Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 1
Fjárfestar vilja ólmir íá LandsbanJkabréf Hlutabréf í Lands- baukanum hafa hækk- að um 24% á örstutt- iim tíma og fjárfestar vilja ólmir kaupa það sem þeir komast yfir. Fjárfestar eru nú farnir að sækj- ast stíft eftir hlutabréfum í Landsbankanum, sem almenn- ingi voru tryggð með skömmtun þegar almenningur gat skráð sig fyrir mest einnar milljónar króna hlutabréfum að nafnvirði á dög- unum. Bréfin voru seld á geng- inu 1,90 en nú er boðið í þau 2,35, sem er 24% hækkun. „Fjárfestar telja þessi bréf vænlegan kost og vilja kaupa. Þess vegna erum við að auglýsa eftir bréfum," sagði Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjóri verð- bréfafyrirtækisins Handsals, sem auglýsti í gær eftir bréfum. St ofnanafj árfestar Hann sagði að Handsal væri Það hafa margir áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum og þeir sem keyptu í útboðinu á dögunum geta selt núna á miklu hærra verði en þeir keyptu á. ekki að kaupa þessi bréf íyrir sig heldur fjárfesta sem hefðu óskað eftir bréfum. Hann sagði fyrir- tækið vera tilbúið til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum - fyrir umtalsverðar fjárhæðir, í sjálfu sér án hámarks, en vildi ekki nefna tölur. Þorsteinn var spurður hvort hér væri að gerast það sem oft hefði verið bent á að gerast myndi þegar ríkisbankarnir yrðu seldir að fjársterkustu fyrirtæki landsins, „kolkrabbinn" svokall- aði, væru að ná bréfunum til sín? „Það var talað um mikla dreif- ingu á bréfunum þegar þau voru seld og miðað við eina milljón að nafnverði. Stofnanafjárfestar hugsa hins vegar töluvert hærra en þetta. Hér hjá okkur er um að ræða stofnanafjárfesta en ekki endilega „kolkrabba," sagði Þor- steinn. Hann var spurður hvort ekki væri ástæða til að ætla að ef rík- isbankarnir verða seldir muni þeir færast á fárra hendur. Þor- steinn sagðist telja að stofnana- fjárfestar, lífeyrissjóðir, trygg- ingafélög og ýmsir aðrir sjóðir myndu verða stærstu hluthaf- arnir en síðan kæmi mikill íjöldi almennra borgara sem ætti miklu minni hluti. Þeir sem hafa skrifað sig fyrir hlutabréfum í Landsbankanum geta nú selt þau með 24% hagn- aði án þess að þurfa að leggja út krónu til kaupanna á þeim því ekki þarf að greiða þau fyrr en í lok þessa mánaðar. - S.DÓR Sjónvarp 11111 sjónvarp Ný sjónvarpsstöð hefur sýningar 22. október en hún hefur sér- stöðu meðal sjónvarpsstöðva hér á landi, því hún mun fyrst og fremst sýna kynningar á dagskrá annara stöðva, auk þess sem kvik- myndir sem verið væri að sýna og myndbönd á markaðnum verða kynnt. Fyrirtækið Friðarland á stöðina en gefur einnig úr ritið Dagskrá og á póstdreifingarfyrir- tæki. Markaðsstjóri nýju stöðvarinn- ar er Jóhannes Skúlason. „Stöðin verður opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar og verður órugluð. Þetta fer þannig fram að á neðri hluta skjásins rúllar texti sem kynnir dagskrár allra sjón- varpsstöðva sem eru undir stjórn íslenskra aðila en á efri hlutanum eru svipmvndir úr dagskrá stöðv- anna, kvikmyndahúsanna, úr myndböndum og einnig auglýs- ingar,“ segir Jóhannes. Utsendingar stöðvarinnar eiga að nást á suðvesturhorni lands- ins. Síðar er fyrirhugað að stöðin verði á breiðbandinu. - S.DÓR Norræna skólahlaupið fer fram árlega og er keppni milli Norðurlandanna. Fyrirkomulag og tími er í höndum for- ráðamanna hvers skóla. Á myndinni spretta nemendur Brekkuskóla á Akureyri úr spori í síðbúinni haustblíðu sem íbúar Norðurlands njóta þessa dagana. Hlaupalengd er 2,5 km, 5 km og 10 km, allt eftir smekk hvers og eins. mynd: brink Fyrrverandi fréttamaður á frétta- stofu Ríkissjónvarpsins telur á sér brotið. Ætla í mál viðRÚV Félag fréttamanna hefur óskað eftir því við BHM að taka þátt í málshöfðun á hendur RUV vegna brota á réttindum Jóns Gunnars Grjetarssonar fréttamanns. Stjórn FF harmar að útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Sjónvarps- ins hafi ákveðið að endurnýja ekki samning við Jón Gunnar og segir að stjórnendur RUV sýni lausráðnum fréttamönnum Iítils- virðingu og óheilindi. Jón Gunnar var á meðal um- sækjenda um stöðu fréttamanns sem ráðstafað var í síðasta mán- uði. Þá eins og áður var gengið framhjá honum, þvert ofan í meðmæli fréttastjórans, en reynsluminna fólk ráðið. Ut- varpsráðsfólk veitti Jóni Gunnari ekki stuðning í atkvæðagreiðslu, en samkvæmt heimildum blaðs- ins reiknuðu ýmsir ráðsmenn með því að Jón Gunnar hlyti endurnýjun á ráðningarsamningi lausamanns. Óviðunandi Stjórn FF telur uppsögn Jóns Gunnars vera brot á lagaákvæði, þar sem segir að tímabundin ráðning skuli aldrei vara samfellt lengur en í tvö ár. FF telur ráðn- ingu umfram þetta fela í sér ferli inn í fastráðningu. Stjórn FF hefur beðið Ragnar Hall lög- fræðing að taka saman greinar- gerð um málið. Laganefnd BHM fundar um málið á mánudag, en hugsanlega mun nefndin leita með málið til Umboðsmanns Al- þingis. Stjórn FF segir að hún telji „með öllu óviðunandi að RUV skuli æ ofan í æ sýna lausráðn- um fréttamönnum þá lítilsvirð- ingu og í rauninni óheilindi, að óska eftir starfskröftum þeirra árum saman, eins og dæmi eru um, og segja þeim síðan upp störfum. I tilviki Jóns Gunnars virðast vinnubrögð RUV ein- kennast af tilraunum til þess að sniðganga Iög og bera eðlilegan rétt hans fyrir borð.“ - FÞG WORU3W1DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.