Dagur - 16.09.1998, Page 2

Dagur - 16.09.1998, Page 2
18 — MIDVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 199 8 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON Herjólfur. Faglegir fréttamenn Baksvið Vestmannaeyja var um margt sér- kennilegt dagana sem allt varð vitlaust vegna Keikós. Ofanrituðum gafst það einstæða tæki- færi að taka þátt í ævintýrinu íyrir hönd blaðs- ins og þótti skóli að fylgjast með sumum af bestu fréttamönnum heims er þeir voru að störfum í Eyjum. Sérstaklega var gaman að fylgjast með útlendu sjónvarpsfréttamönnun- um sem komu margir inn á klukkustundar fresti eða svo og gáfu í beinni útsendingu stutta skýrslu um hvað var að gerast. Til þess höfðu þeir stundum ekki nema 10-15 sekúnd- ur en framsögn þeirra, málhraði og orðaforði var 100%, blaðlaust. Efnisatriði almennt kór- rétt. Varð sumum hugsað til sjónvarpsfrétta- mannanna okkar íslensku í samanburðinum. A engan hátt er verið að kasta rýrð á störf þeirra þótt á þá halli pínu. „Ég held að neyt- andinn eigi sjálfur að fá að ráða hvað er á borðum hans. Frekar en Jón Ás- geir eða einhver annar,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, kaup- félagsstjóri KEA, í Degi. Hanastél í Herjólfi Meira um Eyjar. A miðvikudagskvöld, daginn áður en Keikó kom til Eyja, tók bæjarstjórnin sig til og bauð pressugerinu öllu í kokkteil og snittur um borð í Heijólfi. Blaða- og frétta- menn tóku sæmilega við en þó minna en gest- gjafar höfðu áætlað. Skýringin gæti verið sú að ákveðið var að sigla dálítið með farþegana og veltingurinn minnkaði mjög lystina hjá ýms- um. Eina fréttakonu bandaríska sá ofanritaður sem skilaði veigunum uppi á dekki, steinhissa á að siglt væri í brjáluðu roki. Veðri sem í Vest- mannaeyjum kallast nánast Iogn. Góðir heim að sækja Enn um Eyjar. Ekki er annað hægt en að hrósa Vestmannaeyingum fyrir þá alúð og hjálpsemi sem hvarvetna var viðkvæðið í tengslum við komu Keikós. Það var sama hvar maður kom. Allir virtust tilbúnir að veita upplýsingar og hjálparhönd og annað sem oft gleymist á Is- landi: Vestmannaeyingar kunna að brosa! Þetta er fágætur hæfileiki hjá Islendingum og nýtist afar vel í ferðaþjónustu. Túrismi er enda ört stækkandi atvinnugrein í Eyjum og ekki að ástæðulausu. Starfsmenn Eyjablaðsins Frétta fá í lofrullunni sérstaka kveðju frá Degi fyrir samstarfið sem og Jói á Hólnum. Epilogus Fjölmiðlaherinn varð að Iáta sér duga að sigla með Herjólfi í land eftir að C-17 vélin iokaði vellinum. Sumir áttu erfiðar með gang en aðr- ir er þeir stigu um borð og virtust lítt sofnir. Fulltrúar eins ónefnds fjölmiðils höfðu skipu- lagt undanhaldið vel og pantað klefa og kojur á línuna á leiðinni til lands. Með tilliti til djammdugnaðar þessa hóps verður það að telj- ast frábær skipulagning. Björgvin Sigurðs- son talsmaður Grósku. 100 daga gróska „Á þessum fundi lögðum við fram plagg, drög að stefhuskrá, hver verkefnin ættu að vera fyrstu 100 dagana,“ segir Björgvin Sigurðs- son, talsmaður Grósku. „Jakop Frímann hélt fyrirlestur um það hvemig vinna á kosningar og vakti hann að vonum athygli. Höfuðáherslur Grósku eru á menntamál og sjávarútvegsmál, en við erum ekki hvað síst að vekja upp umræður um það sem um verður kosið í næstu kosn Gróskci, síimtök utigs fólks úr öllumféhgs- hyggjuflokkum, hélt op- innfund og málþing síð- astliðinn hmgardag, þar sem yfirskriftin var: „Verkefni nýrrarstjóm- ingum. Umhverfis- og virkjana- dTjafnaðamiannafyrStU laginu brýn þörf á því að afnema bóta- tryggingu öryrkja og hækka ör- orkubætur verulega." Til að fjármagna aukin útgöld til fræðslu- heilbrigðis og trygg- ingarmála segir Björgvin að inn í stefnuskrána sé fléttað tekjuöfl- unarkerfi. Engin stór stökk eigi að taka en smám saman koma á betra skattkerfi og auka réttlátari tekjuskiptingu. Klofningur í Alþýðubanda- mál eru ofarlega á baugi og svo auðvitað jafnréttismálin, enda Kvennalistinn sterkur í Grósku." 