Dagur - 10.09.1998, Síða 13
Tkyptr
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 - 13
ÍÞRÓTTIR
L
Mörg liðin verða
vanmetiii í vetur
Leikmenn í atvinnumennsku koma heim og gera deildina ennþá sterkari
en hún var í fyrra.
í blaðinu í gær hófiun
við kynningu á liðun-
um sem leika í úrvals-
deildinni í körfuknatt-
leik og var byrjað á
liðum Njarðvikinga,
Skagamanna og Þórs-
ara. Nútökumvið
fyrir næstu þrjú lið
sem eru Valur, Skalla-
grímur og KR.
Viilur
Svali Björgvinsson er nú þjálfari
Valsmanna enn eitt árið. Liðið
hefur á að skipa mjög ungum leik-
mönnum sem eiga svo sannarlega
framtíðina fyrir sér. Einn athyglis-
verðasti leikmaður liðsins er
nítján ára gamall strákur sem er
um tveir metrar og tíu sentimetrar
á hæð. Hjörtur Þór Hjartarson
heitir hann og vonandi fer svo hár
Ieikmaður að banka á dyr lands-
liðsins. Valsmenn munu ekki gera
stórkostlega hluti í vetur hvað titla
varðar, en góður þjálfari þeirra
mun skila áfram góðum leik-
mönnum í íslenskan körfubolta.
„Ég er nokkuð bjartsýnn á vet-
urinn hjá okkur. Strákarnir fengu
ágætis reynslu eftir sl. leiktímabil,
þannig að ég er óhræddur. Deild-
in verður betri nú en nokkru sinni
fyrr. Leikmenn í atvinnumennsku
koma heim og gera deildina enn-
þá sterkari en hún var í fyrra. Það
er góðæri í sjávarútvegi og þá eiga
þau lið sem eiga allt undir sjávar-
útvegi komið, auðvelt með að
styrkja Iið sín. Þau verða mjög öfl-
ug Iiðin á Suðurnesjum og verða í
toppsætunum," segir Svali Björg-
vinsson þjálfari.
Nýr leikmaður: Keneth Ric-
hards.
Farnir: Brynjar Karl, Oskar
Freyr Pétursson og Guðni Haf-
steinsson (hættur í fimmta sinn).
SkaJlagrímui
Henning Henningsson er nýráð-
inn þjálfari þeirra Borgnesinga.
Hann er þar öllum hnútum kunn-
ur, því hann spilaði með Iiðinu
fyrir nokkrum árum. En Tómas
Holton sem áður sá um þjálfun-
ina mun leika áfram með liðinu.
Það er ekki mikil breidd í liði
Skallagríms, en það er ekki nýtt
vandamál á þeim bænum. Leik-
reyndu leikmenn liðsins verða að
ná sér vel á strik svo vel fari.
Kristinn Friðriksson sem er kom-
inn til liðs við Borgnesinga eftir
tvö ár í Danmörku, getur orðið sá
leikmaður sem gæti fleytt liðinu
langt, ef sá gállinn er á honum.
„Við munum hanga aftan í Suð-
urnesjaliðunum eins og við mögu-
lega getum. Það mun verða okkar
hlutskipti ásamt öðrum liðum í
úrvalsdeildinni. Ég tel að Suður-
nesjaliðin muni hafa mikla yfir-
burði,“ segir Henning Hennings-
son þjálfari.
Nýir leikmenn: Kristinn Frið-
riksson, Henning Henningsson
og Roderick Hay.
Farnir: Bragi Magnússon,
Grétar Guðlaugsson og Páll Axel
Vilbergsson.
KR
Otrúlegar breytingar hafa orðið
hjá KR-ingum fyrir veturinn. Þeir
hafa misst fjöldann allan af góð-
um Ieikmönnum. Það verður erfitt
fyrir nýjan þjálfara, Keith Vassell,
að byggja upp nýtt lið en aftur á
móti mikil áskorun fyrir hann.
Keith mun einnig Ieika með liðinu
eins og í lok sl. tímabils. I liðinu
eru margir ungir og mjög svo efni-
legir leikmenn sem eiga svo sann-
arlega framtíðina fyrir sér. Til liðs-
ins hefur komið einn besti bak-
vörður landsins, Eiríkur Onundar-
son frá IR og mun hann örugglega
styrkja Iiðið mjög mikið.
