Dagur - 05.09.1998, Qupperneq 9

Dagur - 05.09.1998, Qupperneq 9
8- LAVGARDAGUR S. SEPTEMBER 1998 _ Dagur D^ur. LAUGARDAGUR S. SEPTEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Hjartaaðgerðir við Landspítala hafa nán- ast lognast út af í sumar. Aðeins hráða- tilfelluni sinnt. Hjnkr- unarfræðinga vantar á gjörgæslu og fleiri deildir. Ráðherrar heUhrigðismála og fjármála voru varaðir við ástandinu í vih- unni. Hjartaaðgerðir á Islandi hafa ver- ið í algjöru lágmarki í sumar og biðlisti eftir aðgerðum á Land- spítala er lengri en nokkru sinni eftir að opnir hjartaskurðir hófust á spítalanum fyrir rúmum 12 árum. Grétar Ólafsson, yfirlækn- ir hjarta- og lungnaskurðdeildar, sagði að um væri að ræða hættu- legt ástand. Stjórnvöld spítalans hefðu í vikunni varað ráðherra heilbrigðismála og fjármála við því ástandi sem nú ríkir. Um síðustu mánaðamót höfðu verið framkvæmdar 119 kransæðaaðgerðir á hjarta, en 159 aðgerðir á sama tíma í fyrra. Astandið í dag er þetta í hnot- skurn: 66 sjúklingar, 58 fullorðn- ir og 8 börn, bíða eftir hjarta- skurðaðgerð; eftir hjartaþræð- ingu bíða miklu fleiri, eða um 190 manns. Af þeim má sam- kvæmt tölfræðinni búast við að þriðjungur þurfi að gangast undir opna aðgerð. Aðrir kunna að fara í blásningu eða lyfjameðferð. Verkfalllð tók sinn toll „Botninn datt nær alveg úr að- gerðunum, þegar hjúkrunarfræð- ingarnir sögðu upp. Þá urðum við að hætta skurðaðgerðum nokkru áður en til verkfalls átti að koma, ekki dugir að vera með mikið veika sjúklinga án hjúkrunar- fræðinga. Síðan tók tíma að kom- ast af stað aftur. Og því miður fóru frá gjörgæslunni fimm hjúkrunarfræðingar, þijár til Nor- egs og Svíþjóðar og tvær norður í land,“ sagði Grétar Ólafsson. Hjartaskurðlækningar eru sér- staklega háðar gjörgæsludeild, því allir sem gangast undir aðgerð þurfa undantekningarlaust sólar- hring í öndunarvél á gjörgæslu. Grétar segir það ekkert launung- armál að mikil starfsóánægja sé á stóru sjúkrahúsunum. Ungir læknar og kandidatar segja margt spennandi að gerast en guggna síðan á að starfa á spítölunum. Sagan segir að þeir fari út á bílaplanið á Landspítalanum og sjái í einni sjónhendingu að þarna borgar sig ekki að vinna! Ekki síst þegar þeir hugsa um allt erfiðið og langar vaktir auk Iægri greiðslna en menn hafa á Iækna- stofum. „Menn sem eru bundnír við sjúkrahúsavinnu eingöngu bera ekki eins mikið úr býtum og þeir Það var hátíðleg stund þegar hjartadeild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur tók til starfa og stjórn og læknar skoðuðu hin nýju húsakynni. Nú bíða 58 fullorðnir og 8 börn eftir opinni hjartaaðgerð, - og biðin er verst fyrir hjartasjúkling, verri en aðgerðin sjálf. Nærri 200 bíða eftir hjartaþræðingu. sem starfa Ifka á Iæknastofum. Þetta átti að leiðrétta í síðustu samningum og fjármálaráðu neyt- ið reyndi það sannarlega. En Tryggingastofnun samdi svo vel við þá sem eru líka með stofur að munurinn milli þessara tveggja hópa hefur í staðinn aukist, því miður,“ sagði Grétar Ólafsson. Biðtn er hættulegri en aðgerðin „Skortur á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu hefur meðal annars stoppað okkur af í sumar,“ sagði Kristinn Jóhannsson, hjarta- skurðlæknir á Landspítalanum, í samtali við Dag. Hann sagðist ekki sjá aðra leið út úr þeim ógöngum en að borga betur. Kristinn sagði að skurðstofu- rými og legurými væri nægjanlegt og mannafli í flestum stöðum nægilegur. Hjartasjúklingar dvel- ja yfirleitt aðeins sólarhring á gjörgæsludeild