Dagur - 24.09.1998, Page 6

Dagur - 24.09.1998, Page 6
6- FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guemundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.6so kr. á mánib Lausasöluverð: iso KR. OG 200 KR. helgarbl® Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Marklaust hjal í fyrsta lagi Þegar Slobodan Milosovic, einræðisherra Serba, hóf stórfelldar hernaðarárásir á skæruliða og almenning í Kosovo síðsumars komu forystumenn vestrænna stórvelda hver á eftir öðrum fram opinberlega, börðu sér á brjóst og lýstu því yfir að þeir hefðu lært af mistökum sínum í Bosníu. Nú yrði tekið hart á móti þess- ari tilraun kúgarans í Belgrad til þjóðernishreinsana í Kosovo. Síðan eru liðnir tveir mánuðir. Allan þann tíma hafa vestrænir „Ieiðtogar“ haldið áfram að mala á meðan Milosovic hefur feng- ið frjálsar hendur til að murka lífið úr Kosovo-albönum eða Ieggja þorp þeirra í rúst og hrekja þá á vergang. í öðru lagi Þær hörmungar sem vestræn ríki hafa leyft Milosovic að leiða yfir albönsku þjóðina í Kosovo eru alvarlegar. Atburðir síðustu vikna eru engu að síður hátíð hjá þeim ósköpum sem ganga munu yfír flóttafólkið þegar vetrarkuldinn skellur á. Hjálpar- samtök sem hafa kynnt sér ástandið spá því að tugir þúsunda kvenna og barna muni láta lífið úr hungri og vosbúð næsta vet- ur ef sókn Serba verður ekki stöðvuð og gripið til víðtækra ráð- stafana til að fæða og klæða flóttafólkið og koma því í nothæft húsaskjól. Ekkert bendir til þess að umheimurinn muni grípa til nauðsynlegra aðgerða. í þriöja lagi Milosovic var ekki stöðvaður í Bosníu íyrr en hann hafði staðið fyrir stórfelldum fjöldamorðum í nokkur ár. Harkalegar hernað- araðgerðir Serba gegn albönsku þjóðinni í Kosovo munu einnig halda áffam, enda veit Milosovic að forystumenn á vesturlönd- um eru orðnir gjörsamlega tannlausir og nota andstöðu gjald- þrota mafíuríkja á borð við Bússland sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Aðgerðarleysið í málefnum sárþjáðs almennings í Kosovo undirstrikar rækilega þá dapurlegu staðreynd að stjórn- málamenn á vesturlöndum líti ekki lengur á það sem skyldu sína að verja mannréttindi nágranna sinna. Hjal þeirra þar að lútandi er marklaust blaður. Eltas Snæland Jónsson. Páll Pétursson og málefni fatlaðra Þá hefur Páll Pétursson ákveðið að ráða Björn Sigur- björnsson fyrrverandi skóla- stjóra til þess að vera fram- kvæmdastjóra Svæðisskrif- stofu fatlaðra í Reykjavík. Þetta hefur framkallað nokkur viðbrögð hjá félagsmálageiran- um í höfuðborginni og ætla nú einar tvær konur úr hópi um- sækjenda að kæra Pál fyrir jafnréttisráði sem verður þá í fyrsta sinn sem jafnrétt- isráðherrann er kærður til þeirrar gagnmerku stofn- unar. En Páll er hvergi banginn og lýsir því yfir í Degi í gær að Björn hafi einfaldlega verið hæfur um- sækjandi og með þann bakgrunn sem þurfi í starf- ið. Ráðherra bend- ir á að Björn hafi reynslu úr stjórnunarstörfum og úr stjórnmálum auk þess sem hann var skólastjóri sem kenndi fötluðum nemendum. Stjómmálareynsla Oll er þessi upptalning Páls áhugaverð, en að öðrum kost- um Björns til starfans ólöstuð- um þykir Garra þó sá bestur