Dagur - 29.09.1998, Side 5

Dagur - 29.09.1998, Side 5
 ÞRIÐJUDAGUR 2 9 . SEPTEMBER 19 9 8 - S þannig séu í sameiningu komin með mjög mikið vægi í hlutfalli við félagaQölda. Engar homrekur „Við viljum fá þetta Ieiðrétt, en erum ekki að fara fram á völd umfram okkar hlut. En eins og nú er virðist okkur ekki ætlað neitt pláss til meðákvarðanatöku í því sem fram fer í bandalaginu. Við höfum rætt þessi mál innan bandalagsins en ekki fundist á þeim tekið og sáum okkur því knúin til að mótmæla með þess- ari aðferð," sagði Kristín. Dropinn sem fyllti mælinn var kosning í stjórn Lífeyrissjóðs sveitarfélaga. „Við töldum eðli- Iegt að við fengjum þar annan manninn í stað 2ja frá Starfs- mannafélaginu, og bárum upp tillögu um manneskju, en henni var hafnað í kosningu. Það fannst okkur sýna að ætti ekki að hleypa okkur að,“ sagði Kristín. - HEl Sex fjöLmenn fagfélög telja sig sniðgengin við ákvarðanatöku innan BSRB og mót- mæltu með því að láta sig vanta á bandalags- ráðstefnu. „Markmið okkar með þessum mótmælum er auðvitað það að fá áhrif innan bandalagsins og vera þar áfram. En takist það ekki verðum við að skoða okkar mál. Séum við áhrifalaus innan ein- hverra samtaka er ekkert verra að vera bara áhrifalaus utan þeirra. Já, eða hugsanlega að þessir faghópar myndi sérstakt félag," svaraði Kristín Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélagsins, sem ásamt félög- um leikskólakennara, ljós- mæðra, þroskaþjálfa, brunavarða og tollvarða telja sig ofurliði borin við ákvarðanatök- ur innan BSRB og mættu ekki á bandalags- ráðstefnu í mótmæla- skyni. Vægið skakkt „Eg held að grunnurinn að þessu sé sá, að vægið í bandaiaginu er orðið svo skakkt," sagði Krist- ín. BSRB samanstandi af stórum félögum og fjölmörgum örlitlum starfsmannafélögum. Fjöldi þingfulltrúa ráð- ist af fjölda félags- manna, en litlu félögin fái samt alltaf einn. Eft- ir útgöngu þessara fag- hópa úr starfsmannafé- lögum í um 30 sveitarfé- lögum séu þau mörg orð- in afar fámenn. Af því Ieiði að mildu færri fé- lagsmenn séu að baki hverjum þingfulltrúa litlu félaganna, sem Kristín Guðmundsdóttir segir ekki útilokað að faghóparnir í BSRB myndi sérstakt féiag frekar en að vera áhrifaiausir innan Banda- lagsins. Frá blaðamannafundi íslenska skákliðsins áður en lagt var af stað. Þar komu einmitt fram efa- semdir um undirbúninginn. Tefla hér ogþar Það fór sem margan grunaði að „skákhöllin" í hinu sárafátæka sjálfstjórnarríki í Rússlandi, Kal- makyu, yrði ekki tilbúin fyrir Olympíuskákmótið á réttum tíma. Fresta varð setningu móts- ins um tvo daga. Þó er Ijóst á því sem breskir blaðamenn, sem fylgjast með ÓL-mótinu, segja að í það minnsta viku vinna er eftir við smíði hallarinnar. Nú hefur verið ákveðið að mótið, sem átti að hefjast á sunnudaginn, hefst í dag. Sterk- ustu liðin verða látin tefla í „listaskóla barna" sem svo heitir. Hin liðin verða að tefla hingað og þangað þar til hægt verður að taka höllina í notkun. Breski blaðamaðurinn David Norwood sagði vondu fréttirnar þær að það tæki minnsta kosti viku að ljúka við byggingu hall- arinnar en góðu fréttirnar væru að þeir ættu meira en vikubirgð- ir af vodka. - S.DÓR ForstjóriÁTVR telur líklegt að áfengið eigi eftir að hækka á næstunni þegar lagabreytingar sem samþykktar hafa verið taka gildi. Hækkar áfengið? Að mati forstjóra ÁTVR eru líkur á verðhækkim á áfengi eftir að allur inn- fhitningur áfengis verður í höndum heildsala. Eftir tvo daga, 1. október, verða þáttaskil í sögu