Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 03.10.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 Sérkjara- samningar kennara Nokkur bæjarfélög gerðu í sumar sér- kjarasamninga við þá kennara sem starfa í viðkomandi sveitarfélögum en að öðrum kosti blöstu við forráða- mönnum þessara sveitarfélaga fjölda- Kennarar á Akureyri sögðu margir upp í vor, en uppsagnir kennara, samningar náðust um síðir við bæinn um iauna- þ.e. í Reykjanesbæ, hækkun. Bessastaðahreppi og á Akureyri. I Reykjanesbæ fá grunnskólakennarar fjórar klukkustundir á dag auk tveggja launa- flokka hækkunar; í Bessastaðahreppi er samið um 10-13% launa- hækkun auk 50 þúsund króna eingreiðslu; á Akureyri eru greiddar frá 7 upp í 12 stundir á mánuði; á Akranesi eru greiddar 16-20 stundir, auk tveggja Iaunaflokka hækkunar frá 15. júní; í Borgar- byggð eru greiddar tvær stundir á viku í 40 vikur auk þess sem greiddar eru 25 þúsund krónur fyrir vinnu við bekkjanámskrár. Bæj- arstjórn Garðabæjar ákvað að greiða kennurum 1. til 6. bekkjar 7,5 klst. á viku miðað við að kennari mæti og sé með nemendum í 20 mínútur áður en kennsla hefst auk þess að bæta við sig einni klst. á dag sem nestis- og næðisstund með nemendum. Alþjóðadagur kennara Alþjóðadagur kennara er mánu- daginn 5. okóber og gangast kenn- arafélögin KÍ og HIK þá fyrir fjöl- breyttri dagskrá á Hótel Borg. Meðal efnis verður upplestur, söngur, tónlist og ræða. Aðalræðu- maður kvöldsins veður Kári Arn- órsson, fyrrverandi skólastjóri og hestamaður. Kári Arnórsson. Allir landsmeim skrifi dagbók Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands og handritadeild Landsbóka- safnsins standa fyrir degi dagbókarinnar 15. október og er hugmynd- in að þá verði allir Islendingar beðnir að skrifa dagbók og senda Þjóð- minjasafninu. Jafnframt verða þeir sem hafa gamlar eða nýlegar dag- bækur undir höndum hvattir til að afhenda þær handritadeild Lands- bókasafnsins. Atak af þessu tagi hafa verið gerð í Danmörku og Sví- þjóð og gefist vel. Móðurmálskennarar um allt land eru hvattir til að leggja þessu máli lið og hvetja nemendur til þátttöku. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. Ráðstefna um eiu- elti Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, býður börnum og fullorðn- um að setjast saman á rökstóla 17. október á ráðstefnu um einelti sem er með alvarlegri samskiptavanda- málum barna og unglinga, en um 10% barna eru talin verða fyrir þvf. Unnið verður í blönduðum um- ræðuhópum og þannig reynt að tryggja virka þátttöku allra sem ráðstefnuna sækja. Skóliun og foreldramir Skólastjórafélags Islands stendur fyrir námsstefnu á Akureyri 6.-8. nóvember þar sem fjallað verður um tvö málefni; annars vegar „Tími til stjórnunar og sjálfstæði skóla" og hinsvegar „Skólinn og foreldr- arnir - samstarf og áhrif'. Skólastjórafélagið mun taka mið af umræð- unni sem fram fer á námsstefnunni við mörkun stefnu um foreldra- samstarf en gert er ráð fyrir að leggja tillögur að slíkri stefnu fyrir að- alfund félagsins í mars árið 2000. — gg Þa^ hús á Keldiun verður opið hús hjá Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræð- um á Keldum við Vesturlandsveg á sunnudaginn. Þetta er í tilefni af 50 ára afmæli stöðvarinnar. Reksturinn verður kynntur með margvís- Iegum hætti. Starfsmenn munu gefa gestum upplýsingar um helstu verkefni og viðfangsefni stöðvarinnar. FRÉTTIR ro^r Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri undirrita samninginn í gær. Að baki þeirra standa bæjarfulltrúar, starfsmenn og fulltrúar Landsbankans. mynd: geir Uttekt á rékstri Akureyrarbæjar Akureyrarbær og Landsbankinn hafa undirritað samning um að bankinn geri úttekt á fjármögnun og rekstri fasteigna á vegum bæj- arsjóðs. Gert er ráð fyrir að Landsbankinn muni skila bæn- um fyrstu tillögum að breyttu eignar- og rekstrarfyrirkomulagi þessara fasteigna í lok þessa mánaðar. I þessu samhengi má riQa upp að Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri, hefur ekki úti- lokað að bærinn taki upp svipað kerfi og Reykjavíkurborg hefur gert varðandi leiguhúsnæði og stofni um það sérstakt félag. