Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 4
T ‘é -ÍÁÚGABDAGUR 3. OKTÓBER 1998 Garðafyllerí leyft - og bannað Borgarráð hefur hafnað kröfu um að taka aftur afturköllun sína á því leyfi til áfengisveitinga í garði veitingastaðarins sem það veitti Grandrokki að Klapparstíg 28 í júlí en tók til baka í ágúst. Leyfi til vínveitinga í garðinum frá kl. 1 til 3 á nóttunni sem staðurinn hefur haft í nokkur ár ákvað lögreglustjóri í maí sl. að takmarka við ldukk- an 21.00 öll kvöld. Eftir að leyfisveitingarnar fluttust, með breyting- um á áfengislögum, til sveitarstjórna frá 1. júlí sótti Karl Hjaltested um leyfi til að breyta til fyrra horfs - enda hafi það engum vandræð- um valdið. Borgarráð heimilaði þetta, en breytti þeirri ákvörðun á ný 20 dögum seinna. Enda hafi fyrri ákvörðun byggst á röngum forsend- um þar sem síðar hafi komiðí ljós að lögregla hafi þurft að hafa veru- leg afskipti af þessum veitingastað. Spilakassar óheppilegir á Skólavörðustíg Borgarráð hefur ítrekað aö það telur afar óæskilegt að heíja rekstur með sjálfvirkar happdrættisspilavélar að Skólavörðustíg 6, eins og happdrætti Háskólans hafði fyrirhugað í samvinnu við Háspennu ehf. Lögmenn HÍ og Háspennu hafa gert athugasemd við túlkun á lagagrein um heimild til frestunar á leyfi til niðurrifs eða breytinga á húsi. Telja lögmennirnir heimildina aðeins taka til verndunar húsa. Lögmenn borgarinnar telja að greinin geti einnig tekið til breytinga á notkun húsnæðis. En borgarlögmaður segir Háspennu vissulega eiga Iögvarinn rétt til að bera ákvörðun borgarráðs undir úrskurðar- nefnd skipulags- og byggingarmála. Ekkert pukur hér Fulltrúar Sjálrstæðisflokksins í stjórn Dagvistar barna hafa gert til- lögu um að allir biðlistar eftir plássum á dagvistarstofnunum verði opnir, þannig að þeir sem skrái sig á slíka lista geti jafnan séð hvar þeir eru í röðinni og hverjir eru á undan þeim. I greinargerð með til- Iögunni segja sjálfstæðisfulltrúarnir að biðlistar eftir þjónustu Dag- vistar barna séu að Iengjast. „Við útdeilingu á opinberum gæðum eiga Ieikreglur að vera skýrar og gagnsæjar. Þess vegna er eðlilegt að þeir sem sækja eftir slíkum gæðum viti hvar þeir standa og geti ver- ið fullvissir að réttum Ieikreglum sé fylgt eftir. Það er best gert með því að hafa biðlistana opna,“ segja sjálfstæðismenn. Um 800 milljónuin undir áætlun Sala á raforku frá fyrri vélasamstæðu Nesja- vallavirkjunar hófst núna 1. október, en seinni vélin verður tekin í notkun eftir mán- uð. Hvor vélasamstæðan er 30 MW. Bygging- artími orkuversins er 20 mánuðir, en það verður vígt þann 8. nóvember. „Þessi stutti framkvæmdatími er athygli- verður í Ijósi þess hve hér er um flókna og viðamikla framkvæmd að ræða,“ segir í frétt frá Hitaveitu Reykjavíkur. Samhliða hefur heitavatnsframleiðslunni verið breytt veru- lega og gufuveitan tvöfölduð. Nú er áætlað að allar framkvæmdirnar kosti um 4.200 milljónir króna, eða 800 milljónum minna en upprunalega var áætlað. Það verða því væntan- Iega stoltir menn og konur sem koma saman við vígslu raforkuvers- ins þann 8. nóvember. - HEI Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, ARNAR VÍÐIS SVERRISSONAR, Karlsbraut 17, Dalvík. Atli Heimir Arnarson, Ingólfur Friðrik Arnarson, Sara Dögg Arnardóttir, Erna Hallgrímsdóttir, Sverrir Sigurðsson, systkini og fjölskyldur þeirra. Hjartkær föðursystir mín, VIGDÍS JÓNASDÓTTIR, Lögbergsgötu 1, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. sept- ember verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni v/Skarðs- hlíð þriðjudaginn 6. