Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 3 . OKTÓBIER 19 9 8 9 isumræðunni, annar „vinur litla mannsins" r áherslu á að horfa til framtíðar og auka gerst því að heilmikil tekjuaukning varð á þessum tíma,“ svarar Sigurður. Nauðsynlegt að bæta skólakerfiö „Eg held að við verðum að Iíta á Iaun sem nokkurs konar greiðslu íyrir þjónustu þar sem markaðurinn hefur í raun og veru síðasta orðið. Síðustu einn til tvo áratugi hefur eftirspurn eftir vinnu fólks með menntun, þekk- ingu og reynslu úr tæknigreinum aukist mikið og farið sívaxandi en eft- irspum eftir vinnuafli í ófaglærðu greinunum hefur sennilega minnkað. Þess vegna hafa kjörin ekki náð að batna neitt þar. Kannski er ástandið enn alvarlegra í löndum þar sem stór hluti af vinnuaflinu er í svokölluðum framleiðslugreinum, til dæmis stál- iðnaði, landbúnaði eða ffamleiðslu- greinum sem byggja á ófaglærðu vinnuafli. A Islandi er menntun al- mennt nokkuð góð en þó vekur at- hygli að við stöndum Iakar í saman- burði við ýmis önnur lönd, bæði Bandaríkin, Kanada og Evrópuþjóðir ef við tökum þá sem hafa háskóla- menntun eða annars konar menntun á háskólastigi," heldur hann áfram. Það er Sigurður sem fær að hafa lokaorðið að þessu sinni og þá horfir hann til framtíðar. Hann telur nauð- syn að bæta skólakerfið og telur að það sé fyrst og fremst á valdi stjórn- valda að auka menntun í skólakerf- inu og greiða fyrir símenntun af öllu tagi hvar sem er í þjóðlífinu. „Að mínu viti hefur verið gert stórátak, sérstaklega með lagabreytingum varðandi grunnskóla og ffamhalds- skóla á síðustu fjórum árum. Þar hef- ur verið lagður grunnur að gríðar- miklum kerfisbreytingum. Sjálfsagt er töluverður tími þar til þessar breytingar fara að skila sér vegna þess hve breytingar taka langan tíma í skólakerfinu. Að mínu viti þarf að leggja sívaxandi þunga á skólamál en þá erum við að hugsa til framtíðar- innar. Upphaflega vorum við að tala um kjör fólksins núna.“ Helgi tekur undir þessi orð. FRÉTTIR Páll Gíslason, framkvæmdastjórí IFP Russia, dótturfyrírtækis SH í Moskvu. SH sýnir Rúss- landitryggð Markaðsfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna stendur yfir á Hótel Sögu en þar er farið yfir sölu- og markaðsmál og eru for- svarsmenn sölufyrirtækja SH er- lendis með framsögur um stöðu markaða. I tengslum við fundinn er svo- kallað „Markaðstorg SH“, en þar eru fulltrúar dótturfyrirtækja SH til viðtals og kynna starfsemina á sýningu sem sett er upp í tilefni fundarins. Tækifæri gefst til að bragða á þeim afurðum sem SH selur víða um heim. Auk sýning- ar SH er Hafrannsóknastofnun með sýningu í tilefni af ári hafs- ins hjá Sameinuðu þjóðunum. Páll Gíslason, framkvæmda- stjóri IFP Russia í Moskvu, dótt- urfyrirtækis SH í Rússlandi, seg- ir að fall rúblunnar og 60% verð- bólga í Rússlandi hafi haft þau áhrif að um Iitla sölu hefur verið að ræða til Rússlands enda hafi kaupgetan verið þorrin. „Það hefur verið mjög lítil sala hjá okkur síðan í marsmánuði, en þó er salan einhverjar þús- undir tonna. Þetta kemur ver við eigendur vörunnar því SH er að selja þessar fiskafurðir í um- boðssölu. Astandið hefur því hægt á öllum viðskiptum og framundan eru verðlækkanir á fiski til Rússlands en við reikn- um