Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 6
Xfc^MT 6 - LAVGARDAGVR 3'. OKTÚBER 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefAn jón hafstein ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUEMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARDARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.ean kr. á manuj Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarbljd Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (REYKJAViK)563-i6i5 Amundi Amundason (AKUREYR0460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 617kakureyro 55i 6270 (reykjavi'k) Stj ómarandstaða í fyrsta lagi Ekkert er mikilvægara lýðræðinu en stjórnarandstaðan. An stjórnarandstöðu er ekkert lýðræði. Því verður að gera stífar kröfur til stjórnarandstæðinga bæði í sveitarstjórnum og í landsstjórninni, ekki síður en til þeirra sem ráða meirihluta og sitja í valdastólum. Auðvitað þarf stjórnarandstaðan að vera málefnaleg og hvöss, en hún þarf líka að vera á því formi að kjósendum finnist að verið sé að veita ráðandi öflum raun- verulegt aðhald. Stjórnarandstaða má ekki verða eitthvað væl eða sýndarmennska. Hana má ekki gengisfella. í öðru lagi Kveinstafir samfylkingar jafnaðarmanna, burðarássins í stjóm- arandstöðunni, vegna einhverra ummæla Davíðs Oddssonar eru ekki til þess fallnir að skapa tiltrú á stjórnarandstöðuna hjá kjósendum. Tal um að pólitísk skot bæði fyrir þingsetninguna og í stefnuræðu forsætisráðherrans á andstæðinga sína séu „óviðeigandi" eða „útúrsnúningar" eða „ergelsi“ eða hvað menn hafa kallað það, er vitnisburður um stjórnarandstöðu í mikilj,i vörn en ekki sókn. Og vörnin snýst ekki um eitthvað sem hinum almenna kjósanda kemur við. Kjósandinn fær það sterklega á tilfinninguna að stjórnarandstaðan telji það aðalat- riði máls, að Davíð hafi verið dónalegur við sig! í þriðjalagi I Reykjavík blasir nú við annað dæmi um mikinn misskilning varðandi taktík í stjórnarandstöðu. Þar hamast stjórnarand- staða sjálfstæðismanna við að draga upp einhver lögfræðileg álitamál um form og fundarsköp fyrst varðandi hvaða vara- borgarfulltrúi eigi að koma inn og síðan hver eigi að vera fund- arstjóri á fundum borgarráðs. Þessu er svo stillt upp sem stór- málum stjórnarandstöðunnar. En öllum er auðvitað nákvæm- lega sama. Stjórnarandstaða er mikilvæg og hún er sérstak- lega mikilvæg þegar hún glímir við sterkar stjórnir eins og í þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd. Því má syrja: Er ekki kominn tími til að tengja? Birgir Guðmundsson Útgáfufélag: dagsprent Technopromex- port próblemið Leikir og lærðir virðast upp til hópa hvorki botna upp né nið- ur í Technopromexport próbleminu. I fljótu bragði er ekki að sjá að hér sé í raun nokkurt vandamál á ferðinni, í hæsta lagi einhver smá mis- skilningur sem hægt væri að leysa á augabragði. Rússneskt Iínulagningarfyr- irtæki er mætt upp á klakann til að leggja lín- urnar fyrir Lands- virkjun og brúkar til þess undirborg- aða innflutta verkamenn. Þetta er ólöglegt á Is- landi, um það eru allir sammála, og þar með skyldi maður ætla að gengið yrði í mál- ið, misskilningur, vísvitandi eða óviljandi, leið- réttur og réttlætið nái því fram að ganga. En aldeilis ekki. Technopromexport hefur sem sé ekki