Dagur - 29.09.1998, Page 12

Dagur - 29.09.1998, Page 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 ÍÞRÓTTIR Næstu leik- irí úrvals- deildinnií handbolta 2. umferð Miðvikud. 30. september Kl. 20.00 ÍR-Haukar KI. 20.00 Stjarnan-Grótta KR KI. 20.30 FH-UMFA Kl. 20.00 Sélfoss-Fram Kl. 20.00 Valur-KA Kl. 20.00 ÍBV-HK Stéttín erfyrsta skrefið iim... MiMðúrval afheUum og steinum. Mjöggottverð. STÉIT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Tkytu- Chelsea sigraði Middlesbrough 2:0 um helgina. Hér kljást þeir Paul Gascoigne hjá „Boro“ og Albert Ferrer hjá Chelsea um boltann. Aston Villa að stinga af Villa stingur af meðan „toppliðin“ puða uui miðja deild. Meistar- arnir aðeius uunið tvo leiki. Newcastle kom- ið á gott skrið. Aston Villa hefur heldur betur hrist af sér allar hrakspár og er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni. Paul Merson skoraði sigurmark liðsins gegn Derby á Villa Park og náði með því fimm stiga forystu, á gesti sína og nágranna í Derby. Hinn skapstóri John Gregory, hefur hrist saman úrvals leik- mannakokteil og byggir á sterk- um varnarleik og skyndisóknum. Villa hefur ekki skorað nema átta mörk en ekki fengið nema eitt mark á sig. Kannski ekki skemmtilegasti boltinn í deild- inni en hann gefur árangur. Meistaramir lágu í aunað sinn Meisturunum frá Highbury, Arsenal, hefur gengið hálf illa það sem af er. Tveir sigrar í sjö Ieikjum er eitthvað sem menn þar á bæ eru ósáttir ýið. Um helgina var það Sheffiejd Wed- nesday sem sló meistarana til jarðar með 1-0 sigri í sögulegum leik. Það voru ekki bara meistar- arnir sem máttu lúta í gras. Það gerði dómari leiksins einnig eftir pústra við leikmann Wednesday, Di Canio. Framkoma Di Canios er óafsakanleg en það er einnig frammistaða dómarans. Fyrir utan að hafa enga stjórn á leikn- um var leikaraskapur hans ömur- legri en nokkurs leikmanns, sem reynir að veiða vítaspyrnu, er Di Canio ýtti við honum. Þeir urðu sér báðir til skammar auk Arsenalmannanna Patrick Vieira og Martin Keown. Di Canio hef- ur nú verið rekinn frá Sheffield og er kominn heim til Italíu. Arsenal er rétt fyrir ofan miðja deild eftir tapið og er þar í hópi með Chealsea, sem sigraði Midd- lesbrough, 2-0* og, Le<;ds : sem gerði 3-3 jafntefli við Tottenham í London. Wimbledon á venjulegunt stað Wimbledon er á hefðbundnum stað í upphafi móts, við toppinn. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester á sunnudaginn og er í íjórða sætinu. Everton og Blackburn halda áfram að ströggla. Liðin gerðu 0- 0 jafntefli á Goodison Park í nán- ast tíðandalausum leik. Þau hefðu eins getað samið um skipt- an hlut í síma í stað þess að narra áhorfendur á völlinn til þess eins að láta sér leiðast. Charlton og Coventry gerðu einnig jafntefli í hundleiðinlegum leik. Bæði Iiðin náðu þó að skora mark í leiknum sem endaði 1 -1. Newcastle er heldur betur að komast á skrið. Ekki skemmir það kátínuna hjá stuðningsmönnum Iiðsins að blóðið er aftur farið að renna í æðum Alan Shearer. Hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Nottingham Forest sem tap- aði nú sínum Ijórða leik á tímabil- inu. — GÞÖ Lokastaðan í Urvalsdeildinni í knattspyrnu ÍBV 18 12 2 4 40:15 38 KR 18 9 6 3 25:9 33 ÍA 18 8 6 4 27:22 30 Keflavík 18 8 4 6 19:23 28 Leiftur 18 7 4 7 21:21 25 Fram 18 5 5 8 21:23 20 Grindav. 18 5 4 9 24:34 19 Valur 18 4 6 8 25:33 18 ÍR 18 4 6 8 27:39 18 Þróttur 18 4 5 9 20:30 17 Það verður hlutskipti ÍR-inga og Þróttara að falla í 1. deild eftir eins árs veru beggja liða í úrvalsdeildinni. Breiðablik og Víkingur fær- ast í úrvalsdeildina og leika þar á næsta tímabili.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.