Dagur - 29.09.1998, Síða 1

Dagur - 29.09.1998, Síða 1
Þverrandi tru á heilbrigdiskerfiö Sláandi niðursveifla á viðhorli almennings til gæða heilbrigðis- þjónustmmar. Mis- skilningur eða til- gangslausar pynting- ar? Viðhrögð íólks eru margvísleg. Aðeins 33% þjóðarinnar telja heilbrigðisþjónustuna góða hér á landi í stað 60% árið 1989 ef marka má glænýja skoðanakönn- un sem Félagsvisindastofnun hefur gert fyrir BSRB. Úrtakið var 1500 manns og var spurt um viðhorf Islendinga, 18 og eldri, til ýmissa þátta s.s. menntunar, löggæslu og stjórnsýslu. Sláandi er hve heilbrigðiskerfið hefur hrunið í augum almennings mið- að við aðra þætti í þjónustu hins opinbera. Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir segir þessar niðurstöður áfellisdóm en þær komi honum ekki á óvart: „Það sem einkennt hefur rekstur heil- brigðisþjónustunnar undanfarin ár eru annars vegar síendurtekin vandræði vegna ómarkvissra sparnaðaraðgerða og hins vegar stanslaus átök milli hins opin- bera og starfsmanna heilbrigðis- þjónustunnar. Verkföll, uppsagn- ir og annars konar átök sem hafa öll áhrif á þjónustuna. Eg hef greinilega orðið var við breytt viðhorf almennings í seinni tíð. Fólk telur þessi átök ekki sæm- andi.“ SjúMingar í gíslingu Gunnar Ingi segir starfsfólk heil- brigðisgeirans hafa verið pínt til að stofna til átaka við hið opin- bera og sjúklingar hafi verið teknir í gíslingu. „Starfsfólkið hefur lent í þeirri neyðarstöðu að beita sjúklingana ofbeldi með þessum hætti. Ég hef sjálfur tek- ið þátt í því til að knýja fram breytingar á kjörum. Þrátt fyrir að núna sé friður sé ég ekki að tekist hafi að lagfæra margt. Víða vantar hjúkrunarfræðinga og lækna vantar um allt land.“ Fjölmiðlum uin að kenna Siv Friðleifsdóttir, varaformaður Siv Friðleifsdóttir: Misskiiningur og neikvæð fjölmiðlaumræða. heilbrigðisnefndar Alþingis, sér hlutina í allt öðru ljósi en Gunn- ar Ingi. Hún telur viðhorf al- mennings á misskilningi byggt. „Það hefur verið reynt að hemja þensluna í heilbrigðiskerfinu bæði á Islandi sem í öllum vest- rænum löndum. Vegna þessa lendir kerfið í neikvæðri um- ræðu, mikið er rætt um fjárskort og ég held að þessi neikvæða umræða yfirfærist á þjónustuna sjálfa sem er ekki réttmætt. Við eigum afar góða heilbrigðisþjón- ustu á Islandi og betri en annars staðar. Það verður einnig að við- urkennast að fjölmiðlar hafa ein- beitt sér að neikvæðum frétta- flutningi úr heilbrigðiskerfinu." Enn góð jijónusta Sighvatur Björgvinsson var heil- brigðisráðherra á árunum 1991- 1995. „Þeir erfiðleikar sem þjóð- in hefur átt við að glfma í efna- hagsmálum hafa ekki farið fram hjá heilbrigðiskerfinu. Verulegur samdráttur varð og það sem e.t.v hefur mest áhrif haft á viðhorf almennings er sú viðamikla um- ræða sem átt hefur sér stað. Þjónusta heilbrigðiskerfisins er ennþá mjög góð en erfiðleikarnir við fjármögnun þjónustunnar hafa eflaust haft sín áhrif." Landlæknir, Ólafur Ólafsson, lýsti áhyggjum sínum af niður- stöðunum og sagði þær koma á óvart. Hann vildi þó kynna sér nánar umgjörð og úrvinnslu könnunarinnar áður en hann léti hafa neitt eftir