Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 2
 i 't r [ f '} r h r r f f r F r f [ í f r I r r r C « O o ^ « r, .. ... O -V t. r> > r. « K ~ „ * , 2 - LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Átakshópur öryrkja hafði uppi þögul mótmæli fyrir framan A/þingishúsið í fyrrakvöid til þess að minna á bág kjör öryrkja. - mynd: teitur Hafa ekki lengur efni á nærmgarríkum mat Um það bil helmingur þeirra sem leita ásjár hjá hjálparstofnunum í land- inu í dag eru öryrkjar. Eitt af því sem vakið hefur umræður í kjölfar umræðunnar um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrrakvöld eru kjör öryrkja í landinu. Sú staðreynd að ör- yrkjar höfðu uppi þögul mótmæli fyrir ffaman Alþingishúsið meðan umræð- an fór fram hefur ýtt undir að koma málinu á dagskrá. Sem kunnugt er röð- uðu þeir sér upp frá Landssímahúsinu að Hótel Borg með kyndla í höndum. „Það sem við vorum að gera var að vekja athygli á því að almannatrygging- ar á íslandi rísa ekki lengur undir nafni. Þær standast ekki Iengur samanburð við nágrannlönd, sem eru sambærileg við okkur í þjóðartekjum. Við erum að vekja athygli á því að hér, í einu ríkasta landi veraldar, er örorka ávísun á hreina fátækt. Enda er nú svo komið að helmingur skjólstæðinga Rauða krossins og Hjálparstofnunar kirkjunnar er fólk, sem vegna veikinda hefur hvorki til hnífs né skeiðar," sagði Garðar Sverrisson, varaformaður Or- yrkjabandalagsins og talsmaður átaks- hóps öryrkja, sem stóð fyrir mótmæla- stöðunni. Ekki efni á næringamkum mat Hann segir að alvarlega veíkt fólk sé á hrakhólum hér á Iandi og hafi ekki efni á næringarríkum mat. „Þetta þekkja allir sem eitthvað hafa komið nálægt þessum málum. Við hjá Öryrkjabandalaginu og starfsmenn Tryggingastofnunar, prestar og starfs- menn hjálparstofnana þekkja þetta ástand. Vandinn er sá að fólk hefur forðast um of að opinbera þessa neyð sína. í því skjóli skáka ráðamenn, sem fram til þessa hafa talið það til vin- sælda fallið að halda tryggingabótum í algeru Iágmarki," segir Garðar. Hann segir að samkvæmt umfangs- mestu könnun sem gerð hefur verið á viðhorfum íslendinga til þessara mála komi í Ijós að meginþorri Islendinga sé búinn að fá nóg af því hvernig farið er með öryrkja á Islandi í dag. „Þótt forsætisráðherra tali mikið um ábyrgð og festu eru þau kjör sem hann og samstarfsmenn hans búa öryrkjum hvorki ábyrg né sýna virðingu fyrir fötl- uðum. Þau endurspegla einungis við- horf, sem víðast hvar í nágrannalönd- um okkar er búið að uppræta, að minnsta kosti meðal ráðamanna," sagði Garðar Sverrisson. - S.DÓR í pottinum var verið að ræða þá tímamótastaðreynd að Alþýðu- bandalaginu hefur verið boðið að senda sendinefnd í opinbera heimsókn til Kúbu. Eftir þvl sem tilkynnt hefux verið verð- ur farið í ferðina þann 7. nóv- ember, sem er jú byltingaraf- mælisdagtuinn og þvl afar við- eigandi. Þeir pottverjar sem telja sig þekkja til segja að þetta heimboð Castrós sé ekki til komið eftir að Sameiginlega framboðið tilkynnti tnn stefnu sina gagnvart bandaríska hemum og Nato, heldur tengist það utanför Margrétar Frí- mannsdóttur tilKúbuífyrra... Margrét Frímannsdóttir. En í tilefni af þessu hafa menn rifjað upp að á sama tírna og formaður Alþýðubandalagsins var á Kúbu var þar líka Stein- grímur nokkur Sigfússon og telja menn hann ekki minni Kúbuvin en Margréti. Þar sem hugmyndin mun vera að leyfa áhugasömum óbrcyútiim Alla- böllum að koma með sendinefndinni í heim- sóknina telja Steingrímsmenn í pottinum ein- sýnt að orða hefði átt boðið þannig að ferðin væri opin Allaböllum og pólitískum nærsveitar- mönnum... Í sjónvarpsumræðunum í fyrrakvöld vakti athygli að Halldór Ásgrímsson talaði tvisvar. I pottinum hafa menn skýringar á þvl á reiðum hönd um og segja að nú sé í gangi svo víðtæk og ákveðin barátta milli þinginanna um vegtyllur í flokknum að formaðurinn hafi ekki talið sér stætt á að gefa mönnum færi á að auglýsa sig í umræðunni. Þannig hafi hann kosið gömlu framsóknarieiðina - að kjósa heldur friðinn en ófriðinn... Halldór Ásgrímsson. VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Austan- og norðaustanátt kaldi eða stinn- ingskaldi og rign- ing við suðaust- ur- og aust- urströndina í nótt. Skúrir Norðanlands en á Suðvestur- og Vesturlandi léttir til. Heldur hægari á morgun. Kólnandi veður í bili. Færð á vegiim Hálkublettir eru á Öxarfjarðarheiði. Hálka er á Hellisheiði eystri. Hálendisvegir eru taldir færir fjallabílum. Að öðru leyti er góð færð á þjóðvegum Iandsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.