Dagur - 29.09.1998, Side 9

Dagur - 29.09.1998, Side 9
8 - PRIDJVDAGUR 29. SEPTEMRER 1998 ÞRIDJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR SIGURDÓR SIGURDORS- SON SKRIFAR Þýskir jafnaðarmenn uimu stdrsigur í kosn- ingimiun í Þýskalandi uin helgina. Kosningasigur jafnaðarmanna í Þýskalandi, undir forystu Ger- hards Schröders, hefur að vonum vakið athygli um allan heim. Kristilegir demókratar undir for- ystu Helmuts Kohl hafa verið við völd í landinu sl. 16 ár. En í Þýskalandi gerðist það sama og í Bretlandi og Frakklandi. Jafnað- armannaflokkarnir í þessum löndum hafa allir unnið sigra og komist til valda í síðustu kosning- um. Bent er á að jafnaðarmanna- flokkarnir í Bretlandi og Þýska- landi hafi fært sig inn á miðjuna í stjórnmálunum og þess vegna unnið sigra. Aðrir benda á að jafnaðarmenn í Frakklandi hafi ekki gert það en sigrað samt. Frjálshyggjan á undanhaldi „Fg hafna þeirri kenningu að jafnaðarmenn séu að færa sig inn á miðju. Fyrir rúmlega tveimur áratugum var ekki ósvipuð staða uppi og jafnaðarmenn voru með sterka stöðu í þessum löndum. Ekki var það einhverri miðjupólit- ík að þakka. Eg held að skýring- anna á velgengni þeirra nú sé ekki að leita í færslu jafnaðarmanna- flokkanna í Evrópu. Eg tel að ástæðan sé fyrst og fremst hnign- un nýfrjálshyggjunnar," sagði Mörður Arnason, varaþingmaður Þjóðvaka. Hann segir að eftir vinstribylgj- una á sjöunda og áttunda ára- tugnum hafi risið frjálshyggju- bylgja kennd við Reagan og Thatcher. Hér á landi hafi hún verið tengd nafni Hannesar Hólmsteins. A þessum áratug, segir Mörður þessa bylgju hafi verið að lækka og Iáta undan síga. Hún átti að vera svar við gamal- dags vinstri hugmyndum en hefur ekki gengið upp. Það sem gerst hafi sé að hinir ríkari hafi orðið ríkari og fátækir fátækari. Þá hafi frjálshyggjumönnum ekki tekist að svara vanda velferðarkerfisins nema með niðurskurði sem hefur leitt til fátæktar og atvinnuleysis. „Eg held því að sigrar jafnaðar- manna í Evrópu séu fyrst og fremst birtingarmynd af þessu en ekki færslu jafnaðarmanna inn á miðju stórnmálanna. Enda þótt þessir flokkar hafi verið í ákveð- inni endumýjun vil ég ekki sam- þykkja að þeir hafi færst til hægri. Þeir hafa sett spurningamerki við viðteknar aðferðir í pólitík, sem komið hefur hvað skýrast fram hjá Verkamannaflokknum í Bret- landi,“ segir Mörður. Hann var spurður hvort ís- lenskir jafnaðarmenn geti yfirfært þessa þróun hingað til íslands í kosningunum í vor? „Það er aldrei hægt að færa kosningaúrslit á milli Ianda. Hins vegar kunna þessir sigrar jafnað- armannaflokkanna í Evrópu að hafa í sér ákveðinn lærdóm fyrir okkur. Þeir hafa reynt að skil- greina sjálfa sig upp á nýtt og fellt gömul gildi að nýjum tímum. Þetta held ég að geti kennt mönn- um margt hér á landi,“ sagði Mörður Arnason. Yfir á miðju stjómmálauna „Það er alveg Ijóst að jafnaðar- mannaflokkarnir sem hafa verið að vinna þessa stóru sigra í Evr- ópu hafa verið miðjuleiknir, fært sig yfir á miðju stjórnmálanna," segir Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málaffæðingur. „Stóru jafnaðar- mannaflokkarnir í Evrópu hafa svo sem lengi verið nálægt miðj- unni. En nú hin síðari ár hafa markaðshugmyndir orðið meira ráðandi víðast hvar í veröldinni. Heimurinn er að verða einn markaður og eins það að ríkisaf- skipti af efnahagslífi í flestum ríkjum, hafa minnkað. Þeir jafn- aðarmannaflokkar sem hafa náð árangri hafa fylgt þessari þróun. Það er langt síðan þeir gáfu upp á bátinn allar hugmyndir um þjóð- nýtingu og höfðu hóf á því hve mikil afskipti þeir vildu hafa af efnahagslífinu. En almennt reka þeir stefnu sem gerir ráð fyrir minni