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar álíta þennan samning tækifæri til þess að vera þátttakandi í því að nýta leiðir og þau tækifæri sem bjóðast f fjármögnun og rekstri sveitarfélaga. Samningurinn fell- ur vel að þeirri stefnu Lands- bankans að auka umsvif í þjón- ustu við sveitarfélög og fjár- mögnun húsnæðis. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri, sagði markmiðið væri að samningurinn yrði grundvöllur að frekari samvinnu Akureyrar- bæjar og Landsbankans. „Landsbankinn nýtur mikillar viðskiptavildar á þessu svæði og við viljum endurgjalda hana með því að efla starfsemi viðskipta- stofunnar," sagði Halldór J. Kristjánsson. Bankaráð Lands- bankans ásamt helstu starfs- mönnum var viðstatt undirritun- ina í fundarsal bæjarstjórnar Ak- ureyrar. — GG MiMllhalli á dóms- málaráðimeytmu Fjárlög gera ráö fyrir 2 x 20 milljóna fram- lögum til að rétta af uppsafnaðan halla- rekstur á aðalskrif- stofu dómsmálaráðu- neytisins. Gert er ráð fyrir að aðalskrifstofa dómsmálaráðuneytisins fái 20 milljóna króna raunhækkun á rekstrargjöldum milli ára, eða alls um 173 milljónir á næsta ári. Fjárlagafrumvarp segir að umsvif ráðuneytisins hafi aukist á síðari árum. „Umtalsverður halli hefur skapast á hverju ári sem hefur verið leystur með millifærslum frá öðrum liðum. Sýnt þykir að ekki muni draga úr starfsemi á aðalskrifstofu og er Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra: Umsvif ráðuneytis hans hafa aukist og talsverður halli verið á hverju ári. því Iögð til hækkun á næsta ári og samsvarandi hækkun fyrir þetta ár í frumvarpi til fjárauka- laga.“ í fjárlögum 1997 fékk skrifstofan um 123 milljónir, svo hækkunin verður kringum 40% á tveim árum. Heildarútgjöld dóms- og kirkjumálaráðuneytis hækka um 8% milli ára í 9,7 milljarða - sem samsvarar um 35 þús. kr. á mann. Um 2,6 milljörðum er varið í kirkjumál, en meirihlut- inn, 5,8 milljarðar, í Iöggæslu- stofnanir og sýslumenn og 1,1 milljarður í dómstóla og fangelsi. I fjárlagafrumvarpinu segir að í haust verði gerð sérstök rekstr- arúttekt á sýslumannsembættinu á Akranesi, enda rekstur þess verið erfiður í nokkur ár. Nefnd dóms- og kirkjumálaráðherra vinnur síðan að því að fara yfir rekstur sýslumannsembætta í því skyni að samræma fjárveitingar til þeirra. Markmiðið er m.a. að auðvelda samanburð á kostnaði embættanna og niðurstöðurnar eiga að nýtast við fjárlagagerð ársins 2000. - HEI Fölsimarmálið í heild Björgvin Þorsteinsson, verjandi Péturs Þórs Gunnarssonar í Galleríi Borg, sem ákærður hefur verið í málverkafölsunarmálinu svokallaða, segir það sína skoðun að ekki hafi átt að taka hluta rannsóknarinnar fyrir og ákæra, heldur hafi átt að bíða niður- staðna rannsókna og taka málið fyrir í heild. Pétur Þór hefur verið ákærður íyrir meinta fölsun á þremur málverkum, en tugir annarra mynda, sem Gallerí Borg seldi, eru i rannsókn vegna gruns um fölsun. Pétur Þór er þess fyrir utan ákærður vegna meintra brota á bókhaldslögum og lögum um sölu notaðra lausaQármuna. Fyrirtöku málsins hefur tvisvar verið frestað í héraðsdómi vegna beiðni Iögmanns Péturs Þórs um gögn úr rannsókninni. „Ég teldi að það hefði verið heppilegast að taka málið í heild fyrir; en ekki taka þijú málverk út úr. Ég veit satt að segja ekki hvað býr að baki því að búta málið þannig niður. Ég reikna ekki með að farið verði eftir þessari skoðun minni, þótt ekkert banni það,“ segir Björgvin. - fþg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.