einungis Iagt raflínurn- ar fyrir Landsvirkjun heldur einnig lagt Landsvirkjun og stjórnvöldum línurnar í kjara- málum og þar stendur hnífur- inn í kúnni, enginn skilur neitt í neinu og allir standa á gati. Nema náttúrlega Garri sem ævinlega sér hlutina í réttu Ijósi og skilur þá dýpri skiln- ingi en grunnhyggnir ráða- menn og landslýður. Gvendur Stalínisti Málið snýst nefnilega ekki, nema á yfirborðinu, um kaup og kjör, vinnulöggjöf og rétt- indi erlendra verkamanna á Is- landi. I þessu máli er tekist á V um framtíð heimspólitíkurinn- ar, hugsanlega endurreisn kommúnismans í endursam- einuðum Sovétríkjunum, hvorki meira né minna. I gamla Sovétinu þræluðu verkamenn á hungurlaunum heimafyrir. I hinu nýfrjálsa og umbætta Rússlandi fá þræl- arnir að fara úr landi til að puða og púla. Það er nú allur munurinn. Og það sem mafíós- arnir í Moskvu, Landsvirkjun og íhaldsstjórnin á Islandi óttast öðru fremur er að hér takist að æsa upp í rússnesku verka- mönnunum slíkar óartir að þeir krefjist afturhvarfs til kommúnisma heimafyrir. Páll Pétursson trúir því aug- ljóslega, og hugsanlega með réttu, að Guðmundur Gunn- arsson sé laumu-Stalinísti og á launum hjá andskotum um- bótamanna í Rússlandi við að efla ólund innfluttra Iínulagn- ingamanna. Enda hefur Páll sagt að hann kippi sér Iítt upp við kvakið í Gvendi og megi hann pípa lengi áður en mark verði á tekið. Rússnesku verkamennirnir eru einungis leiksoppar heims- pólitískra átaka og Technopromexport próblemið kemur, þegar jafn djúpt er rýnt og Garra er einum Iagið, verkalýðsmálum og vinnulög- gjöf ekkert við. Því ef svo væri, þá hefði vandamálið verið leyst um leið og það kom upp. GARRI Rússnesku verkamennirnir eru leiksoppar heimspólit- ískra átaka. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON skrifar Alltaf jafii hlssa Makalaust er að fylgjast með við- brögðum forystumanna vestur- veldanna vegna fréttanna frá Kosovo um fjöldamorð Serba á óbreyttum borgurum af albönsk- um ættum, en fréttamenn hafa staðfest með frásögnum og myndum að slík ódæðisverk hafi verið framin á að minnsta kosti tveimur stöðum síðustu daga. Utanríkisráðherra Rreta, Robin Cook, er dæmigerður fyr- ir þá „leiðtoga" sem láta sem það hafi komið þeim afskaplega mik- ið á óvart að sendisveinar Milos- evic einræðisherra í Belgrad skuli standa fyrir slíkum hryðju- verkum. Þetta er sami maðurinn og lýsti því yfir í sumar, þegar Milosevic setti sjö mánaða her- för sína gegn Kosovo-Albönum á fulla ferð, að umheimurinn hefði Iært af svívirðilegu framferði Serba í Bosníu og myndi alls ekki Ieyfa end- urtekningu á þeim harmleik í Kosovo. I verki hafa vestræn ríki hins vegar gef- ið Milosevic fqálsar hend- ur til hernað- araðgerða og það hefur að sjálfsögðu leitt til gíftjrlegra hörmunga og nú fjölda- morða í Kosovo. Því er það hámark hræsninnar þegar stjórn- málamenn sem segjast hafa lært af margra ára hermdarverkum Serba Bosníu skuli nú þykjast undrandi á því að liðs- menn hans fari fram með sama hætti í Kosovo. Sundruð hjörð Hernaðarátök halda áfram í Kosovo þótt Milosevic Ijúgi að um- heiminum að hersveitir hans hafi lok- ið sér af. Fyr- ir liggur að um 300 þúsund manns eru á flótta eftir að Serbar hafa lagt heimili þeirra í rúst. Tals- menn