afskiptum af efnahagslíf- inu en áður var. Þeir hafa Iíka tek- ið á vandamálum velferðarkerfis- ins. Þeir hafa á stefnuskrá sinni að vernda velferðarkerfið en þeir hafa sett sér skýrari mörk en áður um að það geti ekki haldið áfram að vaxa takmarkalaust. Þeir hafa forðast þá ímynd að þeir vilji bara auka útgjöldin þegar þeir komast til valda," segir Ólafur. Hann tekur líka undir með þeim sem segja að bæði í Bret- landi og Þýskalandi hafi hægri stjórnir verið búnar að sitja svo Iengi að fólk hafi verið orðið leitt á þeim og breyti því til. „Það er alþekkt að gamla stjórnin fái á sig þreytumerki og fólk ákveði að skipta bara til að skipta. Síðan má ekki gleyma því að hugsunin í fulltrúalýðræði er að sjálfsögðu að stöku sinnum sé skipt um stjórnendur," sagði Ólaf- ur Þ. Harðarson. Vel yfir miðjuna „Sigur jafnaðarmanna kom mér ekki á óvart. Maður var búinn að sjá niðurstöðutölur skoðanakann- ana í langan tíma sem sýndu meirihluta fylgi jafnaðarmanna. Að vísu var þetta nokkuð sveiflu- kennt. Það dró sundur og saman með flokkunum en undir lokin held ég að flestir hafi reiknað með sigri jafnaðarmanna,“ sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er þýskmenntaður og bjó þar í 16 ár og þekkir því vel þýsk stjórnmál. Mörður Árnason: jafnaðarmenn ekki færst til hægri. Schröder kom í heimsókn tii ísiands í fyrra og fór vítt um landið. Hann skoðaði m.a.togara Samherja og fékk þá að prufa að setjast í stól skipstjórans. Hann kunni vel við sig þar. Nú hefur Schröder sest í annan skipstjórastól því hans bíður það verk að stýra þýsku þjóðarskútunni næsta kjörtímabil. Hann segir það alveg ljóst að Gerhard Schröder hafi teygt sig vel yfir miðju stjórnmálanna og með því skapað þann meirihluta sem hann fékk. Það sé ljóst að Schröder hafi talið sig þurfa að setja á sig hægri svip til að ná þessum árangri. Jón Sæmundur segir að vinstra liðið í flokknum hafi því eins og losnað úr tengsl- um við hann og hrifningin á hon- um hafi minnkað um tíma. En síðan hafi honum tekist að fylkja liði undir lok kosningabaráttunn- ar. Úlafur Þ. Harðarson: miðjusæknir jafnaðarmannaflokkar. Varðandi þá fullyrðingu að jafn- aðarmannaflokkarnir í Evrópu væru að færast yfir á miðjuna sagði Jón Sæmundur að þar væri ekki hægt að alhæfa. „Ef við tökum jafnaðarmanna- flokkinn í Frakklandi þá hefur hann aldeilis ekki fært sig yfir á miðjuna. En hann vann sigur samt. Hins vegar er það staðreynd að Schröder færði sig yfir á miðj- una. Breski Verkamannaflokkur- inn gerði það líka til þess að höfða til yngri kjósenda að sagt var. Það kom í ljós á mikilli krata- Jón Sæmundur Sigurjónsson: hægri svipurinn nauðsynlegur. foringjaráðstefnu sem haldin var í vor að frönsku kratarnir virtust vera alveg sér á báti og ekki inn á þessari nýju evrópsku kratalínu,“ segir Jón Sæmundur. Varðandi úrslit kosninganna í Þýskalandi og Bretlandi bendir hann á að í þeim löndum hafi íhaldsstjórnir verið búnar að sitja við völd vel á annan áratug. „Það er einfaldlega eðli lýðræð- isins að skipta um mannskap í brúnni. Jafnaðarmannaflokkarnir í Þýskalandi og Bretlandi komu með nýjar ferskar hugmyndir sem Ágúst Einarsson: nauðsyn á sam- kennd og jafnræði. fólkið kann að meta. Á þessu lifir lýðræðið," sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson. Breyttir tímar „Þetta er glæsilegur tímamótasig- ur. Þessi kosningasigur sýnir að það var ekki bara ími kominn á Kohl og hans flokk, heldur að sókn jafnaðarmanna, sem verið hefur í Evrópu, heldur áfram og Evrópa er orðin álfa jafnaðarmanna," sagði Ágúst Einarsson alþingis- maður. Hann var spurður hvort hann hefði skýringu á þessari stjórn- málaþróun í Evrópu? „Mitt