með að með tímanum náist eitthvað viðunandi jafnvægi. Við munum selja á næstu vikum en hvenær við förum að fá jafn- marga dollara fyrir tonnið og við fengum áður þegar best lét er ég ekki viss um, en það er þó talið í árum. Þessi sveifla tekur ekki nema í mesta lagi þijú ár,“ segir Páll Gíslason. - Mun þetta hága efnahags- ástand draga úr þeirri áherslu sem SH er að leggja á viðskipti við Rússland? „Nei. Ég minni á að það eru ansi margir hérlendis sem hafa atvinnu af því að pakka síld og Ioðnu og það er ábyrgð að sýna markaði tryggð þegar tímabund- in niðursveifla er. Það er ekki hægt að sitja aðeins við kjötkatl- ana þegar í þeim er matur. Það koma feitari ár í Rússlandi," seg- ir Páll Gíslason. - GG Átak til styrktar bj örgimarbátum Slysavarnafélag Islands stendur þessa dagana fyrir landssöfn- un til styrktar björgunarbáta- sjóði félagsins en hann stendur straum af kostn- aði við rekstur og endurnýjun björgunarskipa við íslands strendur. I apríl síðastliðnum bættist björgunarskipið Gunn- björg á Raufarhöfn við flotann. Skipið er fimmta björgunarskip- ið sem kemur til Iandsins á þremur árum og býr þjóðin nú yfir öflugum björgunarskipum í hverjum landshluta. Þau eru átta talsins, auk fjölda smærri björgunarbáta. Reksturinn er hins vegar kostnaðarsamur, enda eru sjó- björgunarsveitir að meðaltali kallaðar út til aðstoðar um 300 sinnum á ári. Rekstur hvers þeirra er metinn á 3-5 milljónir króna á ári. Til að mæta þess- um kostnaði leitar Slysa- varnafélagið nú til þeirra sem eru tilbúnir að greiða mánaðar- legt framlag í björgunarbáta- sjóðinn í ákveð- inn tíma. Ekki er falast eftir háum Ijárhæðum heldur 300- 500 krónum á mánuði. Björgun- arskip Slysavarnafélagsins eru staðsett með tilliti til sjósóknar og slysatíðni báta. Þau rista grunnt og henta því vel til björg- unarstarfa á grunnslóð en auk þess gegna þau veigamiklu þjón- ustuhlutverki við bátaflotann, svo sem með því að draga vélar- vana báta að landi og koma köf- urum að til að skera veiðarfæri úr skrúfum. — BÞ Björgunarskip Slysavarnafélagsins eru staðsett með tilliti til sjósóknar og slysatíðni báta. Kristján svarar Leikarafélaginu „Málefni Leikfélags Akureyrar eru bæjarfulltrúum hugleikin og þeir eru á einu máli um gildi þess fyrir menningarlíf bæjarins". Þetta kemur kemur fram í svar- bréfi Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra til Félags íslenskra leikara, en eins og greint var frá í Degi á dögunum sendi félagið bæjarráði bréf á dögunum þar sem mildum áhyggjum var lýst með þróun mála hjá Leikfélag- inu. Félag leikara hafði sérstakar áhyggjur af fækkun atvinnuleik- ara hjá Leikfélaginu og óttaðist að hún kæmi niður á starfi Leik- hússins. I svarbréfi bæjarstjóra er á það bent að bæjarstjórn hafi ekkert með daglegan rekstur Leikfélagsins að gera og það sé alfarið mál stjórnar LA að ákveða hvernig spilað er úr þeim fjár- munum sem rekstri Leikfélagsins leggjast til, þar á meðal eru ákvarðanir um fastráðningu leik- ara. MÓT0RSTILUNG, HJÓLASTILLING, VETRARSK0DUN! Tilboð næstu vikur. Notið tækifærið og undirbúið bílinn fyrir veturinn. Leitið upplýsing3 öldur ehf. Bifreiðaverkstæði Draupnisgötu I • Sifflf 461 3015

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.