hjálparsamtaka hafa ftrek- að varað við því að mannskæðar Enn kom fjöldamorð sendisveina Milosevics vestrænum stjórnmála- mönnum á óvart! hörmungar séu framundan í væntanlegum vetrarkuldum ef ekki verði gripið í taumana strax. í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna er sundruð hjörð. Rússar halda verndarhendi yfir vini sín- um Milosevic eins og venjulega. Kínverjar líta á atburðina í Kosovo sem innanríkismál Serba; Milosevic megi fara með „þegna“ sína eins og honum sýn- ist. Fleiri þjóðir eru hikandi, þar á meðal áhrifamikil ríki innan Evrópusambandsins. Það er því í reynd í höndum bandarískra stjórnvalda hvort gripið verður til einhverra að- gerða gegn Serbum. Þótt ekki sé útilokað að Bandaríkjamenn muni skjóta nokkrum eldflaug- um að hernaðarskotmörkum Serba, telja stjórnmálaskýrendur þó enn mestar líkur á að Milos- evic fái áfram að gefa umheimin- um langt nef. spurtfe svaraö Gafst breyttfyrirkomu- lag stefnuræðuforsætis- ráðherra og umræðunn- arum hana vel? Atli Rúnar Halldórsson „Nei eiginlega ekki. Mér finnst rétt að gera þetta á fyrsta degi en rangt að slíta stefnuræðuna sjálfa frá umræð- unni um hana. Eg gat ekki fylgst neitt með stefnuræðunni sjálfri, ég vissi bara óljóst um hvað hún snérist. Þetta virkaði á mig eins og stefnuræða Sighvats Björgvins- sonar af því hann byrjaði og lengi vel vissi ég ekki inn í hvaða pró- gram ég var kominn.“ Ásdís HaUa Bragadóttir aðstoðarmaðurmenntamálaráðherra. „Þetta var skárra en venjulega. Þegar menn voru fyrst að mæla með að þessi breyting yrði gerð hélt ég að þetta yrðu aðeins meiri tímamót. Helsti kosturinn við þetta fannst mér að stefnuræðan og fjárlagafrumvarp- ið héldust hönd í hönd þannig að maður gat náð betur utan um það á einum degi hvernig veturinn yrði og hvað ríkisstjórnin ætlaði sér. Ég varð hins vegar fyrir mikl- um vonbrigðum með stjórnarand- stöðuna. Mér fannst hún mjög máttlaus og veik og halda áfram í sama tuði og hún hefur verið undanfarnar vikur. Ekkert nýtt og ekkert ferskt.“ Jóhanu Ársælsson „Mér fannst vera sá galli á þessu að stefnuræðu for- sætisráðherrans var útvarpað löngu áður og við sem erum venju- legt fólk að vinna úti í bæ heyrð- um hana ekki. Við aftur á móti heyrðum umræðurnar um hana. Mér fannst það verulegur ágalli að forsætisráðherra svaraði ekki gagnrýni stjórnarandstöðunnar í umræðunum. Umræður um stefnu eru ekki alvöru umræður nema að menn veiti andsvör við gagnrýni. Halldór Asgrímsson gerði það og svaraði að sumu leyti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ég býst ekki við að öllum hafi fundist það fullnægjandi. Umræðurnar þyrftu að koma í beinu framhaldi af stefnuræðunni." Gissur Pétursson forstjóriVinnumálastoJhunar. „Setningarat- höfnin hefur til þessa verið virðu- leg samkoma sem hefur lyft Alþingi upp og verið táknræn athöfn um hve mikilvæg stofnun þingið er í okkar samfélagi. Menn hafa afgreitt setninguna með þokka- legum hátíðarbrag, en snúið sér að hörðu málunum á eftir. Það fór ekki vel í mig að þessu skyldi núna öll hrært saman og að for- sætisráðherra hefði tækifæri til að berja á stjórnarandstæðingum en þeir hefðu ekki tækifæri til að svara fyrir sig íýrr en síðar." skipasmiður. blaðamaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.