Dagur - 10.09.1998, Side 9
8- FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
X^HT'.
FRÉTTASKÝRING
Heimsfréttm í Eyjiim
BJORN
ÞORLAKS-
SON
SKRIFAR FRÁ EYJUM
Vestmannaeyingar voru sallaró-
legir í gær og báru það ekki með
sér að von væri á frægasta hval
veraldar, stærstu frétt heimsins,
eins og Hallur Hallsson, talsmað-
ur Keikó-samtakanna, orðaði
það. Fyrstu Vestmannaeyingarnir
sem Dagur tók tali f gær sögðu:
„Spenntir? Þetta er bara hvalur
og við höfum oft séð hval áður.“
Fáir voru á ferli á götum bæjar-
ins ef undan eru skildir frétta-
menn á annað hundrað. Þeir
vöfruðu um og Ieituðu nýrra sjón-
arhorna, milli þess sem þeir fylltu
matsali og kaffihús. Frétta-
mannagerið var mest frá Ameríku
og þótti þeim ljóslega mikið til
náttúru Vestmannaeyja koma,
sem hjúpuð var dulúðgu mistri
mestan gærdaginn.
Gaman var að bera saman
hvernig innlendir og erlendir
ferðamenn ræddu dýrið Keikó
utan dagskrár. Stutt var í háðið
hjá Islendingnum á meðan Kan-
arnir ræddu tilfinningar Keikós
og réttindi út og suður. Fyrir utan
erlendu gestina voru það helst
börnin í Eyjum sem báru með sér
að dagurinn í dag yrði ekki ná-
kvæmlega eins og aðrir dagar.
Þau fá enda frí úr skólanum í dag
og munu mynda heiðursvörð þeg-
ar Keikó verður fluttur í dag.
Hver er Kelkó?
Keikó er fæddur árið 1977 eða
1978. Hann er því rösklega tví-
tugur og fæddist í Atlantshafinu í
kringum Island. Arið 1979 var
hann fangaður og fluttur í Sæ-
dýrasafnið í Hafnarfirði. Arið
1982 keyptu Kanadamenn dýrið
en þaðan var hann seldur til
Reino Aventura í Mexíkó fyrir
350.000 dali. Árið 1992 hófst nýr
kafli í sögu hans þegar Warner
Bros fengu augastað á skepnunni
fyrir kvikmyndina Free Willy.
Keikó sló algjörlega í gegn og hal-
aði inn stórar summur fyrir kvik-
myndaverið. Upp úr þessu kvikna
hugmyndir um að koma háhyrn-
ingnum aftur til sinna heimkynna
enda sáust merki þess að mann-
anna umhverfi hefði miður góð
áhrif á heilsu hans. Sá kafli end-
ar í Vestmannaeyjum í dag þegar
risaþota kemur fljúgandi með
kauða. Þó er ekki rétt að segja að
sagan endi með því, þar sem
Keikó hefur verið búið heimili í
risastórri flotkví í Klettsvík og
standa vonir manna til að hann
fái e.t.v. fullt frelsi síðar.
Ævmtýri auðjöfranna
Hvað sem því viðkemur hafa
milljónir dala skipt um eigendur f
þeirri viðleitni að „frelsa Keikó"
og má þar nefna nafn Craig O.
McCaw sem fylgir Keikó til Vest-
mannaeyja í dag. Samkvæmt For-
bes er McCaw einn af 70 ríkustu
mönnum Bandaríkjanna og víst
er að Vestmannaeyjar hefðu ekki
komist á kort alheimsins í dag ef
peningamenn væru ekki í hópi
áhugasamra um Keikó. Aldraður
Vestmannaeyingur sem blaðið
ræddi við í gær sagði skelfilegt til
„Þetta er bara hvalur og við höfum oft séð hval áður, “ segja sumir Eyjamenn. Klettsvíkin verður vettvangur heimsatburða í dag þegar hinn nýi íbúi, Keikó, kemur „heim". - myndir: bg
þess að vita að hundruðum millj-
óna væri varið í að flytja hval á
milli heimshluta á meðan heim-
urinn yppti öxlum vegna hung-
ursneyðar hjá mannfólkinu. Blað-
ið hitti þó enga Eyjamenn sem
sögðust ósáttir við að Keikó kæmi
til Eyja.
Vítamínsprauta
Lúðvík Bergvinsson alþingismað-
ur var bjartsýnn þegar Dagur
ræddi við hann í heimabæ hans,
Vestmannaeyjum, í gær. „Mér líst
vel á komu Keikó til Eyja. Eg held
að koma hans geti verið ákveðin
vítamínsprauta á ferðaþjónust-
una í Vestmannaeyjum og Iand-
inu öllu. Það er gaman að til-
standinu sem fylgir komu hans
en það á eftir að koma í ljós hver
eftirmál flutningsins verða.“ Lúð-
vík segir að flutningnum sjálfum
fylgi gríðarleg auglýsing en
spurningin sé hvernig vinna á úr
framhaldinu. „Það er voða erfitt
að spá fyrir um hvort þetta mun
þýða að ferðamönnum fjölgi í
framtíðinni til Eyja en það er
hlutur sem menn verða að skoða.