eftir opna skurð- aðgerð, en síðan í viku á legu- deild og eru síðan sendir heim í sex vikna hvíld fyrir endurhæf- ingu. Gjörgæsludeild er sameig- inleg íyrir alla sjúklinga spítalans. Stundum þegar eitthvað sérstakt kemur upp á fyllist deildin og fyr- ir kemur að skurðaðgerðum er frestað vegna stíflu sem myndast í gjörgæslu sjúklinga. „Um leið og búið er að ákveða aðgerð á sjúklingi á hann ekki að bíða neitt að ráði. Það er vitað að biðin er hættulegri en aðgerðin hjá okkur, kransæðaaðgerðin er gerð með innan við 1% áhættu," sagði Kristinn. Ekkert aðhafst í tvo mánuði Að sögn Arna Kristinssonar, yfir- læknis á lyflækningadeild fyrir hjartasjúklinga á Landspítalan- um, hafa orðið tafir á aðgerðum í sumar. „Þetta er vandræðaástand sem stafar af sparnaði á spítalan- um,“ sagði Arni. Aðeins bráðatil- fellum hefur verið sinnt. Biðlistar lengjast verulega og voru þó lang- ir fyrir. „Þetta er fyrsta sumarið sem ekkert hefur verið hægt að gera annað en að sinna því allra bráð- asta. Venjan hefur verið sú að við höfum getað unnið talsvert yfir sumarið. I rúma tvo mánuði hef- ur enginn farið í blásningu eða aðgerð vegna þess að þrengslin voru slík að ekki var hægt að kalla nokkurn mann inn. Astandið núna er miklu verra en það var fyrir ári síðan og verður slæmt fram eftir hausti. I vetur vonumst við til að allt fari í eðlilegt horf,“ sagði Arni. Opnuin lokuðu gangana! Endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hefur nánast legið niðri í sumar vegna skorts á sjúkl- ingum úr aðgerð. Magnús B. Ein- arsson yfirlæknir segir að rúm, sem ætluð eru hjartasjúklingum í fjögurra vikna endurhæfingu, hafi meira og minna verið nýtt fyrir aðra sjúklinga. Magnús segir að það sé leitt að sjá að hæfir læknar skuli ekki geta læknað sjúklingana sem bíða. Islenskir hjartaskurðlæknar eru aðeins fjórir, mjög reynslurík- ir og hæfir menn, sem hófu hjartaskurðlækningar á Landspít- alanum 14. júní 1986. Einn Is- lendingur til viðbótar vinnur í Svíþjóð og standa vonir til að hann komi heim til vinnu áður en Iangt um Iíður. Fljótlega kom í ljós að íslenskir hjartaskurðlækn- ar stóðu erlendum kollegum síst að baki, þrátt fyrir efasemdaradd- ir. Þeir eru í dag eftirsóttir í öðr- um löndum. Til dæmis hafa þeir unnið í Noregi fyrir samtök hjartasjúklinga þar í landi, en þau reka eigin hjartasjúkrahús. Magnús sagði það ekki vafa að réttu mennirnir, til dæmis margir öflugir menn í samtökum íslenskra hjartasjúklinga, gætu komið á lagg- irnar slíkri skurðdeild. Hann sagð- ist ennfremur ekki í vafa um að ís- lenska læknaþjónustu mætti selja úr landi. Til dæmis mætti hugsa sér samninga við erlend tryggingafélög sem þurfa að koma tryggingaþegum í hjartaaðgerðir. „Það þarf að selja inn á völlinn, eins og menn segja, fá erlenda sjúklinga. En við þurfum réttu mennina til að rótast í að koma þessu á fót, gera kostnaðará- ætlanir og markaðssetja," sagði Magnús. Arni Kristinsson hjartalæknir var sammála Magnúsi um þessa útflutningsleið: „Ef opna mætti eitthvað af þess- um lokuðu göngum hérna, þá væri þetta ekkert mál,“ sagði Arni. „Það er ráðið hingað starfsfólk og þá er miðað við að starfsemin geti geng- ið ótrufluð. Svo er skorið við nögl og „sparað“ með því að loka göng- um, borga fólki svo illa að starfs- hóparnir eru alltaf á förum. Því miður virkar kerfið aldrei almenni- lega. I rauninni er alltaf of mikið af fólki miðað við það að það mætti afkasta miklu meiru. Núna eru til dæmis hér til staðar hjarta- læknar, meinatæknar, röntgen- tæknar