og áhugaverðastur að hann skuli hafa reynslu úr stjórnmálum. Ef málið væri einfalt og Björn hefði verið góður framsóknar- maður úr kjördæmi ráðherr- ans hefði þessi liður hins veg- ar ekki vakið áhuga. Það sem gerir hann svona spennandi er að .Björn er frægur og yfirlýst- ur alþýðuflokksmaður úr Norðurlandi vestra. Það sem V Páll er því að segja, er að ásamt því að hafa unnið með fatlaða nemendur sem skóla- stjóri auki það sérstaklega hæfi Björns til að fást við mál- efni fatlaðra að vera og hafa starfað í Alþýðuflokknum. Fötlun og kratar Því er það bjargföst trú Garra að komi til þess að Páll þurfi að rökstyðja val sitt frammi fyrir Kærunefnd jafn- réttismála, þá muni sú lífssýn hans koma skýrar fram að það sé al- varleg fötlun að vera í Alþýðu- flokknum. Sér- staklega í Alþýðu- flokknum í Norð- urlandi vestra. Að Björn hafi verið formaður í krata- félagi á svæðinu sé því ígildi þess að vera forstöðumaður í eins kon- ar sambýli með alvarlega fötl- uðu fólki. Þannig sé reynsla hans af málefnum fatlaðra bæði bein og víðtæk. En varð- andi hugsanlegt brot á jafn- réttislögum er líka ljóst að Páll hlýtur að benda á, að þrátt fyr- ir almennt hæfi Björns til starfans þá sé hann krati líka og þar með haldinn ákveðinni fötlun. Má þá ekki spyrja hvort það að ráða hann ekki væri mismunun gagnvart fötluð- um? Og loks má nefna mikil- væga ástæðu fyrir því að ráða Björn. Það verður náttúrulega einum kratanum færra í kjör- dæminu. — GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Skóreimar eða þrýstiloft? I Degi í gær var forvitnilegt viðtal við veiðistjóra þar sem fram komu athyglisverðar upplýsingar um að- skiljanlegar aðferðir við að drepa mink. Minkur hefur verið vágest- ur í Iandinu frá árinu 1930 og valdið mildum búsifjum, en um leið verið atvinnuskapandi, því án minksins væri heldur ekki til stétt minkabana. Minkabanar hafa skotið dýrin með byssum, sigað á þau hundum, svælt þau úr grenj- um með reyk og sálgað síðan, Iamið þau með járnköllum, lokk- að þau í gildrur og sjálfsagt beitt fleiri viðurkenndum mein- dýramorðaðferðum á minkinn, svo sem eitrun og grjótkasti þó ekki komi það fram í viðtalinu við veiðistjóra. Líflátslykt Allt er þetta nú gott og blessað og nauðsynlegt ugglaust líka. En þrátt fyrir góðan vilja og brúkleg vopn þá hefur okkur ekki orðið nógu vel ágengt í útrýmingarher- ferðinni gegn minknum. Veiði- stjóri telur að tiltæk vopn hafi ekki dugað og vill taka hátæknina í sína þjónustu, meðal annars beita lyktarefnum og þrýstilofti sem gef- ið hafa góða raun erlendis. Við sem viljum hlut bænda sem mestan og styðjum verndun fugla svo við getum síðar sjálfir skotið þá í frystikistuna, hljótum að fagna öllum áformum um aukna sókn gegn varginum. Og við myndum ugglaust styðja þessi áform, ef ekki kæmi til umhyggja fyrir mannorði minkabana og veiðistjóra en þessa menn viljum við alls ekki sjá bak við lás og slá. Skóreimamorðmgiim Því við megum ekki gleyma at- hæfi og örlögum skóreimamorð- ingjans. Bóndans, sem fór á fjöll með fjölskyldu sinni og rakst þar á tófu. Og þar sem bóndinn var snauður morðtólum, brá hann á það ráð að fjötra dýrið með