Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 11
Xfe^iir LAUGARDÁGUR 3. OKTÓBER 1998 - lí ERLENDARFRÉTTIR Annan boðið til Kosovo Fjöldamorðin í Kosovo virðast hafa orðið til þess að fylla niæliiui hjá NATO. Júgóslavíustjórn hefur boðið Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, að koma til Kosovo að kynna sér aðstæður þar af eigin raun. Að sögn tals- manns Evrópuráðsins í Vín ætlar ríkisstjórn Júgóslavíu að heimila alþjóðlega rannsókn á því, hvort íjöldamorð hafi í raun og veru átt sér stað í Kosovo. Svo virðist sem NATO ætli að fara í hart gegn Serbum í Júgóslavíu vegna Kosovo-deil- unnar. Bandalagið er að öllu Ieyti fullbúið til átaka og er einungis beðið eftir því að skipun um árás verði gefin á serbnesk skotmörk í Kosovo. Áður en af því verður vill NATO þó fá skýrslu frá Kofi Annan um ástandið í héraðinu. Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi fjöldamorðin harðlega á fundi sínum á fimmtudag. Þar var Milosevic forseti krafinn um að láta rann- saka þessa atburði þegar í stað og draga þá, sem sekir eru um fjöldamorð, til ábyrgðar. Þá var þeim tilmælum beint til Milos- evic að serbnesku öryggissveit- irnar, sem heijað hafa á albanska íbúa í Kosovo, verði þegar í stað fluttar brott frá héraðinu. Evrópusambandið hyggst Frá Kosovo: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krefst þess að Milosevic dragi þá, sem sekir eru um fjöidamorð, til ábyrgðar. banna Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, að ferðast til að- ildarríkja sambandsins, og verður það tekið fyrir á fundi utanríkis- ráðherra ESB á mánudag. Með þessu er meiningin að þrýsta enn frekar á Milosevic um að gefa eftir í Kosovo-deilunni. NATO hefur hikað Iengi með að grípa inn í deilurnar í Kosovo. Litið hefur verið árum saman á héraðið sem tímasprengju, sem sprungið gæti hvenær sem er. Engin varanleg lausn á stöðu héraðsins er í sjónmáli og þess vegna veit enginn hvað tæki við eftir að NATO grípur inn í. „Það er erfitt," viðurkenndi Stanley Arthur, bandarískur aðmíráll sem sestur er f helgan stein en var yfirmaður banda- ríska sjóhersins í Persaflóastríð- inu árið 1991. „Maður vill alltaf sjá skýra valmöguleika, en að- stæður þarna leyfa engar skýrar aðgerðir." Lagði hann áherslu á að hver einasta ákvörðun, sem tekin er, gæti gert aðstæður enn verri. - GB SEM STRAKUR HAFÐIJOHN DOUTTLE ALLTAF MIKINN ÁHUGA Á DYRUM. ÞRJÁTÍU ÁRUM SEINNA HEFUR ÞAÐ SNÚIST VIÐ OG NÚ LEITA DÝRIN TIL HANS EFTIR AÐSTOÐ. EDDIE MURPHY HREINLEGA „BRILLERAR"! http://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ nniDOLBYl D I G I T A L EcreArbic DIGIXAL. SOUMD SYSTEIVI HEIMURINN Þriöjimgur náttúnilifs eyöilagöur á 25 ámm BRETLAND - Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (World Wildlife Fund) skýrði í gær frá því að maðurinn hafi á síðustu 25 árum eyðilagt þriðjunginn af náttúrulífi jarðarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem sjóðurinn hefur látið gera. Að sögn sjóðsins er þetta mesta eyði- leggingartímabil í sögu jarðarinnar frá því risaeðlurnar dóu út fyrir 65 milljónum ára. Fullyrt er að helmingur vistkerfa í ferskvatni hafi eyði- Iagst á árunum 1970 til 1995, og 30% vistkerfa í hafi. Á sama tímabili minnkaði skóglendi jarðar um 10%. 4.000 blaðsíöur í viðbót BANDARIKIN - Dómsmálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins birti í gær 4.000 blaðsíður í viðbót af efni sem tengist skýrslu Kenneths Starrs, sérskipaðs saksóknara f hneykslismálum Bills Clintons, um kyn- ferðislegt samband forsetans og Monicu Lewinsky. Flokksbræður Clintons í demókrataflokknum reyndu að komast að samkomulagi í dómsmálanefndinni um ákveðin tímamörk, sem nefndinni verði sett til að Ijúka afgreiðslu málsins. Flugrán í MarseiHe FRAKKLAND - Rúmlega fimmtugur maður rændi í gær tveggja hreyfla Fokker-flugvél með 15 manns innanborðs. Maðurinn var með byssu og handsprengju að vopni og neyddi flugmenn til að lenda vélinni í Marseille á Frakklandi. Flugráninu lauk án þess að til blóðsúthellinga kærni og var maðurinn yfirbugaður eftir að hann yfirgaf flugvélina. Palestínu lokað ISRAEL - Israelsk stjórnvöld lokuðu í gær landamærum Palestfnu um óákveðinn tíma. Áður hafði leyniþjónusta Israels varað við því að Ham- as, samtök herskárra múslima, væru að undirbúa hryðjuverk í ísrael. Einnig kom til átaka í Hebron milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna. „Bandalag um atvinuu66 ÞÝSKALAND - Jafnaðarmenn og Græningjar f Þýskalandi hófu stjórn- armyndunarviðræður sínar í gær, og er meiningin að stjórnarsáttmáli verði fullsaminn innan þriggja vikna. Báðir flokkarnir voru sammála um að leggja aðaláherslu á „Bandalag um atvinnu", víðtækt samstarf ríkis og atvinnurekenda um Ijölgun atvinnutækifæra. Ágreiningsefnin eru m.a. kjarnorkuver, öryggismáf og umhverfisskattar. Græningjar ít- rekuðu kröfur sínar um fjóra ráðherra í ríkisstjórninni. FDFFLANDER l\ mm Ih I !■ FRUMSYNING A NORÐURLANDI Freelander, nýr jeppi frá Land Rover, verður frumsýndur um helgina hjá Bílaval. Freelander er fyrsta samstarfsverk- efni Land Rover og BMW bílaverksmiðjanna. Komdu í Bílaval Glerár- götu 36 og kynntu þér þennan athyglisverða bíl. U M HELGINA Opið, laugardag kl. 13.00 -17.00 sunnudag kl. 13.00 -17.00 GLERÁRGÖTU 36 - 600 AKUREYRI - SÍMI 462 I705

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.