og svo framvegis, fólk sem gæti unnið þessi störf. En svo strandar allt á að hægt sé að koma fólki inn á spítala til að fá þjónust- una,“ sagði Arni Kristinsson. Hagkvæmast að gera ekkert? „Við höfum ekki fengið hjúkrunar- fræðinga til vinnu í þeim mæli sem við vonuðumst til eftir samn- ingana. Það hefur brugðist, ekki bara í gjörgæslunni, heldur miklu víðar. Samningarnir við hjúkrun- arfræðinga voru greinilega ekki meira aðlaðandi en það að þeir hafa ekki tekið sig til og knúið dyra hjá okkur,“ sagði Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarframkvæmdastjórn. „Hér ríkir mikil aðhaldsstefna. Við erum með mikið af vel mennt- uðu fólki og hér mætti ýmislegt gera. En allt sem við gerum kostar svo mikið. Ef við sitjum hérna og gerum ekki neitt erum við talin vera ódýrust. Þetta fyrirtæki er allt öðru vísi en öll önnur. Því minni afköst, þvi ódýrara. Þeir sem ráða vilja að við drögum úr,“ sagði Steinunn. Hún sagði að trúlega væri dæmið ekki reiknað til enda hjá stjórnmálamönnum, enda kostar það þjóðfélagið mikið að vera með þegna sína veika. „Við hérna á spítalanum erum nú ekki á sömu skoðun, við höld- um endilega að það sé full þörf á því sem við erum að gera, er það ekki öllum augljóst?" sagði Stein- unn að lokum. Hjartasjúklingar ræða vandaniáliii „Við höfum af þessu verulegar áhyggjur og umræðan um stór- minnkandi aðgerðir er auðvitað ofarlega á baugi í samtökum okk- ar. Við teljum okkur hafa ástæðu til að ætla að ástandið muni enn snarversna frá því sem þegar er orðið," sagði Vilhjálmur Vilhjálms- son, forstjóri Islenskrar getspár. Hann er formaður Reykjavíkur- deildar Landssamtaka hjartasjúkl- inga. Fækkun hjartaaðgerða verð- ur meðal þeirra mála sem rædd verða á þingi Landssamtakanna eftir rúma viku. Vilhjálmur segir að orð Magnús- ar B. Einarssonar læknis um út- flutning heilbrigðisþjónustunnar, eða öllu heldur innflutning sjúk- linga, til dæmis í hjartaaðgerðir, séu orð eins og mælt úr munni þeirra í Landssamtökunum. Hann segist þekkja til hjartasjúkrahúss norsku hjartasamtakanna. Sá rekstur hafi gengið mjög vel, og nú sé verið að stækka sjúkrahúsið. „Það er engin spurning að það er ástæða til að kanna þetta mál. Það sagði við mig Iæknir að sér lit- ist vel á þetta, en bætti við að þá þyrftu fleiri en Iæknar að koma að málinu. Sölustarfið og reksturinn er auðvitað ekki endilega þeirra sterka hlið. En það er engin spurning að kunnátta og þekking er hér til staðar, og þessa góðu krafta mætti virkja, sagði Vilhjálm- Útvarpsstjóri pantaði ávirðingar á Helga Útvarpsstjdri pantaði að eigin frumkvæði lista frá afleysinga- fréttamanni yfir ávirðingar á Helga H. Jónsson. Búist við stormasömum út- varpsráðsfundi á þriðjudag. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri bað Sigurð Þ. Ragnarsson, afleysingafréttamann hjá Ríkis- sjónvarpinu, að taka saman lista yfir það sem ámælisvert kynni að finnast í samskiptum við Helga H. Jónsson fréttastjóra. Þetta gerði útvarpsstjóri að eigin frum- kvæði, því engin formleg kvörtun lá að baki beiðni útvarpsstjóra. I bréfi sem Markús ritaði Sig- urði og vitnað er til í bréfi Mark- úsar til Helga kemur fram að út- varpsstjóri hafi falið Sigurði að hann „skoði hvort eitthvað annað í samskiptum... við Helga H. Jónsson geti talist ámælisvert." Bréftn og mnsóknimar fyrir útvarpsráð Eins og fram hefur komið í Degi hefur Sigurður sakað Helga um pólitíska ritstýringu í kosninga- baráttunni í vor og um að beita „óbærilegum þrýstingi“ vegna