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hvítasunnukirkjuna á Akureyri. Helga Jónsdóttir, Eiður Stefánsson. ro^tr F jR É Tl TIR Nefndin sem skila átti tiiiögum um skiptingu 500 milljóna króna vegna rekstrarvanda sjúkrahúsa hefur enn ekki skilað afsér og tefst starf nefndarinnar um mánuð. Formaður nefndarinnar er kominn í vinnu hjá íslenskri erfðagreiningu en varaformað- urinn er í leyfi erlendis. Ástæður seinkunarinnar eru þó sagðar að verkið hafi reynst viðameira en upphafega var áætlað Spítalanefnd seink- ar iim mánuð Úthlutun á 500 millj- ónum vegna rekstrar- vanda sjúkráhúsanna dregst um mánuð. Drög að þjónustu- samningum liggja fyr- ir. Nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins, sem átti að skila niður- stöðum í gær um úthlutun á 500 milljónum króna til sjúkrahúsa vegna rekstrarvanda, áætlar að skila af sér niðurstöðum um næstu mánaðamót. Vinna nefnd- arinnar er langt komin og sömu- leiðis er búið að gera uppkast að þjónustusamningum við dreif- býlissjúkrahús. Nefndin var fyrir nokkru sett upp til að gera í fyrsta lagi tillög- ur um úthlutun á 200 milljónum króna til dreifbýlissjúkrahúsa vegna rekstrarvanda 1997, í öðru Iagi um úthlutun á 300 milljón- um króna vegna rekstrarvanda 1998, aðallega hjá stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík og í þriðja lagi tillögur um framhald mála og gerð þjónustusamninga. Drög að þjónustusamningum liggja fyrir og eru til skoðunar hjá for- stöðumönnum landsbyggðar- sjúkrahúsanna. Formaður nefndarinnar er Kristján Erlendsson læknir, sem nýlega hvarf úr heilbrigðisráðu- neytinu til starfa fyrir Islenska erfðagreiningu. Varaformaður er Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkr- unarfræðingur, sem farin er í leyfi til útlanda. Um ástæður taf- arinnar segir nefndarmaðurinn Ingimar Einarsson í heilbrigðis- ráðuneytinu að verkefnið hafi reynst viðameira en hópurinn gerði ráð fyrir. - fþg Mtunist ddd. tilboðs uin Þórustaðaland Talsmenn Hitaveitu Suðumesja miunast þess ekki að sér hafi verið hoðið að kaupa Þórustaðalandið og segjast svara formleg- um erindum. Vatns- leysustrandarhreppur vildi ekki eiga landið með einhverjum ein- staklingum úti í hæ. „Eg ætla ekki að þræta fyrir að okkur hafi verið boðið að kaupa Þórustaðalandið, en það er þá eitthvað sem við munum ekki eftir. Við könnumst ekki við að nokkuð slíkt hafi borist okkur með formlegum hætti, en hugs- anlega hefur eitthvað verið nefnt með óformlegum hætti, sem við þá munum ekki sérstaklega eft- ir,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja (HS), í samtali við Dag. I frétt Dags í gær af kaupum borgarinnar á Þórustaðalandinu var haft eftir bæði Guðmundi Birgissyni, öðrum seljanda lands- ins, og Asgeiri Magnússyni, skiptaráðanda Silfurlax, að þegar Guðmundur keypti hlut Silfurlax í landinu fyrir rúmu ári á eina milljón króna hafi HS fyrst verið boðin jörðin til kaups. HS hafi hins vegar ekki sýnt jörðinni áhuga ogjafnvel ekki svarað bréfi þar um. Nú skoðar HS hvort hún getur gengið inn í 35 milljóna króna kauptilboð Hitaveitu Reykjavíkur í jörðina, í gegnum forkaupsrétt Vatnsleysustranda- hrepps. Forsendur breyst segir sveitarstjórinn Júlíus segir að varla hafi jörðin verið boðin veitunni á þann hátt að á málinu hafi verið tekið af fullri alvöru og að venjan sé að svara formlegum erindum. Að- spurður um þá staðreynd að jörð- in hafi lengi verið auglýst til sölu og hvort HS hafi ekki misst af gullnu tækifæri segir Júlíus að svo megi vel vera. „En við höfum leitað eftir jarðhitaréttindum sl. 3-4 ár, einkum í Trölladyngju. Þórustaðalandið er í útjaðrinum og áherslan hefur verið Iögð á að byrja í miðjunni og fara út frá henni. Vikið var frá þeirri stefnu í fyrra þegar við keyptum land- spildu úr landi Hvassahrauns, einmitt vegna þess að haft var samband við okkur með mjög af- gerandi hætti með ósk um kaup á Iandinu," segir Júlíus. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri Vatnsleysustrandarhrepps, sagði að hreppurinn hefði ekki haft áhuga á að koma inn í þá sölu sem átti sér stað fyrir rúmu ári. „Astæðan er að þarna átti sér stað sala milli eigenda og við göngum yfirleitt ekki inn í kaup þar sem sameigendur eru að breyta innbyrðis, auk þess sem við föllum frá forkaupsrétti þegar svo háttar. Það er ekki eðlilegt fyrir hrepp að kaupa og eiga í Iandi með einhverjum einstak- lingum úti í bæ. A þessum tíma var auk þess engin umræða um að eignast lönd á þessu svæði vegna hitaréttinda. Forsendur hafa einfaldlega breyst á þeim tíma sem Iiðinn er. Og áhugi okkar á landinu nú er eingöngu vegna þess að Hitaveita Suður- nesja vill eignast landið," segir Jóhanna. - fþg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.