Við verðum að horfa lengra og
nýta þetta tækifæri eins og kostur
Keikó dóni?
Ekki verður vikist undan því að
fjalla um hina kómísku hlið máls-
ins. Evrópskur fréttamaður sem
blaðið ræddi við í gær sagði að
rétta skýringin á því að hvalurinn
væri fluttur burt frá Newport væri
sú að hann væri farinn að fróa sér
í tíma og ótíma og skelfingu lostn-
ir foreldrar hefðu forðað börnum
sínum frá honum að undanförnu.
Dýrið hefði vissulega náttúru en
engin tækifæri til að fá útrás fyrir
hana. Aðrir tala um sirkus en eng-
inn virðist vita með vissu hver er
að fífla hvern ef einhver er að því
á annað borð. Hvað segir Lúðvík
um svokallaða sirkushlið málsins?
„Það er Ijóst að fjölmiðlar hafa
mikinn áhuga á þessum flutningi.
Af hverju? „Eftir því sem ég kemst
næst vegna frægðar dýrsins og
þess að þetta hefur ekki verið gert
áður. Við skulum sjá hvað setur.
Ef einhver sirkushlið er á þessu
máli held ég að við Vestmannaey-
ingar eigum að vinna úr því eins
og öðru. Það er undir okkur sjálf-
Frá fréttamannamiðstöðinni í Eyjum. Meira bar á fréttamönnum en
heimamönnum á götum Vestmannaeyja í gær.
um komið hvemig við vinnum úr
þessu öllu.“
Lítil áhrif á hvalveiði
Sér Lúðvík fyrir sér að koma
hvalsins geti haft neikvæð áhrif á
sjávarútveg Islendinga? „Það hafa
verið uppi efasemdaraddir um að
þetta torveldi okkur að heija hval-
veiðar að njju. Mér finnst menn
full fljótir að setja þetta í sam-
hengi. Ég held líka að það hilli
ekkert undir það að Islendingar
hefji hvalveiðar á annað borð.“
Mun færri komu en búist var
við
Lúðvík talar um ferðaþjónustuna
og víst er að hótel og veitingahús
maka króldnn þessa daga í Eyj-
um. Rafn Pálsson, hótelstjóri á
Hótel Bræðraborg, var með full-
bókað hjá sér en hann segir þó
ljóst að mun færri hafi komið til
Éyja vegna flutningsins en spáð
hafði verið. „Það er alltaf ofmat á
því hve margir eru taldir ætla að
fylgjast með svona stórviðburði.
Miðað við fyrstu viðbrögð mátti
áætla að 500-700 manns myndu
koma til Eyja vegna Keikós en
reyndin er að þetta verða kannski
150-200 manns. Rafn segir Keikó
viðbót í flóru Vestmannaeyja sem
ferðamannastaðar en alls enga
bombu.
Rosaleg framganga
Samvtnnuferða
Rafn er hins vegar mjög óhress
með framgöngu ferðaskrifstofunn-
ar Samvinnuferða Landsýnar.
Hann segir ferðaskrifstofuna hafa
okrað á dæminu og það skaði
ímynd ferðaþjónustunnar í Eyjum
í heild.
„Þetta er mjög viðkvæmt mál en
það hefur komið í ljós að sá aðili
sem haldið hefur utan um flug og
gistingu vegna komu Keikós, Sam-
vinnuferðir Landsýn, hefur hækk-
að gistingu hjá okkur um tæp 50
prósent. Keikó Foundation og Þró-
unarfélag Vestmannaeyja mæltust
til að Samvinnuferðir myndu
halda utan um allan þjónustuþátt-
inn. Einhver verður að halda utan
um þetta, en eftir að hafa verið í
bransanum í 30 ár hér í Eyjum
veit ég að við þurfum engar ferða-
skrifstofur frá fastalandinu til að
stjórna okkur. Við getum séð um
þetta sjálf. Við höfðum sagt að
menn mættu alls ekki sprengja
upp verðið enda fjölmiðlar naskir
á að fjalla um hið neikvæða og við
vildum ekki að fjölmiðlar ljölluðu
neikvætt um Vestmannaeyjar.
Reyndin er hins vegar sú að Sam-
vinnuferðir hafa smurt óeðlilega
miku ofan á pakkann. Þeir þurfa
að fá eitthvað fyrir sinn snúð en
50 prósenta álag er út í hött. Það
er alveg rosalegt að eftir að við
erum búin að veija nokkrum ára-
tugum í að byggja upp ferðaþjón-
ustu hér, skuli það nú gerast að
ein ferðaskrifstofa geti eyðilagt
það sem við erum búin að vera að
byggja upp,“segir Rafn.