mat er það að jafnaðar- mannaflokkarnir hafi verið að breytast samhliða því sem misrétti í samfélaginu hefur verið að aukast í stjórnartíð hægri manna í þessum Iöndum. Fólk treystir jafn- aðarmönnum betur til að takast á við hin félagslegu vandamál sem leysa þarf eftir hægri stjórnir. Síð- an eru umhverfis- og menntamál farin að skipta meira máli í hugum fólks. Jafnaðarmenn hafa mætt þessum málaflokkum betur en hægri menn. Almenn lýðræðisleg þátttaka fólks í ákvarðanatökum hefur verið með skýrari hætti að hálfu jafnaðarmanna. Þá hefur trúverðugleiki jafnaðarmanna í stefnumótun verið meiri. Fólk tal- ar um nauðsyn á meiri samkennd og jafnræði í samfélaginu og jafn- rétti kynjanna. Utan um þetta hafa jafnaðarmenn náð mjög vel. Síðast en ekki síst er þreyta komin í hægra liðið eftir langa stjórnar- setu í Frakklandi, Bretlandi og nú Þýskalandi," sagði Ágúst. Hann segist taka undir með þeim sem segja að jafnaðarmanna- flokkarnir í Evrópu hafi færst nær miðju. Jafnaðarmenn almennt við- urkenni og styðji markaðshagkerf- ið í atvinnulífinu og beijist gegn fákeppni og samþjöppun valds. Ágúst segir að jafnaðarmenn hafi nýtt markaðshagkerfið mjög vel í sinni stefnumótun og að því leyti megi segja að menn hafi færst meira inn á miðjuna hvað þennan þátt varðar. Þá segist hann sann- færður um að þann meðbyr sem jafnaðarmannaflokkarnir í Evrópu hafi þessi misserin sé hægt að fá hingað til lands. „Samfylking A-flokkanna og Kvennalistans er í raun ekkert annað en það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar. Þess vegna eigum við að geta upp- skorið eins og jafnaðarmenn í ná- grannalöndunum," sagði Ágúst Einarsson. Að undanförnu hefur lögreglan í auknu mæli kannað ástand ökumanna í umferðinni og hvort fylgt sé ákvæðum umferðarlaga um t.d. notkun öryggisbelta. Var níu mnbrota helgi í Reykjavík Það var í mörgu að snúast hjá lögreglu samkvæmt daghók Reykj avíkurlögregl- imnar þessa helgi. Alls voru 593 verkefni færð til bókunar. Tilkynnt var um 9 inn- brot og hafa varð afskipti af íjórða tug einstaklinga vegna ölv- unar á almannafæri. Að undanfömu hefur lögregl- an í auknu mæli kannað ástand ökumanna í umferðinni og hvort fylgt sé ákvæðum umferðarlaga um t.d. notkun öryggisbelta. Þannig voru sem dæmi stöðvað- ur á fjórða tug ökutækja í Borg- artúni um miðjan föstudag. I þeim hópi var aðeins einn öku- manna kærður fyrir að hafa ekki meðferðis ökuskírteini, hafa ekki kveikt ökuljós og að nota ekki ör- yggisbelti. Slíkar kannanir lög- reglu eru nú gerðar á ólíkum tímum dags og með misjöfnum áherslum. Þá voru 32 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og tíu vegna ölvunaraksturs auk þrett- án fyrir að virða ekki stöðvunar- skyldu. Þriggja bfla árekstur Árekstur þriggja bifreiða varð á Bæjarhálsi við Höfðabakka á föstudagskvöld. Einn ökumanna kenndi eymsla í öxl og ætlaði að leita aðstoðar læknis. Að kvöldi föstudags varð slys er reiðhjól fór í veg fyrir bifreið á Álfabakka við Víkurbakka. Reið- hjólamaðurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Bifreið var ekið á umferðar- merki á Háaleitisbraut að kvöldi föstudags. Umferðarmerki höfðu verið sett upp vegna þrenginga á staðnum. Einn farþega í bílnum kvartaði undan eymslum f baki. Bifreiðin var ljarlægð með krana- bifreið. Árekstur tveggja bifreiða varð á Hverfisgötu við Kalkofnsveg að morgni laugardags. Farþegar út báðum bílum voru fluttir á slysa- deild og báðar bifreiðar fjar- lægðar með kranabifreið. Árekstur varð með tveimur bíl- um á Miklubraut við Grensásveg á sunnudag. Þrennt var flutt á slysadeild með meiðsli á bald og hálsi. Vopnaðir brotnum flöskum Að morgni laugardags voru