greinargerðar sem útvarpsstjóri bað um í tilefni af viðtali við dómsmálaráðherra sem ekki birt- ist. Dagur hefur öruggar heim- ildir fyrir því að Markús Örn hafi tekið málið upp án þess að nokkur kvörtun lægi fyrir frá ráð- herra. Síðan bað hann afleys- ingafréttamann um að setja sam- an lista um ámælisverða hluti hjá fréttastjóranum. Aðspurð segir Guðrún Helga- dóttir útvarpsráðsmaður að mál- ið allt yrði að sjálfsögðu tekið upp á útvarpsráðsfundi þriðju- daginn nk. „Það hlýtur að teljast afar athyglisvert ef útvarpsstjóri er að biðja um ótilgreindar ávirð- ingar á fréttastjóra sinn. Það sýn- ir enn einu sinni að útvarpsstjóri og aðrir yfirmenn RUV hafa ekki staðið upp til að verja sitt fólk, heldur þvert á móti gengið í óvinahópinn sem ræðst á frétta- stjórann," segir Guðrún. Fjallað verður um bréfaskriftirnar vegna Sigurðar-málsins auk þess sem farið verður yfir 64 umsóknir um fréttamannsstöður hjá Sjónvarp- inu - er búist við stormasömum fundi. Ekki náðist í útvarps- stjóra, sem er erlendis. — FÞG Ráðimeytið óttast ekki málsókn öryrkja Styrrinn á fréttastofu Sjónvarps hefur staðið um Helga H. Jónsson fréttastjóra. Heilbrigðisráðimeytið óttast ekki málsókn Öryrkj abandalagsins. Báðir aðilar vísa á álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu tfl stuðnings. „Við höfum býsna hreina sam- visku í þessum málum. Málið hefur í tvígang verið til umfjöll- unar hjá Umboðsmanni Alþingis og hann hefur komist klárlega að þeirri niðurstöðu að þessi mál séu meðhöndluð með réttum hætti,“ segir Jón Sæmundur Sig- urjónsson, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu, aðspurður um undirbúning Öryrkjabanda- lagsins að málsókn vegna skerð- ingar örorkubóta. Jón Sæmundur segir það hins vegar rétt, að umboðsmaður finni að því að lögin og lagatext- inn mættu vera skýrari, að sér- stök reglugerðarheimild hafí ver- ið felld út úr lögum á sínum tíma og að ráðherra hafi eftir það stuðst við almenna reglu- gerðarheimild. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Gagnkvæm framfærslu- skylda rauður þráður „Umboðsmanni þykir rétt að gera þetta skýrar. Rauður þráður í gegnum aðra löggjöf er gagn- kvæm framfærsluskylda hjóna. Annað hjóna á alltaf heimtingu á tekjum og eignum hins, ef ekki er gerður sérstakur sáttmáli þar um. Þetta prinsipp hefur fullt gildi gagnvart tryggingalöggjöf- inni þegar tillit er tekið til tekna viðkomandi og þess vegna skerð- ast bætur lífeyrisþega ef hans maki hefur verulegar tekjur," segir Jón Sæmundur. Um að frí- tekjumark hafi ekki hækkað í samræmi við þróun Iaunavísi- tölu segir Jón Sæmundur að ráð- herra sé þar bundinn lögum, þar sem byggt er á ASÍ-samningum. Garðar Sverrisson, varafor- maður Öryrkjabandalagsins, segir að Umboðsmaður hafi ekki unnið að ítarlegri greinargerð til Alþingis ef honum hefur fundist allt vera í himnalagi. „Allir sem lesa greinargerðina sjá að um- boðsmaður gerir mjög alvarlega athugasemd við augljóst ósam- ræmi milli texta laganna og reglugerðar ráðherra. I áliti hans kemur skýrt fram að lagaheim- ildina, sem áður var fyrir hendi, sé ekki lengur að finna. Þetta á við sjálfa tryggingalöggjöfina, en til viðbótar því viljum við fá úr því skorið hvernig þessi skerð- ingarákvæði samræmast t.d. stjórnsýslulögunum, stjórnar- skránni, alþjóðasamningum og mannréttindasáttmálum," segir Garðar Sverrisson, varaformað- ur Öryrkjabandalagsins. — FÞG jOn birgir PETURSSON Nánast hi artaaðge róastopp!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.