Tveggja manna herbergi með
baði kostar á verði Samvinnuferða
um 13.000 kr. en væri annars
8.800 kr.
Dagskráin í dag
Ekki var hægt með neinni vissu að
segja til um áður en blaðið fór í
prentun í gær hvort risaflugvélin
sem kemur með Keikó getur lent í
Vestmannaeyjum í dag. Góðar Iík-
ur voru þó taldar á þvl samkvæmt
veðurspá og er áætlað að vélin
lendi með hvalinn klukkan 10:00.
Klukkan 10:15 verður frétta-
mannafundur en ld. 11:00 hefst
flutningurinn í flotkvína ef allt
gengur að óskum. Báðar sjón-
varpsstöðvarnar íslensku munu
sýna beint.
Þess má geta í lokin að síðasta
hugsun blaðamanns er hann gekk
götur Vestmannaeyja í gær var að
Vestmannaeyingar virtust virða
Ijölmiðlamennina útlendu fyrir sér
af meiri undrun og athygli en
fréttamennirnir horfðu á inn-
fædda. Höfðu þó fréttamennirnir
aldrei séð Vestmannaeyinga fyrr.
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 - 9
í kvöld kl. 21
n
AksjóN
í Bæjarsjónvarpinu
Einimgis gervivambir
verða á boðstóliun hjá
sláturhúsi KEA á Ak
ureyri. Fullmannað,
en vantar vant fólk.
Erfiðlega hefur gengið að fá vant
fólk til að vinna hjá sláturhúsi
KEA að þessu sinni en slátrun
hefst í dag. Að sögn Óla Valdi-
marssonar sláturhússtjóra er hús-
ið nú að mestu fullmannað en
hins vegar sé áberandi skortur á
vönu fólki. Hann bendir á til
marks um hve óvenjulegt ástand-
ið sé, að í ár gangi illa að fá menn
með réttindi á lyftara, sem alla
ENGIN HUS
ÁN HITA
Pexrör
með súrefniskápu
til vatnslagna,
í geislahitun,
og til miðstöðvarlagna ;j
Verslið vi6 3
fagmann. I
C DRAUPNISGOTU 2 • AKUREYRI 3
c SÍMI 462 2360
il Op/ð á laugardögum kl. 10-12. g
e n
GQBQUQQQQQBQQQBQDHDQBQHQUQQQQQQQEI
Státrun hefst hjá Sláturhúsi KEA í
dag.
jafna séu fyrstu störfin sem fari.
Vegna skorts á vönu fólki hefur
verið ákveðið að sláturhúsið mun
ekki verða með neinar vambir en
þess í stað notaðar gervivambir, af
því tagi sem KEA hefur áður ver-
ið með. ÓIi segir að 4-5 slíkar
vambir verði þá látnar í kassana
hjá þeim sem eru að taka slátur.
Reynsluna af gervivömbunum
segir ÓIi hafa verið góða, sérstak-
lega hafi unga fólkið kunnað að
meta þær. Eina áhyggjuefnið seg-
ir hann vera hvort hann fái nógu
mikið af þessum vömbum nægj-
anlega fljótt.
Slátrað verður um 28 þúsund
fjár í haust sem er svipað og í
fyrra að sögn Óla. Hann segir
áætlað að klára slátrunina 15.
október. Hins vegar sé sá mögu-
leiki alltaf fyrir hendi ef ekki fæst
fleira vant fólk að teygja aðeins á
sláturtíðinni og vera einfaldlega
lengur að.
Aðalskipulag
Kelduneshrepps
1997 - 2005
Tillaga að aðalskipulagi Kelduneshrepps 1997 - 2005 var auglýst
samkvæmt ákvæðum skipulagslaga 27. maí 1998 og rann frestur-
inn til að skila athugasemdum út 11. júlí 1998. Alls bárust tvær at-
hugasemdir við skipulagstillöguna. Vegna athugasemda um að
byggðakjarni við Lónin gæti valdið mengunarhættu vegna fiskeldis
á svæðinu og að orðalag um hættu við byggð á gjáasvæði I upp-
sveit verði verulega milduð.
Hreppsnefnd Kelduneshrepps tók tillöguna að aðalskipulagi Keldu-
neshrepps 1997 - 2005 með ofangreindum athugasemdum til
lokaumræðu á fundi sínum 4. ágúst sl., þar sem fallist var á að
fella út byggðakjarnann við Lónin og að orðalag vegna byggðar á
gjáasvæði í uppsveit verði mildað. Var það samþykkt samhljóða.
Tillagan verður send skipulagsstofnun og umhverfisráðherra til
staðfestingar.
Bókun hreppsnefndar Kelduneshrepps um athugasemdir og af-
greiðslu þeirra hefur verið send þeim sem athugasemdir gerðu við
skipulagstillöguna.
Hreppsnefnd Kelduneshrepps.
FRÉTTIR
Erfitt að fá vant
fólk í sláturtíðina