skóreimum konu sinnar og stein- drepa það (í orðsins fyllstu merk- ingu) síðan með eggjagrjóti. Hefði mátt ætla að þessi bú- stólpi yrði virtur vel fyrir þetta framtak sitt í meindýravörnum. En annað kom á daginn, því hinn vasld bóndi var kærður fýrir fram- göngu sína, leiddur fyrir dómstóla og dæmdur fyrir skepnuskap gagnvart skolla. Og ef réttarkerfið tekur með þessum hætti á mönnum sem fara með eyðingarmætti skóreima um óbyggðirnar, hvaða útreið fá þá veiðstjóri og minkabanar hjá dómstólum, þegar þeir þeysa um fjöllin með hunda, byssur, gildrur, járnkalla, fnyk og háþrýstiloft? Verður ekki refsað harðlega fyrir slíkt „over kill“ á meindýrum, ef árás með skóreimum þykir of grimmileg fyrir grandvarar sálir? Hugleiðum það. Er heppileg þróun ui) gera íslensh íþróttafé- lög að hlutafélögum? Unnur Stefánsdóttir íframkvæmdastjóm íþrótta- og Ólympíusambands íslands. „Ef það er Ieið til þess að ná árangri í fjármálum íþróttafélaga get ég svarað því ját- andi. Fjárhagur íþróttafélaganna er eitt mesta vandamálið sem íþróttahreyfingin á íslandi stend- ur frammi fyrir í dag og ef hluta- félagavæðingin er leið til að snúa hlutunum til betri vegar finnst mér það leið sem skoða má. Sjálf hef ég ekki trú á því að þetta breyti öllu með keppnis- og fé- lagsandann. Iþróttafélögin geta aldrei verið til nema fjárhagslegur grundvöllur fyrir starfi þeirra sé traustur." Björgúlfur Gudmundsson formaður knattspyrnudeildar KR. „Ákveðinn hluta af hverju íþrótta- félagi getur verið heppilegt að gera að hlutafélagi, til dæmis meistara- flokka, sem áhætta fylgir í rekstri. Ef illa tekst til getur það komið niður á öðru starfi félaganna, og við hjá KR höfum talið nauðsynlegt til að tryggja sveiflukenndan rekstur meistaraflokks með því að fá inn nýtt fjármagn, sem við myndum ekki fá öðruvísi. Aðrir tekjustofn- ar munu þá vera óskiptir til efl- ingar unglinga- og kvennaflokka. Engar framfarir í starfi meistara- flokka í knattspyrnu á Islandi verða nema þeir séu í ríkari mæli reknar einsog fyrirtæki - og at- vinnumenn í knattspyrnu þekkja erlendis frá.“ Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri Ungmennafélags íslands. „Þetta er þróun sem er alveg þess virði að skoða. í knattspyrnunni eru orðnir miklir peningar í spilinu þegar leikmenn eru keyptir og seldir og þar verða félögin að gæta sinna hagsmuna. Eg held að þessi formbreyting á rekstri íþróttafélaganna þurfi ekk- ert að bitna á grasrótarstarfi þeirra og gæti jafnvel orðið til efl- ingar því.“ EiríkurBj. Björgvinsson íþrótta- og tömstundafulltníiAkureyr- arbæjar. „Ef íslensk íþróttafélög ætla að ná langt á al- þjóðlegan mæli- kvarða er nauðsyn fyrir þau að fylgj- ast með þeirri þróun sem á sér stað í þessum efnum í heiminum í dag. Stóra spurningin er hinsvegar sú hvort hlutafélagavæðing tryggi íþrótta- félögunum meiri peninga til starf- semi sinnar en þau hafa nú. Það er ég ekki endilega viss um, þetta mun fara alveg eftir því hvort fjár- festar fáist. En ef menn ætla að reka hér á landi alvöru atvinnu- mennsku í íþróttum þá er hlutafé- lagavæðing leiðin sem fara verð- ur.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.