sér. Ekki náðist í ráðherra heilbrigðismála. — BÞ Sjá einnig blaðstðu 3. Loksins meira flutt út eninn Landsmönnum tókst loks í ágúst að flytja meiri verðmæti úr landi (12 milljarða) heldur en inn (11,6 milljarða). Útflutningur sjávaraf- urða var nú þriðjungi meiri en í ágúst í fyrra og álútflutningur 3/4 meiri. Eigi að síður var næstum 18 milljarða halli á vöruskipta- jöfnuði landsmanna í ágústlok. Því við erum búin að eyða 108 milljörðum til vörukaupa erlend- is, 25 milljörðum meira en í fyrra. En á sama tíma hafa útflutnings- vörurnar aðeins skilað okkur 5 viðbótarmilljörðum, eða alls 90 milljörðum. Þriðjungs aukning í innflutn- ingi kemur fram á nær öllum lið- um nema í eldsneyti. Innkaup neysluvarnings eru um fimmtungi meiri en í fyrra og bílakaupin þriðjungi meiri. Enn meiri aukn- ing er í fjárfestingarvörum og hrá- efnum. - HEI Rektorar Háskóia íslands, Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri skrifuðu í gær undir samning um aukið samstarf og samvinnu milli skólanna um uppbyggingu fjarkennslu á háskólastigi. Allir skólarnir hafa verið að feta sig inn á þá braut að yfirvinna landfræðilegar hindranir í námi með fjarkennslu. Á myndinni eru f.v. Þórir Úlafsson rektor KHÍ, Páll Skúlason rektor HÍ og Þorsteinn Gunnarsson rektor HA. Jón Ragnarsson fær samkeppni á Skútustöðum við Mývatn innan skamms. Sprengiitg í gistirými Bylting er framundan í framboði gistirýmis í Suður-Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt hótel á Skútustöðum í Mý- vatnssveit og sömu sögu er að segja um Laugar í Reykjadal þar sem Fosshótel verður byggt norð- an Dvergasteins. Yngvi Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mývatns hf., telur enga spurn- ingu um að markaður sé fyrir tvö hótel með 100 m millibili á Skútustöðum en aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Jón Ragnars- son opnaði Lykilhótel þar sem Skútustaðaskóli var áður til húsa. „Við vonumst til að geta hafið framkvæmdir í október að fengnu samþykki bygginganefndar og meiningin er að opna 27 her- bergja hótel, öll með baði, í júní árið 2000. Við erum veggbrattir. Þarfir markaðarins kalla á aukið gistirými a.m.k. tvo og hálfan mánuð á ári en spurningin er hvernig hægt er að spila úr hinu,“ segirYngvi Ragnar. 70 milljóna fjárfesting? Byggt verður við verslunar- og þjónustuhúsnæði Selsins á Skútustöðum og er kostnaðará- ætlun 50-70 milljónir króna. Mý- vatn hf. er fjölskyldufyrirtæki en verið er að skoða hvort aðrir komi að fjármögnun. „Allar bókanir miðast núna við gistirými með baði og það er greinilega vöntun á slíkum vistarverum,“ segir Yngvi Ragnar. Auk Ijölda aðila í Mývatnssveit sem eru með gistingu í mismikl- um mæli fyrir ferðamenn, starfa nú þrjú hótel í sveitinni. Hvað segir Ingvi Ragnar um nálægðina við Lykilhótel Jóns Ragnarssonar? Geta tvö hótel með aðeins 100 metra millibili dafnað bæði á Skútustöðum? „Eg treysti því a.m.k. að við getum rekið okkar," segir Ingvi Ragnar. - BÞ GabrisMf (HÖGGDEYFAR) Gi varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 WORtamX EXPRESJ EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.