þrír menn handteknir og færðir á lög- reglustöð eftir að hafa otað brotnum glerflöskum að dyra- vörðum veitingahúss í miðbæn- um. Þeir voru fluttir á Iögreglu- stöð í fangahús. Einn lögreglu- þjóna skarst lítillega á hendi við handtöku mannanna. Þá var ráðist á tvo menn í Veltusundi um miðnætti á laug- ardag. Hlaut annar áverka á auga og nefi auk þess sem tönn losn- aði. Hinn var bólginn í andliti. Báðir voru þeir fluttir á slysa- deild. Ekki er vitað um árás- armann. Þá var önnur alvarlega árás í Austurstræti um klukkan þrjú að morgni sunnudags. Ráðist var að manni og féll hann í götuna. Árásarmenn sem voru tveir spörkuðu þá í andlit hans og höf- uð. Hann var fluttur meðvitund- arlaus á slysadeild. Tveir aðrir voru einnig fluttir á slysadeild vegna málsins. Mörg vitni voru að atburðinum og tveir karlmenn voru handteknir á sunnudag vegna gruns um aðild að málinu. Tveir teknir fyrir veggjakrot Lögreglan fylgist vel með því að fylgt sé lagaákvæðum um útivist barna og unglinga sem telja má grundvöll að velferð þeirra. Alltaf eru nokkur börn sem þarf að hafa afskipti af og flytja í athvarf þangað sem foreldar geta vitjað þeirra. I sumum tilvikum næst ekki til neinna forráðamanna og eru þá börnin vistuð tímabundið á Stuðlum. Einnig fylgist lögregl- an með því að börn og ungmenni séu ekki við drykkju áfengis og er slíkum vökvum þeirra helt niður hafi viðkomandi ekki náð 20 ára aldri sem er lágmarksaldur til neyslu áfengis. Tveir unglingar voru hand- teknir vegna skemmdarverka í miðbænum með veggjakroti. Þeir voru fluttir á lögreglustöð. Þá varð lögreglan að hafa af- skipti af veisluhöldum í austur- borginni þar sem faðir hafði veitt ungum syni sínum áfengi og sveppi. Pilturinn var í slæmi ástandi þegar hann var fluttur á spítala þar sem dælt var uppúr honum. Málið er til frekari skoð- unar en barnaverndaryfirvöld vinna með lögreglu þegar slík mál koma upp. Verðmætum stolið úr tösku Þrír aðilar voru handteknir að kvöldi laugardags eftir að lögregl- an fann í bifreið þeirra mace úðabrúsa og tæki til fíkniefna- neyslu. Lögreglu barst tilkynning um að brotist hefði verið inn í bifreið í austurborginni aðfaranótt laug- ardags og þaðan stolið skjala- tösku með nokkrum verðmæt- um. Taskan fannst skömmu síðar án verðmæta. Brýnt er að ítreka enn á ný þau tilmæli lögreglu að borgarar hugleiði þá hættu sem þeir skapa með því að skilja aug- sýnilega eftir verðmæta hluti í bifreiðum sínum. Það er því mið- ur allt of algengt að sýnt er mik- ið hugsunarleysi í þessum mál- um sem gefur fingralöngum samborgurum okkar tækifæri til að auðgast af afbrotum á auð- veldan hátt. Bnmamál í Þingholtum Eldur kviknaði úr frá plastmáli á eldavél í íbúð í Þingholtunum að kvöldi föstudags. Reykskemmdir urðu á staðnum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar laumufarþegi hafði fundist um borð í skipi sem var á leið til Kanada. Laumufarþeginn sem er útlendingur reyndist hafa falsað vegabréf og er mál hans til skoð- unar hjá útlendingaeftirliti. Lögreglu barst tilkynning um hitagufu frá lyrirtæki við Klepps- veg á föstudag. I ljós kom að tengi í krana hafði losnað og heitt vatn lekið um gólf húsnæð- isins og kjallara. Dælubifreið frá slökkviliði kom á staðinn og að- stoðaði við þrif en nokkrar skemmdir urðu vegna lekans. A. fi Akureyrarkirkja 1 i Væntanleg fermingarbörn í Akureyrarkirkju vorið 1999 mæti til viðtals í kirkiukapelluna miðvikudaginn 30. september sem hér segir: Börn úr Brekkuskóla kl. 16.00. Börn úr Oddeyrarskóla og Lundarskóla mæti kl. 17.00. Önnur börn mæti annaðhvort kl. 16.00 eða 17.00. Sóknarprestarnir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.