„Við ætlum að byggja upp lið
framtíðarinnar. Við höfum marga
stráka sem ætla sér stóra hluti.
Stefnan er sett á að toppa í lok
tímabilsins, á réttum tíma. Það
eru allir að tala um að Suður-
nesjaliðin muni verða í toppbar-
áttunni. Það er Iíklega rétt, en
þetta verður veturinn þar sem
mörg Iið verða vanmetin og það á
eftir að setja strik í reikningin,"
sagði Ingi Þór Steinþórsson að-
stoðarþjálfari KR.
Nýir leikmenn: Eiríkur On-
undaison, Mikael Björnsson, As-
geir Klöðversson og Ivar Sverris-
son.
Farnir: Ósvaldur Knudssen,
Baldur Ólafsson, Ingvar Ormars-
son, Björgvin Einarsson, Veigur
Sveinsson, Hermann Birgisson og
Jón Arni Stefánsson.
SKOBUN
SVERRISSON
Árkörfu-
boltans
Nú þegar bestu handknattleiks-
menn landsins flykkjast í víking
og gerast atvinnumenn í íþrótt
sinni, eru aðrir á heimleið.
Margir af okkar bestu
körfuknattleiksmönnum sem
hafa verið í atvinnumennsku
víða um heim, snúa nú aftur í ís-
lenska baráttu, reynslunni rík-
ari. Það er enginn vafi á því, að
handboltinn mun um stundar-
saldr bíða smá skaða af brott-
hvarfi margra af okkar bestu
leikmanna, en það verður von-
andi ekki lengi, því mikið er af
efnilegum leikmönnum, sem ör-
ugglega eiga eftir að spjara sig.
En eins og áður sagði eru
margir sterkir körfuknattleiks-
menn mættir aftur í slaginn.
Þeir eiga án efa eftir að styrkja
Iið sín og gera íslenskan
körfuknattleik mun skemmti-
Iegri en undanfarin ár. En þeir
munu ekki einir bera
körfuknattleikinn uppi. Það eru
margir efnilegir leikmenn að
koma fram, en því miður eru
alltof margir þjálfarar of ragir
við að leyfa þessum ungu leik-
mönnum að sanna sig. Það geta
þeir ekki, nema þeir fái að stíga
inn á völlinn. Það sannaðist á sl.
tímabili í baráttunni um Is-
landsmeistaratitilinn að gott er
að gefa ungum leikmönnum
„sénsinn“ snemma á tímabilinu.
Friðrik Ingi Rúnarsson, að öðr-
um þjálfurum ólöstuðum, sýndi
ungu strákunum í Njarðvík
snemma mikið traust. Og hvað
gerðist. Tveir ungir leikmenn
sem fengu mikið að spila í byij-
un móts, hjálpuðu mikið við að
landa titlinum. Njarðvík hefði
ekki náð titlinum eftirsótta, ef
þjálfarinn hefði ekki sýnt þeim
það traust sem þeir áttu greini-
lega skilið. Þjálfarar, gleymið
ekki ungu strákunum þó að í lið-
um ykkar séu margar stórstjörn-
ur.
GUNNAR
ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ
Framtídin biört hjá okkur
Ama Steinsen
þjálfari íslandsmeistara KR
KR-stelpumarunnu á
dögunum íslandsmeistara-
titilinn í knattspymu, eft-
irmikla baráttu við vál-
kyrjumar úr Val. Ama
Steinsen, þjálfari KR, var
að vonum ánægð með til-
vemna eftirað titillinn
varíhöfn.
- Var mikil pressa á ykkurfyrir
úrslitaleikinn við Val?
„Það var þvílíkt búið að hugsa
um þennan leik og mikið stress í
hópnum fyrir leikinn. Við höfum
Iengi vitað að þetta yrði hreinn
úrslitaleikur og þess vegna hlóðst
upp mikil spenna hjá stelpunum.
Hann er örugglega búinn að hvíla
þungt á mannskapnum síðustu
dagana og ekki bætti úr að við
áttum eftir Ieik við ÍBV í Eyjum,
sem við kláruðum á föstudaginn.
Okkur gekk vel í þeim Ieik og
unnum hann 3:9, þannig að það
hefur eitthvað slegið á kvíðann
fyrir leikinn gegn Val. Svona er
þetta alltaf í fótboltanum og ekk-
ert við því að gera, annað en bíta
á jaxlinn og beijast."