100 dagana. Herinn burt Gróska vill herinn burt eigi síðar en 2002 og vill að farið verði að leggja drög að brottflutningi hans nú þegar. Einnig að hafin verði kynning á Evrópusam- bandinu sem ljúki með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild. „Við höfum komið með nýja útfærslu á fisk- veiðibatteríinu. Við erum veiðigjaldssinnar og viljum að búið verði til skilvirkt kerfi þar sem menn versli beint við hið opinbera í stað þess að vera að braska með kvóta sín á milli,“ segir Björgvin. Mikið hefur verið rætt um siðvæðingu stjórn- málamanna og skoðun Björgvins er sú að illilega skorti skýrar Ieikreglur þeim til handa. Hægt sé að skipa nefnd fagmanna til að útbúa slíkar reglur og þá fari ekkert á milli mála hvort menn fari yfir einhverjar línur. Breytingar á skattkerfinu eru stórmál og full þörf á þrepakerfi," segir Björgvin. „Um leið er SPJALL Hvað nieð klofning Alþýðu- bandatagsins? „Ég tel ekki að Alþýðubandalag- ið sé að ldofna. Það er eðli stjórn- málaflokka að menn eru að koma og fara og margir menn hafa yfir- gefíð Alþýðubandalagið í áranna rás án þess að það hafí haft áhrif á flokkinn í heild. Sterkir aðilar hafa yfirgefið hann, eins og Steingrfmur og Hjörleifur, en Steingrímur er eini Alþýðubandalagsmaðurinn sem hefur lýst yfir sérframboði, Ogmundur gekk aldrei í AI- þýðubandalagið og getur þar af leiðandi ekki klofið það. Hann var bara gestur á leið heim. Vissulega er það sorglegt að þeir geti ekki séð sér fært að koma með, því þeir eiga alveg erindi inn í fylkingu sameinaðra vinstri manna. Guðrún Helgadóttir hefui vst yfir andstöðu sinni við samfylkinguna en Guðrún hefur fyrir nokkrum árum dregið sig útúf íslenskum stjórn- málum. Svo má benda á að Svavar Gestsson, hefur frá upphafi verið einn öflugasti þingmaður flokks- ins, hann er ennþá með okkur og mildll sómi að því þar sem hann er öflugur stjórnmálamaður." ■ FRÁ DEGI Þeir kaldhæðnu hafa rétt fyrir sér í níu skiptum af hverjum tíu. Henry Louis iVlencken Þetta gerðist 15.9 • 1812 var mikill eldsvoðí í Moskvuborg. • 1848 var þrælahald afnumið í öllum frönskum landsvæðum í Ameríku. • 1975 fékk Papúa Nýja Gínea sjálfstæði frá Ástralíu. • 1978 25.000 manns farast í jarðskjálfta í Iran, sern mældist 7,7 stig. • 1983 hlaut Arnold Schwarzenegger rík- isborgararétt í Bandaríkjunum. • 1992 létust 900 manns í flóðum í Pakistan. Þaufæddust 15.9 • 1940 fæddist Ómar Þ. Ragnarsson, sá eini sanni. • 1939 fæddist suðurafríski rithöfundur- inn Breyten Breytenbach. TIL DAGS • 1925 fæddist blúskonungurinn B.B. King. • 1923 fæddist Lee Kuan Yew, sem var forsætisráðherra í Singapúr í þrjá ára- tugi, 1959-90. • 1888 fæddist Frans Eemil Sillanp, fyrsti finnsld rithöfundurinn sem vann til Nóbelsverðlauna. • 1387 fæddist Hinrik fimmti, sem var Englandskonungur árin 1413-22. Vísa dagsins Þessi vísa barst á ritstjórnina frá Búa. Afmælisbarn dagsins Gamla Hollywoodstjarnan Lauren Bacall fæddist í New York árið 1924, en hét þá reyndar Betty Joan Perske. Nítján ára Iék hún í fyrstu bíómyndinni, To Have , and Have Not, með Humphrey Bogart. Þau Iéku síðan saman í fleiri myndum, og voru gift á tímabili þótt hann væri 25 árum eldri. Virðisaukaskattur! Pabbinn var sérlega stoltur af einstökum reikningshæfileikum 6 ára sonar síns. Þeir voru í kjörbúðinni og fullt af fólki í kring um þá. Pabbinn benti á stæðu af tyggigúmmíi. „Hver pal^ki kostar 25 krón- ur“ sagði hann við sonfnn. „Hvað kosta þá 15 pakkar? Strákur hugsaði sig vel um sagði svo: „467 krónur." Pabbinn eldroðnaði og lét sig hverfa í skyndi með syninútn. Þygar þeir voru komnir í hvarf sagði hann hastur: „15 sinnum 25 er 375. Hvers vegna sagðir þú að tyggjóið kostaði 467 krónur?“ „Nú,.átti ég ekki að bæta virðisaukanum við?“ spurði strákurinn. Veffang dagsins Af hverju er himinninn blár, spyija margir með honum Ara litla. Svör við íjölmörgum spurningum af því taginu' er að finna hjá http://Landau 1 .phys'. Virginia.EDU/Ed- ucation/Teaehing/How i hingsWork Einn i sinrii kví, kví, Keikö svamlar frí, frí. Ó þci núð að eiga hvalinn eiga hvalinn búri i!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.