nú. Afgangur-
inn er sala í Iitlum en ennþá all-
mörgum, litlum kaupmannsbúð-
um, en auk þess í matvörudeild-
um olíufélaganna.
Nóatún á góðri siglingu
Nóatún er Iíldega sú verslunar-
keðja sem stendur stöðugustum
fótum, fjölskyldufyrirtæki sem á
miklar eignir. Þar hefur ekki ver-
ið lögð mikil áhersla á niðurboð
af neinu tagi, en verslanirnar eru
hreinlegar, ágætlega skipulagðar
og vandað vöruval. Fólki virðist
líka vel við Nóatún þótt þar sé
enginn „elegans.“ Fyrirtækið hef-
ur farið rólega í sakirnar og ekki
staðið í erjum. I Iok síðasta árs sló
þó í brýnu milli Nóatúns og Hag-
kaups, þegar síðarnefnda búðin
opnaði glæsiverslun í Mosfellsbæ
í hlaðvarpanum hjá Nóatúni.
Hagkaup var sagt hafa lagt
stórum trukk til að torvelda fólki
leið að Nóatúni. Þetta og margt
annað túlkuðu íbúar Mosfells-
bæjar sem yfirgang Golíats. Þeir
héldu viðskiptatryggðinni við
Nóatún og gera víst enn. Stór-
markaður Hagkaups á staðnum
mun ganga illa að sagt er. Búð
11-11 sem opnaði í nágrenninu
og er að hálfu í eigu Nóatúns
mun heldur ekki ganga sérlega
vel.
„Við áttum víst að vera dauðir
eftir tvo mánuði eftir að Hagkaup
var komið hingað í Kjarnann. Það
varð nú ekki, samt var tugum
milljóna varið í að innrétta búð-
ina þeirra. Alftárós kostaði þessa
innréttingu sem hefur kostað 30-
40 milljónir. Hagkaup flutti inn í
allt tilbúið," sagði Júlíus Jónsson
verslunarstjóri.
Húsnæði handa 10-11 fyrir
himdruð miUjóna
Verslanir 10-11 eru undir stjórn
Eiríks Sigurðssonar. Hann og
Matthías bróðir hans voru fyrr-
um kaupmenn í Víði og voru
frumkvöðlar í verslun með opnun
glæsilegrar versiunar sinnar í
Mjódd upp úr miðjum níunda
áratugnum. Því miður gerði
vaxtadraugurinn útaf við það
góða fyrirtæki, auk þess sem er-
lend lán fóru upp í himinhæðir
við gengisfellingar.
Báðir héldu þeir bræður sínu
striki, Matthías er verslunarstjóri
hjá Nóatúni en Eiríkur stýrir
sínu veldi sem mörgum þykir með
ólikindum. Eftir Víðisáfallið er
hann að sanna sig, og gerir það.
Eins og gefur að kynna Ieyfir
gjaldþrot hans ekki að hann sé
skráður eigandi. Peningar koma
inn í fyrirtækið frá sterkum ein-
staklingum og eru þeir Þórarinn
Ragnarsson kaupmaður í Staldr-
inu og veitingamaður í Kaffi
Reykjavík þar fremstur í flokki
ásamt Gunnari Hjaltalín endur-
skoðanda. Þeir reka fyrirtækið
Sýr ehf. sem kaupir eignir og leig-
ir. Þeir reka allar eignir 10-11
búðanna, en fyrirtæki Eiríks Sig-
urðssonar, Vöruveltan, sér um
tæknilegu hliðina. Þeir eiga til
dæmis Lágmúlabúðina, húsnæði,
tæki og annað, einnig í Hjalla-
brekku, Hjarðarhaga, hús Breið-
holtskjörs og víðar.
Félagarnir Þórarinn og Gunnar
eru iðnir við kaupin og virðast
hafa mikla peninga. Brekkuvals-
húsnæðið í Hjallabrekku mun
hafa verið keypt á 25 milljónir
króna, Grímsbær við Bústaðaveg
á næstum 100 milljónir, og Breið-
holtið 45 milljónir, og sagan segir
að sama upphæð hafi verið gefin
fyrir Hagabúðina. Fyrirtækið Sýr
virðist því ekki fjár vant, íjárfest-
ingar þess í verslunarhúsnæði
fyrir 10-11 skipta hundruðum
milljóna.
Þeir litlu hverfa eiun af
öðnun
„Eins dauði er annars brauð má
segja,“ segir Gunnar Jónasson í
Kjötborg við Asvallagötu í Vestur-
bæ Reykjavík. Hann á við að ein
búðin af annarri í þessu rótgróna
borgarhverfi lokar. Viðskiptin
færast til þeirra sem eftir eru. Um
miðja öldina voru tugir smáversl-
ana í Vesturbænum, nú eru þær
örfáar. Gilsfjörð við Bræðraborg-
arstíg lokaði um verslunarmanna-
helgina, Brekka hætti fyrir ári,
Ragnarsbúð er hætt og verður að
fjölritunarstofu Háskólans, og
Skjólakjör er orðið að íbúð. Eftir
eru Kjörbúð Reykjavíkur, Péturs-
búð, Svalbarði, sérfræðingar í
gömlum, hollum og þjóðlegum
mat, Melabúðin og Hagabúðin,
sem 10-11 yfirtekur senn.
„Við reynum að láta ýmis hugð-
arefni dagsins fylgja með í kaup-
unum þótt fólk sé kannski ekki að
kaupa mikið. Það er rætt um
íþróttir og pólitík og allt þar á
milli. Gamla fólkið á Grund kem-
ur mikið hingað og líka starfsfólk-
ið þar. Við erum með verðlag sem
er svipað og Þín verslun, og hér
er opið 350 daga á ári. Við erum
ekki frekir til fríanna við bræð-