- Ertu sátt við gang mála í
sumar?
„Ég er mjög sátt við sumarið.
Eftir tapleikinn við Val í fyrri um-
ferðinni settumst við niður og
ræddum málin, því auðvitað var
það töluvert sjokk að tapa Ieikn-
um. Við ákváðum að halda okkar
striki og vissum að við gætum
klárað það sem eftir var. Við höfð-
um það allan tímann á tilfinning-
unni að við myndum standa uppi
sem sigurvegarar í lokin, en auð-
vitað setti það pressu á liðið, að
Valur sky'ldi komast upp fyrir okk-
ur og leiða deildina þetta Iengi.“
- Var einhver leikur öðrum
erfiðari í sunuir?
„Allir leikir eru meira og minna
erfiðir, en ég held að okkur hafi
kviðið hvað mest fyrir leiknum í
Eyjum. Útileikurinn við Breiða-
blik var mjög erfiður og frábært
að vinna hann, eftir að við höfð-
um orðið undir 1:0. Einnig var
útileikurinn gegn Stjörnunni
mjög erfiður, en við unnum hann
1:2 eftir mikla baráttu og puð. Ég
tel að við höfum verið mjög
heppnar að klára þann leik, en
svona er blessaður boltinn og oft
þarf að hafa mikið fyrir hlutun-
um.“
- Það heyrðist eftir leikinn við
Val, að nú væri kominn tími til
að yngja upp hjá KR. Hvað viltu
segja um það?
„Nei það tel ég ekki. Mér finnst
það bara kjaftæði að KR þurfi að
fara að yngja upp sitt lið og blæs
á það. Við erum með mjög góða
blöndu í Iiðinu. Ungt lið með
reynslukonum. Við erum með
góða leikmenn sem hafa dýrmæta
reynslu, stelpur sem eru á besta
aldri og eiga nóg eftir. Síðan
erum við með ungar og efnilegar
stelpur sem hafa verið að koma
inn í liðið. Ég tel það nauðsynlegt
hveiju liði að byggja á reynslunni
og það hefur einmitt verið okkar
styrkur. Þó eitt ár líði hjá, þá þýð-
ir það ekki að þá þurfi endilega að
hefja nýja uppbyggingu. Hún á að
koma jafnt og þétt og ungu stelp-
urnar eiga að aðlagast með þeim
reyndari. Það er besta uppbygg-
ingin og þannig vil ég hafa það.
Við erum til dæmis núna með
þijár ungar stelpur í liðinu sem
komu inn f liðið í vor og það er sú
eðlilega endurnýjun. Þær fá þá
góðan stuðning frá þeim eldri og
það er mjög gott.
Hveijum finnst til dæmis kom-
inn tími á Helenu Ólafsdóttur,
sem er aðeins 29 ára. Hún hefur
verið að spila frábærlega vel og á
örugglega mörg ár eftir. Það er
ekki talað svona í karlafótboltan-
um og það á heldur ekki við í
kvennaboltanum. Meðan fólk
hefur gaman að þessu og hefur
ennþá þann kraft sem til þarf, þá
skiptir aldurinn ekki öllu.“
- Munt þú verða áfram hjá
KR á næsta tímabili?
„Ég gerði tveggja ára samning
við félagið og við ætlum okkur að
skoða málin eftir að keppnistíma-
bilinu er lokið. Fyrr vil ég ekkert
um það segja. Það má hins vegar
segja að ef við vinnum líka bikar-
inn þá gæti ég hætt sátt við allt og
alla, en við skulum bara sjá til.“
- Hvaða mat leggur þú á stöðu
kvennaboltans í dag?
„Mér finnst hlutirnir horfa
mjög til betri vegar. í dag eigum
við fjöldann allan af mjög efnileg-
um stelpum, sem hafa allt til að
bera. Þær koma mildu betur und-
irbúnar upp úr yngri flokkunum
og þar hefur orðið mikil breyting
á. Þær eru tæknilega miklu hetur
þjálfaðar og skilningurinn á
leiknum hefur aukist mikið. Það
virðist sem félögin leggi meiri
rækt við uppbygginguna og nú
eru flestir þjálfarar vel menntaðir
og kunna betur til verka. Ég vil
því segja að framtíðin sé björt hjá
okkur stelpunum."