Dagur - 24.09.1998, Qupperneq 1
Verð í /ausasölu 150 kr.
81. og 82. árgangur- 179. tölublað
BLAÐ
Vilja ekki vita hve
ríkid þenst út
RíMskerfið hefur eng-
ar tölur tiltækar iun
hækkun ríkisútgjalda
í ár samanhorið við
síðustu ár; Ríkishók-
hald fær ekki pening í
gagnagrunn til að
meta þróunina. Mót-
mælt að hækkunin sé
44 milljarðar á einu
ári.
Hvorki fjármálaráðuneytið né
Ríkisbókhald geta svarað til um
hversu ríkisútgjöld hafa hækkað
milli ára á sambærilegum
grunni, eftir breytta uppsetningu
á fjárreiðum ríkissjóðs. Stjórn-
völd hafa ekki séð ástæðu til að
leggja fé í gerð gagnagrunns sem
gerir þennan samanburð mögu-
legan og á meðan svo er ekki fást
engin svör um þróun t.d. ríkisút-
gjalda milli ára.
Ríkisbókhaldið hefur ekki for-
sendur eða fjármagn til að setja
upp eldri ríkisreikninga þannig
að þeir verði samanburðarhæfir
við nýja uppsetn-
ingu á íjárreiðum
ríkisins. „Við
höfum farið fram
á fjárveitingu til
að geta komið
upp slíkum
gagnagrunni, en
það erindi hefur
ekki enn verið af-
greitt,“ segir
Gunnar Hall í
Ríkisbókhaldi.
Embættið hefur
því aðeins tölur
um ríkisreikn-
inga samkvæmt
eldri uppsetn-
ingu. Þær nýtast
ekki til að meta
tölur fjármála-
ráðuneytisins fyr-
ir árið í ár.
44 milljarða hækkuit rikis-
útgjalda!?
„Það er mjög erfitt að bera sam-
an tölurnar milli ára, það er rétt.
Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um að fara í þessa
vinnu, því ef það er gert verður
væntanlega að
taka allmörg ár
aftur í tímann
til að sjá ein-
hverja þróun.
Þetta er spurn-
ing um for-
gangsröðun og
ég tek undir að
það er miður að
þetta sé ekki
hægt, því þetta
skiptir miklu
máli. A meðan
verður þú ein-
faldlega að lesa
þig í gegnum
ríkisreikninga
fyrri ára og
finna tölurnar
yfir það sem
hefur breyst. I
væntanlegu
frumvarpi til
fjárlaga fyrir næsta ár verður þó
að finna töflu yfir greiðsluaf-
komuna, lánahreyfingar og lána-
jöfnuðinn og það er ákveðin lýs-
ing á afkomu ríkissjóðs," segir
Halldór Arnason í fjármálaráðu-
neytinu aðspurður um málið.
Samkvæmt endurskoðaðri
áætlun fjármálaráðuneytisins
fyrir árið í ár verða ríkisútgjöld
um 178,8 milljarðar króna á
rekstrargrunni við nýja uppsetn-
ingu á ljárreiðum ríkisins. Ekki
er hægt að fá hjá ríkiskerfinu
samsvarandi tölu fyrir 1997 eða
fyrir eldri ár. Ríkisbókhald gefur
upp að ríkisútgjöld á rekstrar-
grunni hafi verið 134,6 milljarð-
ar króna árið 1997 í „eldri upp-
setningu“. Fullyrt er að raun-
veruleg hækkun ríkisútgjalda sé
ekki 44,2 milljarðar milli ára,
heldur lægri tala sem enginn
getur þó sagt til um hver er.
Eftir því sem næst verður
komist verða ríkisútgjöld 1998 á
sambærilegum grunni um 7
milljörðum króna hærri en árið
1996 og vantar þó inn að ríkið
hefur „sparað“ sér 5-6 milljarða
króna með því að grunnskólinn
fór yfir til sveitarfélaga. - FÞG
/ fjármálaráðuneytinu treysta menn
sér ekki tii að kveða upp úr með
hvort ríkisútgjöld hækkuðu um AO
milljarða milli ára eða ekki!
Stækkuná
NesjavðUum
Veitustjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að verða við tillögu
starfshóps sem lagði í vikunni til
að strax yrði farið í að undirbúa
stækkun Nesjavallavirkjunar um-
fram þá stækkun sem nú er í
gangi. Miðað við þær tillögur
sem nú á að fara að undirbúa
mun rafaflið aukast um 30
megawött og er stefnt að því að
endanleg ákvörðun um stækkun
liggi fyrir eftir eitt eða tvö ár.
Stjórn veitustofnana samþykkti
einróma að taka þetta skref sem
felur i sér stækkun núverandi
virkjunar um 50%. Alfreð Þor-
steinsson, formaður veitustjórnar
segir að raforkuframleiðslan er
mun verðmætari en heitavatns-
framleiðslan. Rafmagnsveita
Reykjavíkur sé í dag að kaupa af
Landsvirkjun kílówattstundina á
rúmar 3 kr. en á Nesjavöllum geti
borgin framleitt kílówattstund-
ina fyrir eina krónu.
Sjórinn við strendur Krossaness í Eyjafirði varð Ijósleitur mjög í gær og var orsökin sú að slys hafði orðið í Efna-
verksmiðjunni Sjöfn. Hreinsiefni í matvæiaiðnaði rann niður úr tunnu sem féll á hliðina. Að sögn efnafræðings hjá
Sjöfn er efnið umhverfisvænt og mengunin því ekki alvarleg. Ekki varð annað tjón hjá fyrirtækinu við þessi mistök
en þau sem nema tapi efnisins. mynd: brink
VISA í mál
VISA ísland hefur höfðað mál til
að fá hnekkt úrskurði Sam-
keppnisráðs frá því í janúar og
fær dómsmálið flýtimeðferð
vegna gildistöku fyrirhugaðra
breytinga á kortaskilmálum 1.
október, þar sem kveðið er á um
afnám svokallaðrar jafnræðis-
reglu í kortaviðskiptum.
Samkeppnisráð úrskurðaði í
janúar að skilmálar um þjón-
ustugjöld sem kaupmönnum er
gert að greiða greiðslukortafyrir-
tækjunum standist ekki lög. Ráð-
ið telur að skilmálarnir takmarki
viðskiptafrelsi og hafi neytt
kaupmenn til að lækka álagn-
ingu eða velta gjaldinu út í verð-
lagið með þeim afleiðingum að
allir greiði kostnaðinn af kortun-
um, en ekki bara þeir sem nota
þau. Sigurður Lárusson, kaup-
maður f Dalsnesti, kærði skil-
mála kortafyrirtækjanna til Sam-
keppnisstofnunar. - fþg j
Síminn
„síbrota-
maður“
Ágúst Einarsson, alþingismaður,
gagnrýnir Landssímann harðlega
á vefsíðu sinni í gær og segir að
fyrirtækið sé „síbrotamaður í
augum Samkeppnisstofnunar.“
Hann tekur undir kröfur sem
fram hafa komið um að GSM-
þátturinn verði skilinn frá öðrum
rekstri Símans „vegna þess að
aðrar tekjur eru notaðar til að
greiða niður GSM kerfið sem vex
gífurlega. Síminn bregst illa við
eins og venjulega.“
Hjá Landssímanum hefur lítið
breyst frá dögum Pósts og síma
„nema nú er lokað fyrir allar
upplýsingar til eigandans, fólks-
ins í landinu,“ segir Ágúst enn-
fremur. - ESJ