ATVR. Þá færast 98% alls innflutnings á áfengi á hendur heildsala og þess er ekki langt að bíða að innflutningur ríkisins verði alfarið úr sögunni. Eftir mánuð lýkur tímabundinni reynslusölu ATVR á áfengi og þar með hverfa síðustu prósent- in tvö. Þessi umskipti eru hluti lagabreytinga sem samþykktar hafa verið á Alþingi. Höskuldur Jónsson, forstjóri ATVR, segir að þessi breyting hafi smám saman verið að eiga sér stað frá 15. maí. Engin fækk- un starfsfólks verður um mán- aðamótin vegna þessa en Hösk- uldur spáir verðhækkunum í kjölfarið. „Við verðum háðir kaupum innlendra birgja og þeir geta sett það verð á sína vöru sem þeim sýnist. Eitt innlent vínsölufyrirtæki hefur nú tekið við umboði á öllum vörum United Distillers. Fyrirtækið virðist þar með vera komið með helstu viskítegundir heims og það er ekki auðvelt að leita að keppinautum á þeim markaði. Ég sé ekki betur en að nú stefni í samskonar fyrirbæri og var á meðan við höfðum einir inn- flutningsréttinn nema að núna þarf heildsalinn ekki að fara eft- ir neinum verðlagningarreglum. Hann ákveður sitt verð með hlið- sjón af því hvað gefur honum mestan hagnaðinn." Höskuldur bendir jafnframt á að að ekki sé hægt að bæta við um 60 milliliðum án þes^ að þeir vilji fái eitthvað fyrir sinn snúð. Það muni eflaust hafa áhrif á verðlagið. — bþ INNLENT „Ótrúleg ósvífni66 Rafiðnaðarmenn þakka félagsmálaráðherra fyrir afskipti sín af mál- efnum rússneskra starfsmanna Technopromexport sem vinna við lagningu Búfellslínu, en gagnrýna embættismenn harðlega. I vfirlýs- ingu sem fundur trúnaðarmanna Rafiðnaðarsambands Islands sam- þykkti um helgina er Iýst þungum áhyggjum vegna þess að „launa- menn þurfi ítrekað að þrýsta á embættismenn um að farið sé að ís- lenskum lögum og samningum". Þar segir ennfremur að sú ákvörðun fulltrúa heilbrigðis- og vinnu- eftirlits að telja „12 fermetra skúr vera fullnægjandi starfsmannahús- næði fyrir 20 manna útivinnandi hóp er ótrúleg ósvífni". Skorað er á heilbrigðisráðherra að taka málið til sín af festu. Jólaskreytingar í miðjiun nóvember Akureyringar eru hvattir til að setja upp jóla- seríur sínar óvenju snemma í ár eða ekki sfð- ar en 20. nóvember. Þeir sem standa fyrir þessari ósk eru aðstandendur jólasveina- þings á Akureyri og samfelldrar 5 vikna dag- skrár í kjölfarið þar sem Akureyri verður breytt í bæ jólasveinsins. Jólasveinaþingið hefst 20. nóvember og segir Tómas Guðmundsson, forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjaljarðar, að von hans sé að bæjarbúar taki bóninni vel. „Ég lít svo á að þetta sé liður í því að gera skammdegið skemmtilegra og ekki síður erum við að reyna að gera alla íbúa á Akur- eyri þátttakendur í þessu jólaævintýri. Að sjálfspgðu verða alltaf einhverjir óánægðir en heilt yfir held ég að flestir muni taka þessu vel. Ég er bjartsýnn," segir Tómas. Tómas bætir við að ef bjóða eigi aðkomu- fólki f stórum stíl í bæinn til að upplifa sér- staka jólastemmningu, verði sem flestir að vera virkir til að það geti orðið. „Aðalmálið er að fólk upplifi stemmninguna hvar sem er í bænum,“ segir Tómas. — BÞ KoJkrabbinn að kaupa? I gær voru tilboð opnuð í hlut að nafnvirði 50 milljóna króna í hluta- íjárútboði Landsbankans. Um 45 aðilar sendu inn tilboð og skv. frétt Stöðvar 2 áttu fulltrúar Kolkrabbans svokallaða hæsta boðið. Vil- hjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur fór fyrir Kolkrabbanum og bauð á genginu 2,53 í hlutinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.